Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
5
Fréttir
Tíu kflóa
dvergkálfur
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
Dvergkálfur fæddist að bænum Litlu
Hámundarstöðum á Árskógsströnd á
dögunum og vó hann aðeins 10 kíló
við fæðingu.
Kálfur af eðlilegri stærð vegur um
30 kíló. Dvergkálfurinn er kvíga og
lölluð Lilja í höfuðið á bóndakonu á
einum nágrannabænum. En það var
einmitt frá þeim bæ sem tuddi kom
og gerði usla í kvíguhópnum á Litlu
Hámundarstöðum. Móðir kálfsins er
ung kvíga sem ekki stóð til að fengi
strax.
Um helgina, i hreint frábæru veðri, 15 til 20 stiga hita, má segja að hafi
ríkt sannkölluð karnivalstemning í Eyjum. Meðal annars brugðu Hrekkjalóm-
ar og félagar úr leikfélagi Vestmannaeyja á leik i göngugötunni og kepptu
í knattþraut. Keppnin var tvisýn en lauk með vafasömum sigri Hrekkjalóma.
DV-mynd Ómar
Spomað gegn eftir-
spumarþenslu
Hækkað lausafjárhlutfall, háir raunvextir
„Að undanfömu hafa peningamagn
og útlán aukist mikið sem stafar með-
al annars af greiðsluhalla ríkissjóðs
og erlendum lánum. Bankastjóm
Seðlabankans telur brýnt að sporna
gegn þeirri eftirspumarþenslu, sem af
þessu hlýst,“ segir í tilkynningu frá
Seðlabankanum. Af slíkum aðgerðum
er talið mikilvægast að raunvextir
verði enn um sinn háir og gripið verði
til annarra aðgerða í peningamálum,
einkum er varðar aðhald að útlána-
getu innlánsstofnana.
Bankastjóm Seðlabankans hefur
ákveðið að hækka lausaijárhlutfall
innlánsstofnana úr 7% í 8% af ráðstöf-
unarfé og kemur hækkunin fram að
hálfu leyti í júlí en að fúllu frá og með
1. ágúst. Jafhframt þessu em gerðar
lítils háttar breytingar á reglum um
lausafjárhlutfall i ljósi reynslunnar
þar sem bankar og sparisjóðir hafa
með fáum undantekningum haldið
lausafé sínu ofan lágmarksins.
-JFJ
Fyrsti
flugulax
þing-
mannsins
„Þetta var fyrsti flugulaxinn sem ég
hef veitt en maður hefúr fengið nokkra
laxa og fiskurinn tók þingeying, túbu,“
sagði Guðmundur Ágústsson, þing-
maður Borgaraflokksins, í samtali við
DV í gærkvöldi en hann veiddi fyrir
skömmu fyrsta flugulaxinn sinn, 11
punda, í Munaðamesinu í Norðurá.
„Ég var ekkert að flýta mér að landa
laxinum því maður er ekkert vanur
að veiða á fluguna og þetta stóð yfir
í 45 mínútur og hörkubarátta. Það er
miklu skemmtilegra að veiða lax á
flugu en samt rauk ég út í nótt þegar
fór að rigna til að tína maðk, maður
tekur maðkinn allavega með í næstu
veiðitúra og það eru Norðurá og Gljú-
furá sem renna á í næst, en það verður
eki fyrr en í ágúst. Ég keypti mér flu-
gustöng í vetur og hún verður reynd
í næstu veiðitúrum eftir þetta," sagði
Guðmundur ennfremur.
-G.Bender
philips sjónvttP
Guðmundur Agústsson, þingmaður
Borgaraflokksins, meö fyrsta flugulax-
inn, 11 punda, veiddan á Munaðar-
nessvæðinu í Norðurá.
DV-mynd Þórólfur Halldórsson
20” með þráðlausrt
fjarstýringu
skríMng á skjáá ölluni stiHingum. oil. o1l.
Litir-.Svartoggrátt.
VERÐ AÐEINS KR.
20” án fjarstýringar
öllum stillingum, ofl. ofl.
Litir: Hnota og grátt.
VERÐ AÐEINS KR.
16” ferðasjónvarp an
fjarstýringar
. K i •^^d^olöstöðvaminni.Stunga
iSB=, Lir heyrnartól. Innbyggt loftnet, ofl. oB.
Litir: svart og gratt.
VERÐ AÐEINS KR.
SiíSSSptó-aNnn
Tengist með straumbreyti stöðva
ofl. Litur: svart og grátt.
VERÐ AÐEINS KR.
MEÐ
SPENNUBREYTIAÐEINSKR. 31.980.-
Heimiiistækihf
SÆTÚNIB-SÍMI'691515 & HAFNARSTRÆTI
BIRGIR