Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLl 1987.
7
Fréttir
Ættarmót í Dalasýslu:
Grunur um salmonellusýk-
ingu eftir að tugir veiktust
„Það hefur enn ekkert svar borist
írá Rannsóknarstofu Háskólans en
mér skilst að það sé sterkur grunur
um að þetta sé salmonellusýking. Ein-
kennin em þau sömu og þó að ég geti
ennþá ekkert fullyrt reikna ég með
því að þetta sé salmonella,“ sagði Am-
bjöm Ólafsson, heilsugæslulæknir í
Keflavík.
Helgina 4.-5. júlí var haldið ættar-
mót á Edduhótelinu að Laugum í
Dalasýslu. Komu þar saman niðjar
Hannesar Einarssonar úr Keflavík og
á laugardagskvöldið var snæddur
saman kvöldverður. Að sögn móts-
gests tók fólk að veikjast upp úr
hádeginu daginn eftir með höfuðverk,
hita, uppköst, niðurgang og beinverki.
Um 330 manns munu hafa verið á
mótinu og virðist sem um 30 manns
hafi orðið veikir.
Enginn varð þó lífshættulega veikur
sem vitað er um en að sögn Ambjam-
ar var fólkið úr Keflavík, sem veiktist,
mjög lasið, einkum þó eldra fólk. Veik-
indin hafi þó staðið stutt yfir.
Málið í rannsókn
Það sem á boðstólum var á ættar-
mótinu var pottréttur með nautakjöti,
kalt borð með svínakjöti og rækjum.
Gunnar Rafh Jóhannsson, læknir í
Búðardal, sagði að þeir væm á kafi
við að athuga þetta mál og hefðu sent
allt hráefhi og vatn í rannsókn. Lang-
líklegast væri að eitthvað hefði komist
í matvæli. „Við verðum að rannsaka
þetta eins og um matarsýkingu sé að
ræða og gera ráð fyrir því versta,“
sagði Gunnar og vildi lítið tjá sig frek-
ar.
Helgi Helgason, heilbrigðisfulltrúi
Vesturlands, sagði að þó að salmon-
ella fyndist í sýni frá sjúklingum þyrfti
ekki að vera um matareitrun að ræða.
Tekin hefðu verið sýni úr nánast öllu
hráefni en afgangar af kjötmetinu
hafi ekki náðst, úr starfsfólki hótelsins
hafi verið tekin saursýni. Þetta væri
til rannsóknar hjá Hollustuvemd rík-
isins og sýkladeild Rannsóknarstofn-
unar Háskólans.
Ólafur Steingrímsson, yfirlæknir á
sýkladeildinni, sagði sterkar líkur
benda til salmonellusýkingar. Ljúka
þyrfti þó greiningunni áður en hægt
væri að segja fyrir um það með vissu.
Það tæki nokkurn tima að rækta upp
sýkilinn. í sama streng tók Franklín
Georgsson hjá Hollustuvernd. Hann
sagði að ennþá hefði ekkert komið
fram í matvæla- og neysluvatnssýnum,
sem þeir hefðu fengið, enda ræktunin
nýhafin.
Hótelið bað um rannsókn
„Þegar við fréttum um að eitthvað
væri að báðum við um rannsókn. Enn
sem komið er virðist ekkert benda til
að þetta sé héðan komið," sagði Rein-
hai-d Reynisson, hótelstjóri að Laug-
Reinhard sagði að síðar í þessari
viku ætti það að liggja fyrir hvort eitt-
hvað væri frá þeim komið og fyiT vildu
menn ekki vera með neinar getgátur,
nógu slæmt værí að sögusagnir færu
á kreik. Þetta gæti hugsanlega verið
einhver önnur veiki en sýking. „Fólk-
ið borðaði meira en hjá okkur þessa
3 daga sem það dvaldist hér. Það var
með nesti og þess háttar sem geymt
var við mismunandi aðstæður," sagði
Reinhard og sagði ýmsar fleiri skýr-
ingar geta verið heldur en matarsýk-
ingu og það vrðu menn að gera sér
grein fvrir.
-JFJ
Haffjarðará
Þrír 22 punda komnir á land
„Það er allt bærilegt að frétta úr
Hafijarðará og ætli það séu ekki
komnir um 184 laxar á land og þetta
eru yfirleitt vænir fiskar sem veiðast,
þrír 22 punda eru komnir á land,“
sagði tíðindamaður er við spurðum
um Hafljarðará.
„Við fengum 2 laxa og 9 bleikjur,
annar laxinn ar 14 pund og hinn 5,
bleikjumar voru stærstu 3,5 punda,“
sagði Dagur Garðarsson en hann var
að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá í
Dölum. „Allur fiskurinn veiddist á
flugu og þetta fékkst allt i Hvolsánni,
við vildum geyma Staðarhólsána
handa næstu veiðimönnum. Við sáum
3 laxa í Kaupfélagshylnum og svo var
Norðurá í Borgarfirði
1200 laxar
komnirígegn-
um teljarann
„Þetta gekk vel, hollið veiddi 66 laxa
og við fengum 26 laxa og sá stærsti
var 16 pund, annars voru sumir lax-
amir smáir,“ sagði Magnús Jónasson
sem var að koma úr Norðurá . „Það
hafa aðeins komið skot í ána við og
við og laxamir, sem eru komnir á land,
em á milli 380 og 400. í gegnum teljar-
ann em komnir um 1200 laxar og við
vorum uppi á dal síðasta hálfa daginn
og þar var töluvert af fiski víða en
hann tekur illa. Veiðimenn töldu 50
laxa á Bergshylsbrotinu og sumir vom
vænir. Ég var í Laugardalsá fyrir
skömmu og þar fengum við 8 laxa, er
að fara í Grímsá eftir helgi að renna
þar,“ sagði Magnús í bílasímanum á
leið niður Norðurárdalinn til Reykja-
víkur með 26 laxa í farangursrýminu.
bleikja í Máskeldufljótinu og i Hvíta-
dalsstrengnum" sagði Dagur í lokin.
Alvarlegir
greiðsluerfið-
leikar Sjóleiða hf.
Starfsemi skipafélagsins Sjóleiða
lif. hefúr nú legið niðri frá því S nóv-
ember enda stendur fyrirtækið
frammi fyrir alvarlegum greiðsluerf-
iðleikum.
Fyrirtækið hefur m.a. gert út flutn-
ingaskipið Sögu en fyrir nokkrum
mánuðum bræddi vél skipsins úr sér
og liggur skipið nú vélarvana og
kyrrsett úti í Frakklandi og býður
þess að frárhagsleg staða fyrirtækis-
ins skýrist
Samkvæmt upplýsingum frá fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins mun
tjónið, sem fyrirtækið varð fyTÍr,
nema um tuttugu milljónum en hann
tjáði DV einnig að unnið væri að
því að greiða útistandandi skuldir.
Frönsk hafriargjöld af skipinu nema
nú um einni og hálfri milljón og
þónokkrir af áhöfh skipsins hafa enn
ekki fengið greidd laun frá þvi á síð-
asta hausti.
Skipið hefúr verið til uppboðameð-
ferðar hjá borgarfógeta en þeim
málum hefur verið frestað um óá-
kveðinn tíma á meðan verið er að
ganga frá málum við erlenda aðila.
Fyrirtækið hefur enn ekki sótt um
greiðslustöðvun.
KGK
BLAÐAUKI
FYRIR
VERSLUNARMANNAHELGINA
um ferðalög og mótstaði helgarinnar kemur út
miðvikudaginn 29. júlí.
AUGLYSENDUR ATHUGIÐ!
Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa vöru sína og þjónustu
í þessum blaðauka hafi samband sem fyrst -
í síðasta lagi fimmtudaginn 23. júlí.
AUGLYSINGADEILD,
ÞVERHOLTÍ 11,
sími 27022.