Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1987, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1987.
Spumingin
Horfirðu á sólarlagið á
kvöldin?
Vignir Steinþór Haraldsson: Já, já -
það kemur fyrir svona stundum. Það
er svo gott útsýni heima - horfi bara
út um gluggann.
Stefanía Sigurbjörnsdóttir: Já, það
geri ég nú alltaf. Það er það falleg-
asta sem ég sé - bý í Hátúni og fer
ekki inn til mín fyrr en sólin er sest.
Fjóla Ægisdóttir: Það kemur sjaldan
fyrir - jú, jú, ég geri það.
Finnbogi Finnbogason: Já, já, stund-
um. Gerði mikið af því hér áður. Fer
nú ekki beinlínis til Grímseyjar til
þess að horfa á sólarlagið en læt mér
nægja að fara hérna vestur í bæ
núna.
Trausti Þórðarson: Já - ég geri það
þegar ég get og þá út um gluggann
hjá mér.
Lesendur_____________________________
Kynferðisglæpir:
Blásum til orrustu
Sárreið móðir skrifar:
Hvar ætlar þetta að enda? Er böm-
um okkar hvergi orðið vært fyrir alls
konar öfúguggum og undirheimalýð á
þessu annars indæla landi? Ekki er
þeim vært í blaðburði, ekki geta þau
farið í sund, ekki út á bamaleikvöll
eða í almenningsgarð og ekki er á það
hættandi að senda þau í sumarbúðir.
Ég bara spyr?
Maður var auðvitað sleginn yfir frétt
DV í síðustu viku, um að hjón er starf-
rækt hefðu sumarbúðir fyrir böm
væm grunuð um kynferðislega áreitni
við þau. En fréttin í blaðinu þriðjudag-
inn 7. júlí sl. um alvöru þessa máls
varð þess valdandi að mér fannst ég
verða að tjá mig um það og hafði ekki
lyst á sjónvarpsglápi það kvöldið. Ég
var í senn skelfd, reið og hrygg, og er
víst að svo er um fleiri. En við verðum
að gera eitthvað, ekki bara hugsa
„Guð, hvað þetta er hræðilegt" og
snúa okkur svo að öðm. Við getum
bara ekki látið sem ekkert sé þegar
böm em svívirt og líf þeirra eyðilagt.
Lýsing DV á hinum óhugnanlegu at-
burðum er takmörkuð því svo sem
greinilega má skilja er margt í þessu
máli ekki prenthæft sökum viðbjóðs.
Getur nokkur ímyndað sér hvemig
það er fyrir bam að fara í sumardvöl,
fjarri heimili og foreldrum, og verða
fyrir slíku áfalli fyrsta kvöldið sitt í
sveitasælunni. Hvert á svo bam að
flýja frá eyju langt úti á Breiðafirði?
Fyrir um 2 árum síðan sá ég auglýs-
ingu (í DV áreiðanlega því ég er
áskrifandi að því) um sumarbúðir í
Svefneyjum og mátti engu muna að
ég sendi dóttur mína þangað, þá 9 ára
gamla. Því meiri er e.t.v. skelfing mín
nú. Þegar ég sjálf var u.þ.b. 9 ára göm-
ul varð ég fyrir reynslu er hafði mikil
og langvarandi áhrif á mig. Það var
þó „aðeins" þukl á vissum líkams-
hluta. Sá er þetta gerði var fjölskyldu-
meðlimur. Auðvitað sagði ég ekkert -
Stöndum sterk með börnunum - seg-
ir sárreið móðir.
böm segja ekki frá, þau loka óttann
inni. Skelfinguna, skömmina og reið-
ina bera þau ein. Það er það versta.
Oft telja þau sökina sína. Mörgum
árum síðar sló ég þessu fram í reiði
en var ekki trúað. Það er hið allra
versta. Það þarf nauðsynlega að fara
að kenna bömum að segja frá. Það
þarf strax á unga aldri að efla sjálfsvit-
imd þeirra sem einstaklinga, kenna
þeim að tjá tilfinningar sínar og segja
frá ef þau em beitt misrétti eða líkam-
legu ofbeldi. Það vantar strax efni í
gmnnskólana er færi inn á þessi mál
á réttan hátt. Ef hæft fólk semur gott
efrii má e.t.v. finna þau böm sem þurfa
að fá hjálp. Það vantar líka strax sér-
stakan kynferðismáladómstól er færi
með öll svona mál, nauðganir og önn-
ur alvarleg líkamsárásarmál. Þetta
em mál sem aldrei skyldu velkjast í
dómskerfinu mánuðum saman. Til
þess em þau alltof alvarleg og alltof
sársaukafull. Ég dáist að þeim að-
standendum bama sem bíða vikum og
mánuðum saman eftir einhverri mynd
af réttlæti eftir að bam þeirra hefur
verið svívirt. Til þess þarf sterkar
taugar, mikið hugrekki og trú. En við
þær nefndir og þau ráð sem gæta eiga
hagsmuna bama og láta svona mál
dragast von úr viti með alls konar
skriffinnsku segi ég bara: „Skammist
ykkar.“ En rétt skal vera rétt og fólk
saklaust þar til sekt þess er sönnuð.
Því þarf að bæta þessi mál og flýta í
dómskerfinu.
En sé glæpurinn stór viljum við ekki
sjá annan Steingrímsdóm. Eða er e.t.v.
bara ekki hægt að dæma seka menn
hér á landi nema til nokkurra mánaða
vegna þess að ekkert tukthús er til. Á
Tunguhálsi er víst platan að ríkis-
fangelsinu löngu orðin ónýt, eða hvað?
Þá er bara að dæma þá geggjaða og
óábyrga gjörða sinna vegna þess að
þeir vissu ekki hvað þeir gjörðu, þrátt
fyrir þrælskipulagt atferli (sem reynd-
ar er líka þekkt hjá geðsjúklingum
eins og margir vita). Myndir af fólki,
sem framið hefúr svona brot, á skilyrð-
islaust að birta.
Ég vona að nýstofnuð samtök gegn
kynferðislegu ofbeldi á bömum láti í
sér heyra um þetta mál - einnig mæð-
ur, feður, gmnnskólakennarar, fóstr-
ur, heilbrigðisstéttir, svo og allur
almenningur. í guðanna bænum látið
í ykkur heyra - yppið ekki bara öxlum.
Látum bömin ekki vera ein lengur
- stöndum sterk með þeim.
Blásum til orrustu!
Er annað að ala upp beljur en böm?
Starfsstúlka í Reykjanesi veturinn ’67
- ’68 skrifar:
Hver hefur efni á að horfa á aðra í
smásjá? Erum við fúllkomin sjálf?
Stöndum við ekki saman, íslendingar,
allir sem einn? Allavega viljum við það
út á við, gagnvart öðrum þjóðum, ekki
satt? Hver hefúr efni á að dæma ann-
an? Er einhver betri en annar? Svari
hver sem svarað getur og hefúr efiii á.
Þrír bændur úr Isafjarðardjúpi, sem
sæti eiga í skólanefnd Reykjanesskóla,
hafa skorað á skólastjórann að segja
af sér. Hvers vegna? Vegna þess að
hann er of góður maður, sem hefur
tilfinningu fyrir því sem hann er að
gera. Maður sem þykir vænt um böm
og unglinga, maður sem vill gefa öðr-
um tækifæri til að sýna hvað í þeim
býr.
Geta bændur dæmt skólastjóra? Er
ekki svolítið annað að ala upp beljur
en böm? Ég er alin upp í sveit en
flutti til Reykjavíkur 17 ára, á 4 böm
sjálf, þar fyrir utan hef ég annast ann-
arra böm í 13 ár og mér finnst þetta
ekki vera sama uppeldissvið. Tvö af
mínum bömum hafa verið í Reykja-
nesskóla, undir handleiðslu Skarphéð-
ins skólastjóra. Þeim þykir mjög vænt
um hann og styðja hann af heilum hug.
Kjartan Gunnar Kjartansson var
kennari í Reykjanesskóla í 1 og 'A
vetur. Hann hafði að vísu ekki próf
upp á það, en það er gott að geta ráð-
ið sig sem kennara út á land, því ekki
fær réttindalaust fólk kennarastöðu í
Reykjavík á borð við það sem úti á
landi fæst. Ódýrt húsnæði og ýmis
önnur hlunnindi. Nú er Kjartan blaða-
maður á Dagblaðinu Vísi og hæg
heimatök að blása upp eitthvað sem
hann getur tæplega útskýrt, nema það
sem hann ásakar Skarphéðin um í
grein sinni, að hann sé of mildur við
bömin, hann sé sem sagt of góður
maður til að vera skólastjóri Reykja-
nesskóla.
Skarphéðinn byrjaði að kenna við
Reykjanesskóla 19 ára gamall. Þegar
ég réð mig sem starfsstúlku við skól-
ann veturinn 1967-68 var hann alfarið
með bamaskólann nótt sem dag. Hann
var vel metinn af öllum sem til hans
þekktu og er enn í dag, þó fjórar tung-
ur reyni að eyðileggja hann, sem ég
skil ekki hvers vegna, nema að það
væri öfund. Og öfund er ljót og eyði-
leggur oftast þann sem öfundar en
verður hinum til framdráttar.
Þegar Skarphéðinn byrjaði að
kenna var hann gagnfræðingur frá
R-nesi og búfræðingur frá Hvanneyri.
Síðan fór hann í Kennaraskólann 2
vetur og þaðan í íþróttakennaraskól-
ann að Laugarvatni. Eftir það kenndi
hann einn vetur í Reykjavík, en R-nes
kallaði á hann, kallaði á hans tryggu
sál, hann hafði bundist ákveðnum
tryggðaböndum við þennan stað eins
og margir þekkja sem þar hafa verið.
Reykjanesskóli er honum allt, þar er
hann búinn að læra og starfa meira
og minna frá 15 ára aldri og lifa fyrir
bömin sem hann hefur tekið að sér á
hveijum vetri, sem koma misjafnlega
í stakk búin að hausti en fara heim
að vori með þakklæti í huga til hans,
sem er þeim ekki bara skólastjóri,
heldur vinur og félagi í gleði og sorg.
Unglingavinna:
Stjómendur ekki starfi sínu vaxnir
7732-4038 skrifar:
Hvemig væri að þið fæmð á stúfana
og tækjuð nokkrar myndir af ungling-
um við unglingavinmma. Það er orðin
hreinasta skömm að sjá hvemig borg-
in okkar h'tur út núna. Keyrið þið um
og lítið á. Njóli og illgresi er að kæfa
gróður alls staðar. Má ég nefna dæmi
eins og hjá Suðurlandsbrautinni, við
Breiðholtsbrautina sem liggur upp í
efra Breiðholt. Ég vissi þegar var ver-
ið að gera 3 litla garða á vegum
borgarinnar við Skógarsel, sunnan
megin við Alaska í Breiðholti. Garð-
yrkjumaðurinn, sem sá um það, var
mjög fær og hann merkti allar plönt-
umar, setti spjöld fyrir framan, svo
fólk gæti komið og séð hvað þær hétu.
En núna sést ekkert af þessu. Síðast-
liðið sumar vom krakkar sem áttu að
hirða þetta en það var svo illa gert
að illgresið varð fljótt allsráðandi.
Núna í sumar er ekkert farið að reyna
að laga þetta. Krakkamir, sem eiga
að sjá um þetta hverfi, em til stór
skammar. Ég hef séð 4 stelpur í hóp
sem áttu að vera að slá með sláttuvél
meðfram gangstéttum í Seljahverfi og
þær sváfu allar í hóp við veginn. Strák-
ar, sem eiga að vera með handsláttu-
vélar að vinna, em flestar stundir
liggjandi eða að kjafta saman. Einn
kemur á hjólahlaupabretti í vinnuna
og gerir mest að því að leika sér á
því. Þetta er orðin svo mikil skömm
að það þyrfti að gera eitthvað róttækt
í þessum málum. Auðvitað móðgast
einhver. Jafnvel á einhver duglegan
krakka í þessum hóp en þeir duglegu
em bara kæfðir niður því þeir lötu em
svo allsráðandi að þeir sem vilja vinna
geta ekki staðið í þessu einir.
Farið og skoðið þessa staði sem ég
hef nefiit. Fáið að vita hveijir ráða
þessu, hveijir eiga að stjóma og em
alls ekki starfi sínu vaxnir.
Það er alveg hræðilegt hvemig borg-
in er orðin og sóðaskapurinn meðfram
vegum, glerbrot og tómar gosdósir.
Þakkir-HótelÖik
Félagskonur Kvennadeildai-
Rauða krossins fóm í sína árvissu
sumarferð í síðústu viku. Á lieim-
leið var snæddur kvöldverður í
Hótel Örk, Hveragerði.
Þar var sest að falloga dúkuðum
borðuni þar som borin var fram vel
, heit súpa, kjötréttur og eftiiTÓttur
- ljúffenjpn’ matur.
Við viljum hér biðja f>TÍr kveðjur
til starfsfólks Hótel Arkar sem
veitti okkur framúrskarandi góða
þjónustu.
Við vonum að Hóte! örk megi
lengi lifa og dafiia vel ■ svo við
megum öll njóta hins fallega um-
hverfis þar - utanhúss sem innan,
Félagskonur Kvennadeildar
Rauða krossins.
vantar
Granni skrifar:
Nú þegar allar þeasar nýju út-
varpsstöðvar em komnar af stað
er svolítið undarlegt að ekki skuli
fyrirfinnast sá valkostur að hlusta
á tónlist eingöngti. Á mörgum
vinnustöðum þar sem menn þurfa
að einbeita sér við vinnu er ekki
hægt að hafa kveikt á þassum út-
varps- stöðvum vegna málæðis
þulanna sem truilar venjuleg
vinnudýr. Þaif ekki meiri sérhæf-
ing að koraa til? Þannig að þeir
sera geta leyft sér að hlusta á talað
mál hafi kost á því í vinnutíma og
en hínir geti valið tónlistina. Eins
og nú er virðast allar stöðvamar
svjpaðar og þjóna því einnig alger-
lega sama hlustendahópnum.
Sigrún skrifar:
Eg vil þakka Eddu Björgvins-
dóttur og Júlíusi Brjánssyni fýrir
góðan gamanþátt á Bylgjunni um
fiölskylduna á Brávallagötu. Það
er alvcg sama hvemig skapið er
hjá manni þau fá mann alltaf til
að hlæja.
PÍg vona að þau verði lengi
áfram. Þau eru frábær. Takk fyrir.
Hjoli stolið frá
ellefu ára slrák
Unnar Snær Bjarnason hringdi:
Aðfaranótt mánudagsins var
hjólinu mínu stolið fyrir utan
heima hjá mér. Þetta er í Kjalarl-
andi 30. Hjólið var ólæst on stóð
á stéttinni inni í garðinum okkar.
Þetta er BMX hjól, hvítt stell og
silfrað stýri með rauðum púðum
og rauð handfong, rautt sæti og
rauð dekk. Þeir sem geta gefið
upplýsingar um hjólið oru beðnir
að hafa samband á kvöldin í sfma
37442 og or fundarlaunum heitið.
Hörður Jóhannsson hringdi:
Mér blöskra orðið skrifin um
Hótel Örk. Ég hef verið þama tvi-
svar, stuttu eftir að opnað var og
svo aftur í vor með Qölskylduna
og við fengum alveg yndielegar
móttökur. Fólkið var liðlegt og
yndislegt að vera þama i alla staði.
Sérstaklega var starfsfólkið gott
við krakkana.
Hika ég því ekki við að raót-
raæla þessum skrifura harðlega og
mæli með því að fjölskyldufólk
dvelji þarna, Auðvitað geta komið
upp á svona vandamál eins og
kona skrifaði um hjá ykkur um
daginn en ég held það hljótí að
llg mæli fyrir munn allrar fiöl-
skyldunnar, og ekki síst barnanna,
þegar ég segi að við höfum síður
en svo yfir þjónustunni að kvarta.