Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 4
4 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Fréttir Arnarhvoll Landsbókasaf nCt Ingólfsstræti " Klifurskúlptur^ Seðlabanki íslands Stytta Ingólfs ArnarhóHi Útileikhús *«nu c SKIPULAG ARNARHÓLS og nágrennis Kortiö sýnir hiö nýja skipulag Arnarhóls. Amartióll - Nýtft skipulag Ingólfur færður Arnarhóll á eftir að taka miklum stakkaskiptum í náinni framtíð ef skipulagstiilögur, sem Birna Björnsdóttir hefur unnið í sam- starfi við Hilmar Þór Bjömsson og Einar E. Sæmundsson, komast í framkvæmd. En miklar líkur eru á því þar sem þær hafa veriö sam- þykktar í borgarstjóm. Ingólfur verður færður aðeins framar á hóhnn, um það bil tvo metra svo hann blasi beint við inn- ganginum í Seðlabankann. Göngu- stígar mynda ása milli Seðlabank- ans og styttu Ingólfs og þvert á hólinn svo hann myndi eðlilega tengingu við Skúlagötuskipulagið. Óreglulegir stígar koma til með að liðast niður hólinn og auðvelda umferð gangandi fólks um hann. Súlnaröð Lagt er til að komið verði upp súlnaröð frá Hæstarétti, vestur Lindargötu, fram á Arnarhól þar sem súlnaröðin tekur beygju og tekur stefnu beint á Alþingishúsið og Dómkirkjuna, framhjá Stjómar- ráðshúsinu. Bilið milli þeirra á að vera 9 m og hæð þeirra ætíö sú sama og miðast við 13 m yfir sjávar- máli sem gerir það að verkum að súlumar sýnast misháar. Lagt er til að-súlurnar verði steyptar úr hvítri steinsteypu. Meginuppistaðan í lýsingu á hólnum verður óbein lýsing. Súl- umar verða flóðlýstar með 3-4 lömpum sem koma til með að lýsa upp hverja súlu. Lýsing á aðalstíg, milli Seðlabanka og styttu Ingólfs, kemur frá litlum lömpum meðfram gangstéttinni sem í raun flóðlýsa hana. Aö lokum er lagt til að stytta Ingólfs sé flóðlýst. Grænar brekkur og útileik- hús Við Kalkofnsveg verður komið fyrir útileikhúsi. Gert er ráð fyrir að sendibifreiðar með hljóðfæri og annan sviðsútbúnað hafi rúma að- komu að því. Innanhúss á að vera góð búníngsaðstaða fyrir bæði kyn- in ásamt snyrtingum og sturtu. Á minni sýningum, þar sem aðeins koma nokkur hundmð manns, eiga áhorfendur að geta sest niður en þar sem áhorfendafjöldinn skiptir þúsundum er gert ráð fyrir að fólk standi. Eins og áður er gert ráð fyrir að hólhnn einkennist af grasflötum og grasbrekkum eins og nú. Þó er gert ráð fyrir að trjágróður myndi um- gjörð um svæðið. Trjágróður er einnig hugsaður sem tenging við aðliggjandi svæði, svo sem torgið bak við Landsbókasafn og leiðina bak við Stjómarráðið. Steintöflur Við enda Lindargötu er lagt til að komið verði upp steintöflum með áletruðu ágripi af sögu landnáms Ingólfs og sögu Reykjavíkur. Á gönguleiðinni austan Stjómarráðs- húsins er einnig lagt til að gerðar verði steintöflur en á þær verið letrað ágrip af sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Á svæðinu sunnan við Seðla- banka er lagt til að myndhöggvara verði fengið það verkefni, í samráði við arkitekta bankans og hólsins, aö gera myndverk sem jafnframt þjóni þeim tilgangi að böm geti haft gott og gaman af aö príla á. Aðkomuleiðir Gert er ráö fyrir að Hverflsgatan þjóni svipuðu umferðarhlutverki og hún gerir í dag. Hins vegar er gert ráð fyrir því að gangstéttin sunnan til á hólnum verði færð inn á hólinn þannig að ónæði af bí- laumferð veröi minna. Aðkomu að hólnum á homi Hverflsgötu og Kalkofnsvegar á að breyta á þann hátt að komið verði fyrir áningarstað með bekkjum, fánastöngum og stalli fyrir mynda- styttu. Til að draga úr umferðarhraða um Ingólfsstræti er lagt til að kom- iö veföi upp þrem eyjum vestan- vert við götuna. Loks er gert ráö fyrir að Lindargata verði gerð að vistgötu. -J.Mar Iðnaðarmenn við störf sin á Arnarhóli í veðurblíðu desembermánaöar. DV-mynd KAE Bjami P. n i ítrekað beðið um kostnaðaráætlun „Ég er búinn að ítreka þaö á fundum borgarráðs aö ég óski eítir kostnaöaráætlun fyrlr ráðhús- bygginguna og að hún veröi lögð fram smJurliöuö. Þannig verður að vera unnt aö sjá hvemig verk- inu miðar og fylgjast grannt með kostnaðarliöum þess," sagöi Bjami P. Magnússon, borgarfulltrúi Al- þýðuflokksins, um ráðhúsbygging- una fyrirhúguðu. Bjami sagði að reynslan af flugstöövarbygging- unni yrði vonandi viti til vamaöar og það yrði að gera allt sem unnt væri að halda kostnaðinum niðri. -SMJ Umsögn veríkfræðinga um hönnun raðhússins: „Hemaðar* leyndarmár „Það er ekki komin nein kostnað- aráætlun ennþá um ráðhúsið. Viö erum að vinna viö útboðsgögnin núna en ætlunin er að leggja þau fyrir verktakana í næstu viku,“ sagði Svavar Jónatansson hjá Almennu verkfræðiskrifstofunni sem hefur umsjón með þeim byggingarhluta ráðhússins sem fyrstur verður boð- inn út. Sá háttur er hafður á þessu útboði aö þeim verktökum, sem hef- ur veriö boðið að vera með, hefur verið uppálagt að koma með eigin hugmyndir um útfærslu verksins en í næstu viku verða þeim afhent út- boðsgögnin. Að sjáifsögðu er ekki hægt að ræða um verð fyrr en útboð hafa veriö opnuð. En er ekki viss aukakostnaður því samfara að byggja ráðhúsið á þessum stað? „Ég get ekkert sagt um það en hins vegar er ekki hægt að neita því að það eru ýmis vandamál því samfara að byggja húsið svona niöur í vatn,“ sagði Svavar. Vegna þess að það hefur komið fram víða að ráðhúsið er alls ekki einfóld bygging í smíðum og margt nýstárlegt þar á ferð leituðum við til þeirra verktaka, sem nú vinna hörð- um höndum við aö undirbúa útboð sín, og báðum þá að útlista fyrir okk- ur helstu vandamálin við bygging- una. Þeir voru varkárir í umsögnum sínum, enda eftir að birta útboðin, en það kom fram í máli þeirra að þeim þótti þetta spennandi verkefni. Hernaðarleyndarmál „Þetta er mjög spennandi verkefni en ég get ekkert sagt þér um það því þetta er hemaðarleyndarmál," sagði Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hag- virkja. Hann játaði þvi að vissulega væru vandamál því samfara að byggja húsið á þessum stað en: „Mið- bærinn er bara á þessum eina stað.“ Jóhann sagði að þeir hjá Hagvirkja ynnu nú hörðum höndum við að leysa verkfræðileg vandamál, sem fylgdu byggingunni, en sá hluti bygg- ingarinnar, sem nú verður boðinn út, nær aöeins yfir bílageymsluna. Vinnum úr hugmyndum og setjum á þær verð „Okkar starf núna byggist á því að vinna úr okkar hugmyndum og setja á þær verð," sagði Páll Siguijónsson, framkvæmdastjóri ístaks, en hjá honum kom fram að þeirri aðferð er beitt við útboðið að verklýsing og verð er sent inn í einu. Kallast það heildarútboð. Páll sagði að helstu vandamálin, sem við væri að glíma, stöfuðu af því hve langt niður húsið næði og hugsanlegum vatnsleka vegna þess. Ekki vildi hann meina að verkfræðilegir þættir byggingar- innar væru óvenjulegir. Hjá Stefáni Guðbergssyni, sem annast verkfræðiráðgjöf fyrir Kraft- tak, fengust þau svör að um ráðhúsið væri ekkert að segja. Engar upplýs- ingar væru gefnar um svo viðkvæmt mál og alls ekki á þessu stigi. -SMJ Fyrsti hluti ráðhússins við Tjörnina verður boðinn út í næsta mánuði. 25% af ráðhúsinu boðin út í janúar „Það eru um 25% af heildarkostn- aðinum við ráðhúsið sem verða boðin út núna í janúar,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri en hann vildi taka það fram að þessi tala væri gróf- lega áætluð. Enn væru engar endanlegar tölur komnar á ráðhús- framkvæmdirnar og sagði Davíð að í raun væri rangt af sér að vera að gefa upp nokkrar tölur á þessu stigi málsins. Þessi 25% jafngilda um 190 milljónum kr. Eins og kunnugt er á ráðhúsbyggingin öll samkvæmt fyrstu kostnaðaráætlun að kosta 750 milljónir en þar af fara 250 milljónir í bílakjallarann. Ráðhúsið sjálft kost- ar 500 milljónir. Þá er búið að festa kaup á stálþili sem verður sett upp við ráðhús- grunninn. Stálþil þetta kostaði 12 milljónir kr. „Borgin á þetta þU áfram og getur notað það við ýmsar framkvæmdir, svo sem við höfnina," sagði Davíð. Borgin hefur áður átt svona þil en það liggur nú grafið á Skeiðarársandi en það var lánað til gullleitarmannanna sem náðu því ekki upp. „Þiliö var tryggt og við fengum þaö borgað,“ sagði borgar- stjóri. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.