Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Erlendar bækur Ævintýri í heimspólitík WINDMILLS OF THE GODS. Höfundur: Sidney Sheldon. Fontana/Collins, 1987. Bækur Sidney Sheldon eru meðal þeirra sem kerfisbundið lenda í efstu sætum metsölu- lista í nágrannalöndunum. Þessi er engin undantekning: hún er á toppi bandaríska list- ans um þessar mundir. Að þessu sinni fjallar Sheldon um alþjóðapólitík og hryðju- verkastarfsemi. Samsæri er í gangi milli háttsettra manna ýmissa landa, bæði í austri og vestri, sem óttast bætta sambúð risaveldanna. Fyrirhugað fórn- arlamb er bandarísk kona, sem forseti Bandaríkjanna hefur skipað sendiherra í austantj- aldslandi, og börn hennar. Þetta er læsileg bók og á köfl- um spennandi, en afar grunn- færnisleg eins og margir aðrir reyfarar af þessu tagi. Auðvitað eru samsæriskenningar af þeim toga sem hér er vikið að fyrir löngu útslitnar vegna ofnotk- unar reyfarahöfunda, og frá- sagnir af samskiptum stjómmálamanna, til dæmis bandaríska sendiherrans og einræðisherrans í austri, eru einfeldningsleg ævintýr. Sígild ástarsaga MANON LESCAUT. Höfundur: A. Prévost. Penguin Books, 1987. Prévost, sem var uppi á átj- ándu öld, lifði stormasömu lífi. Hann tók ýmist þátt í taumlitl- um lífsnautnum samtímans eða lokaði sig af sem félagi í klaust- urreglu. Og svo skrifaði hann reiðinnar ósköp af ritum, bæði fræðibækur ýmiss konar og skrúðmálgar aíþreyingarsögur sem nutu um hríð mikilla vin- sælda í Frakklandi. Á okkar dögum er það hins vegar þessi eina saga, sem var svo ólík öllu öðru sem hann skrifaði, sem heldur nafni hans sem rithöfundar á lofti. Sagan af Manon Lescaut og elskhuga hennar, Des Grieux, gerist á árunum eftir andlát Lúðvíks fjórtánda þegar hefðarfólk í París létti sér upp eftir siðsemis- ok undanfarandi ára með hressi legu svalli. Þau eru bæði flókn- ir persónuleikar og ást þeirra verður dramatísk harmsaga. Það hefur verið sagt að á sama hátt og „Madame Bovary“ sé fullkomnasta skáldsaga allra tíma sé Manon Lescaut „full- komnasta sagan“ sem samin hafi verið. Hvað sem um það má segja. er hér um að ræða meistaraverk sem staðist hefur tímans tönn afar vel. Attenborough kvikmyndar baráttu gegn apartheid CRY FREEDOM. Höfundur: John Briley. FILMING WITH ATTENBOROUGH. Höfundur: Donald Woods. Penguin Books, 1987. Sir Richard Attenborough, sem er þekktastur fyrir stórmyndina um Gandhi, hefur nýlokið við nýja kvik- mynd. Hún heitir „Cry Freedom" og byggir á samtímaatburðum frá Suð- ur-Afríku. Aðalpersónur kvikmyndarinnar eru tveir Suður-Afríkumenn. Annars vegar svertingjaleiðtoginn Steve Biko, sem var aðaldrifkrafturinn í svokallaðri BCM-hreyfingu (Black Consciousness Movement) ungs fólks sem var á móti aðskilnaðar- stefnu (apartheid) hvítu minnihiuta- stjórnarinnar og lagði áherslu á að svertingjar litu á málin frá eigin sjónarhóli. Hins vegar Donald Woods, ungur, hvítur ritstjóri dag- blaðsins Daily Dispatch í hafnar- borginni East London, en hann skrifaði einarðlega í blað sitt gegn aðskilnaðarstefnunni. Biko og Woods hittust fyrsta sinni eftir að Woods haföi skrifað harðorð- an leiðara í nóvember árið 1975 þar sem hann gagnrýndi BCM-hreyfing- una og Biko fyrir öfgastefnu. Stuðn- ingsmenn Biko földu gagnrýnina óréttmæta og komu á fundi þeirra tveggja. Upp frá því hittust þeir nokkrum sinnum og Biko sýndi Wo- ods meðal annars eymdarleg lífskjör fólks í svertingjahverfunum. Biko var handtekinn af öryggislög- reglunni árið 1977 og lést þar af illri meðferð í september það ár. Lögregl- an gaf þá opinberu skýringu að Biko hefði látist vegna hungurverkfaUs, en Woods haíði aðrar upplýsingar og krafðist rannsóknar á láti Biko. í október þetta ár, þegar Woods var á leið til Bandaríkjanna til að halda þar fyrirlestur, var hann handtekinn og settur í stofufangelsi. Honum var bannað að skrifa, ferðast og tala við annað fólk en nánustu fjölskyldu sína í fimm ár. í stofufangelsinu skrifaði Woods bók um Biko og í árslok 1977 ákvað hann og fjölskylda hans að yfirgefa allar eigur sínar og flýja land. Þeim tókst að komast til Lesotho og þaðan til Bretlands með handritið að ævi- sögu Biko í farteskinu. Sú bók kom skömmu síðar út og vakti verulega athygli. Á þessari sögu af samskiptum Biko og Woods byggir Attenborough kvik- mynd sína. Þessar tvær bækur lýsa þeirri kvikmynd. Annars vegar hef- ur handritshöfundurinn John Bri- ley, sem fékk óskarsverðlaun fyrir handritið að „Gandhi“, samið læsi- lega skáldsögu upp úr kvikmynda- handriti sínu að „Cry Freedom". Hins vegar lýsir Donald Woods gerð kvikmyndarinnar, sem að verulegu leyti fjallar um ævi hans sjálfs og sem hann fylgdist mjög vel með allt frá upphafi. Það liggur í hlutarins eðli að þessar tvær bækur eru mjög ólíkar. Woods segir á léttan og skemmtilegan hátt frá því hvernig það er að sjá kvik- mynd um sjálfan sig verða til. En Briley rekur hina alvarlegu hliö til- verunnar í Suður-Afríku þar sem afskipti af stjómmálum geta kostað menn frelsið og jafnvel líf- ið. Eftir endalok sólkerfisins THE SONGS OF DISTANT EARTH. Höfundur: Arthur C. Clarke. Grafton Books, 1987. Þegar jarðarbúar átta sig á því að skammt er í endalok sólkerfisins leita þeir ákaft leiða til þess að tryggja áframhaldandi tilvera mannsins. Þær lausnir, sem þeir finna, eru með ýmsu móti og þróast eftir því sem árin og aldirnar líða. En bera þær tilætlaðan árangur? Slíkum spurningum veltir sá snjalii vísindasagnahöfundur Arth- ur C. Clarke upp í þessari nýjustu skáldsögu sinni sem á að gerast eftir nokkuð á annað þúsund ára. Þá er geimskipið Magellan, sem var hið síðasta til að yfirgefa jörðina áður en hún og sólkerfið allt eyddist við það að sóhn breyttist í „nóvu“, á leið til nýs áfangastaðar í geimnum þar sem jarðarbúar hyggjast búa sér nýja ,jörð“. Clarke, sem hefur skrifað fjöldann alian af vísindaskáldsögum, blandar hér sem fyrr saman af mikiili kunn- áttu vísindalegum fróðleik og spennandi atburðarás. Sú blanda er jafnheillandi í þessari bók sem þeim fyrri, að minnsta kosti í hugum þeirra sem á annað borð hafa gaman af lestri vísindaskáldsagna. Metsölubækur Bretland: Bandaríkin: WEST WITH THE NIGHT. 1. James Clavelf: 1. Sidney Sheldon: 6. Judith Viorst: WHIRLWIND. WINDMILLS OF THE GODS. NECESSARY LOSSES. 2. John le Carré: 2. V.C. Andrews: (Byggt ó New York Times Book A PERFECT SPY. GARDEN OF SHADOWS. Review.) 3. Stephen King: 3. James Clavell: IT. WHIRLWIND. 4. P.J. James: 4. Belva Plain: A TASTE FOR DEATH. 5. Kingsley Amis: THE GOLDEN CUP. 5. Jude Devereaux: Danmörk: THE OLD DEVILS. THE PRINCESS. 1. Herbjörg Wassmo: 6. Catherine Cookson: 6. Stephen Coonts: HUSET MED DEN BLINDE BILL BAILEY. FLIGHT OF THE INTRUDER. GLASVERANDA. 7. Jack Higgins: 7. Ken Follett: 2. Jean M. Auel: NIGHT OF THE FOX. PAPER MONEY. HULEBJ0RNENS KLAN. 8. Olivia Manning: 8. Tom Clancy: 3. Isabel Allende: THE BALKAN TRILOGY. RED STORM RISING. ÁNDERNES HUS. 9. Jeffrey Archer: 9. Stephen King: 4. Jean M. Auel: A MATTER OF HONOUR. IT. HESTENES DAL. 10. Olivia Manning: 10. P.D. James: 5. Isabel Allende: THE LEVANT TRILOGY. . A TASTE FOR DEATH. KÆRLIGHED OG M0RKE. Rit almenns eðlis: Rit almenns eðlis: 6. Elsa Morante: HISTORIEN. 1. GILES CARTOONS. 1. Joseph Wambaugh: 7. John Mortimer: 2. Keith Floyd: ECHOES IN THE PARADIS I MORGEN. FLOYD ON FRANCE. DARKNESS. 8. John Irving: 3. Susan Hicks: 2. Gelsey Kirkland: ÆBLEMOSTREGLEMENTET. THE FISH COURSE. DANCING ON MY GRAVE. 9. I. og R. Rachlin: 4. Jolliffo, Mayle: 3. M. Scott Peck: 16 ÁR I SIBIRIEN. WICKED WILUE'S LOW- THE ROAD LESS 10. Umberto Eco: DOWN ON MEN TRAVELED. ROSENS NAVN. 6. Spike Mifligan: 4. Bill Cosby: (Byggt á Politiken Sondag) GOODBYE SOLDIER. FATHERHOOD. (Byggt á The Sunday Times.) 5. Beryl Markham: Umsjón: Elías Snæland Jónsson Maðurinn og skáldið Shelley SHELLEY: THE PURSUIT. Höfundur: Richard Holmes. Penguin Books, 1987. Enska ljóðskáldið og hug- sjónamaðurinn Shelley lifir enn í mögnuðum ljóðum sínum. Margar bækur hafa verið skrif- aðar um verk hans og ævi en það er samdóma áht þeirra sem best þekkja til að engin þeirra jafnist á við þetta mikla verk breska ævisöguritarans Ric- hards Holmes. Við samningu þessarar bók- ar, sem er yfir átta hundruð blaðsíöur að stærð, hefur Hol- mes kannað upp á nýtt heimild- ir um lífshlaup og skáldskap Shelleys. Hann er óháður túlk- unum þeirra mörgu sem áður hafa skrifað um þetta stór- brotna ljóðskáld og kemst um margt að öðrum niðurstöðum. Holmes rekur mjög ítarlega stutta ævi Shelleys og tengsl ljóða hans við það fólk sem var honum nákomið og þau hugð- arefni sem á hverjum tíma áttu hug hans allan. Sá Shelley, sem hér birtist, er ekki jafngeð- þekkur og sú helgimynd sem sumir hafa dregið upp af hon- um. Hann hafði til að bera mannlegan breyskleika í ríkum mæli ekki síður en snilligáfu, enda áttu átökin á milli þeirra ólíku eðlisþátta í skapgerð Shel- leys sinn þátt í listsköpun hans. Smásögur frá írlandi THE NEWS FROM IRELAND. Höfundur: William Trevor. Penguin Books, 1987. írski rithöfundurinn William Trevor er einn besti núlifandi smásagnahöfundur þjóðar sinnar. Mikið af smásögum hans, og reyndar skáldsögum líka, er til í pappírskiljum. í þessari bók eru tólf nýlegar smásögur Trevor sem sýna enn og sanna kunnáttusemi hans í smásagnagerð. Hér eru mann- leg vandamál krufin til mergj- ar: ást, ótti, söknuður og einsemd fólks í írskum hvers- dagnum. í sögum Trevor er á ljósan og áhrifamikinn hátt dregin fram tilfinningalega einangrun skýrt markaðra persóna. Það er oft mikiö bil milli væntinga og veruleika, og harmurinn er ávallt í nánd. Þetta er áhuga- verð veröld, sem hefur mann- lega skírskotun ofar öllum landamerkjum þótt sögusviðið sé ljóslega af heimaslóðum höf- undarins, írlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.