Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 29
29 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. 13 v_____________________Vísnaþáttur Þremur jólabókum flett Freysteinn Gunnarsson, 1892-1976, var, eins og flestir vita, kunnur skólamaður, guðfræðingur að mennt, stjórnandi Kennaraskól- ans í heilan mannsaldur, orða- bókahöfundur, þýöandi óteljandi barnabóka og söngljóða. Hann er líká höfundur ljóðsins um glerbrot- ið sem svo oft er sungið í útvarpið. Hann gaf út tvö ljóðabókarhefti með margra ára millibili og hand- rit hins þriðja var fullbúið til prentunar þegar hann dó gamall maður. Þetta eru frumsamin ljóð og vísur, ennfremur þýdd kvæði, nýkomin út í einu bindi. Kvæðasafn Freysteins Um ljóða- og vísnagerð sína yfir- leitt segir Freysteinn: Sumt er þýtt og sumt er stælt, sumt af öðru dregið, sumt er beint af munni mælt, mörgu er yflr legið. Og: Þegar inn í húmsins hjúp hverfur víður geimur, er augna þinna dulardjúp drauma minna heimur. Aðrar vísur: Þar sem í gær var góður sopi gutlar nú ekki pennadropi, kroppurinn alveg eins og lopi og andinn hálfgerður lausagopi. Við sem vorum í gær svo glaðir, göngum í dag svo örvinglaðir, fullir af andlegu aukataði eins og krossgáta í morgun- blaði. Þrjár stökur: Svo hafa örlög ójafnt skipt, eins er um mannabörnin smá, sumum er hátt í ljóma lyft, ljósvana sitja önnur hjá. Blómin sem anga um bjarta grund, búin í skart, sem æðst er til, gróandi vors á glaðri stund, glæðast við sólarbirtu og yl. Önnur sem eru í lífsins leik ljósinu svipt í skuggadal, draga fram lífið dauf og bleik, dæmd til að falla ung í val. Vísur Sigurðar Gunnarsson- ar Þá er að nefna Sigurð Gunnars- son. Hann er fæddur að Skógum í Öxafirði, kennaraskólagenginn og menntaður víðar. Lengst starfsald- urs síns var hann skólastjóri á Húsavík. Hann hefur þýtt og frumsamið fjölda bamabóka og samið söngljóð sem víða hljóma fyrir æskulýð. Nýlega hefur komið út bók með ræðum, ritgerðum, af- mæhs- og eftirmælagreinum, ennfremur vísur og ljóðmæli, allt í einu bindi. Svo er manni lýst: Bæði daga og dimma nátt | dreifir myrkri svörtu, sæði kærleiks sáir þrátt í sinna bræðra hjörtu. Svona menn eru vissulega til. Annar lýsir hug sínum þannig: Hvar ég fer um fold og haf, ég finn til smæðar minnar. Góði, Drottinn, gef mér af gnægðum visku þinnar. Og biður: Sú er innsta óskin mín, eins á nótt sem degi, að þú látir ljósin þín lýsa mína vegi. Stakar vísur: Þegar ríkir náköld nótt, nötra björk og hlynur, þá er gott að geta sótt gleði til þín, vinur. Blessuð sólin gyUir grund, gleði vekur sanna, flytur yndi alla stund inn í hjörtu manna. AlUr kosti Esju sjá, enginn henni líkur, dýrðarfógur, draumablá, drottning Reykjavíkur. Óskarfrá Haga Þegar við Ólafur Jóhann Sigurðs- son vorum að gefa út okkar fyrstu bækur á kreppuárunum, síðari hluta þriðja áratugarins, var einn af efnflegum félögum, vinum og jafnöldrum okkar Oskar Þórðarson frá Haga í Skorradal, f. 1920. Eftir hann birtust þá oft í barnablöðum og fylgiritum dagblaðanna ljóð og sögur. Ung rithöfundaefni á þeirri tíð töldu sjálfsagt að hann yrði áfram í hópnum. En hann tók aðra stefnu og ábyrgöarmeiri, réði sig til rafvirkjameistara, giftist fyrr en við hinir og sinnti sinni iðn og barnauppeldi. Kannski hefur sjálfsálitið verið minna hjá honum en okkur. Nýlega kom út eftir hann minningabók og nú kvæðabók sem heitir A hljóðum stundum. Hér koma nokkrar lausavisur úr henni: Auðlegð hjartans muna má sé maður einskis nýtur. Sínum augum silfrið á sérhver Uta hlýtur. Birkið leggur laufin sín á lyngið bleika og rauða. Moldin geymir grösin mín, gátu lífs og dauða. Þegar einn ég þreyti leið og þykist verjast strandi, sé ég allt mitt æviskeið eins og mynd á bandi. Oftast þegar þögull ég þrauka á lokum vöku, aðeins sé ég auðan veg einnar gleymdrar stöku. Snillinganna aö lesa ljóð líst mér sigur hálfur. Ég hef fyrir þessa þjóð þráð að yrkja sjálfur. Þó að vargar vígatól veröld kjósi að bjóða, færa vil ég friðarjól fólki allra þjóða. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. BESTU MYNDIRNAR í BÆNUM VIDEOTÆKI FRÍTT MEÐ 2 SPÓLUM They werc a special squad Theír mission - rescue an Amerícan General Thelr successful operatlon ~ Brilliant Their reward - DEATH WlUIAMOWYPftJÍOíTS CtflUDE BRASSÉUR • BERNflRD-PIERRE DONNflDIEU CERAtin DARMCai • föfis ARJSTWP • JJAN HUCOES AUCLAOf • OANif L DUVAL JIAN-ROCEft MILO • "AMOHC V/OUÆS- A FU1SY JOSE GlOVANNI WlfH LISAKHUl/Eft CABIllCt 8R1AND • PATRICA EDUNGER • PADl CIOVAWI • ISACEL LBftCA • ftftafBT ARDíM EÖWARO MEEKS • OTItLMHLAY (JY JOSE GtOVANNI AND JEAM SCHMIH ERÖM THí STOW BYJOSE CKWAHNI ANf) JEAfi SCHMin ____ f.UISIC SY PWO MAftOUESE • fJIEOlTfJr PROOllCEft OANY COHGN ASSOCIATE PRBOUCfR H. SFlfJGUNfl DÆMI UM TOPPMYNDIR TOP GUN BIG TROUBLE IN LITTLE CHINA CROCODILE DUNDEE THE GOLDEN CHILD BEST SHOT HEARTBREAK RIDGE MORNING AFTER RUNNING SCEARD OVER THE TOP ALIENS STAND BY ME LEAGEL EAGLE RUTHLESS PEOPLE PEGGY SUE GOT MARRIED STJÖRNUVIDEO SNÆVARSVIDEO SOGAVEGI 216 HÖFÐATÚNI 10 SÍMI 687299 SÍMI 21590
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.