Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 1 Fréttir ___________________________________________________pv Skrifað var undir nýja kjarasamninga í nótt Samninganefnd Verka- mannasambandsins klofnaði - Austnrðingar, Vestmannaeyingar og Akumesingar skrifuðu ekki undir samninginn Um klukkan íjögur í nótt voru nýir kjarasamningar milli Verka- mannasambandsins og Vinnuveiten- dasambandsins undirritaöir. Samninganefnd Verkamannasam- bandsins klofnaði í afstöðunni til þessara nýju samninga og fulltrúar Austfirðinga, Vestmannaeyinga og Akumesinga skrifuðu ekki undir samninginn. Þessir nýju kjarasamningar eru mjög svipaðir þeim sem gerðir voru á Vestfjörðum á dögunum. Kaupliös-' haékkunin e^nær því sú sama eða 13,45% á árinu en samningurinn gildir frá 26. febrúar 1988 til 18. mars 1989. „Ég tel að viö höfum komist eins langt og hugsanlegt var í stöðunni. Ég viðurkenni að ég hefði viljað ná meiru fram til handa fiskvinnslu- fólki en mitt mat er það aö lengra hafi ekki verið hægt að komast nema með verkfallsátökum," sagöi Guö- mundur J. Guðmundsson, formaöur Verkamannasambandsins. „í eðli sínu eru allir kjarasamning- ar verðbólguhvetjandi en ég tel að hér sé um ábyrga samninga að ræða og við gerum ráð fyrir að verðbólgan fari aöeins upp á við fyrst en lækki svo niður í 16% seinni hluta ársins. Ég verð að játa að um áramótin ótt- aðist ég að til stórfelldra átaka myndi koma á vinnumarkaöinum sem myndi hafa svipaðar afleiðingar í för með sér og samningamir 1977 og 1982. Ég tel því að með þessum samn- ingum höfum við náö að bjarga málunum fyrir hom,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins. „Þessi samningur felur í sér 4% kjaraskerðingu frá því sem nú er þegar tekið er tillit til efnahagsað- . gerða ríkisstjórnarinnar og undir slíkt get ég ekki skrifað," sagði Jón Kjartansson, formaður Verkmanna- félags Vestmannaeyja. „Eg skrifa ekki undir þennan samning fyrr en ég hef rætt við mína menn fyrir austan," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Jökuls á Höfn í Hornafirði. „Ég get ekki skrifað undir þennan samning. Ég er óánægð með svo margt í honum, svo sem hvernig að starfsaldurshækkununum er staðið og eins mun hin nýja yfirtíð skerða laun þeirra'kvenna í fiskvinnslu sem vinna hálfan daginn,“ sagði Sigrún Clausen, formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness. Samningafundurinn, sem leiddi til þessa samkomulags í nótt, haíði stað- ið frá því klukkan 16 á miðvikudag- inn eða í 36 klukkustundir þegar undirritunin fór fram. -S.dór Þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm í nótt skrifuðu þeir Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitenda- sambandsins, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, undir nýja kjarasamninga. Þá hafði samningafundur staðið óslitið í 36 klukkustundir. DV-mynd BG Nýju kjarasamningamir: Kauphækkunin á samnings- tímabilinu verður 13,45% - rauð strik í júlí og nóvember gera samninginn uppsegjanlegan Þórarinn V. Þórarinsson: Kaupmáttur láglauna- fólks mun minnka minna en annarra stétta „Það er rétt að við sögðum fyrr í vetur að kaupmáttur myndi og yrði að minnka. Ég held hins veg- ar að kaupmáttur láglaunafólks í Verkamannasambandinu muni ekki minnka að sama skapi og annarra eftír þessa saraninga. Ég held hins vegar enn að kaup- máttur muni minnka þegar líður á árið, ekki fyrir verölagsþróun- ina eina og sér heldur vegna samdráttar í atvinnustarfsemi okkar,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, í samtali viö DV í nótt eflir að nýir kjarasamningar höfðu verið und- irritaðir. - Því er haldið fram að fisk- vinnslan sé rekin með 10% til 15% tapi. Miðað við þær efna- hagsaögeröir sem boöaðar eru af ríkisstjórninni, þolir flskvinnsl- an þessa samninga? „Það er alveg sama til hvaða efnahagsaðgerða ríkisstjórnin grípur innan þeirra marka sem sú launastefna og verðlagsþróun, sem miðað er við í samningunum, gerir ráð fyrir, boginn verður spenntur til hins ýtrasta hjá fisk- vinnslunni á þessu ári. Það er alveg ljóst.“ - Eru þetta verðbólgusamning- ar? „Auðvitað eru allir samningar, þar sem spilaö er út því sem ekki er til eða meira en því sem til er, verðbólgusamningar. Þetta eru hins vegar minni verðbólgu- samningar en maður óttaðist á tímabih að þurfa að standa frammi fyrir. Ég verö að segja alveg eins og er að f upphafi árs þótti mór flest benda til að allt stefndi í það sama og varð eftir samninga 1977 og 1982 þegar óöa- verðbólga reið yfir. Mér óaöi viö að eiga ef til vill eftir aö standa að slíkri samningsgerð. Okkur hefur aftur á móti tekist í samein- ingu með þessum samningum að komast fram hjá því skeri. Við trúum því að verðbólgan fari ekki fram úr 16% á næstu 12 mánuð- um. Það er raunhæf tala og ekki veriö að reyna að falsa neitt með þeim," sagði Þórarinn V. Þórar- insson. -S.dór Hinir nýju kjarasamningar, sem undirritaðir voru í nótt, gera ráð fyr- ir 13,45% hækkun launa á samnings- tímabilinu. Viö gildistöku samning- anna hækka grunniaun um 1525 krónur á mánuði. Bónus og aðrir kjaratengdir liðir hækka hlutfalls- lega eða um 5,1%. Á samningstíman- um verða þijár áfangahækkanir, sú fyrsta verður 1. júní næstkomandi 3,25%, önnur 1. september 2,5% og loks 2% 1. febrúar 1989. Þá var samiö um rauð strik 1. júh og 1. nóvember. Er miðaö við 261 stig 1. júlí og 272 stíg 1. nóvember. Fari verðlag upp fyrir þe9si strik getur Verkamannasambandið óskað eftir endurskoðun samninganna. Hafni Vinnuveitendasambandið endur- skoðun er hægt að segja samningun- um upp. Verðbólga næstu 12 mánaða er áætluð um 16% samanborið við 25% á síöustu 12 mánuðum. Þá var samið um aö ef launahðir einstakra stéttarfélaga utan Verka- mannasambandsins hækka meira en nemur launahækkunum í þessum samningi á samningstímabilinu auk verðbóta falla lamiahðir samning- anna úr gildi. Nýtt starfsaldurskerfl í fimm þrep- um verður tekið upp. Það er eftir 1 ár hækka laun um 2%, eftir 3 ár um 3%, eftir 5 ár um 6%, eftir 7 ár um 7% og eftir 12 ár um 8%. Hæsta starfsaldursþrepið var áður 15 ár og 5 ára þrepið er nýtt. Námskeiðsálag fiskvinnslufólks hækkar úr 1688 krónum á mánuði í 2700 króriur. Starfsaldurskerfi fisk- vinnslunnar er bætt, þrepum fjölgað og starfsaldursálag hækkað. Fata- peningar hækka úr 126 krónum á viku í 180 krónur. Gamla eftirvinnukerfið er afnumið og í þess stað tekið upp samræmt yfirvinnuálag sem nemur 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir yfirvinnu sem er 80% álag á dagvinnuklukkustund. Samið var um sérstakt stórhátíð- arálag sem nemur 1,375% en slíkt álag hafði verkafólk ekki áður. Sam- ið var um að feUa niður kaffltíma í upphafi yflrvinnu og ýmsar breyt- ingar gerðar á vinnutilhögun. Þá var reglum um greiðslur fyrir útköU breytt þannig að menn fá greidda 4 tíma í stað 3ja áður. Samið var um aukinn sveigjanleika hvað varðar upphaf dagvinnutíma- bfls, þannig að það getur verið breytílegt á tímabilinu 07.00 tíl 08.00. Hverju félagi fyrir sig er fijálst að velja eða hafna þéssu. Samið var um sérstaka desember- uppbót í fyrsta sinn og verður hún 4.500 krónur fyrir fólk í fuUu starfi og helmingi minni fyrir hálfsdags- fólk. Byggingaverkamenn, bifreiða- stjórar og tækjamenn fá fastlauna- samninga. Orlof fiskvinnslufólks lengist um einn dag eftir 10 ára starf í fyrirtæki. -S.dór Guðmundur J. Guðmunds- son: Hefði viljað ná meiru fyrir fiskvinnslu- fólk „Ég hefði vUjað sjá meira til handa fiskvinnslufólki, en ég held að enginn efist um að staöa fiskvinnslunnar er ákaflega erfið um þessar mundir. Sumum frystíhúsum hefur þegar verið lokað og önnur boðað lokun. Undir slíkum kringumstæðum er erfitt að sækja meira tíl handa fiskvinnslufólki en viö gerðum aö þessu sinni,“ sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, í sam- taU við DV í nótt. - Telurðu að þiö hafið komist eins langt í þessum samningum og mögulegt var? „Ég held að við höfum mjólkað aUt sem hægt var að mjólka án verkafaUsátaka. Ég er sannfærð- ur um að við hefðum getað náð meiru ef við hefðum farið út í verkfallsaðgerðir en það hefði orðið mjög harösnúið verkfaU og afleiðingamar ófyrirséðar." - Vitið þiö til hvaða efnahagsað- gerðá ríkisstjómin ætlar nú að grípa? „Viö vitum ekkert um þær en ég vil taka fram að við erum með opnunarákvæði í samningunum ef verðhækkanir fara yfir ákveð- ið mark, það er okkar trygging. Síöan erum viö með merka nýj- ung, minnugir reynslunnar frá því í fyrra, en það er að ef félög utan Verkamannasambandsins fá meiri hækkanir en viö þá eru samningar lausir." - Voruö þið að semja um kaup- máttaraukningu? „Já, frá því sem var fyrir samn- ingana, aUt frá því síöla hausts, á því er enginn vafi“ sagöi Guð- mundur J. Guðmundsson. -S.dór Jón Karisson, Sauðárkróki: Tiltölulega ánægður með samningana „Ég er tiltölulega ánægður með niðurstöðuna miðað við það að við fórum af stað með mjög víðtæka kröfugerð og flestír liðir hennar hreyfðust. Á heildina Utíö kemur meira út úr þessu en ég átti von á eftír fyrstu viðbrögðum atvinnurek- enda að dæma,“ sagði Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins á Sauð- árkróki, í samtali við DV í nótt. Jón sagðist ekki þora að segja neitt um það hvort hann fengi samninginn samþykktan í sínu félagi. „Ég mun mæla með honum enda hef ég unnið að gerð þessa samnings og undirritað hann,“ sagði Jón Karlsson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.