Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 34
50 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. Merming Utpæld forskrift Lokatónleikar á Schuberthátíð Schmidts og Palms Andreas Schmidt barítónsöngvari og Thomas Palm píanóleikari héldu okkur ljóðaveislu nú í vik- unni. Hún var í Gamla bíói, salar- kynnum íslensku óperunnar, og þar var eintómur Schubert. Fyrsta kvöldiö íluttu þeir Malarastúlk- una, síðan Vetrarferðina og loks voru ýmsir valdir söngvar og Svanasöngur meistarans í gær- kvöldi. Þaö þarf engu að bæta við hólið, búið að segja að þessir piltar eru miklir snillingar a sínu sviði. Tækni þeirra og þekking á við- fangsefnum er óbrigðuf. Þeir leitast við, og tekst, aö dempa niður flutn- ing Ijóðanna þannig að litlu munar að þau látist úr blóðleysi og leiðind- um. Aöferð þeirra er fræðilega fullkomin, hver tónhending er mót- uð eftir útpældri forskrift, hvert atkvæði bragsins með sínum hár- rétta blæ. Og þetta virkar ótrúlega sterkt. Maður finnur fyrir sorglega hömdum tilfmningum listamann- Tónlist Leifur Þórarinsson anna þannig að þær nísta merg og bein. Er þetta nútíminn? Er hann svona troðfullur af bældri óham- ingju? Var það ekki einmitt þetta sem Schubert ætlaði okkur að skilja? Og finna? Hvar erum við stödd þegar ólukka Atlasar verður kellingarvæll og Tvífarinn tepra? í ráðvilltu og raunalegu sjálfsfróun- aruppstreymi sem geldir frá sér af grimmd. Það er hægt að láta sér detta margt ljótt í hug þegar maður situr og leiðist undir Schubert. Það er svo óvenjulegt, fáránlegt, já og sérdeilis ósæmilegt. Ég vona bara að það komi ekki fyrir aftur í bráð. LÞ Jarðarfarir Elimar Tómasson lést 19. febrúar sl. Hann var fæddur 30. ágúst 1900 í Hlíðarkoti í Fróðárhreppi, Snæfells- sýslu, sonur hjónanna Tómasar Jónssonar og Margrétar Jónsdóttur. Elimar fluttist í Austur-Landeyjar 1930 og gerðist þar barnakennari, þar kenndi hann til ársins 1945, en það ár ílutti hann til Grafarness i Grund- arflröi og gerðist þar skólastjóri. Þar dvaldi hann til ársins 1961, en þá ílutti hann til Reykjavíkur og gerðist bókari lijá fyrirtækinu Sighvatur Einarsson hf. og þar starfaöi hann þar til hann var rúmlega áttræður. Eliinar var tvígiftur. Fyrri kona hans var Stefanía Sigríður Pálsdóttir. hún lést árið 1938. Þau eignuðust tvær dætur. Seinni kona Elimars er Guð- björg Jónína Pálsdóttir. Þau eignuö- ust fjögur börn og ólu einnig upp dótturdóttir Elimars. Útför hans veröur gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. J3.30. Sigurjón Steinþór Júliusson skip- stjóri, Vesturvangi 36, verður jarð- sunginn frá Frikirkjunni í Hafnar- firöi í dag, 26. febrúar, kl. 15. Helga Þorsteinsdóttir, fyrrum hús- freyja, Heiði, Rangárvölium, sem lést 15. þ.m., veröur jarðsungin frá Keldnakirkju nk. laugardag, 27. febr- úar, kl. 14. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30 meö viðkomu í Fossnesti. Selfossi. Haukur Vilhjálmsson frá Fáskrúös- firði. Hringbraut57. Keflavík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 11. Ólafur A. Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Árni í. H. Bachmann, Borgarvegi 3, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 15. Guðrún Kristín Benediktsdóttir frá Suöurkoti, Vogum, verður jarðsung- in frá Kálfatjarnarkirkju föstudag- inn 26. febrúar kl. 14. Andlát Jóhanna Ólafsdóttir, Hóimgarði 41. lést þann 25. febrúar í Landspítalan- um. Magnús Runólfsson, fyrrv. skip- stjóri, andaðist á gjörgæsludeild Landakotsspítala þriðjudaginn 23. febrúar sl. Engilráð Sigurðardóttir, Freyjugötu 34, Sauðárkróki, lést 23. febrúar sl. á sjúkrahúsi Skagfirðinga. Lára Gísladóttir lést 23. febrúar að dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Líney Guðmundsdóttir, Þúfnavöll- um, andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri þann 24. febrúar. Ölvir Hreinsson, Dalseli 10, Reykja- vík, lést af slysförum 23. febrúar. Sigrún Sigurjónsdóttir, fyrrum ljós- móðir á Vopnafirði, andaðist á Kristnesspítala þriðjudaginn 23. fe- brúar. Ferðlög Ferðafélag islands Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudag- inn 28. febrúar: 1) Kl. 10.30: Gullfoss í klakaböndum. Ekið sem leið liggur aö Gullfossi og geng- ið niður að fossinum sem er í „vetrarbún- ingi“ og tilkomumikill að sjá. í bakaleið- inni verður komið að Geysi. Verð kr. 1.200. . 2) Kl. 10.30: Skíðagönguferð frá Stiflis- dal um Kjöl að Fossá. Gott skíðagöngu- land. Verð kr. 1.000. 3) Kl. 13: Reynivallaháls. Gengiö eftir hálsinum vestan frá og komið niður hjá Fossá í Kjós. Verð kr. 800. Brottíör frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Far- miðar við bíl. Góuferð til Þórsmerkur helgina 4.-6. mars. Fyrirlestur Opiðhús hjá MÍR í tilefni sýningarinnar „Sigursins" hjá MÍR verður sovéski sagnfræðingurinn Valentin I. Petrov sérstakur gestur MÍR í „opnu húsi“ að Vatnsstig 10 á laugar- dag, 27. febrúar, kl. 15. Mun sagnfræði- prófessorinn þá spjalla m.a. um sagnfræðilegan bakgrunn skáldsögunn- ar sem kvikmyndin er byggð á. Aðgangur að opna húsinu er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Námskeið Námskeið og sýning á vegum HMFI Gary Bray, bandarískur hárgreiðslu- meistari, sem er meðlimur í Intercoiffure og Hair America verður staddur hér á landi dagana 27., 28., og 29. febrúar og 1. mars nk. og mun halda námskeið og sýn- ingu á vegum HMFÍ. Sýningin verður haldin á Hótel Borg sunnudaginn 28. fe- brúar kl. 14-17 og verður eingöngu fyrir meðlimi félagsins og gesti þeirra. Öli módel verða í fatnaði frá verslununum Karakter og Flónni. Á þeim tuttugu árum, sem Bray hefur verið hárgreiðslu- meistari, hefur hann tekið þátt í öllum þáttum hárgreiðslustarfa og áunnið sér viðurkenningu um allan heim fyrir vel unnin verk. Hann er vel þekktur sem eigandi hárgreiðslustofu, kennari, rithöf- undur og sýnandi hárgreiðslu. Hann og kona hans, Ann, eru þekkt fyrir að vera þjálfarar keppenda í heimsmeistara- keppni. Þau hafa verið þjálfarar eða keppendur í öllum stórum keppnum í Ameríku og Evrópu. Gary Bray var einn- ig hér á landi í nóvember sl. sem dómari i Norðurlandakeppninni í hárgreiðslu. Bandalag kvenna í Hafnarfirði heldur námskeið í tímastjórnun laugar- daginn 27. febrúar kl. 9-17 ef næg þátt- taka fæst. Kennari verður Bjarni Ingvarsson vinnusálfræðingur. Nám- skeiðið verður haldið á Gaflinum í Hafnarfirði. Verð kr. 2.500 og er matur innifalinn. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en á fóstudag til Hjördisar Þorsteins- dóttur í síma 53510. Tónleikar Fiðla og gítar í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 munu fíðluleikarinn Zdenek Gola og gítarleikarinn Torvald Nilsson halda tónleika í Norræna húsinu kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru fjöl- breytileg verk frá ólíkum tímabilum, m.a. eftir M. Corelli, M. Giuliani, H. Villa Lobos og N. Paganini. Rokktónleikar á Hótel Borg Mánudagskvöldið 29. mars veröa rokk- tónleikar á Hótel Borg. Fram koma hljómsveitirnar: Mússúlíni, Útúrdúr, Ofris og Mosi frændi. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22 og er miðaverð kr. 400. Fundir Aðalfundur Jöklarannsóknafélags íslands verður haldinn að Hótel Lind, Rauðarár- stíg, mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. kaffidrykkja. 3. Sýnd verður kvikmynd af skáiabyggingunni og vorferðinni 1987. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur afmælisfund mánudaginn 14. mars í tilefni af 35 ára afmæli félagsins. Þess er vænst aö konur fiölmenni og taki með sér gesti. Uppl. gefa Dagmar, s. 36212, Hólmfríður, s. 34700, og Lára, s. 35575. Fræðslufundur um meðferð lungnasjúkdóma Fundur fyrir lungnasjúklinga og aö- standendur þeirra verður á vegum SÍBS og Samtaka gegn astma og ofnæmi á Reykjalundi á morgun, laugardag, kl. 14. Þórarinn Gíslason læknir, Jóna Hösk- uldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vífils- stöðum, og Björn Magnússon læknir og Rannveig Baldursdóttir, iðjuþjálfi á Reykjalundi, munu fjalla um ýmsa þætti í meðferð lungnasjúkdóma og svara fyr- irspurnum. Kaffiveitingar og skemmti- dagskrá verða í hléi. Allt áhugafólk er velkomið á fundinn. Bent er á aö Mos- fellsleiö fer frá Grensásstöð kl. 13.30. Tilkynningar Breiðfirðingafélagið verður með félagsvist í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, nk. sunnudag, 28. febrúar, kl. 14.30. Mætum öll og tökum með okkur gesti. Kaffiveitingar. Flóamarkaður FEF Flóamarkaöur Félags einstæðra foreldra verður haldinn laugardaginn 27. febrúar kl. 14-17 að Skeljanesi 6, kjallara. Mikið úrval af gömlum og góöum fatnaði ásamt öðru. Komið og gerið kjarakaup. Leið 5 að endastöð. Neskirkja -félagsstarf aldraðra Saumverustund á morgun, laugardag, kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. M.a. verður sýnd kvikmynd frá Vestmanna- eyjum.1 Húnvetningafélagið Spiluö verður félagsvist laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Spilað er í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Parakeppni. Allir velkomn- ir. Átthagafélag Sandara með árshátíð Átthagafélag Sandara heldur árshátíð sína nk. laugardag, 27. febrúar, í Félags- heimih Seltjarnamess. Boðið verður upp á þorramat, skemmtiatriði og dans. Að loknu borðhaldi og léttri dagskrá skemmtir hljómsveitin Upplyfting til kl. 2.30 e.m. Miðasala á árshátíðina fer fram í verslunum Nóatúns, Nóatúni 17 og Hamraborg 18, Kópavogi. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana .nú í Kópavogi veröur á morgun, laugardag- inn 27. febrúar. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni og hreyf- ing. Allir eru velkomnir í bæjarröltið með Hana nú. Kaffisala og tónlist nemenda Tónlistarskólans á Akureyri Foreldrar og kennarar Suzuki-nemenda Tónlistarskólans á Akureyri standa fyrir kaffisölu í Alþýðuhúsinu , 4. hæð, nk. sunnudag kl. 15. Þar verður kaffihlaö- borð en nemendur frá fjögurra ára aldri leika fiölbreytta tónlist á meðan gestir lita inn og fá sér kaffi og meðlæti. Nem- endurnir, sem koma fram, læra á strengjahljóðfæri og píanó með aöferð sem kennd er við japanska tónlistarkenn- arann Sinichi Suzuki og stundum er nefnd móðurmálsaðferð. Ný billiardstofa í Kópavogi Fyrir skömmu var opnuð ný billiardstofa að Hamraborg 1, Kópavogi. Þar er góð aðstaða - hátt til lofts og vítt til veggja. Fimm borð eru í salnum, séraðstaða fyr- ir pílukast (dart) og söluturn er á staön- um. Opið er alla daga kl. 11-23.30 og síminn er 641899. Á myndinni eru eigend- ur Billiardstofu Kópavogs, hjónin Freyja Sverrisdóttir og Lárus Hjaltested. Vegabréfsáritun til Frakklands Utanríkisráöuneytið vill enn á ný minna á að íslendingar, sem ferðast til Frakk- lands, verða aö hafa aflað sér vegabréfsá- ritunar viö komuna til landsins því áritun fæst hvorki á landamærastöðvum né frönskum flugvöllum. í frönskum sendiráðum eða ræðismannsskrifstofum er afgreiðslutími áritana a.m.k. þrír dag- ar. íslensk sendiráð geta ekki haft áhrif á afgreiöslu umsókna um vegabréfsárit- un í frönskum sendiráðum eða ræöis- mannsskrifstofum. i Reykjavík skal sækja um áritanir í franska sendiráðinu, Austurstræti 6, sími (91) 624025. Af- greiðslutími er frá kl. 9-12 og 13.30-17 mánudaga til fostudaga. Aldraðir á lýðskóla erlendis Samtökin „Aldraðir á lýðskóla erlendis" bjóða upp á dvöl í lýöskólanum í Vrá á Norður-Jótlandi á sumri komanda dag- ana 4.-17. ágúst. Samtökin vinna að fræðslu og kynningu þess lands sem heimsótt er hverju sinni. Hafa þau ferð- ast víða um Evrópu og voru í kynningar- ferð hér á íslandi sumarið 1986. Dvaldist þá hópurinn í Skálholti og heimsótti Kópavog og fleiri staði hér í nágrenni þar sem starfað er með öldruðum. Síðastliðið sumar fór til Vrá hópur eldri borgara frá íslandi á vegum starfs aldraðra í Hall- grímskirkju í Reykjavík. Heppnaðist ferðin í alla staði vel og þótti bæði ódýr og þægileg. í sambandi viö fyrirhugaða ferð í sumar veitir Félagsstarf aldraðra í Kópavogi allar upplýsingar og fyrir- greiðslu. En í lok mars þarf að liggja Ijóst fyrir hvort af henni verður frá Islandi á þessu ári. Sími Félagsstarfs aldraðra í Kópavogi er 43400 og aðsetur í Fannborg, 2, annari hæö. Februar- heftið komið út í gærkvöldi Óskar Sæmundsson nemi: Hovfi mikið á sjónvarp Ég horfi yfirleitt mikið á sjón- varp. Þó get ég ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi íþróttafrétta. Það hefur verið yfirgnæfandi hversu mikið hefur verið sjón- varpaö frá vetrarólympíuleikun- um í Calgary, sem ég hef lítinn sem engan áhuga á. Fréttir sé ég nokk- uð oft og legg að jöfnu fréttatíma stöðvanna. Ég er með afruglara svo ég valdi frekar þáttinn Bjargvætturinn heldur en Kastljós. Matlock á ríkis- sjónvarpinu þykir mér skemmti- legur en vegna þess að það var skemmtileg bíómynd á Stöð 2 fórn- aði ég honum. Það var bíómyndin Desert Fox með James Mason í aðalhlutverki. En ég var mest spenntur fyrir myndinni á eftir henni, Runaway, með sjarmörnum Tom Selleck í aðalhlutverki. Ég hafði séð hana áður en gat vel hugsað mér að sjá hana aftur. Bassaleikarinn Gene Simmons úr þungarokkshljóm- sveitinni Kiss er mjög sannfærandi í myndinni sem skúrkurinn og myndin er með betri spennumynd- um sem maður sér. Af útvarpsstöðvunum hlusta ég helst á Stjörnuna og stundum Bylgjuna. Ríkisrásirnar eru alveg glataðar og sjaldan efni við hæfi, nema ef vera skyldu fréttirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.