Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 11 ____________________________Útlönd Vitnisburður sex ára stúlku ræður úrslitum Vændiskonan Catrine da Costa, sem læknarnir tveir eru sakaðir um að hafa orðið að bana og siðan hlutað i sundur. Óvist er hvort dómstólar í Svíþjóð treysta sér til að sakfella læknana, byggt á framburði ungrar telpu, sem var aðeins tveggja ára gömul þegar morðið var framið. Það gerir málið erfiðara að höfuð líksins af da Costa hefur aldrei fundist og því ekki hægt að gréina dánarorsök með vissu. Gimnlaugur A. Jónssan, DV, Lundú Vitnisburður sex ára stúlkubams getur ráðið úrslitum í sérkennilegu sakamáli, sem vakið hefur mikla athygli meðal Svía og er oröið eitt mest umfjallaða sakamál í sænskri réttarfarssögu. Ákærandi í máhnu heldur því fram að stúlkubarnið hafi orðið vitni að því er faðir þess, sem er heimfiislæknir, og vinur hans, krufningalæknir, hlutuðu í sundur lík tuttugu þg átta ára gaim aUar vændiskonu. Á atburður þessi að hafa gerst um hvítasunnuhelg- ina árið 1984 en þá var telpan aðeins tveggja ára gömul. Sakbomingamir tveir neita með öllu að eiga nokkra aðUd að mál- inu. Ákæruvaldið hefur ekki margt sem taUst getur nothæf sönnunar- gögn í málatílbúnaöi sínum og verður að byggja að mestu á frá- sögn stúlkubarnsins sem aðalvitn- isburði. Aldrei áður hefur verið notaður vitnisburður svo ungs barns í sænskri réttarsögu þegar um hefur verið að ræða jafnalvar- legt mál og þetta. Orkar tvímælis MáUð snýst um það hvort hægt sé að meta sönnunargildi vitnis- burðar stúlkubarnsins. Telja margir það orka mjög tvímælis, vegna þess hve ung stúlkan var þegar atburðir þeir sem hún ber vitni um áttu sér stað. Bamageð- læknar og sálfræðingar hafa veriö kaUaðir tU og beðnir um sérfræði- legt áUt. Hafa þeir flestir eða alUr talið erfitt að skýra frásögn stúlk- unnar á annan hátt en þann að hún hafi í raun verið viðstödd er sak- borningarnir hlutuðu lík vændis- konunnar í sundur. Jólasveinabók Veijendur læknanna tveggja telja að móðir stúlkubamsins hafi haft áhrif á frásögn hennar og vegna þeirra áhrifa sé vafasamt að byggja á framburði bamsins. Fyrir nokkm komu þeir einnig réttinum á óvart með þeirri óvæntu stað- hæfingu að hugmyndir barnsins ættu rætur sínar að rpkja til jóla- sveinabókar einnar sem tíl var á heimihnu. í bókini koma ýmis þau verkfæri, sem stúlkan nefnir í frá- sögn sinni, við sögu, svo sem bor og sög og fleira. Þessi staðhæfing veijendanna'þykir hins vegar á veikum grunni byggð og er ekki líkleg tíl að hafa veruleg áhrif á niðurstöðu málsins. Frásögn af segulbandi Stúlkubarnið vitnar ekki fyrir rétti í eigin persónu, enda þykir ekki rétt að leggja sUka reynslu á sex ára gamalt barn. Er frásögn hennar, þar sem hún spjallar við móður sína um máUð og lýsir því sem hún telur sig hafa séð og heyrt, spUuð af segiúbandsspólum fyrir dómara réttarins. Barnageðlæknar og sálfræðingar, sem fengnir voru til áUtsgerðar, hafa einnig talað við barnið og byggja þeir niðurstöður sínar að hluta á þeim viðræðum. Lík í plastpokum Morðið er taUð hafa átt sér staö um hvítasunnuhelgina 1984. Þá sást Catrine da Costa, sem var eit- urlyfjaneytandi og starfaði sem vændiskona, síðast á lífi. Lík henn- ar fannst ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar. Hafði því verið dreift í plastpokum víðsvegar um hverfi skammt frá krufningarstöð í einu af úthverfum Stokkhólms- borgar. AUir líkhlutar fundust nema höfuð fórnarlambsins og hef- ur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem getur bent til þess hvað af þvi hefur orðiö. Krufningarlæknirinn og starfs- bræður hans á líkkrufningarstöð- inni fengu líkhluta þessa tíl rannsóknar þegar þeir fundust. Þótti krufningarlæknirinn, sem nú er ákærður í máUnu, sýna þessu viðfangsefni óvenjumikinn áhuga. Var hann tU dæmis sá eini sem treysti sér tU að segja nákvæmlega tU um hversu gamalt fórnarlambið hefði verið. Ýmislegt annað þótti og grunsamlegt við hegðun hans í tengslum við mál þetta. Fagmannleg vinnubrögð Er sérfræðingar skoðuðu líkhlut- ana sáu þeir fljótlega að skurður líksins var ákaflega fagmannlega unninn. Töldu þeir augljóst áð verknaðurinn hefði verið framinn af aðUa sem einhvem tíma hefði lært krufningar. Fóm þá böndin fljótlega að berast að krufningar- lækninum. Auk þess sem fyrr er nefnt, að atferli hans þótti vekja grunsemdir gagnvart honum, var vitað að hann heimsótti vændis- konur borgarinnar. Hann var því handtekinn í desember 1984 og færður til yfirheyrslu. Læknirinn neitaði þegar öllum sakargiftum. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum, þar sem ekki var talið hægt að sanna aðild hans að málinu. Rannsókn málsins hélt þó áfram og þótt krufningar- læknirinn væri frjáls ferða sinna í bili lá hann áfram undir gmn. Kynferðisafbrot Ekkert var í upphafi vitað um vináttu eða kunningsskap mUli læknanna tveggja. Tengsl milli þeirra komu ekki í ljós fyrr en eftir að grunur vaknaði um að heilsu- gæslulæknirinn heföi misnotað dóttur sína kynferðislega, þá sömu dóttur sem nú er aðalvitnið gegn fóður sínum og krufningariæknin- um. Er eiginkona heimUislæknis- ins bar það upp á hann að hann heföi misnotað dóttur þeirra lét hann orð falla við hana sem vöktu grunsemdir hennar um tengsl hans við krufningarlækninn. Þetta varð tíl þess að eiginkonan fór að hlusta með meiri athygh á lýsingar barns- ins á því sem það sagði um pabba sinn og annan mann, sem það nafn- greindi. Barnið benti einnig á myndir í blaði og sagðist kannast við vændiskonuna. Myndir af líkhlutum Lögreglunni barst jafnframt að- stoð víðar að í rannsóknum sínum á hvarfi vændiskonunnar og lík- fundinum. Eigandi ljósmynda- vöruverslunar einnar í Stokkhólmi gaf sig fram við lögregluna fyrir nokkrum árum og greindi lögregl- unni frá atburði er átti sér stað í verslun hans á sumarmánuðunum árið 1984. Bar verslunareigandinn að maður nokkur hefði komið inn í verslunina og beðið um framköll- un á filmu. Maðurinn kynnti sig sem lækni og sagðist vera aö vinna að mjög leynilegu rannsóknar- verkefni. Bað hann um skjóta afgreiðslu viö framköllun film- unnar og krafðist þess jafnframt að fyllstu leyndar væri gætt. „Þetta voru viðbjóðslegustu myndir sem ég hef séð á 35 ára starfsferli minum,“ sagði verslun- areigandinn fyrir rétti. Voru myndimar af likhlutum, sem raðað var upp á stálborði, sem gæti verið sams konar og þau sem notuð eru á krufningsstofum. Eiginkona verslunareigandans telur sig jafn- framt hafa séð mann með blóðuga hönd á einni myndanna, en hún var einnig að vinna í fyrirtæki þeirra hjónanna er maðurinn kom þangað með filmuna. Hjónin hafa við lögregluyfir- heyrslu bent á heilsugæslulækn- inn, sem nú er ákærður fyrir morðið á vændiskonunni og að hafa hlutað lík hennar í sundur, sem þann mann er hafi komiö með. filmuna í framköllun. Hann vill hins vegar ekki kannast við að hafa komið í búðina og neitar að hafa ljósmyndir af þessu tagi undir höndum. Framburður hjónanna, sem telja sig hafa framkallað fil- muna fyrir lækninn, hefur varla afgerandi áhrif á niðurstöðu máls- ins, meðan myndir þær sem um ræðir finnast ekki. Telja verður fremur líklegt að hafi sakbomingar haft þessi gögn undir höndum hafi þeir þegar eyðilagt bæði myndim- ar og filmuna. Neita sakargiftum Læknamir tveir neita, eins og áður segir, öllum sakargiftum í málinu. Þeir neita alfarið að hafa átt nokkur samskipti við Catrine da Costa, segjast hvorki hafa átt kunningsskap við hana né hafa notfært sér þjónustu hennar. Neita þeir raunar báðir jafnframt að hafa nokkm sinni hitt hana. Vitnis- burður lögreglukonu einnar, sem er kunnug krufningarlækninum, mæhr hins vegar gegn þeim full- yrðingum. Segist lögreglukonan hafa séð krufningarlækninn í fylgd með fómarlambinu voriö 1984, um svipað leyti og stúikan hvarf. Læknamir eiga báðir í erfiðleikum með að finna sér staðfesta fjarvist- arsönnun þá helgi sem hér um. ræðir og þykir það neikvætt fyrir vörn þeirra, þótt algengt sé aö fólk muni illa athafnir sinar ákveðna daga efitir að nokkur ár em umlið- in. Erfitt höfuðlaust Sú staöreynd að höfuð fórnar- lambsins hefur aldrei fundist gerir málið ipjög erfitt í umfjöllun fyrir rétti, þar sem ekki er hægt aö sýna fram á með hvaða hætti vændis- konan lét lífið. Það ér ekki refsivert í sjálfu sér að hluta 1 sundur lik og því nægir framburður stúlku- bamsins ekki einn til þess að sakbomingamir verði dæmdir til refsingar. Veijendur læknanna tveggja telja að ekki sé hægt að sanna það að Catrine da Costa hafi verið myrt. Hvað þá að hinir ákærðu hafi ráðið henni bana. Því hljóti málaferlin á hendur læknun- um að falla um sjálf sig. Dómarar í máli læknanna standa nú frammi fyrir því að veröa að taka erfiðar ákvarðanir. Þeir verða að byggja á líkum ef þeir komast að þeirri nið- urstöðu að læknamir séu sekir. Þær líkur em ákaflega veikburða, nema þeir ákveði að taka framburð sex ára stúlkubams, um atburði sem áttu sér stað þegar hún var tveggja ára gömul, gildan. Mynd úr jólasveinabókinni sem verjendur læknanna telja að barnið hafi hugmyndir sínar úr. Svo sem sjá má er að finna í bókinni myndir af þeim verkfærum sem barnið blandar í framburð sinn. Fullyrðing verjenda um að frásögn stúlkunnar sé sprottin úr bók þessari þykir hins vegar byggð á veikum rökum og sálfræðingar telja óliklegt annað en barnið hafi i raun orðið vitni að líkskurði. Byggja þeir þá skoðun sína meðal annars á viðtölum við barnið sjálft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.