Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Side 33
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 49 ______________________________Fólk í fréttum Arinbjöm Kolbeinsson DV Arinbjörn Kolbeinsson læknir, formaður Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga. Arin- björn er fæddur 29. apríl 1915 og lauk læknaprófi frá HI 1943. Hann tók DCP próf í sjúkdómafræði við Lundúnaháskóla 1948, var í sér- fræðinámi 1947-1952 og viður- kenndur sérfræöingur í sýkla- og Ónæmisfræði 1953. Arinbjörn var deildarlæknir við Rannsóknastofu HÍ 1952-1975 og yfirlæknir 1976-1986. Hann var lektor við læknadeild HÍ 1959-1963 og dósent í sýklafræði frá 1963. Arinbjörn var í s'tjórn Læknafélagsins Eir 1954-1956 og formaður Læknafé- lags Rvíkur 1959-1963. Hann var í stjórn Neytendasamtakanna 1960-1964 og formaður FÍB 1960-1970 og aftur frá 1980. Arin- björn var formaður Læknafélags íslands 1968-1971 og formaður Sér- fræðirigafélags lækna 1979-1983. Hann var formaður stjórnar náms- brautar í hjúkrunarfræði við HÍ 1973-1978 og í stjórn Sjúkrasamlags Rvíkur 1973-1977. Arinbjörn hefur verið í stjórn Samtaka heilbrigðis- stétta frá 1969, formaður 1976-1979 og hefur verið.í stjórn Rvíkurdeild- ar RKÍ frá 1971, formaður frá 1979. Arinbjörn var í stjórn Rauða kross íslands 1972-1978 og frá 1981 og var í umferðarlaganefnd sem samdi frumvarp til laga um hægri umferð 1965-1977. Hann var í stjórn BHM 1963-1967 og í stjórn Domus Medica frá 1971, formaður frá 1987. Arin- björn hefur verið í byggingarnefnd Tryggingastofnunar ríkisins frá 1974 og í tryggingaráði 1984-1987. Hann hefur verið formaður Árnes- ingafélagsins í Rvík frá 1976 og í stjórn Gigtarfélags íslands frá 1978. Arinbjörn hefur verið í stjórn Ör- yrkjabandalags íslands frá 1980 og varaformaður íslenskrar getspár frá 1986 og hefur verið í ritstjórn Læknanemans, Heilbrigðs lífs og Læknablaðsins. Fyrri kona Arin- bjarnar var Unnur Halla Magnús- dóttir, f. 4. október 1915. Foreldrar hennar: Magnús ísleifsson, bygg- ingarmeistari í Vestmannaeyjum, og kona hans, Magnúsína Guö- mundsdóttir. Sonur Arinbjarnar og Unnar er Magnús Eric, f. 7. nóv- ember 1951, skurðlæknir í Stan- fordháskólaspítalnum í Kaliforníu. Seinni kona Arinbjarnar er Sig- þrúður Friðriksdóttir, f. 1. desemb- Arinbjörn Kolbeinsson. er 1918. Foreldrar hennar: Friðrik Jónsson, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Marta Bjarnþórsdóttir. Synir Arinbjarnar og Sigþrúðar eru Andri Geir, f. 19. maí 1959, byggingarverkfræðingur frá HÍ, MS í iðnaðarverkfræöi frá Kaup- mannahöfn og MBA í stjórnunar- fræði frá Stanford, Sturla Orri, f. 3. maí 1961, í læknanámi í HÍ, og Kolbeinn, f. 10. maí 1962, bygging- arverkfræðingur frá HÍ, MBc í aðgerða- og stjórnunarfræði frá Stanford og starfar við þróunarsvið Flugleiða. Systkini Arinbjarnar eru Katrín, f. 18. ágúst 1897, d. 6. maí 1982, kennari í Rvík, gift Gísla Sigurðssyni, d. 1978, kennara; Guð- mundur, f. 27. mars 1899, d. 1987, skipasmiður í Rvík, kvæntur Ás- laugu Elíasdóttur; Jóhannes, f. 13. september 1906, d. 1984, húsgagna- smiður í Rvík, kvæntur Valgerði Tómasdóttur; Vilborg, f. 27. októb- er 1909, kennari í Hafnarflrði, gift Úlfi Jónssyni, lögfræðingi í Rvík, d. 1973; Þorlákur, f. 23. desember 1911, trésmiður og b. á Eystri-Þurá í Ölfusi, kvæntur Sigríði Gísladótt- ur, d. 1961. Foreldrar Arinbjarnar voru Kol- beinn Guðmundsson, b. á Úlfljóts- vatni og síðar trésmiður í Rvík, og kona hans, Geirlaug Jóhannsdótt- ir. Kolbeinn var sonur Guðmund- ar, b. í Hlíð í Grafningi, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Solveig, systir Jóns, langafa Halldórs Lax- ness. Solveig var systir Einars, langafa Vals leikara og Garðars Gíslasona, fóður Guðmundar al- þingismanns. Solveig var dóttir Þórðar, b. á Vötnum í Ölfusi, Jóns- sonar og konu hans, Ingveldar, systur Gísla, langafa Vilborgar, ömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Bróðir Ingveldar var Guðmundur, langafi Ólafs, afa Ólafs Ólafssonar landlæknis. Guðmundur var einn- ig langafi Lilju, ömmu Karls Kvaran listmálara. Bróðir Ingveld- ar var einnig Jón, langafi Konráðs, langafa Júlíusar Hafstein borgar- fulltrúa. Ingveldur var dóttir Guðna, b. í Reykjakoti í Ölfusi, Jónssonar, ættfóður Reykjakots- ættarinnar. Móðir Kolbeins var Katrín, sys.ir Jóns, langafa Ólafs Ragnars r. mssonar. Katrín var dóttir G’ i.vn, b. á Nesjavöllum í Grafningl Þorleifssonar, ættfóður Nesjava'laættarinnar. Móðursystir Arinbjarnar var Margrét, ri óðir Jóhanns Hannes- sonar kristciboöa. Geirlaug var dóttir Jóhanns, b. á Nesjavöllum, Grímssonar, bróður Katrínar, fóð- urömmu Arinbjarnar. Móðir Geirlaugar var Katrín Guðmunds: dóttir, systir Guðrúnar, langömmu Ólafs Ragnars Grímssonar. Afmæli Gísli Blondal Til hamingju með daginn Gísli Blöndal framkvæmdastjóri, FeUsmúla 5, Reykjavík, er fertugur í dag. Gísli fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Að loknu prófi frá VI starfaði hann um skeið hjá Hamp- iðjunni í Reykjavík en á námsárun- um stundaði hann hin ýmsu störf, tengd síldinni á Seyðisflrði. Áriö 1972 hóf hann rekstur á Stálbúðinni á Seyðisfirði og nokkru síðar keypti hann í félagi við Ólaf Má Sigurðs- son verslunina Bröttuhlíð en þessi fyrirtæki starfrækti hann í allmörg ár. Gísli starfaði síðan sem fulltrúi framkvæmdastjóra og skrifstofu- stjóri hjá Hagkaupi. A þeim árum stóö Gísli oft í eldlínunni í ýmsum þjóðþrifamálum, eins og t.d. jógúrt- málum, gleraugnastríði og kart- öílustyrjöld. Hann varð siðar framkvæmdastjóri Bókaklúbbsins Veraldar en hefur nú síðustu tvö árin starfað sem framkvæmda- stjóri hjá ÓSA - Ólafur Stephensen Auglýsingar - Almenningstengsl. Gísli hefur starfað mikið að félags- málum. Hann var einn af stofnend- um Kaupmannafélags Austurlands og fyrsti formaður þess, auk þess sem hann hefur starfað mikið inn- an Kaupmannasamtaka íslands. Hann hefur starfað meðal JC-félaga og er þar senator nr. 39939 (ævifé- lagi). Þá hefur hann starfað i Lionsfélagi í fimmtán ár. Gísli er kunnur fyrir leiöbeinendastörf í ræðumennsku og jafnframt stjórn- ar hann námskeiðum sem nefnast Þjónusta og samstarf. Kona Gísla var Hrefna, dóttir Þórarins Hjartarsonar, verka- manns og sjómanns, og Guðleifar Jónsdóttur, en Gísli og Hrefna slitu samvistum. Börn Gísla og Hrefnu eru Elsa, sextán ára, nemandi í Fjölbrauta- skólanum í Breiöholti, Birna, ellefu ára, og Gylfi, tíu ára. Gísli á íjögur systkini. Þau eru: Theodór, framkvæmdastjóri hjá Vélsmiðjunni Stál og Hafsíld hf., kvæntur Björgu Sigurðardóttur Blöndal, en þau eiga þrjú börn; Ásdís, bæjarfulltrúi á Egilsstöðum, gift Antoni Antonssyni, fram- kvæmdastjóra hjá Ferðamiðstöð Austurlands, en þau eiga þrjú börn; Margrét, nemandi í ferðamála- fræðum í París; og Emelía, hár- greiðslunemi í Reykjavík. Foreldrar Gísla eru Pétur Blönd- al, forstjóri Vélsmiðjunnar Stáls á Seyðisfirði, og Margrét Gísladóttir Blöndal, húsmóðir. 95 ára Ingveldur Tómasdóttir, Presthús- um I, Mýrdalshreppi, er níutíu og fimm ára í dag. 75 ára_______________________ Guðfinna Ólafía Einarsdóttir, Álfa- skeiði 72, Hafnarfirði, er sjötíu og fimm ára í dag. Þórunn A. Sigjónsdóttir, Éyja- hrauni 11, Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigurður Árnason, Smáratúni 20B, Selfossi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Tómas Rósmundsson, Kópnes- braut 3B, Hólmavík, er sjötugur í dag. 50 ára___________________ Sigurður Ástvaldur Hannesson, Vogabraut 28, Akranesi, sem varð fimmtugur 22.2. sl„ tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu á Akra- nesi milli klukkan 18 og 22 laugar- daginn 27.2. Atli Örvar, Þingholtsstræti 25, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Jórunn Jónsdóttir, Vallarbraut 12, Seltjarnarnesi, er fimmtug í dag. 40 ára Margrét Helgadóttir, Heiðarási 3, Reykjavík, er fertug í dag. Sigmar Sigurðsson tæknifræðing- ur, Rjúpufelli 3, Reykjavík, er fertugur í dag. Jón Valgeir Guðmundsson, Þverár- seh 16, Reykjavík, er fertugur í dag. Marijan Marino Krajacic, Álakvísl 35, Reykjavík, er fertugur í dag. Bára Marteinsdóttir, Stóragerði 8, Reykjavík, er fertug í dag. Snjólaug Baldvinsdóttir, Dalsgerði 1H, Akureyri, er fertug í dag. GísLi Blöndal Til hamingju með öll 40 afmælin! Samstarfsfólkið á ósa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.