Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 45 Fréttir Islandsklukkan heim i dag Valgeröur A. Jóhannsdóttir, DV, London: „Þetta er auðvitað dálítið sérstök tilfinning, að halda á grip sem á sér svona langa sögu,“ sagði Ólafur Eg- ilsson, sendiherra íslands, þegar hann hafði veitt íslandsklukkunni frá Tröllatungu viðtöku. Klukkan er nærri 900 ára gömul og kostar Þjóð- minjasafnið 650 þúsund krónur. Eigandinn, íslensk kona sem býr í London og ekki vill láta nafns síns getiö,' kom sjálf færandi hendi í sendiráöið um tvöleytið í gær. „Klukkan hefur sennilega eitthvert seiömagn," sagði Jón Baldvinsson sendiráðsprestur þegar hann leit klukkuna. Sendiráðið tók að sér að sjá um að koma klukkunni til íslands og þegar þetta birtist er hún um borð í Flug- leiðavél á leiöinni heim eftir langa íjarveru. Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði í samtali við DV að klukka yrði líklega komin á sýningu hjá Þjóð- minjasafninu á mánudag. „Það á eftir að fmna henni réttan umbúnað og stað í safninu en við förum í það mál nú um helgina," sagði Þór. Klukkan verður til sýnis í safninu á oppunartíma þess sem er frá 13.30 til 16 alla virka daga. Almenningi gefst þá kostur á að skoða klukkuna og láta fé af hendi rakna til kaupanna. Þór sagði að gjafir streymdu til Þjóðminjasafnsins og væri upphæðin nú komin nokkuð á annað hundrað þúsund krónur. Þjóðminjasafnið tók fé að láni til kaupanna og ætlar að endurgreiða það með söfnunarfé. Banaslys er spreng- ing varð í olíugeymi Rúmlega fertugur íjölskyldufaðir’ leyti lokaður. Svo virðist sem gas lést í í vinnuslysi í Ólafsvík í gær. hafi myndast í geyminum með þeim Sprenging varð í olíugeymi sem mað- afleiöingum aö sprenging varð. Botn- urinn var að skera gat á með log- inn þeyttist úr og á manninn. suðutækjum. Maðurinn þeyttist 13 metra frá Maðurinn, sem var starfsmaður geyminum og er talið að hann hafi Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar látist samstundis. Botninn þeyttist í Ólafsvík, var að logskera gat á botn 40 metra frá geyminum. geymisins. Tankurinn var að öðru -sme Ólafur Egilsson, sendiherra í London, með islandsklukkuna frá Tröllatungu. Klukkan er nú á leiðinni heim. ~ DV-mynd Nigel Holtby Hver er munurinn á þessu sælgæti ? Verðmunurinn í verðkönnun VERÐLAGSSTOFNUNAR á innlendu saelgæti, sem birt var 24. febrúar, kemur fram að verslunin Fjarðarkaup selur Opalpakkann á 21 kr. sem er lægsta verð. Sjoppan Sogaver selur sömu vörutegund á 28 kr. sem er hæsta verð. Hér munar 7 krónum eða 33.3% Það liggur í augum uppi að sælgæti er ekki nauðsynja- vara, engu að síður eyðir meðalfjölskyldan 10-15.000 krónum í sælgæti á ári. Vörugjald á sælgæti lækkaði í byrjun árs sem hefði átt að leiða til 8-10% lækkunar. Könnunin sýnir ótvírætt að lægsta verð á sælgæti er ávallt í matvöruverslun en hæsta verð í sjoppum. Hér eru örfá dæmi úr könnun VERÐLAGSSTOFNUNAR Lægstaverð Hæstaverð Mismunur Tópas pakki 21 kr. 28 kr. 33.3% Siríus suöusúkkulaöi 200 g 119 kr. 174 kr. 46.2% Ópal brjóstsykur 28 kr. 40 kr. 42.9% Freyju staur 25 kr. 40 kr. 60.0% Forsenda hagkvæmra innkaupa er vakandi auga neyt- andans. VERUM Á VERÐI H VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.