Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 13 Fréttir Hjarta- og lungnaþeginn ótrúlega hress: Halldór farinn að spila fót- bolta með bræðmm sínum Halldór Halldórsson, hjarta- og lungnaþeginn ungi, er oröinn nógu hress til að spila fótbolta með bræðr- um sínum. Það lá líka vel á Halldóri og fjölskyldu hans þegar blaðamaður DV heimsótti þau í Harefield á þriðjudag. Bræður Halldórs, tvíburabræðurn- ir Guðmundur og Sigurður, voru í heimsókn og þeirra fyrsta verk var að færa Halldóri fótbolta og fótbolta- skó. Halldór hefur alltaf dreymt um að geta leikið knattspymu eins og aðrir strákar og nú er útlit fyrir að stutt sé í að sá draumur rætist. Þeir bræður hafa þegar farið nokkmm sinnum og spilað á Utlum velli í grennd við spítalann. Valgerður A. Jóhannsdóttir, DV, Landan; „Hann er hreint ótrúlega hress, drengurinn," sagði faðir Halldórs. Halldór sagði að sér liði vel, nema hvað hann fengi slæm höfuðverkja- köst öðm hveiju. „Það er sennilega út af lyfjunum og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Halldór. Halldór fékk að fara í heimsókn til foreldra sinna í fyrsta skipti í síðustu viku. Nú dvelur hann mestallan dag- inn hjá þeim en þau búa aðeins steinsnar frá sjúkrahúsinu. Enn sem komið er þarf Halldór að sofa á spít- alanum en vegna þess hve líðan hans er góð standa vonir til þess að það breytist fljótlega. „Eg er sannfærður um að það verð- ur í þessari viku,“ sagði HaUdór Halldór Halldórsson situr á milli foreldra sinna, Guðbjargar Guðmundsdóttur og Halldórs Sigurðssonar, og bræðra sinna, Guðmundar og Sigurðar. Myndin var tekin i vikunni þegar Halldór kom í heimsókn i ibúðina sem foreldrar hans hafa á leigu rétt hjá Harefield sjúkrahúsinu. DV-mynd VAJ ákveðinn og bætti við að hann hlakk- aði til að fara að sofa heima af því að hann hvíldist betur í rólegheitun- um þar. HaUdór sagðist búast vió að þaö væm einn til tveir mánuðir í aö hann fengi að fara heim til íslands. „Honum fer mjög vel fram. Yacoub læknir er mjög ánægður með hann,“ sagði Guðbjörg, móðir hans. „Ég er mjög ánægður með mig sjálfur," sagði HaUdór og baö fyrir bestu kveðjur heim til vina sinna og vandamanna sem hefðu stutt hann meö ráðum og dáð í veikindum hans. Fimm keppa um titilinn „ungfrú Vestfirðir“ Keppnin um ungfrú Vestfirði fer fram á ísafirði í veitingastaðnum Uppsölum laugardaginn 5. mars. Þar verða ungfrú Vestfirðir og vinsæl- asta stúlkan krýndar en tveimur dögum áður verða stúlkurnar kynnt- ar í Uppsölum. í dómnefnd munu sitja 2 fuUtrúar af Vestfjörðum og 3 fulltrúar úr aðal- dómnefndinni í keppninni um ungfrú ísland. Ungfrú Vestfirðir mun svo verða ein af 12 keppendum um titiUnn ungfrú ísland 1988 á Hót- el íslandi í Reykjavík þann 23. maí. Keppendur um titUinn ungfrú Vestfirði eru 5 talsins. Þær eru: Martha Jörundsdóttir, 18 ára menntaskólanemi frá ísafirði. Áhugamál hennar eru íþróttaiökun af öUu tagi. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, 21 árs læknaritari frá Holti í Hnífs- dal. Áhugamál hennar eru karate, raungreinar og videogláp. Hafrún Huld Einarsdóttir, 20 ára frá Suðureyri. Hún stundar nám við Menntaskólann á ísafirði. Áhugamál hennar eru ferðalög og að hafa gam- an af lífinu. Dagbjört Ásgeirsdóttir, 17 ára frá Bolungarvík. Hún er í Menntaskól- anum á ísafirði og>áhugamálin eru tungumál, skíði og hestar. Anna Lind Ragnarsdóttir, 24 ára frá Súðavík. Hún er nemi í Mennta- skólanum á ísafirði og áhugamáUn eru leikUst, skíði og skyttirí. -JBj Martha Jörundsdóttir, 18 ára frá ísafirói. Anna Lind Ragnarsdóttir, 24 ára frá Súðavik. Ingibjörg Maria Guömundsdóttir, 21 árs frá Hnífsdal. Hafrún Huld Einarsdóttir, 20 ára frá Suðureyri. Dagbjört Ásgeirsdóttir, 17 ára frá Bolungarvík. Er nýtt gos í uppsiglingu? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi; „Líkumar á gosi aukast eftir því sem þrýstingur á svæðinu vex og þrýstingur er vaxandi núna,“ sagði PáU Einarsson jarðeðUsfræðingur í samtah við DV, en undanfarna daga hafa jarðhræringar átt sér staö á Kröflusvæðinu. Menn velta fyrir sér möguleikum á nýju gosi á svæðinu en að sögn Páls eru 2-3 vikur síðan laridris hófst þar og jaröskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. PáU sagði að sl. haust hefðu svipaöir atburðir gerst á Kröflusvæðinu en þeirri hrinu hefði lokið með kvikufærslu í hólf- unum neðanjarðar. Hins vegar væri aUtaf sá möguleiki fyrir hendi aö hrina sem þessa endaöi með gosi. „Atburöarásin er mjög hæg og ekki aö búast við neinum stórtíð- indum næstu daga nema eitthvaö fari að gerast, s.s. að ný hrina komi,“ sagði PáU. Starfsmenn i Kröfluvirkjun, sem DV ræddi viö í gær, sögðust ekki hafa orðið varir við jaröskjálfeana og kemur þaö heim og saman við þaö sem Páll Einarsson sagði, að skjálflaniir væru litlir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.