Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
ísland og EB
Umræður um utanríkis- og varnarmál hafa lengi ver-
ið steinrunnar og staðnaðar. Það hefur að vísu ekki
komið að mikilli sök þar sem stefna íslendinga er skýr
og afdráttarlaus í bandalagi frjálsra þjóða. Hins vegar
hafa deilurnar um dvöl varnarhðsins verið afar ein-
hæfar og einfaldaðar og menn hafa átt erfitt með að
komast út úr þeim margtuggðu endurtekningum sem
einkennt hafa umræðuna um árabil. Jafnvel þótt' heim-
urinn sé óðum að breytast allt í kring með bættum
samgöngum, vaxandi tæknivæðingu og nýjum viðhorf-
um í vígbúnaðar- og afvopnunarmálum höfum við setið
fastir í kalda stríðinu og hinni svarthvítu mynd austurs
og vesturs. Afstaða fiestra þeirra, sem hafa forystu í.
hinum stríðandi fylkingum um utanríkis- og varnar-
mál, jaðrar nánast við trúarbrögð þar sem engum líðst
að hugsa upp á nýtt öðruvísi en það teljist drottinsvik
við málstaðinn.
í ljósi þessara múr- og naglföstu viðhorfa sætir það
vissulega tíðindum þegar formaður Alþýðuflokksins,
Jón Baldvin Hannibalsson, leggur lykkju á leið sína og
varpar fram nýjum hugmyndum um stefnu og framtíð-
aráform íslendinga í utanríkismálum. Jón hélt ræðu á
fundi krataleiðtoga í síðustu viku þar sem.hann dregur
saman í stuttu máh þá þróun sem er að éiga sér stað í
alþjóðamálum. Afvopnun stórveldanna, aðrar og nýjar
áherslur í vígbúnaði, efling Efnahagsbandalagsins og
auknar skyldur og umsvif bandalagsins. Hann telur
bandaríki Evrópuþjóða skammt undan sem muni ná
langt út fyrir hið efnahagslega samtarf EB.
Jón bendir á að ekki sé lengur hægt að afmarka varn-
armál í einn bás og efnahags- og viðskiptamál í annan.
íslendingar standa frammi fyrir sókn Efnahagsbanda-
lagsríkjanna, hugsanlegri aðild Noregs að EB og
auknum viðskiptahagsmunum okkar í Evrópu. Við
þessar aðstæður verður að svara þeirri spurningu hvort
við verðum tilneyddir að velja milli austurs og vesturs,
milli gamla heimsins, þaðan sem við komum, eða nýja
heimsins sem við fundum.
Kjarni þess máls, sem fram kemur í framangreindri
ræðu, er sú hugmynd að íslendingar bjóði Evrópuþjóð-
um til varnarsamstarfs á norðurhöfum gegn aðgangi
að mörkuðum Efnahagsbandalagsins. íslendingar eru
flestir sammála um að aðild að EB sé eftirsóknarverð,
þá og þegar bandalagið þróast í að verða bandaríki
Evrópu í víðtækum skilningi. Að öðrum kosti er hættan
sú að við einangrumst efnahagslega og viðskiptalega og
hrekjumst þannig frá þeim þjóðum sem við höfum mest-
an hag af að skipta við.
Hins vegar erum við líka sammála um að sú aðild sé
of dýru verði keypt ef við verðum að hleypa bandalags-
þjóðum inn í fiskveiðilögsögu okkar óhindrað.
Að svo stöddu verður ekki lagður dómur á þau við-
horf sem Jón Baldvin hefur sett fram. Það þarf tíma til
að melta þau og skoða afleiðingar og áhrif sem þeim
fylgja. En það er engu að síður ánægjulegt og uppörv-
andi þegar áhrifamaður í íslenskum stjórnmálum hefur
kjark og víðsýni til að hugsa utanríkisstefnuna upp á
nýtt. Ekki síst vegna þess að Jón Baldvin verður ekki
sakaður um óheihndi gagnvart þeirri grundvallarstefnu
íslendinga að starfa í bandalagi við frjálsar þjóðir.
Heimurinn er á hverfanda hveli. Okkur má ekki daga
uppi sem náttröll í þeirri þróun. Þess vegna er það af
hinu góða þegar menn sætta sig ekki við að hjakka í
sama farinu. Og þora að segja það. Ellert B. Schram
Þjóðminjasafn
íslands 125 ára
í upphafi bókar sinnar, íslensk
menning, segir Siguröur Nordal:
„íslendingar eru eina þjóð í Norö-
urálfu, sem man til upphafs síns.
Aörar þjóöir eiga sér frumsögu,
sem hverfur aftur í þögn orðlausra
kynslóöa. Elstu sögu vorri er líkt
farið og íslensku útsýni. Erfitt
verður að greina þaö, sem lengst
er í burtu. En það býr þó aldrei
yfir sams konar leyndardómum og
í löndum, þar sem temprað loftslag
leggur slæðu af mistri jafnvel á
nálægar hæðir og skóga og byrgir
alla fjarsýn gersamlega. Islenska
þjóðin er ekki runnin upp eins og
teinungur, sem sáð hefur verið til
og lengi hulinn myrkri moldarinn-
ar áður en hann kom í ljós. Hún
er frjókvistur, numinn af stofhi og
settur niður í nýjan jarðveg fyrir
allra sjónum til þess að festa þar
eigin rætur.“
Gegnir mikilvægu hlutverki
í ölduróti tímans fjarlægjast ís-
lendingar eðlilega uppruna sinn.
Þjóðfélagið breytist, atvinnuhættir
breytast, lífshættir breytast og for-
tíðin verður óljósari og óljósari í
þoku áranna.
Þjóðmipjasafn íslands var stofn-
að 24. febrúar 1863 og á því 125 ára
afmæli í þessum mánuði. Safnið
gegnir gífurlega mikilvægu hlut-
verki en því er ætlað að skýra sögu
þjóðarinnar í landinu frá landnámi
eftir því sem kostur er.
í nóvember sl. skipaði mennta-
málaráðherra nefnd til þess að
móta stefnu í málefnum Þjóðminja-
safns íslands.
Formaður nefndarinnar er
Sverrir Hermannsson alþingis-
maður og fyrrverandi mennta-
málaráðherra. Sverrir er kunnur
af baráttu sinni við eflingu safna-
starfsemi í landinu og er skemmst
að minnast eignaskattsaukans sem
hann fékk álagðan til að koma fram
byggingu Þjóðarbókhlöðunnar.
Aðkaliandi eru ýmis brýn úr-
lausnarefni í starfsemi Þjóðminja-
safnsins og munu starfskraftar
formannsins vafalaust koma þar
að góðum notum.
í skipunarbréfi nefndarinnar
segir:
„Þjóðminjasafni íslands er ætlað
að safna minjum um menningu
þjööarinnar, varðveita þær, stunda
rannsóknir til að auka þekkingu á
menningarsögu og fræða almenn-
ing um sama efni. Með breyttu
þjóðfélagi, bættum efnahag, nýrri
tækni og nýjum þörfum er nauð-
synlegt að endurskoða hvemig -
Þjóðminjasafnið fær best gegnt
þessu hlutverki sínu.
Þjóðminjasafn íslands býr yfir
þekkingu á menningarsögu þjóðar-
innar sem gera þarf aðgengilega og
eftirsóknarverða fyrir komandi
kynslóðir.“
Starfssvið Þjóðminjasafnsisn er
mjög viðamikið og líklega gerir al-
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
Vaxandi þáttur í starfsemi Þjóð-
minjasafnsins á undanfomum
árum hefur verið svokölluð safn-
kennsla. Til dæmis heimsóttu
rúmlega 6000 nemendur safnið í
fylgd með kennara árið 1987.
Þessi þáttur í starfseminni er afar
mikilvægur. En búa þarf Þjóð-
minjasafnshúsið tækjum og búnaði
til þess að rækja þetta hlutverk sitt
betur. Húsakost þarf að endur-
bæta. Þjóðminjasafnshúsið, sem
safnið flutti í um 1950, þarf viðhalds
við. Húsið lekur og viðgerðir em
knýjandi. Afar mikilvægt er, þar
sem varðveittir em gamlir og verð-
mætir munir, munir sem ekki er
unnt að bæta, að halda megi jöfnu
rakastigi og hitastigi. Ella skemm-
ast munimir. Það gefur augaleið
að eldvamir þurfa að vera í góðu
lagi.
Hins vegar þarf safnið aukið hús-
rými. Sem betur fer hafa því bæst
„Ohjákvæmilegt er að byggja nýtt safn-
hús fyrir skammtíma sýningar og
ýmiss konar aðstöðu.“
menningur sér ekki almennt grein
fyrir hversu margháttað það er.
Samkvæmt lögum á safnið að
varðveita íslenskar þjóðminjar í
víöasta skilningi.
20.000 gripir
Helstu þættir í starfseminni eru
að safna menningarminjum, varð-
veita þær og sýna almenningi.
í sjálfu safninu eru nálægt 20.000
gripir og eru þá ekki taldir með
munir sérsafna né mikill fjöldi
jarðfundinna muna frá fornleifa-
rannsóknum.
Þjóðminjasafnið byggir mjög á
fastasýningum sem settar voru upp
á árunum eftir 1950. Munir eru allt
frá 9. öld fram til síðustu aldamóta.
Ýmis sérsöfn.eru til húsa annars
staðar, svo sem myntsafn og sjó-
minjasafn.'
Þjóðháttasöfnun er viðamikil
sem og myndasöfnun.
Þjóðminjasafniö hefur umsjón
með öllum fornleifum í landinu og
alls eru um 70 hús friöuð sam-
kvæmt þjóöminjalögum.
Ársskýrsla safnsins birtist í Ár-
bók hins íslenska fornleifafélags
sem og niðurstöður rannsókna á
vegum safnsins.
Safnatækni hefur tekið miklum
stakkaskiptum á liðnum áratug-
um. Tæknin hefur hafiö innreið
sínaTsöfnin. Sjónvarpsskermar og
hljóðsnældur fræða menn um
muni og sögu og glæða hlutina lífi.
•
Safnkennsla
Söfn af þessu tagi þurfa að vera
eign almennings ef þau eiga að
gegna hlutverki sínu.
munir á Uðnum árum. Svo verður
vonandi áfram.
Óhjákvæmilegt er að byggja nýtt
safnhús fyrir skammtíma sýningar
og ýmiss konar aðstöðu. Nefna má
vinnustofur, viögerðaverkstæði,
ljósmyndastofu, geymslu o.s.frv.
o.s.frv.
Sjálfur hefi ég alltaf haft óskap-
lega gaman af að fylgjast með
fomleifagreftri. Nýjar uppgötvanir
á sviði fomleifafræði koma frá upp-
greftri.
Auka þarf fé Þjóðminjasafnins til
slíkra rannsóknarverkefna.
Helstu verkefni safnsins á síð-
ustu árum á þessu sviði em
uppgröftur landnámsbaejar á
Hrafnseyri við Amarfiörð, stórbýl-
is að Kúabót í Álftaveri, bæjar-
stæðis að Stóru-Borg undir
Eyjafiöllum og þingstaðarins á
Þingnesi við Elliðavatn.
En fyrirvaralítið koma oft upp
verkefni sem þarf að sinna, sbr.
rústirnar undir Bessastaðastofu.
„í bæjartóftum bleikra eyöidala
birtist þeim margt sem heyra stein-
inn tala“
sagði Davíð.
Það er von mín að afmæli Þjóð-
minjasafns íslands efli áhuga
íslendinga á safninu og starfi þess.
Ég óska þjóðminjaverði og starfs-
fólki safnsins til hamingju. Verk-
efnin eru mörg og starfið nfikiö og
hlutverkiö svo mikilvægt að loginn
má aldrei slokkna.
Guðmundur G. Þórarinsson