Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 15 Guðmundi Einarssyni, framkvæmdasljóva Alþýðuflokksins, svarað: var að blekkja hvem? „Viljið þið kratar e.t.v. ekki styggja Borgarana núna í þeirri von, að þeir fáist til að skiptast á blómum í beinni útsendingu, þegar þeir eru orðnir nógu litlir?“ Hver Óttalegt bull er þetta, Guömundur minn, sem þú lætur birta eftir þig í DV 22. febrúar sl. Ég ætla nú ekki að bera upp á þig lygar né þótta- full leiktilþrif, hvaö þá kjökur, blekkingar eða óheiðarleika, svo að gripið sé niður í orðasafn þitt, en það hvarflar svona að mér, að þú hafir fengið að láni póhtísku gleraugun hjá formanninum þín- um, ef þú hefur þá á annað borð nokkuð gert þér það ómak að skoða málflutning okkar fyrrum sam- starfsmanna þinna. Mér finnst þetta fima vitlaus grein eftir þig og einna líkust því, að þú hafir dottið af hestbaki um helgina. Til dæmis er einkar athyglisvert, að þú kýst að sleppa algerlega að minnast á málflutning Karvels Pálmasonar. Hann barðist þó gegn matarskattinum, sem var höfuðá- greiningsmálið, ásamt okkur. Flokkarðu málflutning hans undir kjökur, blekkingar eða óheiðar- leika? Eða er hann bara lyginn leikari eins og við hin í þínum aug- um? Og hvers vegna í ósköpunum minnistu ekki á hlut Borgara- flokksins, sem var rétt eins og við með ýmsar breytingartillögur við frumvörpin um tekju- og eignar- skatt, tolla og vörugjald og hamað- ist gegn matarskattinum á nákvæmlega sömu forsendum og „hinir hrokafullu sérskipuðu mál- svarar íslenskrar félagshyggju“, þ.e. að þessi skattur legðist þyngst á hina efnaminnstu. Hvers vegna gefurðu þeim ekki einkunnir í grein þinni? Er það vegna þess, að fylgi Borgaraflokksins hefur farið stöðugt minnkandi í skoðanakönn- unum? Viljið þið kratar e.t.v. ekki styggja Borgarana núna í þeirri von, að þeir fáist til að skiptast á blómum í beinni útsendingu, þegar þeir eru orðnir nógu litlir? Ég ætla nú rétt að hressa upp á KjaHarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans minni þitt varðandi afstöðu Kvennalistans til hinna viðtæku skattkerfisbreytinga, afstöðu, sem þú dæmir óheiðarlega og líkir svo smekklega við það „að nudda sér mjálmandi upp við skálmar allra þeirra, sem ekki geta olnbogaö sig hjálparlaust að allsnægtaborðinu“. Tekjuskattur og eignaskattur Kvennalistakohur unnu að end- urmati og breytingum á tekju- og eignaskattslögunum í tengslum við upptöku staðgreiðslukerfis ásamt fulltrúum annarra þingflokka, og var það samstarf með ágætum. Hins vegar hafði Kvennalistinn sérstöðu í þremur atriðum og gerði breytingartillögur við frumvarpið á Alþingi. 1. Við lögðum til að skattleggja hæstu tekjur umfram aðrar og nota svigrúmið til hækkunar persónuafsláttar. Við lögðum reyndar einnig fram frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þess efnis, að útsvarið yrði þrepa- skipt á sama hátt. 2. Við lögðum til að bamabætur væru greiddar móður, ef barnið er í hennar umsjá, annars þeim, sem því hlutverki gegnir. Rökin fyrir því eru þau, að bamið er í flestum tilvikum fyrst og fremst í umsjá móður, hún tek- ur á sig ómælda vinnu, sem hvergi er metin til launa, og oftast er það móðirin, sem verö- ur fyrir tekjutapi vegna umönnunar barnsins. Og hverjar svo sem aðstæðumar era, þá er móðirin nær undan- tekningarlaust tekjulægri en faðirinn. Auk þess er hagræði að því að greiða bamabætur út óskiptar, þar sem útsending- ar verða miklu færri. 3. Við vildum láta endurskoða upphæðir persónuafsláttar og bamabóta mánaðarlega en ekki tvisvar á ári, eins og lögin mæla fyrir um, en það getur munað skattgreiðendur dá- góðri upphæð hvor aðferðin er notuð. Tollar og vörugjald. Alþingi fékk alltof skamman tíma til að fjalla um þær veigamiklu og að flestu leyti nauðsynlegu breyt- ingar, sem geröar vora á tollalög- gjöfinni, og því hlaut stjómarand- staðan aö mótmæla kröftuglega, enda er nú komið í ljós, að þessi fljótaskrift kallar á leiðréttingar, jafnvel þegar á þessu ári. Kvenna- listakonur gagnrýndu það hvað harðast, að heilsufars- og manneld- issjónarmið voru fyrir borð borin við undirbúning þessara mála og það þrátt fyrir gefin fyrirheit um forvamarstarf í stjórnarsáttmála. Við lögðum til breytingar, sem lutu að því að fella niður tolla á græn- meti, en skattleggja neysluvörur. Söluskatturinn Þá eram við komin aö því, sem stjórnarandstaðan meö tilstyrk Karvels Pálmasonar barðist harð- ast gegn, þ.e. 25% söluskatti á matvæli. Rökin era einfóld og aug- ljós. Slíkur skattur á brýnustu nauðsynjar leggst harðast á lág- tekjufólkið, sem eyðir stærstum hluta tekna sinna í nauðþurftir. Hann er storkun við almennt launafólk, og hann er verðbólgu- hvetjandi. Hækkun barnabóta og lífeyrisgreiðslna bætir ekki upp verðhækkanir af völdum matar- skattsins, auk þess sem fjöldi manns með lágmarkstelqur verður að þola þessa lífskjaraskerðingu bótalaust, svo sem námsmenn, bamlaust fólk og foreldrar bama yfir barnabótaaldri. Þessar bóta- hækkanir hefðu hins vegar bætt stöðu þessa fólks, ef tekjuaukning rikissjóðs hefði verið sótt eftir öðr- um leiðum, og á þær leiðir hafa Kvennalistakonur og fleiri marg- sinnis bent. Nánar um þetta mál vísast til greinar undirritaðrar í DV 2. febr. sl. Mátulegar buxur að meðaltali Afleiðingar af öllum þessum breytingum era nú smám saman að koma í ljós. Stjómarliöar héldu þvi fram, að heildaráhrifin yrðu óbreytt vísitala framfærslukostn- aðar, byggingarvísitalan mundi lækka um 2,3% og lánskjaravísital- an lækka um 0,8%. Staðreyndin er hins vegar sú, að framfærsluvísi- talan hefur hækkað um 4,59%, byggingarvísitalan lækkað um 0,2% og lánskjaravísitalan hækkað um 4,4%. Var einhver að tala um blekking- ar? Sannleikurinn er auðvitað sá, að menn geta reiknað og fengið út ýmsar niðurstöður eftir því, hvaða forsendur menn gefa sér. Og ég get vel fallist á, að allar þessar breyt- ingar hafi misjafnlega mikil áhrif á afkomu fólks, sem meðaltölin segja, að hafi það bara ansi gott um þessar mundir. En seint hélt ég, að þú féllir fyrir meðaltalsraglinu, Guðmundur. Eða ertu búinn að gleyma dæmi- sögunni, sem þú vitnaðir stundum til í umræðum á Alþingi, um mann- inn, sem fór í Hagkaup og keypti nokkrar gallabuxur í sama númer- inu og ætlaðist til, að þær pössuðu á alla í fjölskyldunni, afann jafnt sem unglinginn, þar sem númerið var að meðaltah hið rétta? Kristín Halldórsdóttir Matreiðslumenn og misnotkun á starfsheiti: Á að veita forréttindi? í Dagblaðinu Vísi 15. febr. sl. er veist allharkalega að Hótel- og veit- ingaskóla íslands og því unga fólki sem þar er við nám og telur sig vera í löggiltu iðnnámi sem að námi loknu gerir því kleift að taka þátt í atvinnulífi þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar og þjóna ferða- mönnum sem og landsmönnum öllum. Kærumálin Þau kæramál, sem fram komu í blaðinu þann 13. og 15. febr. sl„ era algjörlega óviðkomandi Hótel- og veitingaskóla íslands og væri nær fyrir ritstjóra, Dagfaraskrifara eða einhvern annan blaðamann DV að kynna sér þau störf sem þar eru unnin innan veggja skólans. Félag matreiðslumanna, sem er landsfélag, er hins vegar aö benda á misnotkun á starfsheiti. Enginn kallar sig rakara eða lögfræðing án tilskilinna réttinda eöa hvað? . Félag matreiðslumanna hefur nýlega kært til saksóknara nokkra menn sem auglýsa sig í dagblöðum sem matreiðslumeistara. Til þess að geta kallast matreiðslumeistari þarf viðkomandi að hafa lokið iðnnámi í veitingahúsi undir stjóm matreiðslumeistara og matreiðslu- manna og er þar innifalið 3X4 mánaða nám í Hótel- og veitinga- skóla íslands í bóklegum og verk- legum fögum og að standast lokapróf. Síðan, að loknu námi þarf viðkomandi sveinn að vinna undir KjaUarinn Eiríkur Viggósson formaður Félags matreiðslumanna stjórn meistara í tvö ár. Þá gefur lögreglustjóri út meistarabréf að uppfylltum skilyrðum iönaðarlaga og iðnfræðslu. Félag matreiðslumanna hefur einnig kært tvö veitingahús er kenna sig við austurlenska matar- gerð án þess að hafa faglæröa menn við störf. Annað er Kínahúsið viö Lækjargötu. Sá maður, er þar starf- ar við matargerð, kom hingað til lands fyrir nokkrum áram til að vinna skrifstofustörf en er nú orð- inn alhliða matreiðslumaður í austurlenskum mat, aö eigin mati. F.M. hefur líka kært veitingahúsið Kínahofiö, Nýbýlavegi 20, Kóp. Þar starfar maður sem kom til landsins sem víetnamskur flóttamaður en telur sig nú orðinn fullfæran í aust- urlenskri matargerð. Einnig star- far þar bróðir hans sem kominn er til landsins en hefur ekki einu sinni sótt um atvinnuleyfi, telur sig ekki þurfa það. Ekkert höfum við á móti þessum flóttamönnum. Er þeir komu til landsins vora þeir boðnir velkomri- ir og var heimilt að vinna alla þá vinnu er ekki krafðist faglegra rétt- inda, nema þeir öfluðu sér þeirra. Þeir geta nú sjálfir sest á skólabekk og lokið prófum sem aðrir lands- menn. Ekki eiga þeir að njóta forréttinda hér eða hvað? Úr Hótel- og veitingaskólanum útskrifast menn á öllum aldri. Á röngum forsendum Okkur er einnig kunnugt um að nú stendur til að opna á næstunni austurlenskan veitingastað viö Hverfisgötu. Þeir matargerðar- menn, sem þar koma til starfa, koma til landsins sem ferðamenn og segjast vera í heimsókn hjá vin- um sínum hér á landi. F.M. hefur látið Útlendingaeftirlitið vita og er vilji þeirra að stemma stigu við þeirri óráðsíu aö koma til landsins á röngum forsendum. Ýmislegt annað hefur komið á daginn eftir að við fórum að athuga þennan aukna innflutning austur- lenskra matargerðarmanna. Menn hafa t.d. hafið eldamennsku á þess- um veitingahúsum án undangeng- innar læknisskoðunar sem teljast verður lágmarkskrafa á þessum viðsjárverðu timum. Eöa hvað gerðist ef alhr gestir yrðu fárveikir að aflokinni veislu á slíku veitinga- húsi? Mundi Dagfari gera grín að öllu saman? Eitt umhugsunarefni enn: Því er sóst eftir þessum austurlensku matargerðarmönnum? Eru það e. t.v. hin lágu laun sem veitinga- húsaeigendur komast upp með að borga þeim þegar ekki er farið eftir þeim kjarasamningum sem í gildi eru? Kynnið ykkur störfin Eg hef nú reynt að skýra þessi mál frá okkar sjónarhóli. Það er léttasta verk fyrir dagblað að rífa niöur alla þá hluti sem ykkur dett- ur í hug. Hingað til hef ég samt talið metnað DV vera fyrir ofan það stig blaðamennsku að kalla Hótel- og veitingaskóla íslands „grautar skóla ríkisins" og Félag n t- reiðslumanna „grautarfé1 ,.gs- skap“, þegar það sem fagfélag reynir að vemda starfsheiti sitt. Ykkur hjá DV yrði örugglega tek- ið tveim höndum ef ykkur þóknað- ist að kynna ykkur þau störf sem unnin eru af matreiðslumönnum um land allt, hvort heldur væri á hóteh, veitingahúsi, í mötuneyti, héraðsskóla, sjúkrahúsi, rim borð í farskipi eða togara. Og að lokum, hvar eru mörkin í, siðareglum blaðamanna? Eiríkur Viggósson „Til þess að geta kallast matreiðslu- meistari þarf viðkomandi að hafa lokið iðnnámi í veitingahúsi undir stjórn matreiðslumeistara og matreiðslu- manna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.