Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 47 Paul Zukofsky - tónlist: Fáir íslendingar unnið tónlistinni hér betur „Fyrir hönd dómnefndar um tónlist vil ég veita hljómsveitarstjóranum Paul Zukofsky Menningarverðlaun DV að þessu sinni. Þó Zukofsky sé Ameríkumaður og búsettur í New York held ég að það sé óhætt aö full- yrða að fáir íslendingar hafi unnið tónlistinni hér betur en hann,“ sagði Leifur Þórarinsson, formaður dóm- nefndar um tónhst, við verðlaunaaf- hendinguna í gær. Zukofsky kom hingað fyrst árið 1966, þá komungur en þegar orðinn einn af þekktustu fiðlusnillingum af yngri kynslóð í heiminum. Hér hélt Zukofsky fyrst tónleika með Þorkeli Sigurbjörnssyni á vegum Musica Nova og Tónlistarfélagsins en Þor- kell er einmitt staddur hér í dag til að taka við verðlaununum fyrir hönd Pauls sem því miður átti ekki heim- angengt. Síðan 1966 hefur Zukofsky látið sér mjög umhugaö um tónlist á íslandi, komið hér margsinnis til aö leika, stjórna og fræða og síðustu tíu árin eða svo oft á ári. Allir kannast við Zukofsky-námskeiðin sem haldin hafa verið hér árlega og vakið mikla athygh. Störf hans við uppbyggingu Hljómsveitar æskunnar þykja hafa borið ótrúlegan árangur og flutning- ur t.d. Kammersveitar Reykjavíkur undir hans stjórn á meistaraverkum tuttugustu aldarinnar er með því besta sem hér hefur fram komið á tónleikum fyrr og síðar,“ sagði Leif- ur Þórarinsson. Auk Leifs voru í dómnefndinni þau Bergþóra Jónsdóttir og Siguröur Þór Guðjónsson. -ATA Leifur Þórarinsson afhendir hér Þorkeli Sigurbjörnssyni menningarverð- launin fyrir tónlist en Þorkell tók við verðlaununum fyrir hönd Pauls Zukofsky sem ekki kom þvi við að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær. Jónas Kristjánsson ritstjóri útskýrir hér matseðilinn fyrir veislugestum og útlistar hvað þeir hafa lagt sér til munns.. Arnar Jónsson - leiklist: Tók stökkið út í óviss- una með reisn „Við sem settumst niður og htum um öxl yfir leikhúslífið á árinu 1987 vor- um einhuga í því að veita bæri Arnari Jónssyni verðlaunin fyrir frábæra túlkun hans á klerkinum, eidhuganum og skáldinu Kaj Munk í verki Guðrúnar Ásmundsdóttur, sem sýnt var í Leikhúsinu í kirkj- unni,“ sagði Auður Eydal, formaður dómnefndar um leiklist, er hún af- henti Arnari Jónssyni Menningar- verðlaun DV í gær. Helga Bachmann, leikkona og leik- stjóri, átti sæti í dómnefndinni og hafði þetta að segja um frammistöðu Arnars: „Það er mikil ánægja að geta sam- glaðst félaga sem á liðnu ári hefur axlað mikla byrði, það er leikið ekki færri en sjö hlutverk í ólíkum verk- um og tekið stökkið út í óvissuna með reisn. Hér skal þó ekki mæra magnið heldur gæðin og ber þá væntanlega hæst leik hans í hlutverki Kaj Munk í Leikhúsinu í kirkjunni. Enginn þroskaður listamaður er ómeövitaður um stundina þegar hann blómstrar, en þá er honum hollt að vita að það fer heldur ekki fram hjá þeim sem leikhúsi unna.“ Undir þessi orð tóku aðrir nefndar- menn og Auður Eydal, formaður nefndarinnar, bætti við: „Arnar hef- ur frá upphafi sinnt hst sinni af næmri tilfinningu og alúð. Þessari viðurkenningu fylgja bestu árnaöar- óskir og um leið er þaö einlæg von okkar að hún verði jafnframt öðrum hvatning th dáða og listrænn sigur Arnars Jónssonar stuðh að nýjum landvinningum á sviði leiklistarinn- ar almennt í landinu." Auk Auðar Eydal voru í dómnefnd- inni Helga Bachmann og Hafliði Arngrímsson. -ATA Auður Eydal afhendir Arnari Jónssyni Menningarverðlaun DV fyrir leiklist. Mermingarverðlaun D V Manfreð Vilhjálmsson tekur við Menningarverðlaunum DV fyrir byggingar- list úr hendi Hilmars Þórs Björnssonar, en þetta er í annað sinn sem Manfreð hlýtur þessi verðlaun. Manfreð Vilhjálmsson - byggingalist: Óvanalega fag- mannleg vinna „Verkið, sem valið hefur verið til verðlauna, verslunar- og þjónustu- húsnæði Epal við Faxafen í Reykja- vík, ber vott um þroskað hugarfar og gott samstarf húsbyggjanda og húsameistara. Manfreð Vhhjálms- son arkitekt er því vel að verðlaun- unum kominn, einu verðlaununum sem veitt eru hér á landi fyrir bygg- ingarlist, móður hstanna," sagði Hhmar Þór Björnsson, formaður dómnefndar um byggingarlist, er hann afhenti Manfreð verðlaunin í gær. „Vel skal vanda það sem lengi á að standa. Sagt er aö ekkert bygg- ingaverk heppnist nema því aðeins að bæði húsameistarinn og hús- byggjandinn hafl fullan skilning á markmiðum og mikilvægi verksins. Ef annar aöilinn veldur ekki verkinu eru miklar líkur á að það mistakist. Á sviöi bygginga atvinnuhúsnæðis fyrir einkafyrirtæki hafa verið byggðir hundruö þúsunda fermetra á undanfórnum árum. Flest húsin hafa verið því marki brennd að meira var hugsað um magn en gæði. Verk- ið, sem nú hefur verið valið til verðlauna, er þó undantekning. Það er von dómnefndar að athafna- menn dragi lærdóm af þessu verki og taki sér það til fyrirmyndar því fátt er mikilvægara fyrir atvinnu- rekstur en hvetjandi vinnuumhverfi fyrirtækja þar sem starfsfólk og viö- skiptavinir fá notið sín. Ef litið er á sams konar hús, sem reist hafa verið á undanfórnum árum, sést að verð- launahúsið er óvenjulega fagmann- lega unnið aö öllu leyti. Þetta er sjálfstætt verk sem mun standa sem gersemi í umhverfi sínu um langa framtíð og bera höfundi sínum gott vitni,“ sagði Hilmar Þór Björnsson arkitekt. Auk Hhmars áttu sæti í dómnefnd- inni þeir Hróbjartur Hróbjartsson og Guðmundur Hrólfsson. -ATA Friörik Þór Friðriksson með verðlaunagripinn góða sem Baldur Hjaltason afhenti honum fyrir kvikmyndina Skytturnar. Friðrik Þór Friðriksson - kvikmyndagerð: Skyttumar marka tímamót á ferii Friðriks „Sjaldan hefur dómnefndin verið eins sammála og nú hvað varðar út- hlutun Menningarverðlauna DV fyrir kvikmyndagerð. Nefndin var einhuga um að leikstjóri einu ís- lensku kvikmyndarinnar, sem frumsýnd var á árinu, skyldi hljóta verðlaunin. Hér er um að ræða kvik- myndina Skytturnar en leikstjóri hennar er Friðrik Þór Friðriksson," sagði Baldur Hjaltason, formaður dómnefndar um kvikmyndagerð. „Skytturnar marka tímamót á ferii Friðriks Þórs sem kvikmyndagerð- armanns. Kvikmyndin festir hann í sessi sem leikstjóra og sýnir og sann- ar hvers Friðrik er megnugur þegar honum tekst vel upp. Þótt myndin hafi því miður hlotið dræma aðsókn hérlendis hefur henni verið vel tekiö erlendis og hefur hún unnið til ýmissa verölauna, eins og á kvik- myndahátíöinni í Locarno og á norrænnni kvikmyndaviku í Lubeck þar sem hún var kosin besta myndin að mati áhorfenda. Með Skyttunúm sýndi Friðrik Þór að honum eru flestir vegir færir sem kvikmyndagerðarmanni og að hann getur brugðið fyrir sig betri fætinum ef svo ber undir. Hann hefur sýnt mikla þrautseigju og kjark ásamt óbilandi bjartsýni, þótt oft hafi á ýmsu gengið,“ sagði Baldur Hjalta- son. Auk Baldurs voru í dómnefndinni þau Hilmar Karlsson og Guðrún Kristjánsdóttir. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.