Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 5 Fréttir Reykjavíkurskákmótið: Lev Polugaevsky sa ekki vinningsleiðina og þrálék - og þar með náði Karl Þorsteins jafntefli Það voru spennandi tafllok hjá þeira Lev Polugaevsky og Karli Þorsteins í 3. umferð Reykjavíkur- mótsins í gærkvöldi. Polugaevsky var með unna stöðu en í ofboðslegu timahraki, þar sem hann hékk á „lakkinu“, eins og skákmenn kalla síðustu sekúndumar, yfirsást hon- um vinningsleiðin, þrálék og þar með varð skákin jafntefli. Og það voru fleiri skemmtilegar skákir tefldar i gærkveldi. Helgi Ólafsson tefldi stíft til vinnings gegn Dananum Toben Sörensen, fórnaði biskupi, vann hann aftur og hafði þar með unnið peð sem dugði honum til sigurs í endatafli. Helgi hefur lent í peðsendatafli í öllura þremur skákunum á mótinu. Hann teflir mjög hratt, næstum hraðskák á stundum, en virðist Qrna öruggur. Jón L. Arnason mætti Jóni G. Viðarssyni sem stóð sig svo fræki- lega í tveimur fyrstu umferðunum, eins og skýrt var frá í DV í gær. En þama mætti Jón G. Viðarsson ofjarli sínum og Jón L. tefldi mjög vel og sigraði örugglega. Hannes Hlífar Stefánsson tefldi gegn Margeiri Péturssyni. Hannes hafði lengst af betri stöðu en missti hana niður undir lokin og segja skákfróöir menn að jafhtefli blasi við en skákin fór í bið. Þær Polgarsystur hafa vakið verðskuldaöa athygli á mótinu. Sú elsta, Zsuzsa Polgar, er í hópi efstu manna, hún er 18 ára og stórmeist- ari kvenna. Systir hennar, Zsofia Polgar, sem er 13 ára, er komin með 2 vinninga en sú yngsta, Judit Polgar, sem er 11 ára, er komin með l vinning. Úr þessu fara þeir allra sterkustu að tefla saman og eykst því spenn- an með hverri umferðinni sem líður. -S.dór Polu þráskákaði með unnið tafl Sovéski stórmeistarinn Lev Pol- ugaevsky var heldur betur sein- heppinn i skák sinni við Karl Þorsteins í gærkvöldi. Eftir glæsi- lega fórn tók hann þráskák í miklu tímahraki, en eftir skákina kom í ljós að hann átti vinning í lokastöð- unni. Annars einkenndist umferð- in í gær af mikilli baráttu og var teflt til þrautar á flestum borðum. Jón L. stöðvaði sigurgöngu Jóns Garðars eftir íingurbrjót þess síð- arnefnda í tímahraki. Hannes Hlífar stóð framan af með pálmarih í höndunum gegn Margeiri en gaf eftir í lokin og er skákin fór í bið er jafntefli líklegustu úrslitin. í dag er frídagur en fjórða umferð verður tefld á morgun, laugardag, og hefst taflið kl. 14.00. Það má búast við spennandi helgarumferðum og eru allir skákáhugamenn hvattir til þess að mæta á Hótel Loftleiðir og berja snilldina augum. Við skulum fyrst líta á viðureign þeirra Polu og Karls. Hvítt: Lev Polugaevsky Svart: Karl Þorsteins Katalónsk byrjun I. Rf3 d5 2. c4 e6 3. g3 dxc4 4. Da4+ Rd7 5. Bg2 c5 6. Dxc4 Rg-fB 7. Db3 Hb8 8. 0-0 b5 9. a4 a6 10. axb5 axb5 II. d3 Bd6 12. Rc3 0-0 13. Rg5 Re5 14. Rg-e4 Rxe4 15. Rxe4 Rc6 16. Be3 Rd4 17. Bxd4 cxd4 Hvítur hefur náð aðeins betri stöðu út úr byrjuninni og tekst í framhaldinu að tryggja sér yfirráð yfir opnu línunum. 18. Hf-cl Bb7 19. Rxd6 19. Rd2 kom hér sterklega til greina. Eftir textaleiknum léttist á stööu svarts. 19. - Dxd6 20. Ha7 Bxg2 21. Kxg2 g6 22. Ha-c7 Hb6 23. Hl-c5 Ha8 24. Dc2 Kg7 25. Dcl Ha2? abcdefgh Hér voru keppendur komnir í talsverða tímapressu og Karl uggir ekki að sér. Eftir 25.- é5 er hæpið að hvítur nái að gera sér mat úr smávægilegum yfirburðum sínum. Nú fær svartur hins vegar óvænta sendingu. 26. Hh5! Baneitraður leikur. Undir eðli- legum kringumstæðum hefði Polu ekki orðið skotaskuld úr því að vinna þessa stöðu en hér hafði hann einungis 2 mín. til þess að ná tímamörkunum við 40. leik. Karl átti eitthvað meiri tíma eftir. Ekki gengur nú 26. - gxh5? 27. Dg5 + ásamt 28. Hc8+ og mátar. Aðal- hótun hvíts í stöðunni er 27. Dh6 + Kf6 28. Dg5 + Kg7 29. Hxh7 +! Kxh7 30. Hxf7+ með máti. 26. - e5 Rýmir e6-reitinn fyrir kónginn. 27. Dh6+ Kf6 28. Hxf7 + ! Kxf7 29. Dh7+ Kf6 Engu betra var 29. - Kf8 30. Dh8 + Kf7 31. Hh7 + Ke6 32. Dg8 + ásamt 33. Dxa2 og hvítur vinnur. Skák Elvar Björnsson 30. Dh8+ Ke6 31. Dg8+ Kf6 32. Dh8 + ? Eftir 32. Hh6! eru svörtum allar bjargir bannaðar. Hvítur hótar bæði 33. Dxa2 og 33. Dxg6+ sem leiðir til máts. Karl ætlaði að svara þessu með 32. - Kg5 en eftir 33. h4 +! vinnur hvítur því að hrókur- inn á h6 er friðhelgur vegna drottn- ingarmáts á h8. Polu, sem átti innnan við mínútu eftir af um- hugsunartíma sínum, kom ekki auga á þetta framhald og gerði sig ánægðan með þrátefli. 32. - Ke6 33. Dg8+ Kf6 34. Dh8+? Jafntefli. Að lokurii skulum við líta á skák með hinni 13 ára gömlu Zsofiu Polgar sem tefld var í gær. And- stæðingur hennar teflir of djarft í miðtaflinu og Zsofia á ekki í mikl- um erfiðleikum með að refsa honum fyrir framhleypnina. Hvítt: Snorri G. Bergsson Svart: Zsofia Polgar Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g3 Rc6 7. Bg2 Bd7 8. 0-0 Be7 9. Be3 Re5 10. b3 a6 11. h3 Dc7 12. Rc-e2 (L0 13. g4?! h6 14. a4 d5! 15. f4 Rg6 16. e5 Re4 17. c4 Hf-d8 18. Bxe4 dxe4 19. Dc2 Bc5 20. Dxe4? Bc6! 21. Dc2 8 !■ m 7 mxm íí 6 i i i 4i 5 ÍU| iBf 4 A1§A£1 3 ■Afli §1 ItA 2- J§§ 1 M ■ 1 ' abcdefgh' 21. - Rxe5! 22. fxe5 Dxe5 23. Bf2 Hxd4 24. Bxd4 Bxd4 25. Rxd4 Dg3+ Og hvítur gafst upp þar sem hann fær ekki varist máti. Urslit úr 3. umferð Urslit úr 3. umferð Reykjavíkur- skákmótsins í gærkvöldi urðu sem hér segir: Polugaevsky - Karl Þorsteins jafn- tefli Akeson - Browne jafntefli Kotronias - Carsten Höi jafntefli Tisdal - Gurevich 0:1 Hannes Hlífar Stefánsson - Margeir Pétursson biðskák Adorjan - Gausel jafntefli Jón G. Viðarsson - Jón L. Árnason 0:1 Helgi Ólafsson - Sörensen 1:0 Dizdar - Lautier biðskák Sigurður D. Sigfússon - Zsuzsa Polgar 0:1 Dolmatov - Bragi Halldórsson 1:0 Stefán Briem - Schoen 0:1 Barle - Áskell Örn Kárason 0:1 Lárus Jóhannesson - Þröstur Þór- hallsson 0:1 Snorri Bergsson - Zsofia Polgar 0:1 Arnar Þorsteinsson - Ásgeir Þ. Árnason 1:0 Dan Hansson - Bjarni Hjartarson biðskák Östensted - Tómas Hermannsson 1:0 Magnús Sólmundarson - Larry Christiansen 0:1 Sævar Bjarnason - Tómas Björns- son biðskák Þráinn. Vigfússon - Judit Polgar jafntefli Þorsteinn Þorsteinsson - HalldórG. Einarsson 0:1 Guðmundur Gíslason - Bogi Páls- son 1:0 Þröstur Árnason - Benedikt Jónas- son 0:1 Arni A. Árnason - Róbert Haröar- son 0:1 Jóhannes Ágústsson - Ögmundur Kristinsson 1:0 Luitjen - Davíð Ólafsson 0:1 Staða efstu manna eftir þrjár um- ferðir er sú að 10 menn eru með 2,5 vinninga. Það eru þeir Jón L- Árna- son, Helgi Ólafsson, Karl Þorsteins, Polugaevsky, Browne, Kotronias, Akeson, Carsten Höi, Gurevich og Zsuzsa Polgar. Með tvo vinninga eru Adorjan, Gausel, Dolmatov, Schoen, Þröstur Þórhallsson, Zsofia Polgar, Áskell Örn Kárason og Arnar Þorsteinsson. í dag’er frídagur á mótinu en 4. urnferð verður tefld á laugardag og hefst klukkan 13. -S.dór Gestabókin Nokkuð lifnaði yfir aðsókn að Reykjavíkurskákmótinu í gærkveldi þegar 3ja umferð var tefld. Meðal þeirra sem mættu voru: Árni Njáls- son íþróttakennari, Ólafur Magnús- son skákmaður, Trausti Björnsson skákmaður, Helgi Samúelsson verk- fræðingur, Sturla Pétursson skák- meistari, Torfi Ólafsson, Jón G. Briem, formaður TR, Harvey Ge- orgsson skákmaður, Jón Magnússon íþróttavallastarfsmaður, Jón Þ. Þór kennari, Árni Grétar Finnsson lög- maður, Gunnar Bjarnason, -Jón Rögnvaldsson verkfræðingur, , Jó- hannes Gísli Jónsson. skákmaður, Illugi Jökulsson blaðamaður. Krist- ján Benediktsson, fyrrum borgar- ráðsmaður, Þorsteinn Marelsson rithöfundur,' Ólafur Orrason, Jó- hann Þórir Jónsson skákfrömuður, Sigurgeir Gíslason skákmaður, Ólaf- ur H. Ólafsson skákfrömuður, Guðmundur Ásgeirsson stórkaup- maður, Gunnar Gunnarsson skák- maður, Guðlaug Þorsteinsdóttir skákkona, Sigurjón Jóhannsson blaðamaður, Sigurbergur Elintínus- son verkfræðingur, Guöjón Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri, Guð- mundur G. Þórarinsson alþingis- maður, Ólafur Helgason, fyrrum bankastjóri, Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, Magnús Pálsson raftæknifræðingur, Ingvar Ásmundsson skólastjóri, Cttó Jóns- son menntaskólakennari, Halldór Karlsson trésmiður og Olgeir Einars- son. -S.dór AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1.fi. 01.03.88-01.03.89 kr. 750,16 1983-1. fl. 01.03.88-01.03.89 kr. 435,82 1984-2. fl. 10.03.88-10.09.88 kr. 280,24 Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.