Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 30
46
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988.
Mermingarverðlaun D V
Menningarverðlaun DV afhent í tíunda sinn:
Sölvasósan aðeins til
í munnlegri geymd
„Nú þegar ég stend hér í tiunda
sinn til að fylgja úr hlaði Menning-
arverðlaunum DV er mér efst í
huga hve giftusamlega hefur tekist
til aö koma þessum viðurkenning-
um okkar til skila allan þennan
tíma.
Enginn listamaður hefúr beðist
undan því aö taka við Menningar-
verðlaunum DV, enginn hefur
notaö þetta tækifaeri til að reka
verðlaunagripina á nasir illa þokk-
aðra gagnrýnenda í dómnefndum
blaðsins, reitt fólk hefur látið vera
að plaga mig, dómnefndarmenn
eða blaöið meö kröftugum mót-
mælum vegna einstakra veitinga
og engum hefur nokkru sinni orðið
illt af þeim fágætu réttum sem hér
hafa verið fram bornir,“ sagði Að-
alsteinn Ingólfsson, veislustjóri og
menningarmálaritstjóri DV, er
Menningarverðlaun DV voru af-
hent í Þingholti á Hótel Holti í gær.
Menningarverðlaun DV hafa
hlotið veröugan sess meðal menn-
ingarsinnaðra íslendinga en þetta
er í tíunda sinn sem verðlaunin eru
athent. Aö þessu sinni voru í fyrsta
skipti afhent verðlaun fyrir list-
hönnun og voru verölaunin því sjö
talsins aö þessu sinni.
Maturinn, sem fram var borinn í
Þingholti, var sérstaklega valinn,
sem endranær, af Jónasi Kristjáns-
syni ritstjóra, réttir sem ekki sjást
dags daglega í veitingahúsum. í
forrétt var borin fram sérlega Ijúf-
feng hrogna- og krabbakæfa en
aðalrétturinn var svo stórlúðu-
kinnfiskur meö sölvasósu, gerðri
úr sölvúm.
Jónas Kristjánsson sagðist hafa
leitaö vel og lengi í íslenskum og
alþjóðlegum matréfðslubókum að
uppskriftum að höfuðkinnum og
sölvasósu en hvergi fundiö. Þessir
réttír virtust því hvergi vera til í
bóklegri hefð en þá væri helst aö
finna í muiuilegri geymslu. Hann
væri hins vegar á förum til Japan
ásamt Thor Vilhjálmssyni rithöf-
undi og þar myndu þeir reyna að
hafa uppi á uppskriftum aö þessum
gómsætu réttum.
Thor sté einnig í pontu og sagði
aö þaö mætti halda að hann heföi
dagað uppi við Menningarverð-
launaafhendingu DV þvi fyrst var
hann þar sem fulltrúi Félags ís-
lenskra listamanna, svo í dóm-
nefnd og að lokum sem verðlauna-
hafi. Menningarverölaun DVheföu
verið fyrstu. verðlaunin sem hann
hlaut og því væri ekki rétt að segja
að hans upphefö kæmi að utan, hún
kæmi frá DV.
Thor minntist einnig á væntan-
lega Japansför þeirra Jónasar og
sagði að Jónas myndi í ferðinni
kynna fyrir sér undirstöðuatriðin
í matreiöslu og „gastronomíu" en
í staöinn ætlaði hann aö kenna
Jónasi júdó.
Pétur Jónasson gítarleikari
skemmti gestum undir borðum
meö hljóðfæraleik og var það mál
manna að þar færi fistamaður sem
einnig væri verðlauna verður.
-ATA
Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen - listhönnun:
Veik þeirra eftirsótt og
boðleg hvar sem er
„Glerlistarmennirnir Sigrún Ólöf
Einarsdóttir og Sören Staunsager
Larsen hafa undanfarin fimm ár
unnið við fyrirtæki sitt, Gler í Berg-
vík, á Kjalarnesi. Orðstír þeirra sem
glerlistarmanna hefur fariö víöa og
þau hafa fengið margar viðurkenn-
ingar fyrir hina handgerðu glermuni
sína,“ sagði Gunnar Magnússon,
formaður dómnefndar, um listhönn-
un er hann afhenti þeim Sigrúnu og
Sören verðlaunin í gær.
„Þróunin, jafnt í tækni sem í form-
um, hefur verið ör og markviss hjá
þeim Sigrúnu og Sören. Árangurinn
má sjá í hárfinni lita- og efnismeð-
ferð. Vasar, skálar og sérstaklega
glös bera sterk stíleinkenni sem
•sprottin eru upp af þrotlausu starfi.
í dag má líta glermuni sem upp-
fylla háar gæðakröfur og eru þessi
verk þeirra orðin eftirsótt og boðleg
hvar sem er í heiminum," sagði
Gunnar Magnússon.
Auk Gunnars sátu í dómnefnd um
listhönnun þau Torfi Jónsson og
Gréta Ösp.
-ATA
Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen urðu fyrst til að fá Menningarverðlaun
DV fyrir listhönnun. Þau taka hér við verðlaunagripnum úr hendi Gunnars
Magnussonar, formanns dómnefndar.
Geoig Guðni Hauksson - myndlist:
Fegurð sem erhvort tveggja
jarðbundin og hugræn
verið hluti af sjálfstæðisbaráttu
ungra íslenskra myndlistarmanna,
raunar allt að því heilög skylda, aö
andæfa viðteknum heföum, þar á
meðal íslenskri landslagsmyndhst,
og leitá fyrir.sér í nýrri myndlistar-
straumum.
í dag einkennist menningarlífið
hér, sem annars staðar, af vaxandi
umburöarlyndi og skilningi á ein-
staklingsbundinni tjáningu, hvert
sem hún leitar.
Þessi tíðarandi hefur skilað sér í
listaverkum sem eru allt í senn, hefð-
bundin, samtímaleg og sérstæð.
Þetta á ekki síst við um málaralist
Georgs Guðna sem við heiðrum hér
í dag.
Málverk hans eru nefnilega ekki
myndir „af‘ ijöllum eða jöklum í
venjulegum myndlistarlegum skiln-
ingi, heldur er eins og eðlismót
þessara náttúrufyrirbæra, hvort sem
þau nefnast Esja eða Eiríksjökull, sé
beinlínis til staðar á dúkum hans,
óháð allri jarðfræði," sagði Aðal-
steinn Ingólfsson.
Auk Aðalsteins áttu sæti í dóm-
nefndinni þeir Þorgeir Ólafsson og
Ríkharður Hördal.
-ATA
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur afhendir Georg Guðna verðlaunagripinn
góða.
„Þótt Georg Guðni Hauksson, sem
við heiðrum í dag með Menningar-
verðlaunum DV, sé aðeins 27 ára að
aldri hefur hann þegar sett mark sitt
á þróun íslenskrar samtímalistar.
Eins og Kjarval breytti viðhorfum
okkar til íslensks landslags með því
að hverfa frá hinni víöu sýn niður í
lyng og grjót, þar sem ieynast hin
einu og sönnu litbrigði jarðarinnar,
hefur Georg Guðni þegar kennt okk-
ur að líta landslag allt öðrum augum
en við höfum gert til þessa,.sjá í því
fegurð sem er hvort tveggja jarö-
bundin og hugræn,“ sagði Aðal-
steinn Ingólfsson, formaður
dómnefndar um rhyndlist, er hann
afhenti Georg Guðna verðlaunin í
gær.
„í rúmlega þrjá áratugi hefur það
Pétur Jónasson gítarleikar skemmti gestum undir borðum við afhendingu
Menningarverðlauna DV i Þingholti á Hótel Holti í gær:
DV-myndir Brynjar Gauti
Ingibjórg Haraldsdóttir - bókmenntir:
Landvinningar
„Það var einróma niöurstaða dóm-
nefndar að bókmenntaverðlaun DV
fyrir bókmenntaárið 1987 kæmu -i
hlut Ingibjargar Haraldsdóttur fyrir
íslenska þýðingu hennar á skáldsög-
unni Fávitinn eftir Fjodor Dosto-
jevski," sagði Ástráður Eysteinsson,
formaður dómnefndar í bókmennt-
um, er hann afhenti Ingibjörgu
verðlaunin í gær.
Ástráður sagði að dómnefndinni
heföi verið nokkur vandi á höndum
þar sem um auðugan garð heföi ver-
iö að gresja í útkoma íslenskra
bókmenntaverka á síðasta ári. Skáld-
sögur, ljóð og þýðingar, sem allrar
athygli væru verðar, heföu komið
út. Nefndin heföi ákveðið að beita
miskunnarlausri atkvæðagreiðslu til
að komast að niðurstöðu en í einrúmi
komust allir nefndarmenn að þeirri
niðurstöðu að Ingibjörgu bæri verð-
launin.
„Ingibjörg hlýtur vérðlaunin að
sjálfsögðu með dyggri aðstoö
Dostojevskis. En það er ekki heiglum
hent að þiggja slika aðstoð. Ingibjörg
hefur skilað þeirri sálrænu spennu
og þeim sívaxandi sprengikrafti í
tungumálinu, sem sómir Dostojev-
ski, vel á ísleng ku. Um leið hefur hún
skrifað mikilvægan kafla í þýðingar-
sögu okkar með því að gera þetta
rússneska meistaraverk að íslensk-
um texta. Mér finnst mega líta svo á
að með þýðingum sé verið að kort-
leggja heiminn með íslenskunni.
Góðar .. bókmenntaþýðingar eru
ævinlega miklir landvinningar; lönd
unnin með því vopni sem mönnum
fer bestf.tungumáUnu. íslenskir les-
endur hljóta að fagna þeim sigri sem
Ingibjörg hefur unniö á austurvig-
stöðvunum," sagði Ástráður Ey-
steinsson.
Með Ástráði voru í dómnefndinni
þeir Örn Ólafsson og Páll Valsson.
-ATA
Ingibjörg Haraldsdóttir tekur hér við Menningarverðlaunum DV fyrir bók-
menntir úr hendi Ástráðs Eysteinssónar.