Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 40
FRETTASKOTI
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Verkfiall
eftir viku
Verkakvennafélagið Snót í
Vestmannaeyjum hefur boðað
verkfall frá og með föstudeginum
í næstu viku.
Á fundi stjórnar og trúnaöar-
mannaráðs félagsins í gærkvöldi
var þessi ákvöröun tekin þar sem
atvinnurekendur höföu alfarið
hafnað kröfugerð félagsins. Vil-
borg Þorsteinsdóttir, formaður
Snótar, gekk á sínum tíma af
fundi Verkamannasambandsins
ásamt Austfiröingunum, en Snót
gekk ekki til samstarfs við VMSÍ.
Starfsstúlkur hjá Vestmanna-
eyjabær eru undanskildar í
„verkfallsboðuninni en verkakon-
ur í fiskvinnslu munu leggja
niöur vinnu á fóstudaginn. Það
mun lama atvinnulíf i Vest-
mannaeyjum.
-gse
Efnahagsráðstafanimar:
Stíf fundarhöld
Tveir ráðherrar úr hverjum
stjórnarflokkanna komu saman
til fundar í Stjórnarráðinu
'snemma í morgun til þess aö
ræða aðgerðir ríkisstjórnarinnar
í kjölfar samninganna í nótt, Þor-
steinn Pálsson forsætisráöherra
og Friðrik Sophussson iðnaöar-
ráðherra, Steingrímur Her-
mannsson utanríkisráöherra og
Halldór Ásgrimsson sjávarút-
vegsráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson tjármálaráðherra
og Jón Sigurðsson viðskiptaráð-
herra.'
-gse
Eldur um borð í
ÞóHhalli Daníelssyni
Eldur kom upp í vélarrúmi í
Þórhalli Danielssyni þegar skipið
var að veiðum austur af Hvalbak.
Skipverjar sendu hjálparbeiðni
en tókst sjálfum að ráða niðurlög-
um eldsins.
-gse
^0vBílastÖ0/
A/
ÞRDSTIIR
68-50-60
VANIR MENN
LOKI
Auðvitað er engin valda-
barátta í SÍS!
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SIS, um deilumar við Eystein Helgason:
Árekstrar fólki og
fyrirtæki til baga
- Martin Finkelstein sölustjóri mun stýra fyrirtækinu fyrst um sinn
Ólafur Amarson, DV, Baltimorer
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SIS,
og stjórnarformaður Iceland Seafood
Corporation, sagði í samtali við DV
við komuna til Baltimoreflugvallar í
gærkvöldi að brottrekstur Eysteins
Helgásonar úr starfi forstjóra Ice-
land Seafood, og Geirs Magnússonar,
eins af starfsmönnum Iceland Sea-
food, hefði átt sér talsverðan aðdrag-
anda þótt ákvörðun um brottvikn-
ingu heföi ekki veriö tekin fyrr en í
fyrradag.
Guöjón var, ásamt Sigurði Markús-
syni, varaformanni stjórnar Iceland
Seafood, á leið til Harrisburg í Penn-
sylvaníu vegna brottreksturs Ey-
steins.
Guðjón sagði að samskiptaörðug-
leikar hefðu yerið frá því um mitt
síðasta ár og þeir hefðu verið orðnir
bæði fólki og fyrirtæki til baga. Þessi
ákvörðun hefði verið tekin til að
leysa það vándamál. Aðspurður ját-
aði Guðjón þvi að þessi staða, sem
nú er komin upp, væri að einhverju
leyti til komin út af persónuiegum
-,ágreiningi hans og Eysteins.
Að sögn Guðjóns mun sölustjóri
Iceland Seafood í Bandaríkjunum,
Martin Finkelstein, stýra fyrirtæk-
inu fyrst um sinn en Eysteinn hefur
þegar látið af störfum.
Guðjón sagði að það væri óskap-
lega algengt, og ekki síst í Bandaríkj-
unum, að skipt væri um mann í
starfi. Sagði hann að sér og Sigurði
Markússyni hefði verið falið að fara
til Bandaríkjanna og sjá til þess að
þessi skipti gengju vel fyrir sig.
Munu þeir ræða við bæði starfsmenn
og viðskiptavini Iceland Seafood á
næstu dögum.
Aðspurður sagði Guðjón að sér
væri ekki kunnugt um að þetta mál
væri liður í neinni valdabaráttu inn-
an SÍS.
Guðjón sagði að Eysteinn hefði
hafnað boði um að hann segði sjálfur
starfi sínu lausu og því hefði þurft
að koma til þessa. Guðjón vildi ekki
ræða nánar um þessa snöggu brott-
vikningu Eysteins Helgasonar og
Geirs Magnússonar frá Iceland Sea-
food á þessu stigi málsins.
Eysteinn
er á
heimleið
Ólafur Amarson, DV, Baltimore:
Hvorki Geir Magnússon né Ey-
steinn Helgason vildu í gærkvöldi tjá
sig um brottrekstur þeirra frá Ice-
land Seafood Corporation. Eysteinn
ítrekaði að hann myndi innan
skamms gefa út yfirlýsingu vegna
þessara atburða en á þessu stigi vildi
hann láta öðrum eftir að vera með
yfirlýsingar.
Eysteinn heldur í dag til íslands
og segist ætla að ráöa ráðum sínum
og ráðfæra sig við menn næstu daga.
Menn virðast verjast allra fregna
af þessu máli. Máhð er sérstaklega
athyglisvert fyrir þær sakir að Ey-
steinn Helgason var eftirmaður
Guðjóns B. Ólafssonar sem forstjóri
Iceland Seafood Corporation. Nú hef-
ur Guðjón og aðrir í meirihluta
stjórnar Iceland Seafood rekið Ey-
stein.
Það verður að athuga að hér er
ekki um neinar tilfærslur að ræða
innan SÍS eins og algengt er innan
stórfyrirtækja. Eysteini og Geir hef-
ur verið varpað á dyr, fyrst og fremst
vegna djúpstæðs persónulegs ágrein-
ings við forstjóra SÍS að því er virðist.
Guðjón B. Olafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, við komuna til Baltimore í Bandarikjunum
gærkvöldi. Hann var á leið til aðalstöðva lceland Seafood I Harrisburg.
DV-símamynd Ólafur Arnarson/Reuter
Veðrið á morgun:
Kólnandi
veður
Á morgun verður norðvestanátt
ríkjandi, dálítil él eða slydduél á
annesjum norðan- og vestanlands
en úrkomulaust í öðrum lands-
hlutum. Veður fer kólnandi.