Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988..
Fréttir_____________________________________
Ráðhúsið:
Tjömin minnkaði í
meðfömm arkitekta
í meðfórum arkitekta og verk-
fræðinga síðustu mánuði hefur
ráöhúsið við Tjörnina stækkað um
ein 17 prósent.
Brúttóstærð húsanna tveggja var
um 4.600 m- samkvæmt verðlauna-
tillögunni en þau eru í dag orðin 5.208
m-, auk 290 m2 tæknirýmis. Þessi
stækkun veldur því að bæði húsin
munu ná Iengra út í Tjömina til aust-
urs en upphaflega var gert ráð fyrir
og suðurhlið skrifstofubyggingar-
innar sömuleiðis.
Aö sögn Stefáns Hermannssonar
aðstoðarborgarverkfræðings er
ástæðan fyrir stækkuninni þríþætt:
Pósturinn
getur flutt
bjórinn
„Við munum að sjálfsögðu sinna
bjórflutningum eins og öðrum
pósti,“ sagði Ólafur Tómasson,
póst- og símamálastjóri, en í tengsl-
um við bjórfrumvarpið, sem nú
liggur frammi á þingi, hefur vakn-
að umræða um hvemig póstþjón-
ustan sé í stakk búin að sinna
þessum auknu áfengisflutningum.
Það gefur augaleið að veruleg
magnaukning verður á áfengis-
flutningum þegar bjórinn kemur
til.
Fyrsti flutningsmaður fmm-
varpsins, Ólafur G. Einarsson,
sagði, þegar hann fylgdi frum-
varpinu úr hlaði, aö hann hefði
staðfestingu frá póst- og símamála-
stjóra að sú stofnun gæti vel annað
flutningunum sem sköpuðust
vegna bjórsins.
„Að sjálfsögðu veit ekki nokkur
maður hvemig þetta kemur tíl með
að líta út fyrr en sala bjórs hefst.
Það er þó ljóst að póstflutningar
hafa minnkað vemlega á undanf-
ömum ámm í kjölfar fleiri útsala
og bættra samgangna. Við miklum
því ekki þessa flutninga fyrir okk-
ur,“ sagði Ólafur Tómasson.
Hjá ATVR fengust þær upplýs-
ingar aö ekki væm neinar tölur
fyrirliggjandi um hve mikið áfengi
væri sent með póstí. „Það er ljóst
að það hefur eitthvað ininnkað í
heildina en ekki mjög mikið,“ sagði
Þór Oddgeirsson, sölustjóri hjá
ÁTVR. Hann taldi að það væru um
800-1000 flöskur af áfengi sem færu
út frá sölustöðvum fyrirtækisins á
dag. Þór sagöi að ef bjór yrði seldur
í verslunum ÁTVR yrði hann að
sjálfsögðu einnig sendur þeim sem
það vildu. -SMJ
íslenski skipastóllinn:
Skipum fjölgaði um
86 á síðasta ári
- af skrá vom tekin 26 skip en 112 vom skrásett
íslenskum skipum fjölgaði um 86 á
síðasta ári, samkvæmt því sem fram
kemur í Skrá yfir íslensk skip sem
Siglingamálastofnun gefur út. Af
skrá vom tekin 26 skip, samtals 6.144
brúttólestír, en skráö voru 112 skip,
samtals 11.815 brúttólestír. Brúttó-
lestatalan hefur hækkað miili ára um
8.824 lestir.
Þá vom 35 skip endurmæld til
stækkunar um 3.213 lestir en 5 skip
voru endurmæld til minnkunar um
60 brúttólestír.
Þann 1. janúar 1987 var skipastóll
landsmanna 951 skip, samtals 179.005
brúttólestír, en 1. janúar 1988 var
skipastólinn 1037 skip, samtals
187.829 brúttólestir.
Fiskiskip eru skráð 899, samtals
117.452 brúttólestír, og er meðalaldur
þeirra 19 ár. Af þessum fjölda em 19
skip fimmtíu ára gömul eða eldri.
Elsta skip flotans er smíðað árið 1912.
Meðalaldurinn er hæstur hjá skipum
af stærðinni 50 til 99 brúttólestír, eða
28,7 ár, en yngst em skip af stærö-
inni 0 til 9 lestír, eða 14,4 ár.
-S.dór
í fyrsta lagi hefur borgarstjórnar-
húsið verið stækkað þar sem of
þröngt þóttí um starfsemina sam-
kvæmt verðlaunatillögunni, í öðru
lagi var kjaUarinn lengdur til suðurs
tíl að auka bil á milli súlna og voru
því húsin tvö lengd sem því nemur
og í þriðja lagi hafa súlur verið gerð-
ar gildari eftir útreikninga verk-
fræðinga.
Stefán vfldi ekki upplýsa hversu
mikið húsin lengdust fyrr en teikn-
ingar lægju fyrir. Margrét Harðar-
dóttir arkitekt vildi heldur ekki tjá
sig um málið fyrr en á morgun þegar
sýning á ráðhúsinu verður opnuð.
-gse
Leikhópurinn í 5 konum ásamt Oktaviu Stefánsdóttur leikstjóra, sitjandi.
DV-mynd Reynir
Flateyri:
Frumsýning á
5 konum
Reynir Traustason, DV, nateyii:
Frumsýning verður hjá Leikfélagi
Flateyrar á laugardag, 27. febrúar.
Þá frumsýnir félagið leikritið 5 kon-
ureftir Björg Vik, undir leikstjórn
Oktavíu Stefánsdóttur.
Leikrit þetta hefur notið mikilla
vinsælda og var meðal annars sýnt
í Þjóðleikhúsinu fyrir þrettán árum
eða 1975. Áætlað er að sýna 5 konur
á stöðunum hér í kring eins og venja
er.
Rafmagnslaust í snjónum
Regína Thorarensen, DV, Ströndum:
Rafmagnið í Árneshreppi á Strönd-
um er alltaf að fara af og þarf ekki
að lýsa því hver óþægindi eru af
þessu fyrir íbúana, ekki síst í aftaka-
veðrum og snjókomu eins og verið
hefur að undanfornu.
Það kemur á óvart hve oft þessar
bilanir eiga sér stað. Ekki eru nema
sjö eða átta ár síöan Árneshrepps-
búar fengu rafmagniö frá ríkisveit-
unum á heimili sín og hlökkuðu allir
tíl að fá það. Sú gleði stóð þó stutt
vegna sífelldra bilana og ekki hefur
verið treystandi á rafmagnið síðan.
Fiamkvsemdasfjóri lindar um tillögu fjármálaráðheira um hækkun lántökugjalds:
Þessar hugmyndir eru dæmalausar
„Þessar hugmyndir fjármálaráö-
herra eru dæmalausar. Of miklar
erlendar lántökur eru ekki tilkomn-
ar vegna íslenskra atvinnufyrir-
tækja heldur ríkissjóðs og opinberra
aðila," sagði Þórður Ingvi Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
fjármögnunarleigufyrirtækisins
Lindar, í samtali við DV, en á slíkum
íyrirtækjum mun hugsanleg hækk-
un lántökugjalds á erlend lán bitna
einna mest.
„Þaö er aukaatriði að þessi hækk-
un muni bitna á okkur. Aðalatriðið
er að þetta lendir fyrst og fremst á
atvinnufyrirtækjunum. Þau hafa
viöskipti við okkur til þess að fjár-
magna kaup á vélum og tælqum sem
eru nauðsynleg til þess að gera þau
samkeppnisfær. Ef gjaldið hækkar
mun það annaðhvort verða tíl þess
að fyrirtækin endurnýi ekki tækja-
kost sinn og úreldist eða að fjár-
magnsbyrði þeirra vaxi og arðsemi
þeirra ihinnki að sama skapi. Þau
fyrirtæki, sem geta velt þessu út í
verðlagið, munu sjálfsagt gera þaö.
Ef þetta á að vera hluti af efnahags-
ráðstöfunum ríkisstjórnar, sem
segist stefna að því að lækka verð-
bólgu og tryggja undirstöður at-
vinnuveganna, þá er ég hættur að
skilja. Það er eins og verið sé að
klappa manni á aöra kinnina og slá
á hina. Ég held ríkisstjórninni væri
nær að skera niður sínar eigin lán-
tökur. Hún breytir þeim í steinsteypu
en atvinnufyrirtækin kaupa vélar
sem skila arði strax.
-gse
DV
Slippstóðin á Akureyri:
Smíði hafin
á tveimur
skipum
Gyifi Kristjánason, DV, Akureyri:
Smíði er nú hafin á tveimur flöl-
veiðiskipum hjá Slippstööinní á
Akureyrl Verða þau um 200 tonn
aö stærð og útbúin á líkan hátt
og raösmíðaskipin tvö sem stööin
afhenti á síðasta ári.
Aö sögn Gunnars Skarphéðins-
sonar, starfsmannastjóra SUpp-
stöövarinnar, er nú Umabundin
lægð í viðgerðarverkefnum híá
stöðinni. Stafar það aðallega af
því aö togarinn Vestmannaey,
sem koma áttí í breytingar hjá
Slippstöðinni, hefur taíist í Pól-
landi.
Vestmannaey er einn japönsku
togaranna svokölluðu og er nú í
shpp í Póllandi þar sem skipið
verður lengt og skipt um vél í
því. Sföan á togarinn að koma til
Slippstöðvarinnar á Akureyri
þar sem settur verður i hann út-
búnaður á millidekk og hann
útbúinn sem frystiskip. Vegna
tafa hjá skipasmíðastöðinni í
Póllandi verður sá dráttur á
komu Vestmannaeyjar til Akur-
eyrar að togarinn kemur ekki
þangað fyrr en um miðjan april.
Loðnuveiðin:
Eflir að veiða
180 þúsund tonn
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Ég er búinn aö lýsa þvf yfir
að þaö verði búið aö veiða upp í
kvótann 8. eða 11. maí og ég ætla
að halda mig við það,“ sagöi Ást-
ráöur Ingvarsson hjá loönunefhd
er DV ræddi við hann í gær.
Á hádegi I gær höfðu veiöst
samtals 728 þúsund tonn af þeim
906 þúsund tonnum sem heimilt
er að veiða á vertíðinni. Mörg
skipanna eru nú um þaö bil að
Ijúka við kvóta sinn en önnur
eiga nokkuð eftir.
Veiðisvæðið er nú viö Ingólfs-
höfða og sagði Ástráður aö
loönan virtíst vera á hreyfingu
þar fram og til baka en væri ekki
á leið vestur með landinu. Veiðin
í fyrrinótt nam um 20 þusund
tonnum. -
Skipin hafa landað um allt land
undanfarna daga, allt tíl Vest-
fjarða og á höfnum á Norður-
landi. Einnig ér nokkuð um að
skipin hafi landað erlendis, aðal-
lega I Færeyjum og Noregi en
einnig í Skotlandi.
„Einhver að
bíða eftir
einhverjum“
„Það hefur verið einn samn-
ingafundur í viku sföustu vikurn-
ar en það miðar afar hægt. Mér
flnnst eins og einhver sé að bíða
eftir einhveijum,“ sagöi Svan-
hildur Kaaber, formaöur Kenn-
arasambands íslands, i samtali
viö DV i gær.
Kennarar hafa nú átt í samn-
ingaviöræöum á annan mánuð
en sem fyrr segir hefur lítið mið-
að.
Fullyrt er af kunnugum að okki
veröi samið við kennara frekar
en aðrar stéttir I landinu fyrr en
gengið hefur veriö frá samning-
um viö Verkamannasambandið.:
Samningar, sem þar verða gerðir,
veröa mótandi.
Ekkert hefur miðað hiá þeim
stéttum öðrum sem átt hafa í
samningaviðræöum síðustu vik-
ur nar af fyrrgreindum ástæðum.
-S.dór