Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. Utlönd Fimmtán særðust í sprengingu Fimmtán manns særðust í Manila, höfuðborg Filippseyja, í gær þegar sprengja sprakk í Qölmenni við há- tíðarhöld sem þar standa nú til að minnast tveggja ára afmælis bylting- arinnar í landinu. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á sprengjutilræði þessu, en leyni- þjónusta filippseyska hersins hafði áður sagt að hópar öfgamanna kynnu aö reyna að trufla hátíðar- höldin. Stuðningsmenn Corazon Aquino, forseta Filippseyja, létu sprenging- una í gær ekki hafa áhrif á sig heldur héldu áfram að dansa og syngja á götum úti. Að sögn sjónarvotta sprakk sprengjan á meðan á flugeldasýn- ingu stöð, um eitt hundrað metra fyrir aftan svið þar sem rokkhljóm- sveit var að spila. Að sögn talsmanna lögreglunnar í Manila særðist eng- inn alvarlega. Tugþúsundir þyrptust í gær út á götur Manila til þess að fagna því að tvö ár eru nú liðin frá því að Ferdin- and Marcos, fyrrum forseta Filipps- eyja, var steypt af stóli og Corazon Auino tók við embætti af honum. Fyrr um daginn höfðu Aquino og helstu embættismenn ríkisstjómar hennar tekið þátt í hátíðarhöldunum og höfðu þá verið skammt frá þeim stað sem sprengingin varð á. Sprengjutilræði þetta er eina of- beldisaðgerðin sem sett hefur skugga á hátíðarhöldin á Filippseyjum, en á þau ber j)ó mikinn skugga af hörðum deilum milli ráöamanna á eyjunum og áframhaldandi átökum við skæruliða kommúnista og aðra hópa stjórnarandstæðinga. Corazon Aquino hefur tekið virkan þátt i hátíðarhöldunum undanfarna daga en yfir þeim hvilir skuggi deilna og átaka. Simamynd Reuter Hægt er að spá í leikina simleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00-17:00 og laugardagafrá kl. 9:00-13:30. Síminn er688 322 Upplýsingar um úrslit i síma 84590. pOTTUFt i - fimafeitur og á leiðinni yfír fjórar milljónir! Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með tólf réttum. Spáðu því vandlega í liðin og spilaðu með af þreföldum krafti, - núna getur þekkingin fært þér milljónir! ÍSLENSKAR GETRAUNIR -eini lukkupotturinn þarsem þekking margfaldar vinningslíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.