Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 17 DV Lesendur Konráð Friðfinnsson skrifar: Um daginn, eða þann 16. febrúar, sýndi Ríkissjónvarpið mynd er bar heitið Flugkappar vorra tíma. Form- ið fjaliaði á hreinskilinn og hispurs- lausan hátt um orsakir flugslysa. Þessi sýning fyllti mig slíkum óhug, þegar mér varð hugsað til þess að fjögur af hverjum fimm óhöppum í flugi má rekja beint til svokallaðra mannlegra mistaka, að ég mátti vart mæla dágóða stund á eftir. Það kom hins vegar fram að ferða- langar er kjósa að láta vélknúin loftfór ferja sig milli staða eru í raun ekki í meiri hættu en við sem heima sitjum. Flugvélin er mjög öruggt samgöngutæki. En málið er að mannshugurinn „klikkar" á örlaga- stundu, eða í 80% tilfelia, samkvæmt niðurstöðum rannsóknaraðilanna. Eins og nærri má geta var ýmislegt talið til, t.d. það að samstarfmu í „brúnni“, ef ég má nota það orð, hafi í of mörgum tilvikum verið verulega ábótavant. Menn lásu skakkt af mælum, tóku rangar ákvarðanir, eða það sem öllu alvarlegra er, settu upp þverhaus og gerðust einræöisherrar í ríki sínu og hundsuðu oftar en hitt tillögur aðstoðarfólksins, með hörmulegum afleiðingum fyrir þús- undir einstaklinga. Slík niðurstaða minnti mig á óþekka og stælna krakka en ekki vel menntaða flugstjórnarmenn, aðila sem hafa hlotið sérstaka þjálfum í að bregðast við sem einn maður á hættustund - skyldi maður ætla. En vissulega eru slys ætíö hörmu- leg, sama með hvaða hætti þau annars ber að, og sér í lagi á það við um farþegaflugið. Oftast nær eru þau afskaplega mannfrek, enda um að ræða þrjú til fimm hundruð sæta farkosti, eða guð má vita hvaö. Seint verður með öllu unnt að koma í veg fyrir skakkaföll. En ég get ekki annað en dregið þá ályktun 6V \0 SATIN ÁFERÐ með Kópal Glitru BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur Flugkappar vorra tíma að fækka mætti eitthvað óhöppum tengdum flugi með því einfaldlega að slaka aldrei á kröfunum og ráða einvörðungu hæfasta fólkið til starfa. Mönnum sem eru þeim kostum bún- ir að geta deilt tneð öðrum. Margnefnd mynd leiðir hugann að íslenskum flugöryggismálum. Hvernig standa þau hérlendis? Leyn- ast máske einn eða tveir „Hitlerar" í stjórnsætum „Faranna“ okkar? Varla. íslendingar hafa að mestu sloppið með skrekkinn og er það vel. Þó ættum við að gera okkur grein fyrir því að óhöppum hjá litlu eins- hreyfilsvélunum er sífellt að fjölga. Mitt mat er að allt bendi til að við „Ferðalangar í loftförum eru ekki i' meiri hættu en við sem heima sitjum," séum aö sofna á verðinum. segir í bréfinu. Það er ekki að ástæðulausu sem LADA SAMARA er með athyglisverðustu framdrifsbílum sem í boði eru. Það sem meðal annars gerir bílinn svo eftirsóttan er hin einstaka fjöðrun sem á öllum vegum gerir bílinn svo léttan og lipr- an í akstri. LADA SAMARA er öruggur fjölskyldubíll, búinn öryggisbeltum fyrir alla farþega, léttur í stýri og umfram allt sparneytinn. Og til þess að kóróna sparnaðinn er LADA SAMARA á undraverði og ekki spilla vinsælu greiðslukjör- in. Komið, skoðið og reynsluakið sparbílnum frá Lada. 0PIÐ LAU6ARDAGA FRÁ 10-16 0G ALLA VIRKA DAGA FRÁ 9-18. Deinn sími söludeildar er 31236. Verið velkomin. Uppítaka á nýlegum Lada-bílum LADA SAMARA1500 5 GÍRA 319.000 LADA SAMARA1300 5 GÍRA 299.000 LADA SAMARA1300 4 GÍRA 285.000 4^1 awpyígí ■ -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.