Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988.
Viðtalið
Unnur Sólrún Bragadóttir, kenn-
arí og varaþingmaður Alþýðu-
bandalags.
Saumavélin
sériega
skemmtileg
Unnur Sólrún Bragadóttir sett-
ist í fyrsta sinn á Alþingi síðast-
liöinn mánudag sem varamaður
fyrir Hjörleif Guttormsson. Unn-
ur er 36 ára gömul og Austfirðing-
ur í húð og hár. Hún er fædd á
Vopnafiröi, uppalin á Eskifirði og
hefur búið á Fáskrúðsfiröi síð-
ustu fimm árin. í haust flutti hún
til Hafnarfjarðar og segist ætla
að búa í þéttbýlinu a.m.k. um
stundarsakir. Unnur kennir nú
íslensku í 8. og 9. bekk í Lækjar-
skóla í Hafnarfirði en undanfarin
ár hefur hún fengist við margt
fleira, s.s. unnið í fiski og verið
húsmóðir.
„Frí frá pólitík i átta ár“
„Ég var mikið í pólitík á stúd-
entaárum mínum í Uppsölum í
Svíþjóð en þaðan lauk ég BA prófi
í bókmenntum og hagsögu árið
1980. Um mitt sama ár flutti ég
heim til íslands og tók mér þá
alveg frí frá pólitík í átta ár þar
| sem ég var upptekin af börnum
og búi. En í kosningunum í vor
fór ég að starfa með Alþýðu-
bandalaginu.“
Eiginmaður Unnar er Siguröur
Gunnarsson vélsmiöur. Þau eiga
þrjú böm, Jennýju, 3 ára, Ás-
bjöm, 7 ára, og Óimu Maríu, 13
ára.
„Mér finnst mjög gaman aö
sauma á saumavél. Ég gríp oft í
saumavélina þegar timi gefst til
og sauma þá gjarnan á íjölskyld-
una. En ijölskyldan, pólitíkin og
starfiö em þó mín helstu áhuga-
mál og taka mestallan tíma minn.
Það er mikiö að gera i kennslunni
og er þessí hálfi mánuður, sem
ég sit á Alþingi, svolítið stremb-
inn þar sem ég þarf að samræma
kennsluna og þingstarfið. Þetta
er mögulegt í stuttan tíma enda
hafa nemendurnir tekið þessu
nokkuð vel.
„Með sterka réttlætis-
kennd“
Annars flokkast það líklega líka
undir áhugamál að ég hef mjög
sterka réttlætiskennd og misrét-
tið í samfélaginu fer ákaflega
fyrir brjóstiö á mér. Það væri
mjög ljúf tilfinning að geta haft
áhrif á það til betri vegar meðan
ég sit á Alþingi en ég er orðin
fullviss að það tekst ekki á hálf-
um raánuði. Ffjótt á litið fmnst
mér að starfsemin innan þessarar
stjómstöövar gæti verið mark-
vissari. En ég sem Jeikmaöur get
að sjálfsögðu ekki skorið úr um
hvort þetta álit mitt er rétt og
gæti það breyst eftir lengri tíma.
En það er margt sem hefur komið
mér á óvart þessa fáu daga sem
ég hef verið á þingi enda er
kannski auðvelt að sjá vankant-
ana þegar maður lioppar svona
inn í.“
-JBj
Fréttir
Veitingastaðurinn Útfar og Ijón:
Býður þeim hand-
leggsbrotna frítft fæði
Veitingastaðurinn Úlfar og Ljón
hefur ákveðið að bjóða Sveini Jónas-
syni að borða frítt á meðan hann er
frá vinnu vegna handleggsbrotanna.
Það vita eflaust flestir að Sveinn Jón-
asson tvihandleggsbrotnaði er lög-
regluþjónar slógu vinstri handlegg
hans í borðbrún í fangageysmlu lög-
reglunnar í Reykjavík.
Það var Úlfar Eysteinsson veitinga-
maður sem lét Svein vita af boðinu.
Sveinn tók boðinu fegins hendi enda
hefur handleggsbrotið sett strik í
reikninginn hjá Sveini og þáði hann
boðið með þökkum.
Blaðamaður og ljósmyndari DV
fóru með Sveini til fyrstu máltíðar-
innar. Úlfar Eysteinsson tók á móti
Sveini og bauð hann velkominn. Þeg-
ar Sveinn hafði sest til borðs til-
kynnti Úlfar að Sveini væri velkomið
að koma eins'oft og hann þyrfti, einu
sinni, tvisvar eða oftar hvern dag.
Úlfar tók fram að boð þetta stæði á
meðan Sveinn hefði þörf á að þiggja
það, jafnvel þótt það yrði í einhveijar
vikur.
í fyrstu máltíðinni fékk Sveinn að
smakka sýnishorn af matseðli stað-
arins og var Sveinn hinn ánægðasti.
Sveinn hafði aldrei áður borðað á
veitingastaðnum Úlfar og Ljón og lét
hann vel af matnum.
-sme
Úlfar Eysteinsson og Sveinn Jónasson að fá sér kvöldmat. Úlfar hefur boðið Sveini að borða frítt hjá sér á með-
an hann þarf á að halda. Engu breytir þó það verði í einhverjar vikur. DV-mynd BG
Á sjávarréttadegi Kiwanisklúbbsins Eldborgar i Hafnarfirði.
Listasafn Islands:
Tuttugu þús-
und gestir
hafa komið
Sjávarréttadagur Eldboigar
Kiwanisklúbburinn Eldborg í
Hafnarfirði heldur sjávarréttadag
næstkomandi laugardag.
Sjávarréttadagurinn er nú haldinn
í níunda skipti en hann er aðalfjáröfl-
unarleið klúbbsins til styrktar
ýmsum líknar- og menningarmálum.
Klúbburinn býður styrktarþegum
sínum að vera viðstaddir sjávarrétta-
daginn og verður þeim aíhent fjár-
upphæð við það tækifæri. Dagskráin
hefst kl. 12 i veitingahúsinu Glæsibæ
og verður Halldór Ásgrímsson sjáv-
arútvegsráðherre heiðursgestur.
Á sjávarréttadeginum er boðið upp
á sjávarrétti gerða úr flestu ætilegu
sem finnst í sjónum við íslands-
strendur. Má þar nefna lax, krækl-
ing, humar, skötu og rækju.
Styrkþegar Eldborgar, sem fá af-
henta fjárupphæö við þetta tældfæri,
eru MS-félagið, Félag krabbameins-
sjúklinga, Iþróttafélag fatlaðra og
endurhæfmgarstöð sjúkrahússins
Sólvangs.
-JBj
„Við teljum okkur þegar hafa
náð tuttugu þúsund gesta markinu
í Listasafninu siöan þaö var opnað
þann 30. janúar síðastliðinn,“ sagði
Bera Nordal, forstöðumaður Lista-
safns íslands, í samtali við DV.
„Þetta hefúr veriö alveg stórkost-
legt. Aðsóknin hefur verið framar
öllum vonum þó við höfum reyndar
alltaf gert ráö fyrir góðri aðsókn.
Stöðugur straumur fólks er í gegn-
ura safnið alla vikuna en á sunnu-
dögum nær aðsóknin hámarki og
fyllist þá allt af fólki. Mér finnst
einnig mjög ánægjulegt að allir ald-
urshópar koma til aö skoða safniö.
Hingað kemur jafiit fjölskyldufólk,
eldri borgarar og skólahópar.
Þessi góða aösókn er líklega að
einhveiju leyti aö þakka aukastarf-
seminni sem við rekum með safn-
inu en hún var ekki fyrir hendi á
gamla staðnum. Á ég þá við kaffi-
teriuna, leiðsögn um safniö, mynd
mánaðarins, bamahornið og
myndbandasýningar sem allt hefur
míög örvandi á'nrif. Auövitað er
fólk líka forvitið að sjá húsiö en ég
verð mikið vör við að margir koma
aftur,“ sagði Bera. -JBj
Ráðhústorg og Skátagil á Akureyri:
Rúm milljón fyrir tillögur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Akureyrarbær hefur ákveðið að
greiða 1100 þúsund krónur fyrir til-
lögur um skipulag Ráöhústorgs og
Skátagils í miðbæ Akureyrar, en úr-
sht í samkeppni þar að lútandi hafa
nú verið kynnt.
Fyrstu verðlaun hlutu arkitektarn-
ir Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður
Einarsson og Þráinn Hauksson og
nam verðlaunafé þeirra hálfri millj-
ón króna. Önnur verölaun hlaut
Þorsteinn Helgason, nemi í arkitekt-
úr, og fékk hann í sinn hlut 400
þúsund krónur. Að auki keypti Ak-
ureyrarbær þrjár aðrar tillögur og
greiðir fyrir þær 200 þúsund krónur.
Dómnefndin átti í erfiðleikum með
að gera upp á milli þeirra tveggja til-
lagna sem höfnuöu í efstu sætunum.
Var það mat dómnefndarinnar að
báðar tillögurnar hefðu sína kosti en
einnig galla, sameiginlega bæti þær
hvora aðra upp og því verði leitast
við aö sameina kosti þeirra.
Sýning hefur verið opnuð á tillög-
unum og er hún haldin í Gamla
Lundi. Hún verður opin á virkum
dögum kl. 18-22 og kl. 15-22 um helg-
ina er í hönd fer.