Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 36
52
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988.
Sviðsljós
Ölyginn
■ sagði...
MargaretThatcher
er talin hafa fengið marga
drauma sína uppfyllta í lífinu,
en einn hefur gengið erfiðlega
að fá uppfylltan. Hana hefur
alla tíð langað að verða amma
en ekki tekist þótt hún sé orð-
in 62ja ára. En nú lítur út fyrir
að sá draumur hennar verði
loks að veruleika. Sonur
hennar, Mark, og kona hans,
Diane, eiga víst von á barni
en þau gengu í hjónaband á
síðasta ári. Margaret Thatcher
er sögð hafa brosað út að
eyrum við fregnirnar.
Karl Bretaprins
er sagður maður með afbrigð-
um rólegur og yfirvegaður í
samskiptum við fjölmiðlafólk.
En hann verður jafnan fyrir
miklu ónæði frá þeim og hefur
því verið að velta fyrir sér að
flytja frá Kensington Palace,
verustað sínum í London, til
þess að forðast pressuna. El-
ísabet Bretadrottning er sögð
þessu algerlega mótfallin því
hún vill hafa hann sem næst
sér sér til halds og trausts.
Roon Wood
gítarleikari í Rolling Stones er
maður sem lætur hendur
standa fram úr ermum. Hann
hefur vakið töluverða athygli
fyrir faglega unnin listaverk
sín og þykir góður teiknari.
En hann á fleiri áhugamál.
Hann áformar nú kaup á hót-
eli á Miami Beach fyrir um
700 milljónir króna og á það
aðeins að vera fyrsta skrefið í
alþjóðlegri hótelkeðju sem
hann ætlar að koma upp.
Heldur
framhjá
Michael Douglas er þaö nafn sem
mest er talað um í kvikmyndaheim-
inum vestra. Hann er tilnefndur til
óskarsverðlauna í tveimur myndum,
„Fatal Attraction“ og „Wall Street“.
Sýningar eru hafnar á báöum mynd-
um hér á landi.
Michael Douglas leikur ekki beint
góða gæjann í myndunum. í síðar-
nefndu myndinni leikur hann bíræf-
inn fjárglæframann, en í þeirri
fyrrnefndu hamingjusaman fjöl-
skyldumann sem lætur glepjast og
heldur fram hjá konu sinni. Afleiö-
ingarnar eru uggvænlegar fyrir
eiginmanninn.
Eftir leik sinn í þeirri mynd lýsti
konu
sinni
hann því yfir að hann hefði lært það
á myndinni að halda ekki fram hjá
konu sinni. Samt sem áður ganga nú
þær sögur fjöllunum hærra, að hann
eigi í ástarsambandi fram hjá henni.
Sú sem hann á að vera í tygjum
við heitir Sabrina Guinness. Hún
hefur helst unnið það sér til frægðar
að vera í tygjum við Karl Bretaprins
fyrir nokkrum árum, og einnig Rod
Stewart og Jack Nicholson. Kona
Michaels, Diandra, er talin kippa sér
lítt upp við þessar fregnir, enda eru
konur frægra leikara í Hollywood
ýmsu vanar. Michael Douglas er 42ja
ára en Sabrina er 33ja ára gömul.
Playboykóngurinn Hugh Hefner eins og hann helst vill vera, í hópi föngu-
legra fljóða.
Hugh Hefner
í málaferlum
Playboykóngurinn Hugh Hefner á nú í málaferlum við fyrrum sambýlis-
konu sína sem krefur hann um hvorki meira né minna en rúmlega 1 milljarð
króna í skaðabætur.
Sú sem stendur í málaferlunum er 24ra ára gömul kanadísk stúlka, Carrie
Leigh, sem áður starfaði sem fyrirsæta. Hún byggir kröfur sínar á því að
Hefner hafl fengiö hana til þess að hætta sem fyrirsæta til aö gerast frflla
hans og hafl hann heitið henni fjárhagslegum stuðningi til lífstíðar. Hefner
hafi notað hana í fimm ár en hent henni síðan eins og hverju öðru rusli.
Til að byrja með krafðist Carrie aðeins 190 milljón króna í skaöabætur en
hefur hækkaö kröfu sína upp í rúmlega milljarð. Það er sú upphæð sem hún
telur sig hafa tapað á því að hætta sem ljómsmyndafyrirsæta. Á meðan á
sambandi þeirra stóð fékk Hefner hana til þess að láta eyða fóstri og byggir
hún kröfur sínar að nokkru leyti á því atriði.
Hugh Hefner stofnaði sjálfur Plaboy stórveldið og byrjaði með þvi að birta
nektarmyndir af Marilyn Monroe. Síðan hefur verið fastur liður í blöðum
hans að birta léttar pornómyndir af kvenfólki og hefur ekki skaðað að hafa
þær þekktar meðal almennings. Hefner er talinn hafa tælt stóran hluta þess-
ara kvenna.
Michael Douglas fékk óskarsverðlaun fyrir Gaukshreiðrið árið 1976 sem
framleiðandi bestu myndar þess árs. Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra
i Hollywood að Michael Douglas haldi fram hjá konu sinni.
Öðruin til
fyrirmyndar
Ætlast er til þess af bresku þjóöinni að kóngafólkið gangi fram fyrir
skjöldu og sé til fyrirmyndar í ýmsum málum svo sem mengunar- og
heilbrigöismálum.
Karl Bretaprins tilkynnti fyrir skömmu að öll notkun úðabrúsa væri
bönnuð á sínu heimili en úðabrúsar innihalda hættuleg efni sem talið er
að eigi stóran þátt í eyðingu ósonlagsins.
Eitt fyrirtæki, sem framleiðir úðabrúsa, notaði tækifærið sér í auglýs-
ingaskyni og sendi Karli og Díönu 10 stykki úðabrúsa að gjöf sem hafa
verið losaðir við þessi eiturefni. Þessir brúsar eru kallaðir „Ozone-fri-
endly“.
Framtak Karls og Díönu þykir til fyrirmyndar og hefur vakið verð-
skuldaða athygli.
Diana prinsessa fór i heimsókn á rannsóknarstofu i lífefnafræði i Her-
fordshire, rétt fyrir utan London, fyrir skömmu. Dr. David Hockley er
að sýna henni Ijósmynd af eyðniveirunni.
Simamynd Reuter