Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. TAKIÐ EFTIR Get útvegaö allar gerðir bifreiða frá USA, einnig varahluti, fyrsta flokks rafmagnsvörur, 220 V, og margt fl. á frábæru verði. Pantið tímanlega í síma: 901 - 516 - 781 - 7288 eða 92-12847 KEFLAVÍK BLAÐBERAR Blaðberar óskast sem fyrst. Uppl. í síma 13053. HAFNFIRÐINGAR ATH! Frá og með 26.2. 1988 mun Ásta Jónsdóttir sinna þjónustu við áskrifendur og blaðbera DV í Hafnar- firði. Ásta hefur sima 51031. Frá sama tíma lætur Guðrún Ásgeirsdóttir af störfum. Afgreiðsla DV ---- .. ........." > ...- 1 11 —1 1 FRÁ LJÓSMÆÐRASKÓLA ÍSLANDS Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands fimmtudag- inn 1. september 1988. Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræði og að um- sækjandi hafi hjúkrunarleyfi hér á landi. Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla islands, Kvenna- deild Landspítalans, fyrir 1. júní nk., ásamt prófskír- teinum og heilbrigðisvottorði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru veittar í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 13.00 og 16.00. Reykjavík 22.2. 1988 Skólastjóri Styðjum sjúka til sjálfsbjargar Fræðslufundur á Reykjalundi Fundur fyrir lungnasjúklinga og að- standendur þeirra verður á Reykjalundi laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Læknar og hjúkrunarfólk afVífilsstöð- um og Reykjalundi Qalla um ýmsa þætti í meðferð lungnasjúkdóma og svara fyr- irspurnum. Allt áhugafólk velkomið. Kaffiveitingar og skemmtidagskrá. Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga Samtök gegn astma og ofnæmi Skjótum Jóni skelk í bringu Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra er sterki maöurinn í núverandi ríkisstjóm. Hann virðist marka stefnuna í meginatriðum en hinir ráðherramir reyna þó að hnika til ýmsum málum svo að rík- isstjómin verði þolaniegri í augmn kjósendanna. Sterki maðurinn í stjóminni get- ur markað djúp og heillavænleg spor ef stefnan reynist vera rétt að dómi almennings, en hann getur á hinn veginn valdið miklum skaða með rangri stefnu. Á réttri leið Jón Baldvin vill reka haUalausan ríkisbúskap og þar er hann ömgg- lega á réttri leið. En þetta kostar auknar skattaálögur og þær em mjög umdeildar. Einkum er matar- skatturinn svonefndi óvinsæll. Jón Baldvin telur hann óhjákvæmileg- an til að bæta innheimtu sölu- skattsins en það er þó mjög óvíst aö svo verði í reynd. Undir stjóm Jóns Baldvins hefur nú verið upp tekin staðgreiðsla tekjuskatta og á næsta ári er ráð- gerður virðisaukaskattur í stað söluskatts. Aldeilis óvíst er þó til hvers þessar skattkerfisbreytingar muni leiða og aö öllum líkindum munu þær skapa meiri vanda en leysa. Þá er bílaskatturinn nýi mjög ranglátur því að með honum hafa eigendur gamalla bíla veriö látnir greiða niöur verð nýju bílanna. í stað matarskatts og bílaskatts hefði Jón Baldvin heldur átt að fá lögfestan tekjuskatt á raunvexti og láta banka, fyrirtæki og einstakl- inga gefa upp til skattyfirvalda alla greidda eða reikningsfærða vexti og verðbætur. KjaUarinn Guðmundur Jónsson garðyrkjubóndi með skipulagningu afurðasölimn- ar og það var mikilvægt til aö halda jafhvægi í byggð landsins. Foringj- ar Alþýðuflokksins studdu þessa stefnu því að þeim stóð ógn af auknum fólksflutningum til stærstu þéttbýhsstaðanna en þá var þröngt í búi hjá mörgum vegna atvinnuleysis og lágra launa. Á slíkt var ekki bætandi. Nú skortir Jón Baldvin skilning á nauðsyn þess að halda jafnvægi í byggð landsins og sama má segja um suma þingmenn flokksins. Þeg- ar Vilmundur Gyifason stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og lagði fram tillögur um stjómkerfisbreyt- ingar vildi hann ekki veikja áhrif landsbyggðarinnar á löggjafarstarf Alþingis og reynslan sannar nú að „Þá er bílaskatturinn nýi mjög ranglát- ur þvl aö með honum hafa eigendur gamalla bíla veriö látnir greiða niður verð nýju bílanna.“ Alþýðuflokkurinn á sér langa og á köflum stormasama sögu og mik- ilhæfir foringjar hafa oft leitt flokkinn. Mest áhrif flokksins á gang þjóðmála vom á 4. áratugnum þegar hann átti aðild að ríkisstjóm með Framsóknarflokknum en þá var reynt að endurreisa fjárhag landsins eftir bakslag heimskrepp- unnar. Jafnvægi í byggö Staða landbúnaðarins var efld hugmyndir hans vom réttar í meg- inatriðum. En Vilmundi tókst ekki að fella eikina í einu höggi. Og Bandalag jafnaðarmanna hefur ekkert látið í sér heyra síðan kosið var í apríl 1987! En nú virðist vera tímabært að skjóta Jón Baldvini nokkum skelk í bringu með því aö vekja það til lífsins á ný. Kópsvatni, 2. febrúar 1988 Guðmundur Jónsson Kvikmyndir_______________________ Bíóhöllin/Þnimugnýr The Runnlng Man Framleiðendur: Tim Zinnemann & George Linder. Leikstjóri: Paul Michael Glaser. Aöalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Maria Conchita Alonso, Richard Daw- son. Amold Schwarzenegger er ímynd hins óstöðvandi manns. Þrátt fyrir eld, brennistein, kúlur og vígamenn kemst hann áfram. í þetta skiptið er hann kominn inn í 21. öldina í heldur óskemmtilegt sljórnkerfi. Ben Richards (Schwarzenegger) er lögreglumaður í harðstjómar- ríki. Alræði ríkisins er algert og það stjómar fólkinu með stöðugum áróðri í gegnum sjónvarpið. Jafn- hhða því er sjónvarpið tæki til aö færa fólkinu „brauð og leiki“. Ben Richards óhlýðnast fyrirmælum um að slyóta á vamarlaust fólk, sem hungrar í mat, og er því hand- tekinn. Fólkiö er engu að síður brytjað niður og Ben kennt um allt saman. Honum tekst þó að sleppa út úr fangelsi, ásamt nokkrum félögum sínum, en eingöngu til að vera handtekinn aftur. Honum er þá boðið að vinna sér það til lifs að taka þátt í eins konar hringleika- húsi í beinni útsendingu. Hann á að reyna að komast lifandi í gegn- um völundarhús eitt en morð- hundar í þágu stjómarinnar. elta „hlauparana' uppi og slátra. Ben Richards í læknismeðferö áður en „lifshlaupið hefst“. Ben er hrint inn í þetta ásamt flóttafélögum sínum og „veiði“- mennimir hefja leikinn, þar sem allt er leyfllegt. í sjónvarpssal em hundruð áhorfenda sem fylgjast æstir með hringleikahúsinu og þul- urinn magnar upp spennuna, jafnhliða því sem hann gefur gjafir. Þrátt fyrir að félagar Bens falli tekst honum að komast áfram og loks í skjól til uppreisnarmanna sem fela sig í undirgöngunum. Þá er kominn tími til að reyna að sjón- varpa sannleikanum! Myndin er í heild frekár snögg- soðin og einfóld. Handritshug- myndin er nokkuö góð en ekki nægilega vel unniö úr henni. Schwarzenegger er ágætur sem slagsmálaleikari svo langt sem það nær, en seint telst hann til skap- gerðarleikara. Myndin er því í lagi sem afþreying en ætti ekki aö vera í forgangshópi. JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.