Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988.
Utlönd
Hundruð féllu í loftárásum
Stjórnvöld í Angóla skýrðu frá
því í morgun aö hundruð almennra
borgara heíðu fallið í loftárásum
og stórskotaliðsárásum sem Suð-
ur-Afríkuher heíöi gert á staði í
sunnanverðri Angóla í gær. Til-
kynning um þetta kom frá varnar-
máiaráðuneyti Angóla í morgun.
í tilkynningu varnarmálaráðu-
neytisins segir að meðal hinna
föllnu haíi verið margar konur.
gamalmenni og böm sem bjuggu á
svæðunum sem ráðist var á.
Tilkynningu varnarmálaráðuneytisins var útvarpaö um útvarpsstöð
stjórnarinnar í Angóla og breska útvarpið BBC skýrði frá máhnu í morg-
un.
S-Afríka
Órói á Spáni
Órólegt hefur verið í nokkrum
borgum Spánar undanfariö. í gær
kom til nokkurra átaka milli stúd-
enta, sem gripu til ólöglegra
mótmælaaðgerða, og lögreglu.
Átökin urðu í borginni Bilbao en
ekki er vitað til að manntjón hafi
orðið.
Þá var spönskum kaupahéðni,
Emiliano Revilla, rænt á miðviku-
dag. Þrír menn rændu Revilla í
Madrid, höfuðborg landsins, og fór
fram umfangsraikil leit í borginni
að mannræningjunum og liinum
rænda. Lögreglan settí meðal ann-
ars upp tálmanir á vegum víða í
borginni og skapaðist við það mikið
umferöaröngþveiti.
Leiðtogafundur í maí
Sovéskur embættismaður sagði í gær að ákveðið hefði verið aö Ronald
Reagan, forseti Bandaríkjanna, kæmi til Sovétríkjanna síðustu viku maí-
mánaðar næstkomandi til leiðtogafundar með Mikhail Gorbatsjov,
aðalritara sovéska kommúnistaflokksins. Verður þetta fjórði fundur leið-
toganna tveggja á innan við þrem árum.
Embættismaðurinn, sem ræddi í gær viö vestræna fréttamenn með því
skilyrði að hann yrði ekki nafngreindur, sagði að bjartsýni ríkti nú í
Sovétríkjunum um að samningur um samdrátt í langdrægum kjarnorku-
vopnum yrði tilbúinn til undirritunar þegar til fundarins kæmi.
Embættismaðurinn sagöi etmfremur að tengsl stórveldanna tveggja
heíðu breyst verulega. Byggöust þau nú meira á gagnkvæmu trausti og
samvinnu heldur en andúð þeirri og átökum sem einkennt hafa samskipt-
in undanfarna áratugi.
Þá sagði embættismaðurinn að heimsókn Reagans til Sovétríkjanna
myndi standa í um þaö bO viku og myndi forsetinn ferðast eitthvað um
ríkin.
Handtökur
ísraelskir hermenn handtóku í
gær fjölda Palestinumanna á Vest-
urbakkanum og eru mennirnir
grunaðir um aðild aö morðinu á
Mohammed Al-Ayad. landa sinum
sem þeir töldu útsendara ísraela.
Hópur Palestínumanna réðst á
heimili Al-Ayad á miðvikudag.
Eins og sjá má af meðfylgjandi ljós-
mynd, sem tekin var er ísraelskir
hermenn leiddu hóp palestinskra
fanga fram hjá húsi Al-Ayad, var
kveikt í byggingunni. Al-Ayad var
sjálfur tekinn af lífi án dóms og
laga.
Al-Ayad haíði skotið til bana fjögurra ára gamlan palestínskan dreng
og sært þrettán aðra Palestínumenn..
Fjórir látnir
Verkfall þeirra sem starfa við
samgöngumál í E1 Salvador hefur
nú staðið í þrjá daga. Aö minnsta
kosti fjórir hafa fallið í átökum sem
komið hefur til vegna verkfallsins
og tíu hafa særst alvarlega.
Skæruliðar FMLN-samtakanna
brenndu í gær bensínstöð í San
Salvador til grunna og víöa hefur
komið til svipaöra aðgerða meðan
á verkfallinu hefur staðiö.
Svartsýni á ár-
angur Shultz
Öryggisráðstafanir hafa verið hertar
til muna í ísrael vegna komu George
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Til viðbótar við venjulega
öryggisgæslu voru fimmtán hundnið
lögreglumenn látnir vera á verði í
arabahverfum Jerúsalemborgar þar
sem búist var við að til óeirða gæti
komið.
Shultz kom til landsins skömmu
eftir að talsmaður ísraelshers til-
kynnti að hermenn hefðu skotið til
bana tvo Palestínumenn, íjórtán og
átján ára gamla. Hermenn tóku til
fanga hundrað þorpsbúa á Vestur-
bakkanum sem grunaðir voru um
þátttöku í morðinu á meintum njósn-
ara ísraelsmanna. Hermennirnir
eyðilögðu einnig hús tveggja manna.
Shultz bauð fimmtán leiðtogum
Palestinumanna að koma til fundar
við sig síðdegis í dag. Ekki er búist
við að þeir þiggi boðið þar sem Frels-
issamtök Palestínumanna, PLO, hafa
skipað mönnum sínum að taka ekki
þátt í slíkum viðræðum.
Ekki eru menn bjartsýnir á að
Shultz takist að koma á sáttum á
milli leiðtoga ísraels, fjandsamlegra
Palestínumanna og tortrygginna
arabaríkja. Shultz mun halda tvo
fundi í dag, annars vegar með Sham-
ir, forsætisráðherra ísraels, og hins
Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, tók á móti Shultz á Ben Gurion
flugvelli I gær. Simamynd Reuter
vegar Peres utanríkisráðherra. Þeim sem gera ráö fyrir takmarkaðri sjálf-
hefur ekki tekist að sameinast um stjórn Palestínumanna til bráða-
svar við tillögum Bandaríkjamanna birgðaogalþjóðlegrifriðarráðstefnu.
Tilraunir með sjúklinga
Bjami HinrikBson, DV, Bordeaux:
Hin svokölluðu Poitiers-réttar-
höld í Frakklandi, þar sem læknir
ákærir tvo starfsbræður sína um
að vera valdir að dauða sjúkhngs,
hafa dregið fram í dagsljósið við-
kvæm mál innan læknastéttarinn-
ar.
Sjúklingur nokkur, Nicole Bern-
eron, lét lífið í uppskurði árið 1984
og er ástæðan talin sú að fiktað
hafi verið við svæíingar- og súrefn-
istæki og sjúklingurinn fengið
eiturefni í stað svæfmgarlyíja og
súrefnis sem síðan hafi dregið hann
til dauða.
Skurðlæknirinn ásakar aöstoö-
arlækni sinn og svæflngarlækni
um ódæðið en þeir neita öllum sak-
argiftum. Segja þeir ásakanirnar
ætlaðar til aö draga athyglina frá
mistökum skurðlæknisins sjálfs.
Nú í vikunni upplýsti læknir
einn, sem var í vitnastúku, að
læknir að nafni Milhaud, yflrmað-
ur svæfingar- og endurvakningar-
deilar sjúkrahússins í Amiens, hafi
undanfarin ár gert fleiri en eina
tilraun með sjúklinga j dái sem
haldið var á lífi með vélum og laga-
.lega séð voru ekki hfandi lengur.
Vitnisburðurinn þótti mikilvægur
til að varpa skýrara ljósi á tækni-
lega hlið dómsmálsins, þaö er að
segja hvort breytingar á súrefnis-
vél Nicole hefðu nægt til aö valda
dauða hennar.
Þessi uppljóstrun hefur valdið
gífurlegu fjaörafoki. Milhaud
læknir hefur áður lent upp á kant
við starfsbræður sína og hlotið vít-
ur fyrir tilraunir þar sem hann
hefur breytt starfsemi lífgjafarvél-
ar sjúklinganna th að kanna
viðbrögð þeirra en þetta hefur ekki
náð eyrum almennings fyrr en nú.
Milhaud er á móti líknardauða en
vill að rannsóknar- og tilrauna-
starfsemi verði aukin svo ný svör
finnist.
Yfirmenn heilbrigðismála eru
ekki sammála. Michele Barzach
heilbrigðismálaráðherra krafðist
þess á miövikudaginn að Milhaud
yrði vikið úr starfi sínu. Mitterrand
forseti lýsti því yfir að maðurinn
væri ekki tæki til að leika sér með
í þágu vísindanna og foreldrar
sjúklinga í dái hafa margir hverjir
rokið upp til handa og fóta. Óttast
þeir aö börn þeirra hafi verið til-
raunadýr. Frönsk dagblöö hafa
einnig fjallað mikiö um málið og
þá helst siðfræðilega, lagalega og
tæknilega hlið þess.
Kjamaflaugarnar
kvaddar í Evrópu
Rússneskir hermenn og Austur-Þjóðverjar kveðja þá hermenn sem héldu
frá Austur-Þýskalandi I gær með sovéskar kjarnorkueldflaugar.
Símamynd Reuter
Hafinn er flutningur á sovéskum
kjarnorkueldflaugum frá Austur-
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu. Þetta
hefur vakið mikla athygli því af-
vopnunarsamningur stórveldanna
er enn ekki í höfn en fulltrúar Nató
segja að Sovétmenn séu aðeins að
reyna að vekja athygli á sér með
þessum flutningum.
í borginni Bischofswerda nálægt
Dresden var að minnsta kosti flaggað
og fjöldi fólks safnaðist saman á járn-
brautarstöðinni þar í borg til að
kveðja sextíu og níu hermenn og tól
þeirra. Sams konar athafnir fóru
fram í Waren fyrir norðan Berlín og
Hradice í Tékkóslóvakíu.
Fuhtrúar Nató segja að ólíklegt sé
að kjarnaflaugar verði fluttar frá
Vestur-Evrópu fyrir tímann og að
aðstæðurnar séu heldur ekki sam-
bærilegar.