Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 7 A rás 2. Menntamálaráðherra vill að hún verði seld eða lögð niður. Verður rás 2 lögð niður eða seld? Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að rás 2 verði annað- hvort lög niður eða seld. Þetta kom fram á Alþingi í gær sem svar við fyrirspurn Inga Björns Al- bertssonar um hvort ráðherra ætli að beita sér fyrir því að rás 2 verði lögð niður eða starfsemi hennar hætt. Sagði Ingi Björn skilja ráð- herra svo að hann styddi hugmynd sína um að selja rás 2. í svari ráðherra kemur fram að nú stendur yfir endurskoðun útvarps- laga og að búast megi við að þeirri endurskoðun ljúki næsta haust. Ráð- herra sagðist ætla að beita sér fyrir því við þessa endurskoðun að því ákvæði laganna að útvarpið verði að starfrækja tvær útvarpsrásir verði breytt þannig að þeirri skyldu verði létt af Ríkisútvarpinu. Svavar Gestsson kvað þetta stefnu- markandi yfrlýsingu hjá ráðherra og mótmælti þenni. Sagði Svavar að það myndi veikja Ríkisútvarpið ef rás 2 yrði seld. -SMJ Menningarsjóður útvarpsstöðva: Ráðherra vill rannsókn Menntamálaráherra ætlar að láta skoða starfsemi menningarsjóðs út- varpsstöðva og hefur beðið um ítarlega skýrslu frá sjóðstjórninni. í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær kom fram að Ríkisútvarpið, sem greiðir meirihluta þess sem í sjóðinn fer, ber lítið úr býtum þegar kemur að úthlutun. Gagnrýndu nokkrir þingmenn þessa fjármagnstilfærslu frá Ríkisútvarpinu. Samtals hafa hljóðvarps- og sjón- varpsstöðvar greitt rúmlega 76 milljónir í menningarsjóð útvarps- stöðva en honum var komið á fót með útvarpslögunum 1986. Greiðslur í og úr sjóðnum Greiðslur í menningarsjóðinn hafa skipst þannig: Rikisútvarpið kr. 60.528.429 íslenska sjónvfél. kr. 5.395.028 Eyfirska sjónvfél. kr. 238.950 íslenska útvfél. kr. 10.310.593 Stjarnan kr. 300.000 Tækifærisútvörp kr. 10.155 Skólaútvörp kr. 4.000 Af þessum -peningum hafa farið 35 milljónir til Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, svo sem útvarpslög gera ráð fyrir. Þá hefur verið greitt út til stöðvanna sem hér segir: Ríkisútvarp kr. 8,525.000 íslenska sjónvfél. kr. 5.750.000 íslenska útvfél. kr. 9.508.000 Eyfirska sjónvfél. kr. 400.000 Það er regla sjóðsins að úthluta ekki fé til þorra fyrirtækja sem skulda framlög í sjóðinn og vill sjóð- stjórnin með því útskýra hina miklu fjármagnstilfærslu sem virðist eiga sér stað frá Ríkisútvarpinu til frjálsu stöðvanna. Ríkisútvarpiö hefur nú gert upp skuld sína við sjóðinn en 1. desember skuldaði stofnunin 14.817.475. Gjalddagar á greiðslum til sjóðsins eru sex á ári eða annan hvern mánuð. Greiðslur af auglýsingum litlar í sjóðinn á að greiða 10% af auglýs- ingatekjum útvarps- g sjónvarps- stöðva. Nefndi Eiður Guðnason að hann væri mjög tortrygginn á að þessar tölur væru réttar. Hann sagði furðulegt að Stöð 2 skyldi ekki greiða meira til sjóðsins en raun ber vitni, sérstaklega ef tekið er tillit til yfirlýs- inga útvarpsstjóra, Jóns Óttars Ragnarssonar, um hve miklar aug- lýsingatekjur Stöðvar 2 væru. Þá taldi Eiður einnig furðulegt hve mikið aðrar stöðvar en Ríkisútvarpið fengju og spurði hvort skýringin á því væri sú að þar væri boðið upp á menningarlegra efni en hjá Ríkisút- varpinu. Ólafur Þ. Þórðarson, sem hafði beint fyrirspurninni til ráðherra í upphafi, sagði að menningarsjóður- inn hefði brugðist skyldum sínum óg sagði hann hafa verið misnotaðan til að færa fé frá Ríkisútvarpinu til nýju útvarpsstöðvanna. í stjórn menningarsjóðs útvarpsstöðva sitja Baldvin Jónsson auglýsingastjóri, Indriði G. Þorstéinsson ritsjóri og Jón Þórarinssón tónskáld. -SMJ Þróunaraðstoð: Um 0,6% aff þjóðartekjum Heildarframlag Islendinga á árinu 1987 til neyðarhjálpar og þróunarað- stoðar í þriðja heiminum nam 0,05-0,06% ■ af þjóðartekjum. Þetta kemur fram í skýrslu utanríkisráð- herra til Alþingis sem.nú hefur verið lögð fram. I fjárlögum fyrir 1988 er gert ráð fyrir 40 milljóna kr. fjárveitingu til Þróunarsamvinnustofnunar íslands. Er það 10 milljón kr. hækkun frá árinu áöur. -SMJ Fréttir Tvyggingafélögin misvel stödd fjárhagslega: Ábyvgð þurfti að auka hlutafé Á árinu 1986 var samanlagður hagnaður þeirra átta tryggingafélaga sem annast bifreiðatryggingar á milli 20 og 30 milljónir króna. Það er eftir verðbreytingafærslu, afskriftir og skatta. Samkvæmt heimildum DV uppfylltu öll félögin kröfur um eigið fé og gjaldþol nema Ábyrgð. Bókfært eigið fé Ábyrgöar var minna en lág- mark gjaldþolskrafna. Gjaldþolsmörkin eru sett til að tryggja viðskiptavini félaganna. Ef tryggingafélag fer niður fyrir ákveð- in mörk verður það annaðhvort að bæta úr stöðu sinni hið fyrsta eða hætta starfsemi. Vegna gjaldþols- reglnanna eru viðskiptavinir félag- anná tryggðir ef þeirra viðskiptafé- lag hættir starfsemi. Tryggingafélögin standa misjafn- lega vel. Ef Sjóvá hefði ekki tekið Hagtryggingu upp á sína arma er nær öruggt að Hagtrygging hefði þurft að hætta starfsemi. Ábyrgð stóð afar tæpt á síðasta ári og þurfti félag- ið að auka hlutafé um 20 milljónir króna til að uppfylla reglur um gjald- þol. Ársreikningar tryggingafélag- anna fyrir 1987 liggja ekki fyrir. Á árinu 1986 voru fjögur af átta tryggingafélögum sem annast bif- reiðatryggingar rekin með tapi. Þau eru Brunabót, þar var tapið 19 millj- ónir af 550 milljóna króna iðgjöldum, Ábyrgð, þar var tapið 5 milljónir af 89 milljóna króna iðgjöldum, Sam- vinnutryggingar, þar var tapið 5 milljónir af 800 milljónum, og Hag- trygging með 4,5 milljóna króna tap af 50 milljónum sem fengust í iðgjöld. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Erlendi Lárussyni er rekstr- arkostnaður íslenskra tryggingafé- laga lægri en tryggingafélaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sam- kvæmt könnun sem gerð hefur verið. -sme Guðmundur Bjarnason um hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga: Ríkisstjómin hefur hvorki vald né heimild til afskipta „Ríkisstjórnin hefur hvorki vald né heimild til að grípa inn í þetta mál,“ sagði Guðmundur Bjarnason tryggingaráðherra um beiðni tryggingarfélaganna um hækkun á iðgjöldum bifreiðatrygginga, en samkvæmt þeim eiga iðgjöldin að hækka um nær 100%. Guðmundur sagði að dómsmála- ráðherra gæti með reglugerð gert tryggingafélögunum kleift að semja við hvern og einn um sjálfs- ábyrgð og gæti það leitt til lækkun- ar iðgjalda. En niðurfelling sjálfsábyrgðar er eitt þeirra atriða sem tryggingafélögin nota til að rökstyðja hækkunarbeiðnina. Aðrar breytingar eru erfiðari þar sem til þyrftu að koma breytingar á nýju umferðarlögunum og ríkis- stjórnin hyggst ekki grípa til slíkra ráðstafana. Guðmundur Bjarnason sagði að ef ekki kæmu athugasemdir frá Tryggingaeftirliti ríkisins yrði þessi hækkun að veruleika. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.