Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. Viðskipti Raunávóxtun gjaldeyrísreikninga: Sterlingspundið var best Enginn innlendu gjaldeyrisreikn- inganna náði ávöxtun umfram hækkun lánskjaravísitölunnar á síð- asta ári. Dæmið var reyndar þveröf- ugt, þeir voru allir neikvæðir nema sterlingspundið sem fór á pari, hækkaði nákvæmlega jafnmikið og lánskjaravísitalan. Sterlingspundið var því með hæstu ávöxtun gjaldeyr- isreikninga á árinu 1987. Þetta er samkvæmt fréttabréfi Verðbréfa- markaðar Iðnaðarbankans. Ástæða þess að reikningarnir skila ekki betri ávöxtun er fastgengis- stefna ríkisstjórnarinnar. Gengi dollarans lækkaði og gengi Evrópu- mynta en bara ekki nægilega miðað við verðþróun innanlands. Meðfylgjandi súlurit sýna þróun- ina vel. Ávöxtun vegna vaxta og Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækur ób 19 22 Lb.Sb, Ab Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 20,5 25 Ab.Sb 6 mán. uppsogn 21,5 27,5 Ab 12mán. uppsogn 23 30,5 Ab 18mán. uppsogn 32 Ib Tékkareikningar, alm. 8 12 Ab Sértékkareiknmgar 10 25 Ab Innlán verðtryggð Spari'reikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsogn 3.5 4 Ab.Úb, Lb.Vb. Bb Innlán með sérkjörum 19 34 Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 5.75 7 Vb. Ab, Sb Sterlmgspund 7.75 8.25 Úb Vestur-þýskmörk 2 3 Ab Danskarkrónur 7.75-9 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%)■ lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv) 29,5 35 Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 31 37 Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 32.5 39 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9.75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu isl. krónur 30.5 34 Lb.Bb SDR 7.75 8.25 Lb.Bb. Sb Bandarikjadalir 8,75 9.5 Lb.Bb, Sb.Sp Sterlingspund 11 11.5 Úb.Bb, Sb.Sp Vestur-þýsk mork 5 5.75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir 51.6 4.3 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. feb 88 36.4 Verðtr. feb. 88 9.5 VÍSITOLUR Lánskjaravísitalafeb. 1958 stig Byggingavísitala feb. 344 stig Byggingavísitala feb. 107,4stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9%1 jan VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,3927 Einingabróf 1 2.664 • Einingabréf2 1,551 Einingabréf 3 1.674 Fjolþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf «2,660 Lifeyrisbréf 1 346 Markbréf 1,374 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,363 HLUTABRÉF Soluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130 kr. Eimskip 384 kr Flugleióir 255 kr. Hampiðjan 138 kr. Iðnaðarbankinn 1 55 kr. Skágstrendingurhf. 189 kr. Verslunarbankinn 135 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Raunvöxtun gjaldeyrisreikninga (Ávöxtun umfram lánskjaravísitölu) -30-I------------ Dollar Pund V-Þyskmörk Danskarkrónur gengis er jákvæð á sterlingspundinu, þýska markinu og dönsku krónunni en neikvæð á dollaranum. Það syrtir í álinn þegar raunávöxtunin, ávöxt- un umfram lánskjaravísitölu, er skoðuð. Og vitaskuld er raunávöxtunin heila málið. .JGH Byko kaupir Stórmarkað Kron við Skemmuveginn Byggingavöruverslun Kópavogs hf., Byko, hefur keypt húsnæði Stór- markaðar Kron við Skemmuveginn ■í Kópavoginum. Um er að ræða 4 þúsund fermetra á hæð og i kjallara. Byko hyggst opna þarna alhliða byggingavöruverslun. Húsnæði Stórmarkaðarins stendur beint á móti aðalathafnasvæði Byko í Kópavoginum. Hagnaður Alþýðubankans var 46 milljónir á síðasta ári. Velta bank- ans, heildartekjur, var rúmar 800 milljónir króna. Bankinn sigldi ekki beinlínis lygnan sjó þvi fyrstu íjóra mánuðina tapaði hann um 10 millj- ónum króna. En svo kom dúndrið, það sem eftir lifði ársins græddi bankinn um 56 milljónir. Þau Elín Þórðardóttir og Höröur Arnarson fengu námsstyrki Versl- unarráðs íslands sem veittir voru á aðalfundi ráðsins á dögunum. Elín er fædd árið 1963 og stúdent frá MR. Hún stundar nú framhaldsnám í við- skiptahagfræði í Álaborgarháskóla í Danmörku. Lesendum til fróðleiks var Byko eitt þeirra fyrirtækja sem gerði ný- lega samning viö Kópavogsbæ um kaup á hluta Smárahvammslands. Kron hefur þegar rýmt húsnæði Stórmarkaðarins. Kron rekur núna verslun þar sem Kaupgarður í Kópa- vogi var áöur. Sú Kron-verslun á að koma í staðinn fyrir Stórmarkaðinn. -JGH Það var ekki aðeins sveifla innan ársins heldur líka milli ára. Bankinn tapaði nefnilega árið 1986 tæpum 11 milljónum króna. Tekjur hans þá voru um 370 milljónir króna. Það sýnir að bankinn meira en tvöfaldaði tekjur sínpr á milli ára. Það er vel gert. Hörður er fæddur áriö 1962. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Hann er nú í framhaldsnámi í rafmagnsverkfræði við Tæknihá- skóla Danmerkur í Kaupmannahöfn. Fjárhæð hvors styrks er 110 þús- und krónur. -JGH Einar Olgeirsson - aftur á Esju. Einar og Hans hafa hótelskipti Einar Olgeirsson hefur tekið aftur við starfi hótelstjóra á Hótel Esju en hann var þar hótelstjóri trá 1981 til 1985 en þá varð hann hóteistjóri Hótel Loftieiða. Við starfl Einars á Loftleiðahótelinu tekur Hans Indriðason en hann kemur af Esju. Þeir Einar og Hans hafa því skipt á hótelum. Einar hefur margra ára reynslu sem hótelstjóri. Áöur en hann fór á Esju árið 1981 var hann aðstoð- arhótelstjóri á Hótel Sögu. Áður var hann í nokkur ár á Hótel Húsavík. Hans Indriöason hóf störf hjá Loftleiðum árið 1962. Hann var forstöðumaður viöskiptaþjón- ustudeildar Flugleiða áöur en hannvarðhótelstióriáBsju 1985. -JGH Sveifla Alþýðubankans -JGH Elín og Hörður fengu styrki Verslunarráðs Stórmál að sælgætið lækki strax í verði í hillunum - segir Kristinn Bjömsson hjá Nóa-Síríusi Bjömsson, fram- Kristinn kvæmdastjóri sælgætisverksmiðj- unnar Nóa-Síríusar, segir það stórmál fyrir sælgætisframleiðendur að þeir söluturnar og verslanir, sem ekki hafa lækkað verð á sælgæti þrátt fyrir lægra verð frá framleið- endum í kjölfar lægra vörugjalds, lækki verðið hið fyrsta. „íslenskt sælgæti á nú í geysilegri samkeppni við erlent sælgæti. Sam- keppnin hefur sjaldan verið eins hörð. Þess vegna er það sælgætis- verksmiðjunum stórmál að sælgætið verði lækkað þegar í verði í hillum verslana og söluturna sem vöru- gjaldinu nemur,“ segir Kristinn. Að sögn Kristins er frjáls álagning á sælgæti hjá verslunum og sölu- tumum. Smásöiuálagningin er 45 prósent á sælgæti en flestir stór- markaðirnir eru með minni álagn- ingu vegna samkeppninnar sem ríkir á milli þeirra. -JGH 1982 1983 1984 1985 1986 Jan-sep 1987 Hlutur islensks sælgætis er um 45 prósent á sælgætismarkaðnum. Sam- keppnin er gífurleg. Vörugjald, sem áður var 26 prósent, var lækkað niður í 14 prósent um áramótin. En þessi lækkun hefur ekki skilað sér nægilega til neytenda. Svona era hagtölumar: 205 milljarðar Landsframleiðslan árið 1987 varð 205 milljarðar króna. Gert er ráð fyr- ir að hún verði að raungildi sú sama á þessu ári. Áður var ætíð talað um þjóðarframleiðslu en ekki lands- framleiðslu. Munurinn á þessum hagtölum eru vaxtagreiðslur af er- lendum lánum. Hluti af landsfram- leiðslunni fer í að greiða vextina. Þess vegna er þjóðarframleiðslan lægri. Við greiddum útlendingum 7 millj- arða í vexti á síðasta ári. 7 milljarðar íslendingar greiddu um 7 milljarða í vexti af erlendum lánum á síðasta ári en höfðu á móti um 900 milljónir í vaxtatekjur. Vaxtajöfnuðurinn árið 1987 var því neikvæður um 6 millj- arða króna. Viðskiptahallinn um 7 millj- arðar Viðskiptahallinn varð á síðasta ári um 7 milljarðar króna samkvæmt Þjóðhagsstofnun. Ekki er langt síðan viöskiptahalli síðasta árs var sagður 6,5 milljarðar, áöur var hann sagður 4 milljarðar og þar áður um 2 millj- arðar. Talan hefur stöðugt verið að hækka á undanfomum mánuðum. Þegar eru farnar að berast fregnir um að spáin fyrir þetta ár sé 10 millj- arða króna viðskiptahalli. Fjárfesting 38 milljarðar Fjárfesting ársins 1987 var um 38 milljarðar króna. Sparnaður lands- manna er áætlaður hafa verið um 32 milijarðar króna. Mismunurinn er lántökur erlendis á síðasta ári. Atvinnuleysi Skráð atvinnuleysi er nú um 0,5 prósent af vinnuafli. Hins vegar vantar mjög fólk í margar atvinnu- greinar samkvæmt könnun Þjóð- hagsstofnunar. Þess vegna er talað um neikvætt atvinnuleysi hérlendis og er það talið vera um 2 til 3 pró- sent. Þetta er hlutur sem fáar erlend- ar þjóðir þekkja. Verðbólgan 25 prósent Veröbólga síðasta árs var um 25 prósent. Þá er miðað við upphaf árs- ins til loka þess. Vandræðin viö alla spádóma um verðbólgu þessa árs eru mikil óvissa um yfirstandandi kjara- samninga en þeir ráða miklu um verðbólguna á árinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.