Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. Spumingin Finnst þér gengisfelling nú réttlætanleg? Pavel Smid: Nei, ég held aö þá veröi verðbólgan hér ennþá meiri en nú er. Halldór Pálsson: Mér finnst hún aldr- ei réttlætanleg. Hún er aöeins afleið- ing rangrar stjómunar. Kristján Kjartansson: Nei, þaö flnnst mér ekki. Þjóðfélagið þohr hana ein- faldlega ekki. Leifur Grímsson: Nei, og ég bara treysti þessum ráðamönnum til að framfylgja þeirri fastgengisstefnu sem þeir hafa fylgt. Guðný Sigurðardóttir: Já, alla vega fyrir útflutningsgreinamar, en fyrir allt annað er hún ekki æskileg. Einar Guðmundsson: Nei, vegna þess að launin em það lág að mér finnst ekki á bætandi með því að hækka allt verðlag enn á ný. Lesendur i Almenn menntun á niðurieið: Fjarkennsla, framtak til úrbóta „Fjarstaddur“ skrifar: Nú berast þær góðu fréttir að hafinn sé undirbúningur að fjar- kennslu. Menntamálaráðherra hefur ákveðið að láta gera kennslu- þætti og flytja þá í sjónvarpinu og tfl þess að annast gerð þeirra og framkvæmd hefur verið ráðinn hinn kunni og vinsæU sjónvarps- maður og fjölmiðlafræðingur, Sigrún Stefánsdóttir. Það var vissulega timi til kominn, og raunar miklu meira en það, að hefjast handa á þessu sviði. Það verður því miður að segjast að margt bendir til aö almenn mennt- un sé á niðurleið hér og haldist ekki í hendur við lengingu skóla- göngu kennara, þótt ekki sé minnst á kostnaðinn. Það er eitthvað meira en Utið bogið við það hversu margir nem- endur ná ekki prófum eða þurfa að reyna við þau aftur og aftur. Ekkert bendir til þess að börnin og ungUngamir séu verr af guði gerð nú á dögum en áður var. Aðstaöa þeirra til náms er líka miklu betri. Hvers vegna skilar þetta sér þá ekki í námsárangrinum? Því verður ekki reynt að svara hér en kemur þó í hugann að kenn- arastéttin er afar fjölmenn og það er tilgangslaust að loka augunum fyrir því að þar hljóta að vera léleg- ir og áhugaUthr einstaklingar innan um eins og í öðrum starfs- greinum. Þetta fólk er langskóla- gengið og er búiö að afla sér kennsluréttinda og því er mjög erf- itt að losna við það í önnur störf. sem því hentuðu betur. Oftar en hitt mun það vera svo Bréfritari fagnar framtaki menntamálaráðherra um fjarkennslu, sem Sigrún Stefánsdóttir, sjónvarpsmaður og fjölmiðlafræðingur, mun annast. aö reyndur og áhugasamur kenn- ari fer frá skólanum til annarra starfa. Hvers vegna? - Því hefur löngum verið haldið fram, og þá einkum af kennurum, að launin væru lág. Um það verður ekki rætt hér, og því síður dæmt, en eitt er víst að flestar stéttir vildu geta notið þeirra löngu og mörgu fría sem kennarar hafa. Hvað sem því líður er það ljóst að góður kennari og uppalandi er sjaldan ofborgað- ur, en lélegur alltaf. Þessi ákvörðun hæstv. mennta- málaráðherra um flarkennsluna er lofsverð og vonandi að hún takist vel og ber öllum heiðarlegum mönnum að styöja vel viö bakiö á því fólki sem vinnur að framgangi þessa máls. Þótt ákvöröunin sé þörf og af hinu góða verða án efa einhveijir til að reyna að kæfa hana og gera hana tortryggilega. Svo er um flest mál og flestar fram- kvæmdir, án tillits til þess hvort þau eru af hinu góða eða illa. „Hver einasta kennslustund í grunnskóla kostar gífurlegt fé,“ var sagt á dögunum í fjölmiðli ein- um. Ef vel tekst til mun fjarkennsl- an spara mikið fé og það sem meira er, hún mun skapa aukna þekkingu fyrir unga og aldna. Smárahvammsland - SÍS - Hagkaup Smári skrifar: Fyrir svo sem 10 árum settu Hag- kaupsmenn verksmiðjuna Loðskinn á stofn á Sauðárkróki. Var hún sett á stofn til höfuðs skinnaverksmiðju Sambandsins, Iðunni á Akureyri, að þeirra sögn. - Um svipað leyti var Verslunin Höfn á Selfossi til sölu og keyptu Hagkaupsmenn þá verslun. Voru þeir spurðir í minni áheym hvers vegna þeir fjárfestu svo hratt vitt og breitt. Svaraði þáverandi að- stoðarframkvæmdastjóri því til að þeirra takmark væri að setja fætur fyrir SÍS og kaupfélögin ef þeir mögulega gætu, hvar sem væri á landinu. Fyrir svo sem hálfum mánuði stóð ég við kjöt- og fiskborðið í Miklagarði og var að versla. Stóðu þá tveir ung- ir menn við hliðin á mér og vom að skrifa upp verð á lqöt- og fiskvörun- um. Þá spurði ég hvort þeir væm þama á vegum Verðlagseftirlitsins en þeir neituðu þvi. Þá spurði ég hvort þeir væra frá Hagkaupi og brostu þeir þá kankvislega og kinkuðu kolli. Sagði þá afgreiðslustúlkan að menn frá Hagkaupi væra jafnvel daglegir gest- ir, allavega vikulegir. Mér hefur verið sagt en hef þó engar sönnur fyrir þvi að Hagkaupsmenn eigi ein- hvem góðan að hjá Verðlagseftirlit- inu og viti oft hvenær og hvaða vömr verði teknar til skoðunar hverju sinni. En kaup á Smárahvammslandi eru mér efst í huga. Enginn hafði opin- berlega sýnt áhuga á því landi fyrr en SÍS keyti þaö. En þá fóm margir að hugsa hvernig þeir gætu náð þessu landi af SÍS og nokkmm þeirra tókst það, þ.á m. Hagkaupsmönnum. Nú styð ég fijálsa samkeppni en ekki þegar hún er til að koma höggi á aðra. Mennirnir í bæjarstjórn Kópavogs tóku höndum saman við þessa sem urðu öfundsjúkir og reyndar æfir sumir hveijir og höfðu í hótunum ef bæjarstjómin notaði ekki forkáupsréttinn. Bæjarstjórnin plataði SÍS til að veita þeim lengri frest til umhugsunar en þeim bar engins skylda til að gefa þann frest í þeim tilgangi sem nú allir vita. Flestir núverandi bæjarstjórnar- menn Kópavogs verða sennilega orðnir háaldraðir eöa jafnvel komnir undir græna torfu um þær mundir sem Hagkaupsmönnum hefur tekist að „fella SÍS“. Munu þeir þá sem englar, væntanlega fljúga yfir Smárahvammsland og gleðjast yfir að hafa lagt lóð á vogarskálina til að „fella“ SÍS. - Svikin við SÍS voru samþykkt með 11 (öllum) greiddum atkvæðum og eini maðurinn sem ég taldi samvinnumann gat ekki einu sinni setið hjá. Kappinn sá! Kópavogur, ásamt tittnefndu Smárahvammslandi, Hættum aðvera feimin i leikhusi A.R. skrifar: Öll vfljum við fá hrós fyrir vel unnið verk, ekki sfst leikarar, sem allt of sjaldan fá það hrós sem þeir eiga skilið. Ég er búin að sjá leikritið Vésalingana og ef ekki er unnið leikafrek í þeirri sýningu þá verður það seint unn- ið. Þar af leiðandi lýsi ég vonbrigð- um mínum yfir skrifum SJH. þann 18. þ.m. um að standa ekki upp í leikhúsi og klappa stand- andi. Kæm lesendur, ég skora á ykkur aö standa oftar upp til aö sýna þakklæti okkar fyrir vel unniö verk hjá okkar írábæra hstamönnum. Hættum aö vera svona feimin, bijótum ísinn og sýnum hrifii- ingu okkar 1 verki. Stöð 2 pening- anna virði? Dóra skrifar: Ég vil endilega koma á fram- færi óánægju minni, og eflaust margra annarra, með Stöð 2. Þaö er svolítið einhæft að sýna sömu myndina tvisvar og þrisvar sinn- um og fyrir þetta borgar fólk kr. 1.250á mánuöi, auk stofnkostnaö- ar fyrir afraglarann sem allir þurfa að kaupa ef þeir ætla að njóta þessarar stöövar. Þegar nýjasti sjónvarpsvisirinn kom leit ég yfir það efni sem boð- ið var upp á i febrúar og af 74 sýningum vora 24 frumsýningar. - Dæmi nú hver og einn hvort Stöð 2 sé peninganna virði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.