Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 9 Utlönd Forseti Panama settur af Þingiö ’i Panama samþykkti í morgun með atkvæðagreiðslu að víkja Eric Arturo Delvalle, forseta landsins, úr embætti. Var það aðeins nokkrum klukkustundum eftir að forsetinn hafði skipað svo fyrir að Manuel Antonio Noriega hershöfð- ingi skyldi hætta störfum sem yfirmaður heraflans í Panama. Það var í gærkvöldi sem Delvalle tilkynnti í sjónvarpi þá ákvörðun sína að hann ætti einskis annars úrkosti en að reka Noriega hers- höfðingja. Sem yfirmaður herafla - landsins hefur Noriega í raun verið stjórnandi landsins. í stað þess að hlýða skipuninni studdu liðsforingjar við bakið á Nori- ega og forseti þingsins kallaði saman sérstakan þingfund til að ræða þá ákvörðun hvort ekki ætti að reka Delvalle forseta og Esquivel varafor- seta. Forsetinn sagði í gær að hann yrði að reka Noriega þar sem hershöfð- inginn neitaði að segja af sér í kjölfar fullyrðinga um að hann væri viðrið- inn eiturlyíjasmygl og aðra glæpi. Stuttu eftir að Delvalle forseti hafði tilkynnt um brottreksturinn sögðu helstu liðsforingjar Noriega að þeir styddu hann heilshugar og að þeir myndu ekki virða þá skipun forset- ans um að setja annan mann í stað Noriega. Liðsforingjarnir sögðu að forsetinn hefði rekið Noriega vegna þrýstings frá Bandaríkjunum en yfirvöld þar hafa gefið Noriega að sök að hafa séð um smygl á eiturlyfjum til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn lýsti því yfir í gærkvöldi að hún styddi borgaralega stjórn í Panama. Bandaríkjastjórn hafði hvatt Noriega og herinn til að hætta afskiptum af stjórnmálum.. Samskipti Noriega og Bandaríkjanna höfðu smám saman farið versnandi og í júlí síðastliðnum hættu Banda- ríkjamenn íjárhagsstuðningi sínum við Panama. Fyrrum sendimaður Panama í Washington segist hafa fengið fyrir- mæli um að fara fram á neyðarfund Samtaka Ameríkuríkja til þess að beita Noriega þrýstingi svo hann segði af sér. Fyrirmælin komu frá Delvalle, forseta Panama, að sögn sendimannsins. Gagniýna meðferð á hiyðjuverkamönnum Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux: Þrátt fyrir að búiö sé að mestu að dæma í máli Action Directe, hinna alræmdu frönsku hryðjuverkasam- taka, og þrátt fyrir að meðlimir samtakanna verði bak við lás og slá mörg næstu árin er langt frá því aö umtali vegna réttarhaldanna sé lok- ið, í Frakklandi deilir enginn á dóms- niðurstöður og yfirleitt er litið á handtökurnar og réttarhöldin sem sigur fyrir franska réttvísi og lög- reglu. Hins vegar taka æ fleiri til máls meðal menntamanna, ættingja hinna dæmdu og ýmissa mannréttinda- samtaka til að gagnrýna harkalega meðferð á föngunum. Þeir hafa verið í hungurverkfalli í nær þrjá mánuöi og eru mjög illa haldnir. Allan þenn- an tíma, og mánuðum saman þar á undan, hafa þeir verið í algjörri ein- angrun, einir í klefa án nokkurs sambands við aðra fanga eða eðlilegt fangelsislíf. Þetta gagnrýna mann- réttindasamtökin, meðal annars Amnesty International, og telja þau þessar aðferðir pyntingar, sálfræði- legar pyntingar, sem miðist að því að brjóta viðkomandi niður. Aðstandendur hryðjuverkamann- anna krefjast þess að þeir veröi flokkaðir sem samviskufangar en í Frakklandi er sú ílokkun ekki til. Chalandon dómsmálaráðherra og Pandraud öryggismálaráðherra hafa lýst því yfir að ekkert sé athugavert við fangelsisvist hinna dæmdu og að ekki komi til greina að láta undan því sem þeir kalla kúgunaraðgerðir aðstandenda. Albanir vilja auka sam- bandið við umheiminn Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Frakkar hafa löngum átt góð sam- skipti við Albani þrátt fyrir einang- runarstefnu hinna síðarnefndu. Allt frá því að Frakkland varð fyrsta rík- ið til að viðurkenna hina nýju albönsku stjórn eftir heimsstyrjöld- ina síðari hefur Albönum verið hlýtt til Frakka. Helstu leiðtogar Albana sóttu menntun sína til Parísar og í þessu minnsta ríki Balkanskagans er franska ennþá mikilvægasta er- lenda tungumáliö í skólakerfinu. í síðustu viku kom aðstoðarráð- herra Frakka í opinbera heimsókn til Tírana, höfuðborgar Albaníu. í förinni voru einnig íjölmargir kaup- sýslumenn, listamenn og skemmti- kraftar. Ráðherrar ríkjanna undirrituðu viðskiptasamning og samning um menningarsamskipti. Eru þessir samningar hinir fyrstu sinnar tegundar milli ríkjanna. Þrátt fyrir aö Frakkar hafi áður átt góð samskipti við Albani, til dæmis tekið þátt í byggingu stórrar virkjunar, hafa þau alltaf takmarkast af al- banskri efnahagsstefnu sem lokar á umheiminn og leyfir til dæmis ekki að tekin séu erlend lán eða keypt sé inn í landiö án þess að samsvarandi verðmæti séu flutt út. Albanir vilja auka sambandið við umheiminn og þessir samningar við Frakka eru skref í þá átt, skref sem Albanir taka hægt og rólega. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Panamaþing ákvað i morgun að reka Delvalle, forseta Panama (til vinstri), i kjölfar þess að forsetinn tilkynnti i gærkvöldi um brottrekstur Noriega hershöfðingja (til hægri). Noriega hefur verið sakaður um að hafa átt aðild að eiturlyfjasmygli til Bandarikjanna. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2.FLB1985 Hinn 10. mars 1988 er fimmti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 5 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 2.620,85_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1987 til 10. mars 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 1968 hinn 1. mars 1988. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 5 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1988. Reykjavík, febrúar 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS vörum i gjafa- og búsáhaldadeild Jlij /áAAAii * > Z2 C » ZL Z3 i_J £9 m iiw( imu u w *) f «•»*!. Jón Loftsson hf. ___________________ Hringbraut 121 Sími 10600 Gjafa- og búsáhaldadeild, 2. hæð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.