Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1988, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1988. 19 Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasambandsins og fararsfjóri íslensku keppendanna á OL Eg get ekki skilið vonbrigði Daníels - Bmnkeppni alpatvíkeppninnar alger aukagrein fyrir Daníel, segir Hreggviður „Astæöan fyrir því að Daníel- gat ekki tekiö þátt í brunkeppni alpatví- keppninnar var eingöngu sú að viö töföumst á leiðinni til Kanada. Við vorum á ferðalagi í 32 tíma í stað 16. Eftir svo langt ferðalag var ekkert vit í því að láta Daníel keppa. Við vissum alltaf að þetta væri tæpt. Við geng- um frá bókunum og farmiðum um miðjan janúar og þessu var ekki hægt að breyta,“ sagði Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasambands íslands og fararstjóri íslensku keppendanna á ólympíuleikunum í Calgary í Kanada, í samtali við DV í gær. Eins og fram hefur komið i fréttum gat Daníel Hilmarsson ekki keppt í bruni alpatvíkeppninnar vegna þess að hann mætti of seint til Kanada. Hann náði ekki að fara þann fjölda æfingaferða sem tilskil- inn er og því var honum bannað að keppa. Mál þetta hefur vakið mikla athygli hér heima en mjög erfiölega hefur gengið að ná sam* bandi viö formann Skíðasam- bandsins í Kanada frá því að leikarnir hófust til að fá útskýring- ar hans á málinu. „Skil ekki vonbrigði Daníels" - Daniel Hilmarsson hefúr lýst því yfir að hann sé mjög sár vegna framvindu mála í Calgary. Hvað segir þú ura þaö? „Ég get alls ekki skilið vonbrigöi hans og hann getur alls ekki verið sár. Hann var tilkynntur í alpatví- keppnina til að fá æfíngaferð í sviginu en svig og stórsvig eru hans aðalgreinar og brunið í alpatví- keppninni alger aukagrein." „Það ber enginn ábyrgð á þessu“ - Hver ber að þínu mati ábyrgð á því að Daníel fékk ekki að keppa í bruninu? „Þetta er ekki neitt mál. Ástæöan fyrir því aö hann gat ekki keppt var töf á ferð okkar út vegna veð- urs. Við því er ekkert að gera. Það er ekki hægt aö draga neinn til ábyrgðar í þessu máli. Þetta getur alltaf gerst. Lífið er svona.“ „Þetta sklptir Daníel alls engu máli“ - Hefði ekki venð hægt að leggja fyrr af stað frá íslandi og reikna með seinkun á flugi sem er atvik sem alltaf getur komið fyrir eins og þú segir? „Menn vissu aö búið var að ganga frá pöntunum á flugfari skömmu áður en farið var út og Daníel vissi það líka. Það var ekki hægt að breyta brottfarartímanum.“ - Þú lítur þá ekki á þetta sem nein sérstök vonbrigði fyrir Daní- el? „Nei, ég get ekki séö að þetta skipti hann nokkru máli. Hann fékk aö keppa í risastórsviginu í staöinn og ég eyddi heilum degi í að fá mótshaldara til að samþykkja hann í þá grein. Það tókst með miklum velvilja allra aðila.“ „Vafalaust hefði verið hægt aðfá skíði“ - Er ekkert til i því að gleymst hafi að tilkynna þátttöku Daníels eða að hann hafi verið skráður í vitlausa grein? „Nei, það er aRs ekki rétt. Það gleymdist alls ekki að tilkjmna þátttöku hans, það var allt á hreinu. Hvaö skíöin varðar uröu þau eftir en það hefði vafalaust veriö hægt aö fá skiði ef því hefði verið að skipta.“ „Óskaplega óhress" - Það hefur lítið sem ekkert geng- ið aö ná í þá íslendinga sem eru þarna úti og þá sérstaklega þig. Sumir voru famir að gera því skóna að þú værir í feluleik. Hverju • „Ég er óskaplega óhress með árangur íslensku keppendanna i Calg- ary,“ segir Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasambands islands. svarar þú þessu? ,JÉg hef alls ekki verið í feluleik hér. Hins vegar get ég vel skilið að það sé erfitt að ná í okkur í síma og þá sérstáklega vegna þess tímamismunar sem til staðar er,“ - Hvað vilt þú segja um árangur islensku keppendanna í Calgary? „Ég verð aö segja eins og er aö ég er óskaplega óhress með árang- urinn og hann er mun lakari en við áttum von á,“ sagði Hreggviður Jónsson. -SK Stuttgart stefnir á Evrópusæti: Ásgeir orðinn alheill á ný - leikur með gegn Frankfurt á morgun Fer Halldór Áskelsson til Noregs? „Tilboð Brann erspennandi“ - stór klúbbur með mikla möguleika Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandú Ásgeir Sigurvinsson hefur aö fullu náð sér eftir axlarmeiðslin sem hann hlaut í æfingaferðinni til Costa Rica í janúar og getur leikið gegn Frank- furt í úrvalsdeildinni um helgina, svo framarlega sem leiknum verður ekki frestað því að skæður vírus herjar á marga liðsmenn Frankfurt. Arie Haan, þjálfari Stuttgart, sagði í gær: „Það verður ánægjulegt að geta notað Ásgeir á nýjan leik. Eftir útisigur í síðasta leik eygjum við von um Evrópusæti og stefnum á það af fullum krafti." Ásgeir lék með aðalliði Stuttgart gegn unglingaliði félagsins nú í vik- unni og hlífði sér hvergi. Hann skoraði eitt mark í 4-2 sigri. Lárus Guðmundsson og Atli Eð- valdsson eru báðir í 16 manna hópum sinna Uöa fyrir helgina. Kaiserslaut- ern mætir Schalke á heimavelli og Uerdingen tekur á móti Köln. Halldór Áskelsson. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það eina sem ég get sagt á þessu stigi er að tilboöið frá Brann er það mest spennandi sem ég hef fengið frá norsku félagi. Bæði er að Teitur Þóröarson er þar þjálfari og Bjarni Sigurðsson í markinu og þetta er stór klúbbur með mikla möguleika," sagði Halldór Áskelsson, knatt- spyrnumaður hjá Þór á Akureyri, í samtali við DV í gær, en Teitur Þórð- arson, þjálfari Brann, hefur gert honum tilboð aö koma til félagsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Halldór fær tilboð frá félagi í Noregi. í haust hafnaði hann einu slíku frá meisturunum Moss, sagði þá að hann myndi leika meö Þór næsta sumar. „Það eru auðvitað engin lög þótt ég hafi sagt þetta," sagði Halldór. „Máhð er afar viðkvæmt og ég reikna með að ég hugsi það áfram næstu daga hvað ég geri. Brann er að fara í viku æfingaferð til Jórdaníu og ég svara þeim ekki fyrr en þeir koma til Noregs úr þeirri ferð,-“ sagði Halldór Askelsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.