Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Page 8
8
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988.
Mokka-kaffi 30 ára
- bara að veggimir gætu talað
„Inn kom svangur-útfórmettur.
AUavega betur settur.
Byrr voru andans hestar heftir
heldur minna fííl á eftir. “
Svo ritaði Ómar Ragnarsson frétta-
maður í gestabókina á Mokkakaffi
fyrir 24 árum.
Víst er að margir taka undir orð
hans en hjá fjölda fólks hefur
Mokka-kaffi verið fastur punktur í
tilverunni og daglegur viðkomustað-
ur. Staðurinn hefur löngum lokkað
hstamenn til sín sem og aðra „and-
ans menn“. Ritsmiðir hafa gjaman
nefnt Mokka í skrifum sínum og
ýmsir mætir menn rifja upp ógleym-
anlegar stundir sem þeir áttu í góðra
vina hópi á Mokka.
Oft hefur verið heitt í kolunum og
menn verið að reyna að bjarga heim-
inum yfir rjúkandi expresso. Smærri
fundir era tíðir og blaðamenn eiga
þarna oft viðtöl. Andi skáldskapar-
gyðjunnar hefur svffið yfir vötnum.
Jafnvel viðskipti eiga sér stað.
Allt í ró og næði, í gamalgrónu
umhverfi, yfir fyrsta flokks kaffi.
Guðmund vantaði atvinnu
Og nú hefur staðurinn verið
starfræktur í 30 ár. Það voru hjónin
Guðmundur Baldvinsson og Guðný
Guðjónsdóttir sem stofnuöu kaffi-
húsið og hafa rekið það síðan.
Guðmundur var á sínum yngri
árum við söngnám suður á Ítalíu og
kynntist þar og hreifst af ekta ítölsku
kaffi. Þegar heim var komiö var frek-
ar litið um tækifæri fyrir unga
söngvara. Því varð hann að hafa ein-
hveija fasta atvinnu samhliða list-
inni. - Þannig varð Mokka til.
„Þetta er fyrsta alvörukaffihúsið
hérlendis," segir Guðmundur. „Þeg-
ar ég var úti hugsaði ég um það hve
gaman væri að hafa kaffihús, lík
þessum ítölsku, hér heima. Svo datt
mér þetta í hug þegar mig vantaði
atvinnu."
Kynntust ekki bara
kaffinu á Ítalíu
Þar með var framtíð Guðmundar
og Guðnýjar ráðin. Kaffihúsið var
opnað 24. maí 1958.
„Á þessum tíma erum við Guð-
mundur líka að byrja okkar búskap
en við kynntumst einmitt á Ítalíu.
Guðmundur var þá úti sem farar-
stjóri og hafði umsjón með þeim hópi
sem ég ferðaðist með. Og með þess-
um afleiðingum. Hann losnaði ekki
við mig,“ segir Guðný.
„Mér leist ágætlega á þessa hug-
mynd en það var' ekki laust við að
öðru fólki fyndist hugmyndin dálítið
skrýtin. Því leist satt að segja ekkert
of vel á að viö gætum lifað á rekstri
sem þessurn."
En viðbrögðin voru geysigóð. Fólk
streymdi á Skólavörðustíginn til að
fá sér „alvöru“kaffi og upplifa þessa
ítölsku menningu sem hafði verið
flutt inn til Reykjavíkur. í gestabók
staðarins, sem haldin var fyrstu árin,
hefur fjöldi merkra manna ritað nafn
sitt og margir gefið staðnum um-
mæli. Allir frægustu listamenn og
rithöfundar, stjórnmálamenn og aðr-
ir ágætir menn.
Kaffinu geysivel tekið
Sjá má á því sem ritað hefur ver-
Á Mokka koma menn lika til að ræða alvarleg mál og stundum eru gerð
viðskipti. Reinhold Kristjánsson og Benedikt Guðbjartsson lögfræðingar
segjast gjarnan koma á Mokka þegar þeir fái gesti sem þeir þurfi að rabba
við í ró og næði. Þannig nýti þeir tímann vel. Og kaffið er svo gott. Þeir
drekka cappucino. Hér eru þeir á tali við Björn Líndal lögfræðing. I bak-
grunni sjást nokkrar myndir sem þessa dagana prýða veggi Mokka. En í
tilefni afmælisins hefur skemmtilegri Ijósmyndasýningu verið komið upp.
Það eru myndir af mörgum góðum gestum Mokka síðustu ár. Myndirnar
tók Davið Þorsteinsson.
ið í bókina að menn hafa verið fegn-
ir því að fá loks stað af þessu tagi í
borgina. Mikið þakklæti og hrós skín
í gegn í skrifunum.
„Loksins fær maður gott kaffi“, rit-
aði Benedikt Árnason leikstjóri
stuttu eftir opnun Mokka. Þegar
Mokka-kaffi var orðið nokkurra
mánaða skrifaði Helgi Sæmundsson
um Andrés Björnsson eftirfarandi:
Vilji Andrés veita sér
vænan skerf af þokka
ætti karl að kaupa sér
kaflisopa á Mokka.
Margar vísur og ummæh í þessum
dúr er að finna í gestabókinni góðu;
vísur og falleg orð eftir ýmsa fræga
menn.
Myndlistarmenn hafa heldur ekki
látið sitt eftir liggja. Jóhannes Kjar-
val, Erró, Helgi Péfiursson, Baltasar
og fleiri hafa látið htil listaverk fylgja
sínum áritunum.
Eins og gefur að skilja er gestabók-
in þeim hjónum afar kær; er reyndar
hreinasta gersemi.
Varð strax gallerí
Allt frá opnun Mokka hafa lista-
verk prýtt veggi staðarins. Jafnan er
biðlisti til að komast að með sýning-
ar, svo eftirsótt er að sýna á Mokka.
Listamenn víðs vegar að úr veröld-
inni, eða frá um 50 löndum, hafa
haft verk sín þar til sýnis.
Þeir erlendu hstamenn hafa þá
komist að í gegnum íslenska kunn-
ingja sína eða vitað á annan hátt um
staðinn og skrifað þeim Guðmundi
og Guðnýju.
Um það leyti sem Mokka var opnað
var fátt um skjól fyrir hstsýningar í
borginni og var þá kaffihúsið einnig
kærkomið sem gallerí. Segja þau
hjón að þeir sem koma á Mokka í
fyrsta sinn og hafa ekki þekkt stað-
inn verði oft hrifnir af því að fá hst-
ina svona boma á borð til sín í stað
þess aö þurfa alltaf aö sækja hana á
hstasöfn. Fyrir þetta framtak hefur
Mokka til dæmis vakið athygli er-
lendra gesta eins og sjónvarpsfólks
frá Tokýo sem gerði kaffihúsinu skil
í kynningarþætti um ísland.
„í upphafi hafði ég nú bara hugsað
mér að gefa vinum mínum tækifæri
tíl aö sýna þarna verk sín því margir
kunningjar minir voru og eru hsta-
menn. En svo varð eftirspurnin strax
svo mikh, og málin þróuðust á þenn-
an hátt,“ segir Guðmundur.
„Hér hafa verið málverkasýningar,
elektrónísk músíksýning, textíll,
ljósmyndir, brúður hangið úr loftun-
um, eitt sinn voru veggimir þaktir
kvæðum, og óteljandi aðrir hlutir.
Það hefur verið geysheg breidd í
þeim sýningum sem hér hafa verið."
Segjast þau hjón ahtaf hafa lagt
áherslu á að hafa fjölbreytilegar sýn-
ingar. Er svo komið aö flestir íslensk-
ir málarar hafa sýnt hjá þeim.
Fastagestir sem
koma daglega
Mokka-kaffi á sína trúu og tryggu
fastagesti. Gesti sem hafa jafnvel
komið daglega frá því að staðurinn
var opnaður. Guðný vhl .helst ekki
kaha þá fastagesti því gestirnir sjálf-
ir eru lítt hrifnir af því viðumefni.
Margir gesta Mokka-kaffis hafa komið reglulega allt frá opnun staðarins eða í 30 ár. Einn af þeim er Hafsteinn Vestmann listmálari. Hér sést hann glugga
i gestabókina góðu þar sem er að finna vísur og ummæli eftir marga þekkta íslendinga og listaverk eftir menn eins og Jóhannes Kjarval og Erró. „Jú, bókin
er okkur afar kær,“ segir Guðný. Við hlið Hafsteins sést i Sigurð Þóri myndlistarmann.