Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 10
10 ■ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Norræna kvennaráðstefnan í Osló:______ íslenskar konur ætla að leika, syngja og dansa mun fleiri viðburðir verða úti í bæ í tengslum við ráðstefnuna; leiksýn- ingar, kvikmyndasýningar og fleira." Forsætisráðherrann með leikþátt Ráðstefnan verður sett laugardag- inn30.júlí. Þá verða konurnar boðn- ar velkomnar á sérstakan hátt. Hin ýmsu fyrirtæki hafa séð sér hag í því að gefa konunum smágjaflr. Á opnunarhátíðinni verða öll þátt- tökulöndin með sérstakt innlegg. Framlag íslands við opnunina verð- ur ballett sem þrjár íslenskar ball- erínur munu flytja. Þær taka fyrir efni úr Völuspá, skapanornirnar Urði, Verðandi og Skuld. Stjórnandi er Auður Bjarnadóttir. Framlög landanna við opnunina verða annars með margvíslegum hætti. Til dæmis mun Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, vera með leik- þátt. Þar ætlar hún að túlka hvernig það er að vera forsætisráðherra í sannkölluðu jafnréttisþjóðfélagi. „Það hefur verið reglulega gaman að fylgjast með þessum konum sem ætla út. Okkur í undirbúningsnefnd var fengiö þaö verkefni að reyna aö ná til sem flestra kvenna úr öllum stéttum þjóðfélagsins og þá sérstak- lega til kvenna sem hingað til hafa ekki sótt ráöstefnur á erlendri grund,“ segir Guðrún. Fyrsta utanlandsferð sumra kvennanna „Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og farið langt fram úr björtustu von- um, Konurnar koma alls staðar að af landinu, á öllum aldri og úr öllum stéttum. Fyrrverandi og núverandi ráðherrar, fiskvinnslukonur, for- stjórar og ræstingakonur. Sumar konurnar eru að fara í sína fyrstu ferð til útlanda og aðrar að fara í fyrsta skipti „einar“ út, það er að segja ekki með eiginmanni og fjöl- skyldu. Mér finnst þetta allt mjög jákvætt. Enn aðrar konur hafa litið á þessa ferð sem tækifæri til að taka þátt í málefnum kvenna. Þær hafa lengi haft áhuga á að starfa á þessum vett- vangi en ekki komið sér af stað. Því er vonandi að hægt verði að virkja þann hóp þegar heim er komið aftur. Hér hefur kviknað áhugi hjá gífur- legum fjölda kvenna sem vert er að halda við og verður spennandi að finna leiðtil þess.“ Guðrún sagði öll viðbrögð í garð ráðstefnunnarmjögjákvæð. Sér- staklega vildi hún nefna ákvörðun Davíðs Oddssonar borgarstjóra og Jóns Baldvins Hannibalssonar f]ár- málaráðherra um aö veita starfskon- um ríkis og borgar leyfi til aö fara utan á fullum launum. Það framtak segir hún lofsvert og benda til að ráðstefnan sé tekin jafnalvarlega og svipaðar ráöstefnur sem karlarfjöl- menntuá. Konur úr flestum stjórnmálaflokk- unum mæta á ráðstefnuna og þá með ýmiss konar kynningu í pokahorn- inu. Jafnt í formi fyrirlestra sem og myndbanda. Konur úr verkalýðs- hreyfingunum hafa undirbúið sig af krafti. Framlag þeirra verður fyrir- lestrar, myndbandssýningar, leik- sýningar, söngur og dans. íslenskar listakonur munu kynna verk sín. Fimm myndlistarkonur halda sýningu á verkum sínum. Þær Ingunn Eydal grafíkhstakona, Bryndís Jónsdóttir keramiklista- kona, Hansína Jensdóttir sýnir skúlptúr, Guðrún Kristjánsdóttir málverk og Kristín Jónsdóttir textíl- verk. Tónlistarkonur munu flytja verk eftir íslensk kventónskáld. Systurnar Elísabet og Helga Brekkan verða með leikatriði sem fjallar um sérkennilega uppákomu hjá tveimur konum sem fara á kvennaráðstefnu í Noregi. Og fleira og fleira. Einnig sagði Guðrún að á hverjum degi yrðu opnir sérstakir tímar fyrir hvers kyns óvæntar uppákomur sem til féllu. Sigrún Stefánsdóttir stýrirumræðum Þegar litið er á dagskrá ráðstefn- unnar sést að það er fátt sem konur láta sér óviðkomandi þessa viku sem ráðstefnan stendur yfir. Á hverjum degi er úr fjölmörgum uppákomum að velja og leitar þá hver kona þang- að sem áhugi hennar beinist hverju sinni. Það er því alger ógjörningur að ætla sér að komast yfir allt það sem verður á dagskránni. Nokkrir viðburðir standa þó upp úr að mati Guðrúnar. Nefndi hún meðal annars fund sem haldinn verður fóstudaginn 5. ágúst. Þar koma til fundar allir jafnréttismála- ráðherrar Norðurlandanna og ræða niðurstöður fundar sem haldinn er í tengslum við Nordisk Forum. En ráðherrarnir og nokkrir fulltrúar frá hverju landi ætla að hittast sérstak- lega á opinberri ráðstefnu þessa daga og ræða sameiginlega framkvæmda- áætlun. Á fundinum, sem haldinn verður á föstudeginum, verður fróðlegt að heyra hvað ráðherrarnir hafa að segja og munu þeir sitja fyrir svör- um. Umræðurnar verða sendar út á flestum Norðurlöndunum en dr. Sigrún Stefánsdóttir mun stjórna þeim. Sigrún hefur nú reyndar gert sérstakan þátt sem hún kallar Fóst- urlandsins Freyju, og fjallar um líf og störf íslenskra kvenna. Þátturinn verður sýndur á ráðstefnunni en þess má geta að hann verður á dag- skrá Sjónvarpsins um miðja næstu viku. Guðrún tók fram aö áhersla yrði lögð á að íslensku konurnar stæðu vel saman þarna úti. Sérstakur starfsmaöur hefur verið ráðinn til að vera konunum innan handar og svo mun sendiráð íslands í Osló veita lið sitt ef þurfa þykir. Búin hafa ver- ið til barmmerki sem allar íslensku konurnar fá og ætti því að vera auð- velt að þekkjast úr hópnum. Þá er ekkert annað eftir en að óska konunum góðs gengis... -RóG. Hvorki fleiri né færri en 800 íslensk- ar konur munu taka sig saman og leggja land undir fót um næstu helgi. Leið hggur til Osló þar sem kvenna- ráðstefnan Nordisk Forum verður haldin. Alls munu 7000 konur alls staðar af Norðurlöndunum koma saman í Osló til að taka þátt í ráðstefnunni en hún er haldin á vegum Norður- landaráðs. „Eftirvænting er mikil og hefur undirbúningur staðið í töluverðan tíma,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir sem er í forsvari íslensku undirbún- ingsnefndarinnar í samtah við DV. „íslenskar konur verða með ahs kyns uppákomur sem gaman verður að fylgjast með. Annars verða um 2000 uppákomur alls á háskólasvæð- inu þar sem ráöstefnan fer fram. En „Það hefur verið stórkostlegt að taka þátt í þessum undirbúningi og fylgjast með konunum sem ætla á ráðstefn- una,“ segir Guðrún Ágústsdóttir sem hefur verið í forsvari fyrir íslenska undirbúningsnefnd norrænu kvennaráð- stefnunnar Nordisk Forum sem hefst um næstu helgi. DV-mynd GVA Hefur þú séð í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.