Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Side 18
18 LAUGARDAGUR 23. JÚLl 1988. FLUGLEIDIR BJÓÐA FERÐIR TIL NUUK Allar nánari upplýs- ingar í síma 25100 og hjá ferða- skrifstof- unum Tilvalið tækifæri til að heimsækja sjávarútvegs- sýninguna í NUUK í næstu viku KEFLAVÍK NUUK fyrir 49.320 krónur báðar leiðir BROTTFARIR FRÁ KEFLAVÍK 26., 28., 30. og 31. júlí KOMIÐ TIL BAKA TIL KEFLAVÍKUR 28., 29., 30. júlí og 1. ágúst, flogið er um Narss- arssuaq. FLUGLEIÐIR wm$w Ný stjama úr Fondaættinni Sjaldan feUur eplið langt frá eikinni. Dæmin sanna jafnan þessi orð á hvaða sviði sem er - hvort sem um tilviljanir er að ræða eða bara erföa- spursmál. Nýjasta dæmið frá Holly- wood er úr Fonda-ættinni. Komin er fram ný stjarna úr þeim herbúðunum, Bridget Fonda. Hún er aðeins 24 ára gömul og hefur leikið í nokkrum kvikmyndum en nú bend- ir allt tii að hún muni slá í gegn í þessarinýjumynd. Faðir hennar er Peter Fonda sem þarfnast ekki kynningar. Afi hennar og föðursystir eru heldur ekki alveg óþekkt, Henry og Jane Fonda. Nú standa yfir tökur á kvikmynd sem búist er við aö vekji mikla at- hygli. Þar fer Bridget með hlutverk Mandy Rice Davies sem varð þekkt á sjöunda áratugnum fyrir að vera í tygjum við Astor lávarð í breska þinginu. Mál það vakti feiknaathygli og endaði með ósköpum. Nú er verið aö gera mynd um þennan „skandal“ og á myndin auðvitað að heita Scan- dal. Og eins og segir hefur nýjasta Fonda fengið þann heiöur að túlka manneskjuna sem olli þvílíku hneyksli sem raun ber vitni. Framleiðandi myndarinnar, Ste- phen Wolley, segist hafa fengið fjölda breskra stúlkna í prufutökur en eng- in þeirra hafi getað orðið Mandy. Mandy var djörf og kynæsandi með afbrigðum. Hún vissi hve kynlíf get- ur verið valdamikið og notaði hún sér óspart hæfileika sína á þessu sviði. Demantar og pelsar var nokk- uð sem hún girntist þetta litla og sveifst stúlkan einskis til að komast yfir þess háttar hluti. Wolley segir að erfitt sé að fá bresk- ar stúlkur til að vera frjálslegar og eðlilegar þegar kemur að kynæsandi atriöum þar sem kynferðismál séu þeim svo mikiö feimnismál. Svo sá hann Bridget og þá vissi hann hvaö hann vildi. Hana - og enga aðra. Ólstuppí kvikmyndaverunum Bridget segist fyrst hafa fengið áhuga á að feta í fótspor fjölskyld- unnar þegar hún lék í fyrsta skóla- leikritinu. Sem barn vildi hún verða Ijósmyndafyrirsæta en bakteríuna fékk hún þó fljótt. „Þegar ég hafði fengið áhugann var ég ákveðin í því að þetta væriþað sem mig langaði líka að gera. Eg hafði alist upp í kvik- myndaverunum og vissi því vel hvað égvaraðtalaum. En núna er ég strax orðin leið á að fá sífellt að heyra að ég fái tæki- færi bara af því ég sé dóttir föður míns og barnabarn afa míns. Guð minn góður, auðvitað veit ég aö nafn- ið hefur hjálpað mér mikið. Fram- leiðendurnir verða forvitnir þegar þeir heyra nafniö mitt en ég trúi ekki aö nokkur kvikmyndaframleiðandi geri mynd sem kostar margar millj- ónir ef aðalleikkonan er ekki góð. Þegar mér tekst vel upp segir fólk að ég sé góð vegna þess að ég hafi hæfileikana í blóðinu en þegar mér tekst miður þá segja aðrir að ég kom- ist upp með það vegna nafnsins. Svona erþetta." Bridget segist geta legið tímunum saman yfir myndum sem fjölskyldan hennar hefur leikið í. Segir hún föður sinn vera stoltan af sér og hún hafi auðvitað dáðst að pabba á hvíta tjald- inu. Frænka hennar, Jane, er líka í miklu uppáhaldi hjá henni en enginn jafnastáviðafann. „Ég ætla aö ná eins langt og hann og tek hann mér til fyrirmyndar,“ segir Bridget. Hún segir að sér þyki ekkert mál að þurfa áð leika nakin eða í ástar- senum. „Nektin er eðlilegasti hiutur sem til er og þarf því ekki að vera vanda- mál á hvíta tjaldinu." Afinn, pabbinn og föðursystirin eru öll fræg nöfn á hvíta tjaldinu. Bridget er ákafiega stolt af fjölskyldu sinni en vonar að fólk taki henni ekki bara sem „Fonda". Segist hún veia búin að leggja hart að sér til að verða góð leikkona en vissulega hafi nafnið sitt að segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.