Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Page 24
24 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Breiðsíðan Bjami Arason kominn með bílpróf: „Eg lofa að aka á löglegum hraða Þú ert 2000 krónum ríkari Maðurinn í hringnum að þessu sinni er drengur sem fylgdist með vinum sínum að leik á hjólapalli sem var rifinn á dögunum. Pallinum höfðu börnin komið upp í Breiðholti og æfðu þar listir sínar ekki ósvipað og sjást í íþróttatímum frá útlöndum. En leikurinn getur líka verið hættulegur og betra að fara að öllu með gát. Lögreglan kom og lét fjarlægja leikpallinn og börnin urðu að finna sér annað til að dunda við. Einn drengurinn fær þó sárabætur frá DV því hann er nú tvö þúsund krónum ríkari og má vitja peninga sinna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11. -ELA DV-mynd S „Þetta var létt. Ég ílaug í gegnum ökuskólann," sagði Bjarni Arason poppstjama sem hélt upp á sautján ára afmælið fyrir stuttu og fékk öku- skírteinið í vasann eins og flestir jafnaldrar hans. „Það er algjör mun- ur að þurfa ekki lengur að þvælast í strætisvögnum,“ sagði Bjarni sem keypti sér glænýjan bfl á afmælis- daginn, svartan sportbíl sem margur unglingur léti sig ekki dreyma um að eignast. Bjarni hefur unniö hörðum hönd- um allt síðasta ár eða frá því hann var kjörinn látúnsbarkinn 1987, þá tæpra sextán ára. í kjölfarið fylgdi plata sem gekk vel og nú hefur Bjarni sent frá sér aðra plötu sem situr á toppnum yfir plötusölu. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ sagði hann. „Og ég er auðvitað mjög ánægður með þær viötökur sem platan hefur feng- ið.“ Bjarni sagðist fmna fyrir hversu mjög hann hefur þroskast síðasta ár enda hefur hann starfað mikið með eldra fólki. „Þetta hefur sannarlega verið lærdómsríkt ár.“ Nýr látúns- barki verður valinn um verslunar- mannahelgina í Atlavík og sagði Bjami að væntanlega kæmi á yfir- borðið ný poppstjama. „Ég veit ekki ennþá hvort ég á að krýna þann nýja en ég verð í Atlavík um verslunar- mannahelgina með hljómsveit minni, Búningunum, þannig að ég reikna með að ég komi þar eitthvað nálægt,“ sagði hann. Þegar Bjami var spurður hvort ljós er hann hafði lofað að árita plötu sína í Kringlunni fyrir stuttu. Þar beið heill hópur ungra meyja eftir átrúnaðargoðinu sem lét ekki sjá sig. „Þetta var algjört klúður,“ segir Bjarni. „Ég var að spila á torginu og mætti allt of seint inn í Kringlu og þá voru allir farnir. Ég lofa því að þetta kemur ekki fyrir aftur.“ Hvað varðar stelpur þá segir Bjami að hann eigi æðislega kærustu sem heitir Anna Lára Magnúsdóttir og er hún ári yngri en hann. „Ég læt mér nægja að eiga hana.“ Popp- stjaman er því á föstu þótt trúlofun sé ekki á næsta leiti, eins og hann orðaði það. Þegar við mynduðum Bjarna með nýja ökuskírteinið sagði lögreglu- varðstjóri, sem þar var nálægur, að hann yrði bara að aka á löglegum hraða því ella tæki hann skírteinið til baka. „Ég lofa því,“ sagði Bjami. „Ég hef ekki einu sinni prófað að þenja nýja bílinn.“ Hann sagðist vera ákveðinn í að nota bíhnn til annars en glannaaksturs um götur. „Ég er á móti þessum hraðakstri og mín vegna mætti hækka bílprófsaldur- inn. Mér er að minnsta kosti sama núna eftir að ég er kominn með skír- teinið," sagði Bjarni Arason „ Annars var lögð mikil áhersla á löglegan hraða í ökuskólanum," sagöi einn vinsælasti söngvari landsins í dag og vonandi taka aðrir nýir ökumenn hann sér til fyrirmyndar. ELA hann heföi náð sömu frægð ef hann heföi ekki farið í keppnina í fyrra svaraði hann því neitandi. „Að ósvipað og Björgvin Halldórsson var á svipuðum aldri. „Ég veit nú ekki hvort það er hægt að líkja því sam- Bjarni Arason var stoltur er hann fékk afhent ökuskírteinið enda var hann búinn að kaupa sér nýjan sportbíl. DV-mynd GVA minnsta kosti hefði það ekki gerst . svona fljótt." Sumir segja að Bjarni sé poppstjama dagsins í dag, ekki an,“ sagði hann hæverskur. Táningsstúlkur hafa mikið dálæti á Bjarna Arasyni og það kom vel í DV Bianca Jagger sveiflaði sér inn á veitingahús nýlega seint að kvöldi og óskaði eftir matseðli þrátt fyrir að hún vissi að búið væri að loka eldhúsinu. Afsakið, sagði þjóninn, en við erum búniraðloka.Bianca stappaði þá niður fæti, leit á þjóninn og spurði með þjósti: „Veistu ekki hver ég er?“ (Afhverju segir fræga fólkið þetta alltaf?) Frúin stóð síðan upp og rauk á dyr... ★ ★★ hafa sagt að sé af íslenskum ættum) sem lék hina ill- gjörnu Nellie í þáttunum Húsinu á sléttunni, sýnir hér í gegnum stækkunar- gler trúlofunarhring sinn sem er skreyttur demanti. Hann er frá kærastanum, leikaranum Donald Mark Spencer. ★ ★★ Sumar leikkonur eldast verr en aðrar. Þannig er t.d. ástatt um fyrrum kyn- bombuna Brigitte Bardot sem hefúr látið mikið á sjá ef marka má nýjar myndir. Sennilega hefur einhverj- um aðdáandanum brugðið að sjá þessa mynd af leik- konunni. Bardot er nú 53 ára og býr með hundum sínum og öðrum dýrum í Frakklandi. ★ ★★ Tina Tumer hefur fengið tilboð um að gerð verði kvikmynd eftir bók hennar I Tina. Tina, sem er sögð kynþokkafyllsta amma, tók boðinu með því skilyrði að söngkonan Whitney Hous- ton léki aðalhlutverkið... ★ ★★ Erobikkdrottningin Jane Fonda, sem er fimmtug, hefúr alltaf haldið því fram að leikfimi og gott matar- æði hafi gert hana svo ung- lega. Hún hafi aldrei þurft á fegrunaraðgerðum að halda. Nú herma sögur að Fonda hafi nýlega farið í brjóstastækkun bjá fræg- um bandarískum lækni. Þetta átti auðvitað að vera leyndamál en kjaftast ekki alltút..?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.