Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. Kvikmyndir Madame T3T Cráþvihúnlékeftir- Sousatzka John Schlesinger gerir kvikmynd í heimalandi sínu eftir nokkurra ára fjarvem John Schlesinger leiðbeinir hér Navin Chowdry. Hinn virti breski leikstjóri hefur nú nýlokið við að leikstýra Mad- ame Sousatzka í London. Er þetta fyrsta kvikmynd hans á heimaslóð- um í nokkum tíma. Madame Sous- atzka er gerð eftir skáldsögu Bernice Rubens og handritshöf- undur er Ruth Prawer Jhabvala, sem þekktust er fyrir samstarf sitt við James Ivory, nú síðast A Room with a View en fyrir það handrit hlaut hún óskarsverðlaun. Myndin fjallar í stuttu máli um Madame Sousatzka (Shirley Mac- Laine) sem er tónlistarkennari er upprunalega kemur frá Sovétríkj- unum. Hún tekur að sér sérlega hæfileikamikla nemendur og held- ur yfir þeim vemdarhendi. Kvöld eitt eftir tóniistarkvöld í skóla hennar bíður hennar hinn sextán ára gamh Manek ásamt móður sinni, Sushila. Þau eiga það sam- eiginlegt með Sousatzka að vera innflytjendur, koma frá Indlandi. Manek er ósköp venjulegur táning- ur þar til hann sest við píanóið, þá breytist hann í snilling sem hefur fullkomið vald á viðfangsefni sínu. Þessa hæfileika sér Sousatzka og tekur Manek að sér. í raun eignar hún sér hann og leyfir engum að hlusta á hann. Sousatzka býr í gömlu húsi, leigir þar íbúð og stúdíó af lafði Emily (Peggy Ashc- roft) sem sjálf býr í kjallaranum. Annar leigjandi í húsinu er tilvon- andi söngkona, Jenny, sem Twiggy leikur. Elskhugi hennar er Ronnie Blum (Leigh Lawson), umboðs- maður hstamanna sem hefur meiri áhuga á hæfni Jenny í rúminu en tónhstarhæfileikum hennar. Blum heyrir af tilviljun Manek leika og vih fá nánari upplýsingar um hann og gefa honum tækifæri en Sousatzka snýst til varnar og telur uppáhaldsnemanda sinn eign sína. Hefst nú mikið andlegt stríð um Manek, þar sem móðir hans blandast einnig verulega inn í deil- urnar. Hlutverk Madame Sousatzka er fyrsta hlutverk Shirley MacLaine í kvikmynd frá því hún lék í Terms of Endearment og er hún ánægð með að hafa fengið hlutverkið því ekki minni leikkonur en Jeanne Moreau, Vanessa Redgrave og Anne Bancroft sóttust einnig eftir þessu bitastæða hlutverki. Hlut- verkið markar tímamót á leiklist- arferh MacLaine. í fyrsta skipti leikur hún eldri konu en hún sjálf er. Það reyndist erfitt að finna dreng í hlutverk Maneks. Hundruð drengja voru prófaðir en kröfurnar voru miklar, hann þurfti að geta leikið og sphað þannig á píanó að allir héldu að þar færi snillingur. Hann þurfti einnig að geta rennt sér á hjólaskautum. Sá sem Schlesinger vaidi að lok- um heitir Navin Chowdry og kem- ur frá Bristol. Hann hafði aldrei leikið áður en Schlesinger sá strax að hann hafði meðfædda hæfileika. Schlesinger lét hann í hendurnar á tónhstarleiðbeinanda myndarinn- ar, Yonty Solomon, og eftir þrjú hundruð klukkustunda vinnu var hann tilbúinn að takast á við hlut- verkið. Úrvals leikarar eru í öðrum hlut- verkum. Móður Maneks leikur ein þekktasta leikkona Indlands, Sha- bana Azmi. Peggy Ashcroft hefur lengi verið drottning leiksviðsins í Englandi og Twiggy, fyrrverandi frægasta ljósmyndafyrirsæta heims, hefur sýnt að hún getur vaidið erfiðum hlutverkum. Með allt þetta úrvalslið, að með- töldum kvikmyndatökumanninum Nat Cosby, ætti Madame Sousatzka ekki að geta mistekist, en sýningar hefjast í haust. HK Ken Russell hneykslar eina ferðina enn Ken Russell ásarrit Imogen Millais Scott sem er eftirminnileg í hlutverki Salome. Það er víst óhætt að fuhyrða að Ken Russeh hafi traðkað á minningu margra hstamanna og þótt enginn efist um hæfileika hans þá hefur hann hvaö eftir annað farið yfir markið í frum- legum útleggingum á lífl hstamannanna og það gerir hann enn einu sinni í nýjustu kvikmynd sinni, Salome’s Last Dance. Sérlega er honum í nöp við tónskáldin. Liszt, Mahler og Tcha- ikovsky hafa fengið óbhða útreið hjá honum, sem og aðrir hsta- menn á borð við Byron, Shelley og nú síðast Oscar WUde í Salome’s Last Dance. Myndin gerist á heimili skáldsins í París. Vinir hans eru að setja á svið einkasýningu á bönnuöu leikriti hans, Salome, sem fjallar um Salome dóttur Herodesar og ólifnaðinn á hirðinni. Eins og vænta má í kvikmynd eftir Ken Russeh eru öfgarnir mikhr og mikið gert úr sóðalegum atriðum. Að sjálfsögðu fer sýningin úr böndunum og persónurnar, sem leiknar eru af vinum Wilde, hefja andlegt sem líkamlegt stríð, þó aht gerist þaðáleiksviðinu... Meðal leikara í Salome’s Last Dance eru Glenda Jackson, Stratford Johns, Nicholas Grace og Imogen Mihais-Scott er leik- ur Salome og hefur fengið mikið lof fyrir. Eins og allar myndir Kens Russeh hefur Salome’s Last Dance fengið misjafna dóma. Sjálfur er hann hinn ánægðasti með viðtökurnar og er þegar byrjaður á næstu kvikmynd, eftir síð- ustu skáldsögu Bram Stoker er skrifaði Dracula, The Lair of theWhiteWorm. HK Stratford Jones og Glenda Jack- son leika Herodes og Herodias.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.