Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1988, Síða 43
LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1988. 55 LífsstQl Berat var kölluð borg hinna þúsund glugga. Vegna legu borgarinnar sáust Ijósin úr gluggunum á kvöldin. Aður fyrr þótti tilkomumikil sjón að sjá þessa Ijósadýrð þó að Berat standist ekki samanburð við nútímastórborgir hafa hins vegar lagt mikið upp úr því að fá fólk sem hefur áhuga á landi og þjóð. Hótelin eru góð án þess að vera yfirgengilega flott. Matur og þjónusta er til fyrirmyndar og allt mjög hrein- legt. Á hverju hóteli er matsölustað- ur með alþjóðlegum réttum og á þeim staerstu er boöið upp á skemmtiat- riði. Ég vil samt hvetja þá sem fara til Albaniu að borða þjóðarrétti þeirra. Ég fæ tii dæmis vatn í munn- in að hugsa um eftirrétt sem ég smakkaði en það voru döðlur soðnar í jógúrt og kanel stráð yfir. Lamba- kjöt er mjög' ljúfengt þama og er einnig matreitt í jógúrt. Það er mjög gaman að fara á kafíihúsin þar sem íbúarnir safnast saman á kvöldin. Þar seljast menn niður, drekka þjóö- ardrykkinn „raki“ og spjalla saman. Tónlist er leikin og er hún sú sér- kennilegasta sem ég hef heyrt. Um er að ræða undarlegt sambland af tónlistarstefnum austurs og vesturs. Ég man að Guðmundur Steingríms- son trommuleikari spáði mikið í hvemig stefin væm uppbyggö. Ég vil samt taka fram að tónlistin er mjög áheyrileg. Albanía er fjöllóttasta land Evrópu fyrst er getið í Hómerskviöum. Þetta er ákaflega stolt og sterk þjóð. Gam- an er að geta þess að fyrir hundrað og fimmtíu árum var á íslandi kveð- ið um aðalhetju þeirra. Þessi maður var kallaður Skanderbeg sem þýðir hinn mikli stríðsmaður. Þegar Tyrk- ir byrjuðu að herja á Evrópu kom hann til skjalanna og frelsaöi al- bönsku þjóðina. Tyrkir vom ekki sáttir við að láta litla þjóð eins og Albaníu sparka sér í burtu og sendu árlega fjölmennar fylkingar til að hertaka þá. Skander- beg varðist þessum herjum í tuttugu og átta ár. Sögumenn segja að þessi hetjulega vörn Albana hafi dregið máttinn úr Tyrkjum þannig að þeir urðu að gefa Evrópu upp á bátinn. Hetjudáðir Skanderbegs voru því lof- aðar á fleiri stöðum en í heima- landinu," segir hann. Lambalgöt soðið í jógúrt Hvernig er ferðamannaiönaður- inn og hvað er hægt að skoða þarna? Ég held að Albanir vilji ekki að ferðamannaiðnaðurinn verði of mik- ill. Þeir era lítið spenntir fyrir ferða- mönnum sem vilja búa í lúxus. Þeir Hrafn E. Jónsson og Jóhannes Arason þulur, ásamt litlum albönskum vini þeirra, hvila sig á göngutúr um Durres. en sléttur eru niðri við Miðjarðar- haf. Landslagið er því mjög stórbrot- iö og ákaflega fallegt. Lítil falleg þorp skreyta hlíðar fjallanna og bændum- ir rækta landið á ótrúlegustu stöð- um. Við Miðjarðarhafið eru fallegustu strendur sem ég hef séð. Vatnið er ótrúlega tært og hreint. Stutt undan ströndum Albaníu er eyjan Korfu sem er löngu þekkt sem ferðamanna- staður. Albaníumegin er túrisminn ekki orðinn eins þróaður og persónu- lega tel ég það mikinn kost. Þar er hægt aö njóta strandarlífs í eðlilegu umhverfi. Ég gæti sjálfsagt haldið langar tölur um fegurð Albam’u en ég held það sé varla pláss til þess nú,“ segir Hrafn og brosir. „Ég held að þeir ferðamenn, sem feröast til þessa vinalega lands, komi ekki til með að verða óánægðir með ferðina og ég veit að Islendingar kunna að meta óspjallaða náttúm og vingjarnlegt fólk.“ Þvi er við að bæta að fyrirhuguð er hópferð til Albaníu í september. Dvahst verður viku í landinu en feröalagið allt tekur sautján daga. - Ferðin mun kosta á bilinu 80 til 90 þúsund fyrir manninn. Hægt er aö fá upplýsingar um ferðina hjá M.A.Í. -EG. nimrrn nmn mmn rm LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF Laugavegi 178* Reykjavik - Simi 685811 mngimsmimmnTi ■ ■ ■ ■ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.