Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 4
AUGLÝSING
Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands hefur ákveðið að örva
gerð kvikmynda fyrir börn með því að veita nokkrum
höfundum kvikmyndahandrita fyrir barna- og ungl-
ingamyndir viðurkenningu fyrir handrit sín. Viður-
kenning verður í formi fjárframlags til frekari vinnslu
handritanna og er til hennar efnt í tengslum við
„Markað möguleikanna", sem haldinn verður hér á
landi 17.-21. október nk. „Markaður möguleik-
anna" er haldinn að frumkvæði Norræna-starshóps-
ins um börn og barnamenningu og verður fjallað þar
um þörn og lifandi myndir. Þriggja manna dóm-
nefnd, tilnefnd af stjórn Kvikmyndasjóðs, mun lesa
þau handrit sem berast og velja nokkur úr til viður-
kenningar. Handrit, eða handritsúrdrættir, eigi lengri
en nemur 20 vélrituðum síðum, berist skrifstofu Kvik-
myndasjóðs, pósthólf 320, 121 Reykjavík, í lokuðu
umslagi ásamt dulnefni og réttu höfundarnafni í
öðru lokuðu umslagi, eigi síðar en 15. janúar 1989.
Niðurstöður dómnefndar munu liggja fyrir 15. febrú-
ar 1989.
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
Fréttir
UXEMBORG
1
,psvceruhAT'Ð
PRÍIB
íslenska bílaleigan Lux Víking býðuröll-
um íslendingum uppskerutilboð vegna
góðrar uppskeru í sumar.
Dæmi:
Strandhögg
Austurferð
Víkingaferð
Vínlandsferð
Landnám
(helgarferð 3 dagar)
(1. vika, 7 dagar)
(2. vikur, 14 dagar)
(3. vikur, 21 dagar)
(4. vikur, 28 dagar)
Hjá Lux Víking eru Ford bílar, Ford
1 dagur ókeypis
2 dagar ókeypis
3 dagar ókeypis
5 dagar ókeypis
7 dagar ókeypis
bílar ekki Fiat.
Allar bestu ferðaskrifstofur landsins eru með
Lux Víking bíla.
Hafið samband við ykkar ferðaskrifstofu
strax.
Islenska bílaleigan
7A Rte De Treves Luxemborg síml 90352436888
Sex bílar rákust saman á gatnamótum Miklubrautar og Stakkahliðar í gær-
morgun. Þurfti kranabíll að (jarlægja tvo bíla en ökumenn þeirra beggja
voru fluttir á slysadeild. Tildrög slyssins munu vera þau að maður hljóp
yfir götuna í veg fyrir umferðina með fyrrgreindum afleiðingum. Hvarf
maðurinn af vettvangi við slysið. -hlh/DV-mynd S
SamviskuforföU Skúla Alexanderssonar:
Landskjörsljóm
úrskurðar
um lögmæti
forfalla Skúla
- Jón Oddsson lögmaður hefur oddaaðstöðu
Jón Oddsson lögmaður viröist nú
kominn í oddaaðstöðu um þaö hvort
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar liíir eöa deyr.
Eins og fram hefur komið hefur
Skúli Alexandersson lýst því yfir að
varamaður hans muni taka sæti
hans á þingi ef vantraust á ríkis-
stjómina veröur borið upp í þinginu.
Varamaður hans, Gunnlaugur Har-
aldsson, mun greiða atkvæöi gegn
vantrausti þó Skúli sé yfirlýstur and-
stæðingur stjórnarinnar. Með þess-
um hætti á ríkisstjórnin að halda
velh.
En Skúli þarf að sækja um forfalla-
leyfi til landskjörstjórnar og hún
þarf að gefa út kíörbréf fyrir vara-
manninn. Henni ber jafnframt aö
ganga úr skugga um hvort Skúli hef-
ur lögmæt forfoll.
Eins og fram kom í DV telur Sig-
uröur Líndal prófessor Skúla bijóta
í bága við kosningalög með því aö
ætla sér að víkja af þingi þegar
stjómarfrumvörp sem hann er and-
snúinn koma til afgreiöslu og þegar
vantraust á stjórnina kemur fram.
Forfóll þingmanna séu skýrð sem
veikindi, nauösynleg erindi, óvenju-
legt annríki eöa heimilisaðstæöur.
Yfirlýstur ásetningur Skúla falh ekki
undir þessar skýringar.
Nú mun Skúli sjálfsagt bera fyrir
sig einhveija ástæöu aðra en þá að
þar sem samviska hans segi honum
að greiða atkvæði með vantrausti á
stjórnina þá ætli hann að hleypa
varamanni sínum að sem greiða mun
atkvæði á móti vantrausti. Hvaða
ástæðu sem Skúh mun leggja fyrir
landskjörstjórn mun hún þurfa að
kanna lögmæti hennar og þá sérstak-
lega vandlega þar sem Skúh hefur
lýst broti sínu fyrirfram.
Stj órnarflokkamir eiga tvo fuhtrúa
í landskjörstjórn, Vilhjálm Jónsson
fyrir Framsókn og Baldvin Jónsson
fyrir Alþýðuflokk. Stjómarandstað-
an á einnig tvo fuhtrúa, Benedikt
Blöndal frá Sjálfstæðisflokki og
Brynhildi Flóvenz frá Kvennahsta.
Fimmti stjórnarmaðurinn, Jón
Oddsson, er fuhtrúi bæði fyrir Al-
þýöubandalag og Borgaraflokk.
Hann er því í oddaaðstöðu gagnvart
stjórn og stjórnarandstöðu.
Svo gæti farið að í Ijósi yfirlýsinga
Skúla vilji fulltrúar stjómarandstöð-
unnar draga í efa réttmæti forfaha
hans. Þaö fer þá eftir því hvom meg-
inn hryggjar afstaða Jóns Oddssonar
lendir hvort varamaður Skúla fær
Kjörbréf og getur greitt atkvæöi gegn
vantrausti. Ef ekki má búast við því
að stjómin falh.
-gse
INNROMMUN
GALLERÍ-PLAKÖT • ISLENSK GRAFÍK • ÁLRAMMAR • SMELLURAMMAR
STÓRKOSTLEGT ÚRVAL • NÆG BÍLASTÆÐI • ENGIR STOÐUMÆLAR
RAMMA OPIÐ TIL_______
MIÐSTOÐIN KL. 18 Á LAUGARDÚGUM
SIGTÚN 10-SlMI 25054 SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR
Lenti í
árekstri
á leið á
slysadeild
Tveir stórir fólksbílar rákust sam-
an viö Rauðavatn í gær. Var annar
ökumannanna á leið í endurkomu á
slysadeild í Reykjavík og var meö
annan fótinn í gifsi. Áreksturinn var
harður og voru báöir ökumenn flutt-
ir á slysadeild. Ekki er vitaö um
meiðsl en draga þurfti bílana af vett-
vangi. -Uh