Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 19 Veiðivon Úr Laxá í Dölum: fór heim með tólf í upphafi var ákveöiö að veiða í „púkk“ sem þýöir að skipta á aílan- um jafnt. Þessu mótmælti einn veiöi- maður sem ekki haföi veitt þama áður og vildi bara fara meö sína laxa heim enda sagðist hann ekki vera neinn veiðimaður. Á þetta var ekki hlustað og hópurinn fór til veiða. Vel veiddist á nokkrar stangirnar en minna á aðrar. Hollið veiddi 110 laxa .og þegar skipt var reyndust 12 laxar á stöng. Varð vinurinn, sem veiddi aðeins tvo laxa, að fara heim með 12. Sverrir Þorsteinsson hefur veitt víða á liðnum árum og hér heldur hann á 22 punda hæng, teknum á Skröggtúbu í Sandá í Þistilfirði undir lok veiðitímans. Sigurður Kr. Jónsson er einn þeirra sem veitt hafa i Blöndu og Laxá á Refasveit í sumar. Hér heldur hann á 17 punda hæng úr Blöndu. Ragnar Bragason með 15 punda hrygnu úr Gíslastöðum í Hvítá, einn af þeim stærri á svæðinu. „Það er eitthvgð við þetta sumar, veiðin hefur verið góð og stundum veiddi ég feiknarlega vel, hreinlega mokveiddi," sagði einn af þeim veiði- mönnum sem veitt hafa víða í sum- ar. „Margir veiðitúrar gáfu yfir 20 laxa og einn 50-60 laxa. Það sem vantaði var stærri fiskar í sumar veiöiárnar," sagði veiðimaðurinn ennfremur. Já, veiðin hefur verið góð og eina veiðisögu heyrðum við úr Laxá í Dölum sem skýrir þessa veiði kannski best. Hópur af veiðimönnum var mættur í Þrándargil til veiöa. Nokkir þeirra höfðu veitt þarna áður en einn og einn haföi þó ekki komið í Laxá áður. En er hann kom heim var konan himinlifandi og sagði, eftir að hafa séð alla laxana, að ekkert væri eðli- lega en að hann færi í nokkra veiði- túra næsta sumar. Það var því eftir allt saman ekki alvont að fá alla þessa laxa gefins þó aö konan fengi nú ekki aö heyra alla sólarsöguna. -G.Bender Veiðin í Blöndu þykir töluvert sérstök en laxarnir úr ánni eru ekki sérstakir. Á myndinni sjást þrír fallegir liggja á bakkanum eftir mikla baráttu. Umsjón: Gunnar Bender Veiddi tvo laxa en Miðfjarðará kom vel út i sumar og sum hollin veiddu marga. Hér er verið að raða löxum fyrir utan veiðihúsið í Laxahvammi. Þeir reyndust vera 116. Sólon R. Sigurðsson er einn þeirra sem veitt hafa i Vatnsdalsá i sumar og á myndinni vigtar hann iax konu sinnar. Silungsveiðin er vinsæl og meðan einn rennir fyrir fisk athugar hinn hvort báturinn sé i lagi. Myndin er tekin við Hólmavatn í Borgarfirði. OV-myndir: G.Bender, Sigurður Kr„ Lúther, Benedikt og Lúðvik Víðidalsá í Húnavatnssýslu hefur komið vel út i sumar og veiddust 2100 laxar þar. Á myndinni sjást veiðimenn renna og á bakkanum liggja tveir laxar, 8 og 9 punda, sem tóku flugur. íA' rn Nú er frost í lofti og fyrstu snjóa að vænta hvenær sem er. Því er ráðlegt að huga að því í tíma að koma heimilisbílnum á vetrar- dekk. Neytendasíða DV á mánudag athugar verð á vetrardekkjum, sóluðum og nýjum. Einnig er kannað hvað þjónusta dekkja- verkstæða kostar. Munurinn ertalsverðureftirþví hvort keypt eru sóluð eða ný dekk, með eða án nagla. Öryggi í umferðinni er nauðsynlegt. Und- irstaða þess er að vera á bíl sem er vel og rétt búinn „til fótanna". Vöðvabólga ervelferðarsjúkdómursem hrjáirmarga Islend- inga. Þráttfyrirað líkamsáreynsla við vinnu hafi minnkað með árunum hefur vöðvabólgan aukist. Það bendir eindregið til þess að þessi sjúkdómur sé ekki síður andlegur en líkamleg- ur. Á síðustu árum hefur aukist mjög að fólk vinni við tölv- uskjái sem þýðir miklu minni daglega hreyfingu. Það er að segja enginn þarf að standa upp lengur og ná sér í upplýsing- ar heldur notar hann einungis tölvuna til að leita upplýsinga. Þessi minni daglega hreyfing geturvaldið vöðvabólgu; því er nauðsynlegt að fólk hreyfi sig öllu meira, standi upp og teygi úr sér, fari út að ganga í hádeginu og svo framvegis. Gísli Einarsson, sérfræðingur í orku- og endurhæfinaarsjúk- dómum, segir okkur af hverju við fáum vöðvabólgu og hvern- ig sé best að vinna bug á þessu meini í Lífsstíl DV á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.