Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
19
Veiðivon
Úr Laxá í Dölum:
fór heim með tólf
í upphafi var ákveöiö að veiða í
„púkk“ sem þýöir að skipta á aílan-
um jafnt. Þessu mótmælti einn veiöi-
maður sem ekki haföi veitt þama
áður og vildi bara fara meö sína laxa
heim enda sagðist hann ekki vera
neinn veiðimaður. Á þetta var ekki
hlustað og hópurinn fór til veiða. Vel
veiddist á nokkrar stangirnar en
minna á aðrar. Hollið veiddi 110 laxa
.og þegar skipt var reyndust 12 laxar
á stöng. Varð vinurinn, sem veiddi
aðeins tvo laxa, að fara heim með 12.
Sverrir Þorsteinsson hefur veitt víða
á liðnum árum og hér heldur hann
á 22 punda hæng, teknum á
Skröggtúbu í Sandá í Þistilfirði undir
lok veiðitímans.
Sigurður Kr. Jónsson er einn þeirra
sem veitt hafa i Blöndu og Laxá á
Refasveit í sumar. Hér heldur hann
á 17 punda hæng úr Blöndu.
Ragnar Bragason með 15 punda
hrygnu úr Gíslastöðum í Hvítá, einn
af þeim stærri á svæðinu.
„Það er eitthvgð við þetta sumar,
veiðin hefur verið góð og stundum
veiddi ég feiknarlega vel, hreinlega
mokveiddi," sagði einn af þeim veiði-
mönnum sem veitt hafa víða í sum-
ar. „Margir veiðitúrar gáfu yfir 20
laxa og einn 50-60 laxa. Það sem
vantaði var stærri fiskar í sumar
veiöiárnar," sagði veiðimaðurinn
ennfremur.
Já, veiðin hefur verið góð og eina
veiðisögu heyrðum við úr Laxá í
Dölum sem skýrir þessa veiði
kannski best.
Hópur af veiðimönnum var mættur
í Þrándargil til veiöa. Nokkir þeirra
höfðu veitt þarna áður en einn og
einn haföi þó ekki komið í Laxá áður.
En er hann kom heim var konan
himinlifandi og sagði, eftir að hafa
séð alla laxana, að ekkert væri eðli-
lega en að hann færi í nokkra veiði-
túra næsta sumar. Það var því eftir
allt saman ekki alvont að fá alla
þessa laxa gefins þó aö konan fengi
nú ekki aö heyra alla sólarsöguna.
-G.Bender
Veiðin í Blöndu þykir töluvert sérstök en laxarnir úr ánni eru ekki sérstakir.
Á myndinni sjást þrír fallegir liggja á bakkanum eftir mikla baráttu.
Umsjón:
Gunnar Bender
Veiddi tvo laxa en
Miðfjarðará kom vel út i sumar og sum hollin veiddu marga. Hér er verið
að raða löxum fyrir utan veiðihúsið í Laxahvammi. Þeir reyndust vera 116.
Sólon R. Sigurðsson er einn þeirra sem veitt hafa i Vatnsdalsá i sumar og
á myndinni vigtar hann iax konu sinnar.
Silungsveiðin er vinsæl og meðan
einn rennir fyrir fisk athugar hinn
hvort báturinn sé i lagi. Myndin er
tekin við Hólmavatn í Borgarfirði.
OV-myndir: G.Bender, Sigurður Kr„
Lúther, Benedikt og Lúðvik
Víðidalsá í Húnavatnssýslu hefur
komið vel út i sumar og veiddust
2100 laxar þar. Á myndinni sjást
veiðimenn renna og á bakkanum
liggja tveir laxar, 8 og 9 punda, sem
tóku flugur.
íA' rn
Nú er frost í lofti og fyrstu snjóa að vænta
hvenær sem er. Því er ráðlegt að huga að
því í tíma að koma heimilisbílnum á vetrar-
dekk.
Neytendasíða DV á mánudag athugar
verð á vetrardekkjum, sóluðum og nýjum.
Einnig er kannað hvað þjónusta dekkja-
verkstæða kostar.
Munurinn ertalsverðureftirþví hvort
keypt eru sóluð eða ný dekk, með eða án
nagla.
Öryggi í umferðinni er nauðsynlegt. Und-
irstaða þess er að vera á bíl sem er vel og
rétt búinn „til fótanna".
Vöðvabólga ervelferðarsjúkdómursem hrjáirmarga Islend-
inga. Þráttfyrirað líkamsáreynsla við vinnu hafi minnkað
með árunum hefur vöðvabólgan aukist. Það bendir eindregið
til þess að þessi sjúkdómur sé ekki síður andlegur en líkamleg-
ur.
Á síðustu árum hefur aukist mjög að fólk vinni við tölv-
uskjái sem þýðir miklu minni daglega hreyfingu. Það er að
segja enginn þarf að standa upp lengur og ná sér í upplýsing-
ar heldur notar hann einungis tölvuna til að leita upplýsinga.
Þessi minni daglega hreyfing geturvaldið vöðvabólgu; því
er nauðsynlegt að fólk hreyfi sig öllu meira, standi upp og
teygi úr sér, fari út að ganga í hádeginu og svo framvegis.
Gísli Einarsson, sérfræðingur í orku- og endurhæfinaarsjúk-
dómum, segir okkur af hverju við fáum vöðvabólgu og hvern-
ig sé best að vinna bug á þessu meini í Lífsstíl DV á mánudag.