Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 44
60
LAUGARDAGUR I. OKTÓBER 1988.
Þar sem nú er eitt mesta uppgangs-
ríki Suðaustur-Asíu voru áður sjó-
ræningjar, ópíumsalar og aðrar mið-
ur þokkalegar persónur. Singapore,
eins og ríkið er í dag, var ekki stofn-
sett fyrr en 1819, en nýlegar fréttir
herma að landsmenn séu orðnir svo
ríkir á þessum stutta tíma að þeir
hafi ekki hugmynd um í hvað þeir
eigi að eyða öllum peningunum sín-
um.
Singapore er pínulítið lýðveldi, 617
ferkílómetrar og samanstendur af
einni megineyju og 54 litlum eyjum,
aðeins steinsnar fyrir sunnan Malas-
íuskagann. Landið stendur á kross-
götum viðskipta milli austurs og
vesturs og státar af einhverri um-
svifamestu höfn heimsins.
Landið var eitt sinn þakið frum-
skógi og mýrarfeni en mikiö af því
hefur verið lagt undir útþenslu borg-
arinnar. Norðurhluti landsins er þó
enn þakinn hitabeltisgróðri og í mið-
hlutanum er þónokkuð stórt vernd-
arsvæði, með tilheyrandi kyrki-
slöngum og eitumöðrum.
Mannætur með haia
Ekki fer mörgum sögum af byggð
í Singapore á forsögulegum tíma en
árið 200 skýrir kínverskur sendimað-
ur frá því að landið byggi mannætur
með stuttan hala. Búddistar frá Su-
matra voru fyrstir til að leggja landiö
undir sig á 7. öld. Þeir kölluöu það
Temasek, eða Sjávarborg. Kínvetjar
fóru að venja komur sínar þangað á
10. öld og myndaðist þar vel þekktur
verslunarstaður. Á11. öld kom þang-
að búddískur prins, Nila Utama aö
nafni. Hann hafði ekki fyrr stigið
fæti á land en hann taldi sig hafa séð
ljón og nefndi staðinn því Singa Pura,
sem er malæsk sanskrít og þýðir
^Ljónabær. Og þrátt fyrir að aldrei
hafi villt Ijón verið í landinu festist
nafnið við það. í dag er ljón meö
sporði tákn ferðamálaráðs landsins
og styttu af ljóni þessu má sjá við
höfnina.
Singapore níitímans ber þess órækt
vitni að þrír af hveijum fjórum hinna
2,5 milljón íbúa eru afkomendur kín-
verskra innflytjenda frá megin-
landinu. Um 15 af hundraði eru
Malæjar en 6 af hundraði eru af ind-
versku bergi brotnir. Singapore er
ungt samfélag og atorkusamt og ná-
lægt 40 af hundraði íbúanna voru
♦pekki einu sinni fæddir þegar landið
öðlaðist sjálfstæði frá Bretum 1965.
Friðsamur bræðslupottur
Þjóðtunga Singaporebúa er mal-
æska en enskan er þó mikið notuð í
stjómsýslu og viöskiptum, að
minnsta kosti meðal þeirra sem eiga
samskipti við erlenda ferðamenn.
Önnur opinber tungumál eyríkisins
eru mandarínakínverska og tam-
ílska. Þjóðarbrotin tala síðan fjöl-
margar aðrar mállýskur. Trúar-
brögðin eru jafn fjölbreytileg, búdd-
ismi, taóismi, íslam, hindúismi og
kristni. Trúin er alls staðar nálæg.
Kinversk hof eru meira en fimm
hundruð og önnur trúarbrögð eiga
sér tugi þétt setinna guðshúsa. Þrátt
fyrir alla þessa margbreytni þykja
samskipti kynþáttanna vera til fyrir-
myndar í landinu.
Singaporebúar eru gestrisnir mjög
og taka vel á móti ferðamönnum.
Kínverjamir eiga þaö þó til að vera
heldur feimnir. Eins og annars stað-
ar í Asíu hafa íbúarnir tilhneigingu
til segja útlendingnum það sem þeir
halda að hann vilji heyra, jafnvel
þótt þaö eigi sér litla stoð í raun-
veruleikanum. Slíkt er talið kurteisi.
Afstaða þessi getur þó valdið nokkr-
um misskilningi milli austurs og
vesturs og því mun vera heppilegast
að taka með nokkrum fyrirvara það
sem manni er sagt.
{ Singapore er heilmargt að skoða
þótt landið sé lítið. Vissara er að flýta
sér hægt því hitar geta verið miklir,
enda landiö aðeins 136 kílómetra
norðan miöbaugs. Hitastig er að
meðaltali 30 gráður á daginn allan
ársins hring og 23 gráður á kvöldin.
Þægilegasti ferðamátinn er því með
loftkældum rútum og leiguböum. En
til að njóta borgarinnar til fullnustu
verður ferðamaðurinn líklega að
leggja á sig göngur og ferðalög með
strætisvögnum.
Lyfjagrös við öllum kvillum
Kínverska hverfið, sem heima-
menn kalla Stóra bæinn, er hjarta
Singapore. Stór verður þessi borgar-
hluti þó ekki miklu lengur þar sem
stál og steinsteypa sækja stöðugt á.
Tveir jafnfljótir eru eini samgöngu-
mátinn sem hér kemur að verulegum
notum. Skemmtilegast er að heim-
sækja hverfið bæði á morgnana og
undir kvöld þegar hvað líflegast er
höndlaö á markaðstorgunum. Þar
selja menn lifandi ál, engiferrót, bat-
ik, skreytta lampa og nýslátraðar
kyrkislöngur, svo eitthvað sé nefnt.
Og ef eitthvað amar að heilsunni er
alltaf hægt að heimsækja grasasölu-
manninn eða aðra lækningameist-
ara. Hætt er þó við að varningur
hefðbundinna kínverskra lyfjabúða
komi Vesturlandamanninum
spánskt fyrir sjónir. Blöndurnar eru
úr þurrkuöum skriðkvikindum,
blómum, rótum og berki. Margar
þeirra hafa skjóta verkan, eins og
grængresisolían, sem getur linaö
þrautir í snúnum ökkla.
Singaporeáin er fjölfarin og stund-
um er þar svo mikið af sampönum,
fljótabátum heimamanna, að erfitt
er að grilla í vatnið. Áin er tignuð
sem sál Singapore, enda á borgin, og
landið allt, tilveru sína henni að
þakka. Ekki alls fyrir löngu gerðu
yfirvöld átak í hreinsun árinnar sem
var orðin ansi menguð. Gamlar
byggingar voru einnig rifnar niður.
Meðfram árbakkanum eru nú gisti-
hús og útikaffihús.
Eilíf útsala
Ferðamenn í verslunarhugleiðing-
um komast heldur betur í feitt í Sin-
gapore. Fjöldi verslana og vöruúrval
er með ólíkindum. Ekki spillir heldur
fyrir að verðlag er lágt, nánast alls
staðar fríhafnarverðlag. Það er held-
ur ekki skrítið. Borgin var upphaf-
lega stofnuð sem fríhöfn af Englend-
ingi nokkrum, Raffies að nafni.
Aður en menn festa sér einhvem
hlut skyldu þeir ganga á milli versl-
ana og bera saman verð. í stóru
verslunarhúsunum er verðlag fast
en í litlu búllunum fjarri þeim er
beinlínis ætlast til að viðskiptavinur-
inn prútti.
Fjölbreytni þjóðanna, sem byggja
Singapore, endurspeglast í matar-
gerðinni. Þar geta menn borðað úti
tvisvar á dag svo mánuðum skiptir
án þess að þurfa að snæða hvern
rétt oftar en einu sinni, Þaö getur því
reynst erfitt að ákveöa sig hvar og
hvaö eigi að borða.
-gb
Alls kyns furðuskepnur setja svip sinn á hátíðahald Singaporebúa, eins
og þessi sem hlykkjast um í hinum hefðbundna barong dansi.
Matargerð í Singapore er óvenju fjölbreytt, eins og þjóðirnar sem búa i
landinu. Þessar girnilegu pylsur eru kínverskar.
Sri Mariamman er elsta hindúamusteri borgarinnar og er í Kínahverfinu.
Höggmyndirnar utan á turni musterisins sýna svo ekki verður um villst að
það er byggt af Indverjum.
Tákn Singapore er Ijón, enda þýðir nafn landsins Ljónabær. Slíkar skepnur
hafa þó aldrel fyrlrfundlst vllltar úti í náttúru landsins.