Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 31 Hið vinsanilega hlut- leysi Hriflu-Jónasar Ráðherrarnir í stjórn hinna vinnandi stétta. Hermann Jónasson forsætisráðherra, Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herrg og Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráðherra. Þjóðstjórnin Alvarleg vinnudeila, togaradeilan svonefnda, varð nú til þess að riðla samstöðu krata og Framsóknar. í marsmánuði 1938 var framsóknar- mönnum og sjálfstæðismönnum far- ið að leiðast þófið í togaradeilunni og samþykktu á þingi gerðardóm í deilunni, en eins og vænta mátti voru kommar og kratar því mótfallnir. Haraldur Guðmundsson sagði sig nú úr stjórninni í mótmælaskyni en lýsti því samt yfir fyrir hönd krata að þeir veittu framsóknarstjórninni hlutleysi „ótímabundið". Ári síðar var svo mynduð þjóð- stjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæð- isflokks og Alþýöuflokks undir for- sæti Hermanns. Sjálfstæðismenn voru tregir til þessa stjórnarsam- starfs en létu þó til leiðast. í tíð þjóðstjórnarinnar varð verö- bólgan að vinsælasta vandamáli ís- lenskra stjórnmálamanna en þeir hafa síðan glímt við hana með litlum árangri. I verðbólguglímunni fengu fram- sóknarmenn og sjálfstæðismenn þá fáránlegu hugmynd að samþykkja afleidd gerðardómslög í ársbyrjun Enn var það úrelt kjördæmaskipan sem leiddi til örlagaríkra ákvarðana. Kratar höfðu um 15% atkvæða um þessar mundir, en vegna úreltrar kjördæmaskipunar áttu þeir á hættu að missa alla sína þingmenn í kom- andi kosningum. En í stað þess að leita samkomulags gegn Framsókn um breytingar á kosningalögum, eins og þeir höfðu áður gert í tví- gang, snéru kratar sér nú til Fram- sóknar með það í liuga aö nýta sér úrelta kjördæmaskipan. Til að lokka þjóðvarnarmenn í kosningabandalagið þurftu bæði kratar og Framsókn að hnika til ut- anríkisstefnu sinni og setja fram þá kröfu í orði kveðnu a.m.k., að varn- arsamningurinn við Bandaríkin frá 1951 yðri endurskoðaður meö það fyrir augúm að herinn hyrfi úr landi, en íslendingar tækju sjálfir viö gæslu og viðhaldi varnarmannvirkja. Því er skemmst frá að segja að Hræðslubandalagið náði ekki þing- meirihluta í kosningunum og Fram- sókn og kratar urðu nú aö hleypa Alþýðubandalaginu meö í vinstri stjórnina. Sú stjórn er þekktust fyrir aö færa Jónas Jónsson frá Hriflu hefur stundum verið nefndur „faðir" núverandi flokkakerfis þó slík nafngift sé álíka vafasöm og heið- urinn sem henni fylgir. Fyrir henni er þó flugufótur. í skrifum sínum um nýja flokka- skipan hafði Jónas ekki miklar áhyggjur af íhaldsöfiunum sem allt höfðu af öllu, peningum, völdum og áróðursmálgögnum. En honum varð það hins vegar snemma' kappsmál að stofitaður yrði jafnað- armannaflokkur verkamanna i þéttbýli og fijálslyndur bænda- flokkur sem þá heföu með sér vin- samlegt hlutleysi og mynduöu mót- vægi viö ílialdsöflin. Jónas hafði að verulegu leyti rétt fyrir sér þegar hann spáði því að flokkur íhaldsmanna myndi spretta af gömlu flokkunum, Heimastjómarflokki og gamla Sjálfstæðisflokknum. Hann virðist einnig hafa gert sér grein fyrir ýmsum þeim vandkvæðum sem á því voru að sameina í einum stjóm- málaflokki stórbændur og verka- menn. En Jónas lét ekki sitja við orðin tóm heldur átti hann veigamikinn þátt í því aö stofna ASÍ og þar með Alþýðuflokkinn og var síðan einn helsti hvatamaður að stofnun Framsóknarflokksins. Jónas var mikill aðdáandi Breta en til þeirra sækir hann sennilega hvort tveggja, hugmyndina um þrí- flokkakerfi og þær skipulags- hugmyndir sem urðu ofan á við stofhun ASÍ, aö gera Alþýðuflokk- inn aö stofnun innan þess. Á ámnum 1931-34 barðist Jónsas hafi-ammri baráttu gegn samstarfi framsóknar- og sjálfstæðismanna en þeir síðarnefndu sáu rautt þar sem Jónas fór og kölluðu hamr Framsóknarbolsa. Afstaða Jónasai- til Sjálfstæðisflokksins átti eftir að Guðmundsson, ráðherra kratanna, var fjörutíu og tveggja ára en fjár- málaráðherrann, Eysteinn Jónsson var þá tuttugu og sjö ára, nýkominn í mútur, sögðu gárungarnir. Eitt helsta hitamál þessa tíma var mjólkursölumáliö en í ársbyrjun 1935 tók gildi ný reglugerð um með- ferð og dreifingu mjólkur á höfuð- borgarsvæöinu. Sú reglugerð hafði það í för með sér að Mjólkursamsal- an tók við allri sölu mjólkur í Reykja- vík. Sjálfstæðismenn og kommar voru hatrammir andstæðingar hinnar nýju reglugerðar og kommarnir skipulögðu mjólkurverkfall sem þó rann út í sandinn. Þá urðu róstur í svonefndu dós- entsmáh 1937, er Haraldur Guð- mundsson skipaði séra Sigurð Ein- arsson dósent í guðftæði við HÍ, þrátt fyrir að Haraldur hafði áður sett Björn Magnússon í starfið, en sá var, að mati dómnefndar, eini hæfi um- sækjandinn. Stjórnarflokkarnir urðu ásáttir um alþingiskosningar 1937. Fyrir kosn- ingarnar aftóku bæði kratar og Framsókn stjórnarsamstarf við sjálf- stæðismenn að kosningum loknum. Sjálfstæðisflokkur og Bændaflokk- ur höfðu kosningasamvinnu í ýms- um kjördæmum og sama er að segja um Framsóknarflokk og Alþýðu- flokk, þótt sú samvinna hafi ekki verið opinber. Framboð sjálfstæðismanna og Bændaflokks var nefnd Breiðfylking en framboð krata og Framsóknar Samfylking. Þessar náfngiftir minntu óneitanlega á borgarastyrj- öldina á Spáni sem var í algleymingi um þessar mundir. Því hefur verið haldið fram að í kosningunum 1937 hafi flokkakerfið komist næst því að breytast í tveggja flokka kerfi. Þrátt fyrir nokkurn kosningasigur komma hélt stjórnin velli og allt benti nú til þess að kratar og Fram- sókn ætluðu til frambúðar að deila með sér ríkisstjórninni í sátt og sam- lyndi. En enginn ræður sínum næt- urstað, allra síst í pólitík. 1942 en kratar voru því andvígir og sögðu sig úr stjórninni. Kratar voru nú úti í kuldanum í annað skipti á skömmum tíma. Nú gerðu kratarnir sjálfstæðismönnum tilboð sem sjálfstæðismenn gátu ekki hafnað. Kratar ráku fleyg miili Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með frumvarpi um breytingar á úr- eltri kjördæmaskipan. Sjálfstæðis- menn og sósíalistar voru hlynntir breytingunum, sem voru samþykkt- ar á þingi, en forsætisráðherra sagði af sér í mótmælaskyni við kjör- dæmabreytinguna. Hræðslubandalagið Með falli þjóðstjórnarinnar lýkur því tímabili þegar samvinna Framsókn- ar og krata var nánust. Eftir það hafa þessir flokkar setið saman í fjór- um ríkisstjórnum sem ailar urðu skammlífar. Mikilvægasta tilraunin til að end- urnýja gömlu kynnin var gerð 1956. Eftir stirt sex ára stjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks hugðust nú kratar og fram- sóknarmenn ná þingmeirihluta ásamt þjóðvarnarmönnum, með skipuiögðu kosningabandalagi sem æ síöan hefur veriö nefnt hræöslu- bandalag. Kosningabandalagið var í því fólgið að Framsóknarflokkurinn bauð fram í flestum sveitakjördæmum landsins og naut þar stuðnings krata en Al- þýðuflokkurinn bauð fram í flestúm kaupstöðum með stuðningi fram- sóknarmanna. Að sjálfsögðu var stofnað til þessa kosningabandalags með það í huga að mynda samsteypustjórn Fram- sóknar og krata að kosningum lokn- um. Ekki er ólíklegt að þá hafi menn litið angurværir um öxl til hinna gömlu góðu daga er stjórn hinna vinnandi stétta sat viö völd. í upphafi var það alls ekki ætlunin aö hafa sósíalista, sem nú hétu al- þýðubandalag, með í vinstristjórn- inni. Þetta átti aö verða heiðarleg vinstristjórn „umbótaflokkanna" tveggja, sem höfnuöu öllum öfgum til hægri og vinstri. út landhelgina í tólf mílur og fyrir úrræðaleysi í efnahagsmálum. Engin samstaða náðist í stjórninni um aö- gerðir gegn óðaverðbólgu, og eftir að ASÍ-þing hafði hafnað þeim tilmæl- um Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra að fresta um mánuð vísi- töluuppbótum á laun, baöst forsætis- ráöherra lausnar fyrir ráðuneytið. Þrjátíu ára aðskilnaður - hvað svo? Uppgjöf vinstri stjórnarinnar var al- varlegt áfall fyrir samstarf Fram- sóknar og krata. í kjölfarið sigldi svo viðreisnarstjórnin, tólf ára stjórnar- samstarf Sjálfstæöiflokks og Al- þýöuflokks. Það var ekki fyrr en tutt- ugu árum eftir uppgjöf vinstri stjórn- arinnar, eftir stórsigur Alþýðu- flokksins 1978, að kratar hættu sér í vinstri stjórn fneð Framsókn og Al- þýðubandalagi. Sú stjórn var engin óskastjórn krata, enda sprengdu þeir hana eftir árið og fundu henni flest til foráttu. Þá varð þjóðstjórn Þorsteins Páls- sonar ekki lengri lífdaga auðið, en nú ber svo við að Framsókn og kratar sprengja stjórnina í sameiningu og í sameiningu mynda þeir nýja vinstri- stjórn. Þar tekur sonurinn við þar sem faöirinn hætti. Og nú er það bara spurningin hvort nýja stjórnin eigi eftir að endurnýja hin gömlu kynni eða hvort eftirmælin um sam- starfið verði þau sömu og í kvæðinu um Tristran og ísold: Þeim var ekki skapaö nema aö skilja. -KGK mildast enda varð hann íhalds- samari með árunum. Hann varö mjög eindreginn andstæðingur kommúnisma og beitti sér fyrir stórauknum samskiptum við Bandaríkin. Almemit er taliö aö Jónas hafi öðrum fremur átt heiö- uriim af þjóðstjórainni 1939. -KGK Jónas Jonsson frá Hriflu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.