Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 33
komulagi að ég gæti sett menn í und- irbúning mála.“ Huldumennirnir koma fram í stjórnarmyndunarviðræðunum nefndi Stefán til sögunnar „huldu- mann“ sem hann sagðist hafa tryggt sem fylgismann stjórnarinnar. Stef- án vill ekki svipta hulunni af huldu- manninum en hann er þó til. „Þegar farið verður að greiða atkvæði þá kemur í ljós hvemig þetta mál er til- komið,“ segir Stefán. „Ég sagði það á því stigi að ég gæti tryggt meiri- hluta í báðum deildum t.d. fyrir mál- um sem ég gæti á annað borð sam- þykkt. Nú hefur ýmislegt breyst sem gerir þetta torveldara en ég hygg aö það muni rætast sem ég sagði.“ Þegar Stefán er spurður hvort huldumaðurinn komi í ljós við fyrstu alvarlegu atkvæðagreiðsluna á þingi þetta haust svarar hann stutt og lag- gott: „Eða mennimir." Stefán neitar því að yfirlýsing hans um huldumanninn hafi verið bragð til að auka styrk hans sjálfs í stjórn- armyndunarviðræöunum. „Ég er ekki slóttugur maðursegir hann. „En það er loforð aö ég segi ekki hverjir þetta eru.“ Verkstjóri Steingríms Stefán Valgeirsson er að eigin áliti og annarrafulltrúi landsbyggðarinn- ar á þingi. Hann er fæddur á Auð- brekku í Hörgárdal og hefur alla tíð átt þar heima, „þrátt fyrir allt mitt flakk“, eins og hann orðar það. Eins og margir bændasynir fór hann í búnaðarskólann á Hólum en eftir það tók líf hans aðra stefnu en margra stallbræðra hans. Búfræð- ingurinn varð verkstjóri hjá Reykja- víkurborg og gegndi því starfi í fimm ár. Þar var hann m.a.' verkstjóri Steimgríms sem mörgum hefur reynst erfitt. Jafnframt verkstjórninni stundaði Stefán ökukennslu. Meðal nemenda hans var Fjóla Guðmundsdóttir sem síðar varð eiginkona hans. „Þaö eru alltaf einhveijar tilviljanir sem ráða öllum kynnum," segir Stefán. Eftir að þau giftu sig tók við bú-_ skapur á Auðbrekku. Þó varð Stefán’ að hætta að búa um tíma vegna veik- inda og var í Keflavík næstu átta vetur til að geta verið nærri læknis- þjónustu. „Eg var þar mikið í félags- málum eins og ég hef verið allt mitt líf,“ segir Stefán. „Ég var félagsmálafulltrúi á Vellin- um og formaður starfsmannafélags- ins þar. Ég var formaður bílstjórafé- lagsins á Suðurnesjum og byggöi upp fólksbílastöðina í Keflavík. Ég var formaður byggingasamvinnufélags í Keflavík og þannig hefur ferill minn verið. Ég kom til Keflavíkur í mars 1953 og var þar fram yfir 1960. Ég skrifaði Stefán Valgeirsson Það eru bara hræsnarar og loddarar sem halda að pólltik snúist um eitthvað annað en að koma máium kjósenda sinna fram.“ DV-mynd GVA mikið af greinum í blöö á þessum árum undir mörgiun dulnefnum rnn ástandið á Velhnum. Það vissu samt margir hver þetta var. Ég hef alltaf verið herstöðvaandstæðingur þótt ég viðurkenni að við verðum að taka þátt í vestrænni samvinnu en ég er á móti hervaldi hvar sem það er. Ég tel að málum okkar sé þannig best komiö að hér sé ekki her.“ Leigubílstjóri á Veilinum „Þann tíma sem ég var á Vellinum í félagsmálavafstrinu ók ég leigubíl en kunni illa við mig. Það væri efni í heila bók að segja frá mörgu því sem þar gerðist. Einu sinni var ég búinn að setja saman kafla í slíka bók en veit nú varla hvar þeir eru. Ef ég verð við góða heilsu þegar ég hætti í pólitíkinni þá gæti vel komið til greina að skrifa eitthvað um þessi ár og einnig það sem gerst hefur síö- ustu misserin þótt ég hafi ekki áhuga á að skrifa ævisögu mína. Eftir nokkur ár í Keflavik var ég búinn að ná valdi á mínum sjúk- dómi. Ég er með of stórt hjarta og fæ hjartsláttarköst sem stundum tekst ekki að ná niður nema með spraut- um. Snorri Páll Snorrason læknir sagði mér frá því að menn hefðu sumir getað beitt hugarorkunni til að ná tökum á þessu. Það hefur mér tekist þegar ég er heill heilsu að öðru leyti. Það er svo einkennilegt að ég hef sjaldan lent í því í stjórnmálaumræð- um að fá svona hjartsláttarkast. Einu sinni gerðist þetta þó þegar ég var í ræðustól á alþingi. Ég slapp þó frá því án þess að nokkur tæki eftir. Köstin voru miklu meira vandamál þegar ég vann erfiðisvinnu." Örlagaríkt gjald . „En árið 1961 fór ég alfarinn noröur aftur til að búa. Ég var staðráðinn í að skipta mér ekkert af félagsmálum og fara ekki einu sinni á fundi en það veit enginn sína ævina fyrr en öll er. Ég var fyrst kosinn formaður í Fram- sóknarfélagi Eyjafjarðar án þess aö vera viöstaddur. Ég geri ráö fyrir að afskipti mín af innvigtunargjaldi á mjólk sem Ingólfur heitinn Jónsson, sem þá var landbúnaöarráðherra, ætlaði að leggja á árið 1967 hafi vald- ið nokkru um hvernig málin þróuð- ust. Ég fór á fund út af þessu máli og líkaði ekki hve menn voru linir í af- stöðunni til þess og uggði ekki að mér fyrr en ég var búinn að biðja um orðið. Ég flutti þarna ræðu sem tekið var eftir. Þaö voru stofnaöar nefndir í hverju héraði um málið en ég fór fyrir þeim.' Við höfðum sigur og í þessum átökum var t.d. samið um stofnun Framleiðnisjóös land- búnaðarins. Þetta varð til þess að ýmsir framá- menn í flokknum töldu að málum væri sæmilega komið ef ég gæfi kost á mér til framboðs á þing. Ég hef allt- af verið uppreisnarmaður og á móti óréttlæti." Þeir eiga ekkert erindi á þing Stefán hefur ekkert á móti því að glettast lítilega með sitt stóra hjarta sem hann telur fæðingargalla. „Þaö hefur fylgt mér að ég hef kannski um of reynt að hjálpa lítilmagnanum," segir Stefán. „Þeir telja það óeðlilegt sumir hverjir. Það eru menn sem hanga inni á alþingi og telja sig svo stóra menn að þeir eigi ekki að vera að vasast í því að hjálpa lítilmagn- anum. Þessir menn eiga ekkert er- indi inn á þing, í það minnsta ekki á meðan misréttið er svo yfirþyrmandi aö þaö er vart hægt að hugsa um það. Ég s'kammast mín fyrir hvernig búið er að mörgum í þjóðfélaginu. Hér géta allir haft það gott ef rétt- læti er fylgt bæði af stjórnvöldum og alþýðu manna," sagði Stefán Val- geirsson. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.