Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 12
12
LAUGÁRDAGUR 1. OKTÓBÉR 1988.
Guð sem liggur
fyrir dauöaniun
Japanir bíða nú eftir kaflaskil-
um í sögu sinni. Að vísu reikna
fæstir með miklum breytingum
en þáttaskil eru það engu að síður
þegar elsti keisari sem nú ríkir á
þessari jörö fellur frá. Hirohito
hefur nú legið fyrir dauðanum á
aðra viku og með honum lýkur
tímabili lúns upplýsta friðar í
-Japan. Það hefur staðið í rúma
sex áratugi eða frá því keisarinn
tók við völdum af fóður sínum
áriðl926.
Hinn upplýsti friður
Það er venja í Japan að gefa
valdatíma hvers keisara tiltekið
heiti. Hirohito, sonur sólarinnar,
valdi veldistíma sínum einkunn-
arorðin upplýstur friður. Þetta
hefur reynst sannmæli á síðari
hluta valdatíma keisarans. Öðru
máli gegnir um fyrri hlutann. Það
var tími stríðsógnar sem endaði
með því að tveim kjarnorku-
sprengjum var varpað á japansk-
ar borgir árið 1945. Þar með lauk
einhverjum myrkasta tíma í sögu
Japana.
Keisarinn hefur verið valdalaus
þjóðhöfðingi frá árinu 1945 en
þrátt fyrir allt sem á undan hafði
gengið hefur japanska þjóöin
staðið að baki. keisara sínum eins
og ljóslega hefur komið fram viö
keisarahöllina síöustu daga. Þar
hefur fjöldi fólks veriö saman
Hirohito hugar að hrisgrjónaplöntum í garði keisarahallarinnar. Þetta er sú ímynd sem Japanskeisari hefur haft
síðustu áratugina.
Fólksfjöldinn við keisarahöllina. Japanir hafa fyrirgefið keisara sínum.
kominn dag hvern og beðið fyrir
keisaranum.
Embætti Japanskeisara hefur
alla tíð verið sveipað dulúð og
raunar einnig pólitískri kænsku
eftir aö keisarinn missti völd sín.
Hann var guð samkvæmt hefð-
inni. Guðdómur hans var þó af-
sagður árið 1946 af Douglas Mac-
Arthur sem fór fy rir hernámsliði
Bandaríkjamanna í Japan. Marg-
ir þegnar keisarans hafa þó aldrei
tekiö hann úr guðatölu.
Sigraöur keisari
Hirohito gekk sjálfviljugur á
fundMacArthursskömmueftir •
að styrjöldinni lauk. Árangurinn
af fundum þeirra varð sá að Mac-
Arthur ákvaö að ákæra keisar-
ann ekki fyrir stríðsglæpi og var
sú ákvörðum tekin í trássi viö
vilja sumra bandamanna. Sam-
band keisarans og sigurvegarans
var gott. Virðingin sem MacArt-
hur sýndi Hirohito varö til að
auðvelda Japönum að sætta sig
við hernámiö. Fyrir að halda titli
sínum veitti keisarinn herná-
msstjórninni lögmæti og stuðn-
ing þótt hann viðurkenndi sig
sigraðan.
Á fyrsta fundi sínum með Mac-
Arthur játaði Hirohito á sig alla
stríðsglæpi þegna sinna og lýsti
sig persónulega ábyrgan fyrir
framferði Japana í styrjöldinni.
Hann kom líka af fundinum meö
ljóð sem hann lét birta í borgar-
blööunum og var hvatning til
landsmanna að sætta sig við
hernámið.
Og til að auka á þverstæðurnar
í líft keisarans er hann virtur
sjávarlíffræðingur og hefur
stundað rannsóknir í þeirri grein
fram á þennan dag. Skammt er
síðan hann gekk frá nýjustu
rannsóknunum til birtingar. Næ-
stelsti sonur hans leggur einnig
stund á sjávarlíffræði og er í námi
við háskólann í Oxford á Eng-
landi.
Hirohito er eiginlega seinasti
keisarinn í Japan þótt það komi
í hlut sonar hans að taka við titl-
inum. Þegar Hirohito settist að
völdum var hann sannarlega guð
og sonur sólarinnar. Sonur hans,
Akihito krónprins, hefur enga
slíka titla. Hann tekur við emb-
ættinu sem venjulegur maður.
Óvissa á verð-
bréfamörkuðum
Þrátt fyrir að Hirohito haft ver-
ið valdalaus í 43 ár þá hefur það
sést á verðbréfamörkuðum í Jap-
an undanfarna daga að fráfall
hans veldur óvissu. Sérfræöingar
í veröbréfaviðskiptum nota þá
líkingu að þarna megi sjá skugg-
ann af keisaranum.
Japanskeisari er vinsæll meðal
þegna sinna en hann og fjöl-
skylda hans hefur aldrei notið
viðlíka stjörnudýrkunar og t.d.
breska konungsfjölskyldan. Fjöl-
miðlar elta fólk úr keisarafjöl-
skyldunni ekki á röndum og um
fjölskylduna ganga engar slúður-
sögur. Japanir vita aðeins af keis-
aranum í höllinni í miðborg
Tokýó.
Meðan keisarinn bíður dauðans
deila þegnar hans um hvort nota
eigi þessi tíðindi til að endurmeta
sögu þjóðarinnar. Sagt er aö sam-
viska þjóðarinnar sé slæm vegna
ábyrgðar hennar á voöaverkum
í síðari heimsstyrjöldinni. Þau .
mál hafa aldrei verið gerð upp
frekar en hjá bandamönnum
þeirraístríðinu.
Því hefur verið sagt að Japanir
hafi aldrei litið á sig sem fúllgilda
þjóð meðal þjóða eftir heimsstyrj-
öldina. Dauðikeisarans gæti
breytt þessu. í nær tvo áratugi
var Hirohito tákn fyrir útþenslu-
og hernaöarstefnu Japana. Millj-
ónir hermanna voru tilbúnir að
fórna lífi sínu til að gera alla As-
íubúa íjö þegnum keisarans og
þeir skiptu hundruðum þúsunda