Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
Hugrún starfaði í sjö ár sem fyrirsæta og var á síðum þekktustu tiskublaðanna
meiri eftirtekt en raun ber vitni,
svo ekki sé talað um íslenskar
stúlkur, þær eru einstakar. Ég veit
að margar íslenskar stúlkur gætu
náð langt í þessum „bransa“ og þá
meina ég langt og það fleiri en ein
eða tvær. Þótt tvær stúlkur fari á
ári út á vegum Elite eða Ford þá
er það ekki neitt. Einnig flnnst mér
ekki rétt að henda komungum
stúlkum beint í hörkuna í New
York. Enda hafa þær oftar en ekki
snúið heim áður en langt hefur hð-
ið. Þær standast ekki hörkuna eins
og hún er í New York. Ef stúlka frá
mér færi til starfa í New York yrði
ég með henni þar í að minnsta kosti
mánuð henni til halds og trausts
því þar er „bransinn“ virkilega
harður, ekkert gefið eftir. Að heim-
an koma íslenskar stúlkur úr svo
sérstaklega vemduðu umhverfi að
þær þarfnast sérstakrar aðhlynn-
ingar í fyrstu, hvert sem þær fara.
Reyndar tel ég það mjög heppilegt
fyrir íslenskar stúlkur að hefia
sinn feril hér í London. Hér er sið-
fágaö fólk og tiltölulega líkara því
sem gerist heima en á mörgum
öðrum stöðum, fyrir utan að hér
er töluð enska og fólkið er hjálplegt
og þægilegt. Hér er heldur ekki
þessi rosalega harka í „bransan-
um“, líkt og gerist annars staðar.
Hér myndi ég vilja „ala“ upp íslen-
skar stúlkur og gera þær að topp-
fyrirsætum sem væm alveg með
það á hreinu hvaö þær væm að
fara út í og fyrir hvað þær stæðu."
Fór sjálf aö taka Ijósmyndir
Hugrún segir það. mjög erfitt að
vera úti á götum að leita að stúlk-
um. Það virkar dálítið undarlega
þegar kona fylgist náið með og
grandskoðar aðra konu og segir
hún það stundum vandræðalegt.
Segist hún þó hafa gott auga og
vera næm á að sjá út hverjir komi
til með að myndast vel og hverjir
ekki. Hingað til hefur henni ekki
skjátlast í þeim efnum. „Það hefur
komið fyrir að fólkinu á umboðs-
skrifstofunum hefur ekkert litist
svo mjög á viðkomandi stúlku en
þegar myndimar koma í ljós breyt-
ist á þeim upplitiö. Þá nýt ég mín.
Eitt sinn fékk ég ljósmyndara til
að taka myndir af fallegri stúlku
sem ég hafði uppgötvað. En mynd-
imar komu hræðilega illa út og
varð ég heldur vonsvikin. Ég sá þó
heilmikið við stúlkuna og var alltaf
viss um að hún myndi myndast
vel. Því tók ég fram myndavélina
og prófaði sjálf.“ Þar með hófst fer-
ill Hugrúnar sem ljósmyndara.
„Myndimar komu feiknavel út og
varð ég að vonum himinlifandi.
Stúlkan reyndist hörkufyrirsæta
og ég fékk mikið hrós fyrir mynda-
tökuna. Síðan hef ég verið haldin
mikilli ljósmyndadellu og tek orðið
mikið af prufumyndum af stúlkum
fyrir Premier, sem og aðrar um-
boðsskrifstofur." Myndimar, sem
Hugrún hefur tekið, bera sannar-
lega með sér fagmannlegt og list-
rænt yfirbragð. Undirrituð fékk
líka að kynnast því af eigin raun
að hún virðist alveg vita hvaö hún
er að gera þegar hún stillir fólki
upp og lætur því líða vel fyrir fram-
an myndavélina. Enda hefur hún
verið hvött til að fást við stærri
verkefni á þessu sviði. En Hugrún
vill taka það rólega og fikra sig
áfram áður en hún ræðst út í viða-
meiri myndatökur. Enn er hún að
ná tökum á tæknilegri hlið mál-
anna og hefur notið dyggrar aö-
stoðar Hilmars bróður síns sem er
tískuljósmyndari í London. „Það
væri nú hálffyndið ef ég endaði sem
ljósmyndari - því ljósmyndarinn
er alltaf leiðinlegi gæinn, þessi sem
fer í taugarnar á stelpunum. En það
er aldrei að vita. Mér finnst þetta
mjög gaman og ætla ég bara að
þróa mig áfram á þessari braut í
rólegheitum. Hver einasta fyrir-
sæta spyr sjálfa sig: Hvað kem ég
til með að gera eftir að ég hætti að
sitja fyrir?
Ekkert jafnast á við
móðurhlutverkið
Núna nýt ég mín til fulls í móður-
hlutverkinu og því sem ég er að
fást við. Eftir mörg ár í þessari
hörku sem fyrirsætustarfinu fylgir
finnst mér móðurhlutverkið vera
algjör draumur. Það jafnast ekkert
á við að fylgjast með þessum ein-
staklingi vaxa og þroskast. Ef ég
vildi gæti ég létt mig um nokkur
kíló og hafið aftur fyrirsætustörf.
En því fylgja ferðalög og óregluleg-
ur vinnutími og er ég ekki tilbúin
í slíkt næstu árin meðan Olivia er
að alast upp. Ég vil vera sem mest
með henni enda er hún það sem
skiptir mig mestu máli. Vegna
þessa hentaði ljósmyndunin'mér
betur.“ ... ef ég létti mig um nokk-
ur kíló, hugsaði blaðamaðurinn og
reyndi að kílfia eftir einhvetju
aukakílóinu á stúlkunni. „Jú,
stelpumar verða að vera svo þræl-
grannar. Þaö er ekkert grín að vera
kannski gert freistandi tilboð en
verða svo að víkja vegna þess að
stúlkan við hliðina á þér passaði
betur í fótin en þú. Hvert kíló getur
skiptir sköpum. Það er ekkert auð-
velt að koma 15-16 ára stelpum í
skilning um þetta. Þær eru auðvit-
að grannar og kannski taldar of
grannar af mæörum sínum en svo
þykja þær of þungar þegar þær
ætla að gerast fyrirsætur. Það er
erfitt að þurfa að segja unglings-
stelpum að hætta að borða sælgæti
og beina að þeim kannski bara sal-
ati. Svona verður það að vera.“
- Eftir hveiju öðru er sóst í fari
fyrirsæta?
„Það er mjög misjafnt og fer oft
eftir umboðsskrifstofum. Hver
umboðsskrifstofa hefur gjarnan
ákveðinn stíl; sækist eftir vissum
„týpum“ af stúlkum. Hjá Premier
er sóst eftir ungum, frísklegum
stúlkum. Þær era náttúruböm og
oft dálítið sérstakar - alls ekki bara
einhveijar fegurðardrottningar
heldur stúlkur sem eru fallegar
vegna sérkenna sinna.
Misjafnt hvernig
fólk myndast
Annars er mjög misjafnt hvernig
fólk myndast. Stúlka, sem virkar
ósköp venjuleg og lítt spennandi,
getur orðið ómótstæðileg á mynd-
um, án þess að hún sé kafmáluð
eða henni breytt. Bara með réttum
uppstillingum, svipbrigðum og
öðru er hægt að fá fram ótrúleg-
ustu hluti. Svo getur algjör fegurð-
ardrottning myndast illa. Reyndar
er það svo, eins og ég sagði áðan,
að margt annað gerir stúlku að
góðri fyrirsætu en fallegt andlit og
góður vöxtur. Persónan sjálf er
númer eitt. Það er til nóg af gull-
fallegum andlitum en á myndum
verða mörg þeirra lítt spennandi.
Það vantar raunverulegan glampa
í augun. Því reyni ég að fá þær
stúlkur, sem ég er að mynda, til aö
gefa af sjálfum sér við myndatök-
una. Þetta eru góðár stúlkur sem
ég hef unnið með, því reyni ég að
láta þær hugsa um það að þær eru _
líka fallegar að innan. Þannig næst
fram glampinn í augun og stúlkan
myndast betur á allan hátt. Það
getur verið mjög erfitt aö byija og
venjast því að láta mynda sig. Ljós-
myndarinn eða einhveijir aðrir eru
þeir sem ráða því hvemig maöur á
að lita út og í byrjun þýðir ekkert
að segja nei við því. Ef fyrirsætum-
ar eru þijóskar og vilja strax bara
gera ákveðna hluti og annað ekki
er alveg eins gott fyrir þær að snúa
sér að einhveiju öðru. En þá er
mikilvægt að geta haldið jafnvægi
enda eru þaö sterkustu persónu-
leikarnir sem komast í gegnum
þetta og haldast eitthvað í þessu
starfi. Ef einhver veikur punktur
er á þér færðu ekki tækifæri. Þú
verður þá að fara heim og bæta þig
og koma kannski aftur seinna.“ Og
þar með er blaðamaðurinn dreginn
í bíltúr. Ætlunin er að líta inn á
umboðsskrifstofumar og sjá
hvemig lífið gengur fyrir sig þar.
... alveg eins og í bíómyndunum
sifia þær þama, ungar, óöruggar
stúlkur, frammi á gangi með möpp-
una í höndunum og bíða þess aö
vera kallaðar inn í viötal. Inni fyrir
er andrúmsloftiö rafmagnað: fyrir-
sætur að koma og fara og hver og
einn uppveðraður við minnstu eft-
irtekt sem hann fær. Myndir skoð-
aðar fram og til baka og allir ægi-
lega elskulegir að reyna að ota sín-
um tota. „Þetta er það sem þaö
snýst um,“ segir Hugrún...
Viðtal: Rósa Guðbjartsdóttir