Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
27
Smælki
Sæl nú!... Rússamir koma,
rússamir koma. Rússneskir
popparar em sífellt að færa
sig upp á skaftið á Vesturl-
öndum og gera sér dælt við
stórstjömumar. Þannig er nú
David Stewart úr Eurythmics
upptekinn við að stjóma upp-
tökum á sólóplötu Sovét-
mannsins Boris Grebens-
hikovs (flott nafn á vinsælda-
listana) sem CBS útgáfufyrir-
tækið ætlar að gefa út á
næsta ári. Tvær þekktar söng-
konur koma ennfremur við
sögu á þessari plötu, þær
Annie Lennox og Chrissie
Hynde... Rattie and Hum
er nafn á kvikmynd og plötu
sem U2 er að setja á markað
í Bandarikjunum á næstunni.
Myndin fjallar um hljómleika-
ferð hl jómsveitarinnar um
Bandaríkin og lýsir jafnframt
þvi hvernig heimsveldið kem-
ur irsku rokkumnum fyrir
sjónir... Þegarhanskon-
unglega ótukt Prince kom til
Lundúna á dögunum beið hans
herskari af aðdáendum á flug-
vellinum. Prinsinn vildi vera
rausnarlegur við pöpulinn og
bauð því fjómm úr hópnum
að koma með í bíl sinum inn
i borgina. Á leiðinni hugðist
goðið vera enn rausnarlegra
og bauð öllum á næsta
McDonalds hamborgarastað
en þegar kom að þvi að borga
reikninginn kom babb í bátinn
því Prinsinn átti ekki eins-
eyring með gati i breskri
mynt og máttu aðdáendumir
borga fyrir sig sjálfir... Það
hefur nú verið staðfest að bak
við dul nefnið Bunburys á
plötunni One Moment in Time
em engir aðrir en Bee Gees
og Eric Clapton. Lagið sem
The Bunburys flytja á plötunni
heitir Fight (No Matter How
Long) er eftir Gibb bræðurna
og þeir syngja bakraddir en
Clapton sér um gitarleik og
aðalsöngrödd ... Gömlu
Stray Cats em byrjaðir annað
lif sitt sem hljómsveit og fam-
ir að troða upp í Bandaríkjun-
um og Kanada. Kettimir fara
svo i hljóðver i nóvember
næstkomandi og hljóðríta
plötu sem Dave Edmunds
stjómar upptökum á... So-
ulkóngurinn James Browne
þótt sleppa vel um daginn
þegar hann var dæmdur i um
það bil 80 þúsund króna sekt
fyrir ólöglegan vopnaburð,
mótþróa við handtöku og að
hafa eiturlyf í fómm sinum.
Browne hefði nefnilega hæg-
lega getað fengið tveggja og
hálfs árs fangelsi og 150 þús-
und króna sekt ef hann hefði
verið réttur og sléttur Jón en
ekki séra Jón ... bless...
Lífið leikur við lisu Minelli:
Stærsta óskin er þó enn óuppfyilt
Lisa Minelii ásamt eiginmanninum, Mark Gero. Þau hafa veriö gift siöan
1979 en hann er sjö árum yngri en hún.
Leikkonan og söngkonan Lisa Min-
elli er orðin 42 ára og hefur enn ekki
fengið stærstu ósk sína uppfyllta -
að verða móðir. Lisa Minelli leikur
um þessar mundir í kvikmyndinni
Arthur 2 On the Rocks á móti Dudley
Moore. í myndinni ættleiðir Minelli
lítið barn og því er hún spurö hvort
hún hafi aldrei hugsað út í slíka hluti
í veruleikanum.
„Ég veit það ekki,“ svarar hún.
„Þetta er spurning sem ég á erfitt
með að svara. Mér leiðist að segja
eitthvað sem ég á eftir að sjá eftir
síðar.“ En Lisa Minelli hefur ákveðn-
ar skoðanir á því hvernig hún vill
ala upp barn. „Ég myndi ekki vera
með neinar öfgar á því sviði. Hvorki
með ofverndun né heldur að ýta því
í sviðsljósið. Ætli ég myndi ekki velja
svipaða leið og þá er ég fékk. Ég var
alltaf annaðhvort með móður minni
eða foður (Judy Garland og Vincente
Minelli). í stað þess að halda ýmsum
hlutum leyndum fyrir mér gerðu þau
mér ljóst hvað gæti gerst þegar ég
yrði fullorðin," segir Lisa Minelli.
„Ég hef þá trú að barn, sem er of-
verndaö, geti ekki tekist á við lífið
þegar það þarf að standa á eigin fót-
um. Ef ég á einhvern tímann eftir að
eignast barn mun ég taka það með
mér hvert sem ég fer. Sjálft uppeldið
er hlutur sem ,ég vil ekki hugsa svo
mikiö um. Það nauðsynlegasta er aö
gera þaö náttúrlegt og eðlilegt," segir
leikkonan.
Lisa Minelli fær þó oft að hafa barn
hjá sér því hún er oft barnfóstra fyr-
ir hálfsystur sína, Lornu Luft. Auk
þess er hún guömóðir ellefu barna
sem vinir hennar eiga. „Sonur
Lornu, Jessie, er mesta augnayndi
sem ég hef á ævi minni kynnst,“ seg-
ir hún.
Lisa Minelli býr nú með þriðja eig-
inmanni sínum, hinum 35 ára Mark
Gero. Hjónaband þeirra er sagt mjög
gott. Fyrsti eiginmaður Lisu Minelli
var Ástralinn Peter Allen. Þau voru
gift á árunum 1967-72. Annað hjóna-
band hennar var með Jack Haley
yngri. Hjónaband þeirra stóð yfir á
árunum 1974-78. Eftir það átti Lisa
Minelli í ástarsamböndum sem
heimsathygli vöktu, bæði með Desi
Arnaz yngri og Peter Sellers.
Núverandi eiginmaður hennar,
Mark Gero, er sagður rólegur og yfir-
vegaður. Þeir sem þekkja segja að
slík manngerð eigi vel við Lisu Miri-
elli. Hann er líka eini karlmaðurinn
í lífi hennar sem faðir hennar, sem
nú er látinn, gat fellt sig við.
Mark Gero er listamaöur, býr til
nýmóðins skúlptúra úr steini og leir.
Sögusagnir hafa verið uppi um að
Lisa Minelli hafi setið nakin fyrir hjá
honum og Gero hafi búið hana til úr
steini. Aö þessu skellihlær Lisa Min-
elli. „Nei, almáttugur, það hefur
hann ekki gert.“ Þau búa í sex her-
bergja íbúð í New York.
„Mark fer snemma að vinna á
morgnana. Þá dunda ég við aö taka
upp bréf og geri.það sem þarf aö gera
þegar ég er ekki að vinna. Oft borða
ég hádegisverð með vinum mínum.
Þegar ég er heima geri ég oft fárán-
lega hluti eins og að glápa á sápuó-
perur í sjónvarpinu. Eg bý til kvöld-
verð þegar Mark kemur heim, við
förum síðan á bíó eða horfum á sjón-
varp. Þetta virkar óspennandi líf en
mér líkar það betur en það líf sem
ég lifði áður,“ segir Lisa Minelli.
Hún hugsar sjálfsagt til þeirra ára
er hún var drottning gleðilifsins í
New York. Þá skemmti hún sér fram
á hvern morgun með helsta „þotu-
liöi“ borgarinnar sem í voru þá
hennar bestu vinir. Margir þeirra
eru ennþá vinir hennar, eins og
tískukóngurinn Halston, að
ógleymdri Liz Taylor. Hún hefur sagt
skiliö við næturlífiö líkt og Minelli.
Eins og flestum er kunnugt áttu báð-
ar þessar leikkonur við eiturlyfja- og
drykkjuvandamál að stríða.
Ég skammast min ekki
„Ég hef alltaf talað opinskátt um
vandamál mín og skammast mín
ekki fyrir þau. Líf mitt hefur orðiö
þúsund sinnum betra eftir að ég
hætti að drekka og taka inn pillur.
Ég lifi fyrir einn dag í einu og það
gerir mér auðveldara að hugsá um
morgundaginn. Eg á stuöningshóp,
bæði Mark og Liz, auk annarra vina.
Án þeirra hefði ég aldrei komist í
gegnum þetta,“ segir Lisa Minelli.
„Liz hefur hjálpað mér mjög mikið.
Hún er sterk og hefur reynsluna.
Hún hefur verið mér sem fósturmóð-
ir og það er ekki bara ég sem hún
hefur hjálpað.“
Lisa er þakklát fyrir það líf sem
hún á í dag. Hún mundi þó ekki vilja
breyta fortíðinni þó hún heföi getað.
Það sem ég hef upplifað hefur gefið
mér vissa reynslu - gert mig að því
sem ég er í dag. Ef maður þarf að
ganga í gegnum helvíti til að finna
gleði og hamingju þá er það þess
virði. Það hef ég orðið að þola. Að
lifa með áhyggjur og sjálfsásökun er
erfitt fyrir hvern sem er. Enginn
ætti að lifa þannig lífi,“ segir Lisa.
Hún er unglegri í dag en hún var
árið 1982 er hún lék í fyrstu kvik-
myndinni um Arthur.
Heilsa og aldur
„Ég er, eins og margir aðrir, farin
aö hugsa um aldurinn. Ég hef svo
sem ekki mikið að missa því falleg
hef ég aldrei verið. Hins vegar hefur
andlit mitt, eins og það er, gefiö mér
gott starf. í staö þess að svekkja mig
á útlitinu eins og ég gerði hugsa ég
nú meira um heilsuna."
Lisa gerir leikfimiæfingar á hverj-
um morgni og tvisvar í viku er hún
í jassballett. Hún býr í New York og
það þýðir að hún gengur mikiö. Alla
tíð hefur hún barist við aukakílóin
og segir hálfuppgefin: „Ég er búin
að prófa alla megrunarkúra sem til
eru. Stundum hef ég misst fáein kíló
en ég hef ekki ennþá fundið þann
megrunarkúr sem sýnir áhrif að
ráði. Hins vegar hef ég lært að gefast
aldrei upp þó móti blási.“
Eitt hefur Lisa þó ekki látið eftir
sér - aö hætta að reykja. Hún reykir
eins og strompur. „Þetta er minn síð-
asti séns,“ segir hún. Lisu er mjög
oft líkt við móður sína, Judy Garland
sem var fræg leikkona. Hún átti við
áfengisvandamál að stríða, líkt og
dóttirin. Öfugt við móðurina tókst
Lisu að hætta áður en það varð of
seint. Milli þess sem Lisu Minelli var
kastað á milli fráskildra foreldra
sinna segir hún barnæsku sína hafa
verið hamingjusama.
„Ég fann alltaf að foreldrum mín-
um þótti vænt um mig. Ef þau hefðu
keypt mig með gjöfum væri ég
kannski eyðilögð í dag. Samt ólst ég
upp við lúxus, en það var aldrei á
kostnað athygli foreldra minna. Ég
var alltaf hrædd um að eiga ekki
nógu mikla peninga því foreldrar
mínir eyddu alltaf um efni fram.
Rukkarar voru sífellt á dyrabjöll-
unni.
Lisa og Mark hafa verið gift síðan
1979. Þau eiga hús í Lake Tahoe í
Nevada en þangað fara þau á skíði.
Nú leita þau eftir helgarbústað fyrir
utan New York. í sumar hefur Lisa
eytt miklum tíma í aö auglýsa „Art-
hur 2 On the Rocks". Nýlega hefur
hún einnig verið á feröalagi með
Frank Sinatra og Sammy Davis yngri
sem hún hefur þekkt frá barnæsku.
Kannski koma þau til Evrópu á
næsta ári. Lisa hefur því ekki ein-
ungis komið reglu á einkalífið.
Frægö hennar blómstrar sem aldrei
fyrr. Hún á sér einkunnarorð: Að
verða betri listamaður og að verða
betri manneskja.
. „Mark hefur haft mikil áhrif á mig.
Hann er duglegur og ég viröi hann í
öllu sem hann gerir. Til að ávinna
mér virðingu hans var ég nauðbeygö
til aö breyta um lifnaðarhætti."
Margt þekkt fólk hefur skrifað
bækur um ævi sína. Lisa hefur verið
beðin um það mörgum sinnum. „Út-
gefendur hafa margoft sagt við mig:
Þú getur hjálpað öðrum með því að
skrifa bók um sjálfa þig eða móður
þína. - i fyrstu trúði ég þessu en nú
hef ég séð aö þeir eru bara að snapa
eftir slúðri um eins margar persónur
og þeir geta náð í. Ég gæti aldrei
misnotað vini mína á þann hátt,“
segir Lisa og undirstrikar það sem
margir hennar vina hafa sagt: „Lisa
er besti vinur sem þú getur átt í kvik-
myndaheiminum."
Árthur 2 On the Rocks hefur enn
ekki verið sýnd hér á landi. í Banda-
ríkjunum hafa margir gagnrýnendur
hafið Lisu upp til skýja fyrir leik sinn
í myndinni en allir eru þeir sammála
um að handritið sé hræðilega lélegt.