Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Popp DV k.d. lang - Shadowland. bjartari daga. Myndin olii þó engri varanlegri hugarfarsbreytingu. Ut- gefendur urðu því að láta sér detta eitthvað annað í hug. Og síöustu fimm árin hafa þeir markvisst leit- að að nýjum stjörnum, ungu fólki sem gæti verið í fararbroddi út þessa öld og eitthvað inn í þá næstu. Leitin virðist hafa borið árangur hjá allmörgum. Til dæmis er ný stórstjama komin fram á sjónar- sviðið. Randy Travis heitir hann, 28 ára gamall, og er sagður höfða til mjög breiðs aldurshóps. Allt frá táningum upp í þá sem ólust upp með George Jones, Jim Reeves og Patsy Cline í eyrunum. Travis hefur sent frá sér þijár plötur, eina á ári síðan 1986. Tvær þær fyrstu voru hlaðnar lofi og margs konar viðurkenningúm. Sú ekki má vanta í plötusafn unnenda dreifbýlistónlistarinnar. Sama má raunar segja um nýja plötu söngkonunnar k.d. lang frá Kanada. Shadowland nefnist nýj- asta plata hennar, tólf laga og af- skaplega þægileg áheymar. k.d. lang leikur svipaðan leik og Travis og velur mestmegnis gamla tónlist á plötu sína. Við upptökustjórnina er síðan gamalreyndur refur í dreifbýlisheimum, Owen Bradley. Hann uppgötvaði til dæmis Patsy Cline á sínum tíma og vann mikið með Marty Robbins, Jim Reeves, Eddy Arnold og fleirum. Bradley hafði að mestu leyti sest í helgan stein þegar honum var boðið að taka k.d. lang að sér. Hann hafði meira að segja orðið sér úti um vægt hjartaáfall. Skemmst er frá því að segja að sá gamli hresstist um rokks og rokkabillys. Nýjasta platan kom út í sumar og heitir Buenas Noches From a Lonely Ro- om. Þar sýnir Yoakam að hann á sér rólyndislega og yfirvegaða hlið. Gagnstætt þeim sem fyrr eru nefnd heldur hann sig aðallega við frums- amin lög. En rétt svona til að sýna getuna grípur hann einnig til verka gömlu meistaranna og flytur fáein lög frá sjötta áratugnum og eitt frá þeim áttunda. Að minu mati er Dwight Yoakam öUu áheyrilegri þegar hann fæst við rokk og rokkabilly. Þó er alls ekki hægt aö afskrifa Buenas Noc- hes því að vel er tU hennar vandað í aUa staði. Hér hafa aðeins veriö nefndar þijár dreifbýUshetjur sem hafa tek- ið þátt í að rífa kántrítónUstina upp úr þeirri lægð sem hún var komin DwightYoakam- Buenas Noches From a Lonely Room. Stórsókn nýrra dreiíbýlisstjama svo við að heyra í söngkonunni ungu að hann óð til starfa af end- urnýjuðum þrótti, henti frá sér pill- uglösunum og sagði hæfileika k.d. lang vera sér nægilega lækningu. Af öllum nýliðunum, sem komið hafa fram á sjónarsvið dreifbýlis- tónlistarinnar síöustu fimm árin, má áreiðanlega sæma Dwight Yo- akam titlinum mesti töffarinn. Hann hafði áður reynt fyrir sér í bandaríska nýbylgjurokkinu en söðlaði síðan um og sneri sér aö kántrítónUst. Dwight Yoakam hefur sent frá sér þijár plötur. Tvær þær fyrstu voru firnahressar - reyndar oft á mörk- Randy Travis - Old 8x10. í. Aðrir sem láta að sér kveða um þessar mundir og þykja mjög efni- legir eru The Judds, Steve Earle, Sweethearts Of The Rodeo, K.T. OsUn og Rosie Flores. í hverju skyldi þessi „nýbylgja" dreifbýlistónlistarinnar vera fólg- in? Hvað nýtt hefur þetta unga tón- Ustarfólk fram að færa sem eldri Ustamennina skortir? Jú, „nýja“ dreifbýlistónlistin er í raun og veru afturhvarf til gömlu daganna. Raf- magnshljóðfærum er að mestu ýtt til hliðar og fiðlur, harmóníkur, banjó, mandólín og önnur slík komin í staðinn. Kántrítónlist Kenny Rogers, Dollyar Parton og slíkra er í raun og veru aðeins popp með svolitlu kántríívafi. Hljómsveitin Eagles var til aö mynda talin til flytjenda dreifbýlistónlistar, að minnsta kosti fyrstu árin á ferU sínum. Hreinstefnumenn fagna því unga fólkinu af öllu hjarta. Dreifbýlistónlistin eða kántrí eins og hún er allajafna kölluð er í sókn í heiminum. Og það eru ekki gömlu hetjurnar sem slógu í gegn á sjötta. sjöunda eöa áttunda ára- tugnum sem eru að sækja í sig veð- rið. Nú eru mættir til leiks nýir söngvarar og hljóðfæraleikarar sem höfða til ungs fólks um tví- tugt. Fólks sem búið var að gefa dreifbýlistónlist upp á bátinn sem staðnað leiðindafvrirbæri handa miðaldra fólki og þaðan af eldra. Þegar kvikmyndin Urban Cow- boy sló í gegn um allan heim árið 1980 töldu margir að nú sæju flytj- endur dreifbýlistónlistar fram á virðist og ætla að verða reyndin með nýjustu plötuna. Hún neitir Old 8x10 og hefur að geyma marga þekkta smelli. Platan hefur selst geysivel og tæpast að ófyrirsynju. Plötudómar Ásgeir Tómasson Randy Travis er einfaldlega góður söngvari og heföi getað slégiö i gegn þó svo að hann hefði einbeitt sér að popptónlist. Platan ber þess öll merki að til hennar er vandað í hvívetna. Sem sagt kjörgripur sem Annað spilar inn í það að ungu tónlistarmennirnir ná betur til tán- inga og fólks á þrítugsaldri en gömlu stjörnurnar. Ástæðan er einfaldlega útlitið. George Michael nær betur til unglinga en Peter Cetera. Einfaldlega vegna þess að annar er ungur og töff, hinn er miðaldra og feitur. Það er því ljóst að sömu lögmál gilda í dreifbýlis- tónlist og öðrum tegundum dægur- tónlistar. Og það eru ekki aðeins Banda- ríkjamenn sem hafa tekiö nýjum stjörnum dreifbýlistónlistarinnar opnum örmum. Randy Travis hef- ur til að mynda ferðast um allan heim og haldið hljómleika. Fleiri og fleiri láta að sér kveöa í Evrópu og án efa víðar. Á íslandi eru kántríplötur meira aö segja farnar að seljast. Ekki með neinum látum en að sögn fer hópurinn stækkandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.