Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 15 „Er erfitt aö vera faöir,“ spurði táningurinn á heimilinu og glotti framan í undirritaðan, fóður sinn. Faðirinn hreytti einhverjum ónot- um í strákinn, sennilega af því hann vissi upp á sig skömmina. Þrátt fyrir árin öll í hlutverkinu gat hann varla talist fullnuma. Faö- irinn stóð fyrir framan ísskápinn í hádeginu einn nýliðinn vikudag, vonlítill á svipinn. Til stóð að gefa börnunum eitthvað í svanginn og koma þeim svo í skólann. Æfmg- una vantaði illilega en faðirinn vissi að nú var að duga eða drepast. Vandræði þessi voru til komin af því að móöirin, hæstráöandi til sjós og lands, hafði tekið upp á þeim óskunda að bregða sér í vikuferð til útlanda. Heimilisstöríin og upp- eldið lenti því á húsbóndanum. Utanlandsferðin var sem betur fer ákveðin með stuttum fyrirvara og því náði kvíði vegna heimilisstarf- anna ekki að safnast upp að marki. Sama er að segja um börnin. Þau sáu auðvitað fram á hörmungartíð, en vika er svo sem fljót að líða. Þau muna nefnilega enn, þótt komið sé á fjórða ár, er þau lentu í svipuöu máli. Þá fór móðirin í ferð sem stóð í tvær vikur. Þá voru pylsur í mat- inn, ýmist með pylsubrauði eða venjulegu brauði. Bjúgu voru ábyggilega hituö og einhver óg- rynni notuð af seríósi og kexi. Öllu þessu tóku börnin af stakri þolin- mæði og biðu þess eins að móðirin kæmi úr ferðinni. Þó gátu þau ekki orða bundist á síðasta degi þessa sérstaka mötuneytis fööurins. Þá var þeim boöið upp á kornflex og franskar kartöflur._ Þá samsetn- ingu höfðu þau aldrei séð áður á borðum. Glott á fyrsta degi Það var því von að táningurinn, fær í flestan sjó, glotti er hann sá kokkinn föður sinn standa eins og þvöru fyrir framan matarbúr heimilisins. Þetta var á fyrsta degi útlegðar móðurinnar. Strákurinn fékk sér epli og var án efa búinn með hálft franskbrauð með sultu áður en pabbi gamli skaust heim úr vinnunni til að sjá um heimilið. Eftir að hafa náð sér í eplið snaraði hann sér út og sagðist ætla í skól- ann. Hann hefur án efa séð það strax að skynsamlegast var að koma sér af vettvangi. Miðbarnið, tólf ára töffari, sá að ekki var á þann gamla að treysta. Hann fór því í einn skápa móður sinnar og sótti sér hafragrjón. „Haföu ekki áhyggjur,“ sagði hann, „ég bý mér til hafragraut.“ Sá gamli lét sér það vel líka, þótt enn fái hann ekki skil- ið dálæti stráksins á þessum eftir- rétti. Ballett og foreldrafundir Allt horfði þetta vel, en aðalvand- inn var eftir. Heimasætan á heimil- inu, sjö vetra, er ströng við föður sinn. Allt skal vera eftir bókinni. Hún átti að fá að borða undirstöðu- góðan mat áður en hún færi í skól- ann. Svo átti að smyrja nesti og setja í töskuna. Klukkan hálf fimm átti pabbi síðan aö vera kominn heim til þess að fara með þá dálitlu í djassballett. Þar átti að bíða og keyra svo beint í skólann í náms- kynningu. „Hvar er miðinn um það,“ spurði pabbinn sem mundi nú að hann hafði stundum séð eig- inkonu sína lesa miða til foreldra frá kennurum barna sinna. Við nánari athugun komst hann að því aö hér var um eins konar foreldrá- fund að ræða. Fyrirbrigði sem hann hafði forðast eins og heitan eldinn öll þessi ár. Afsakaði sig með því að hann væri að vinna og kæm- ist því miður ekki. Nú stoðaði ekki lengur að halda því fram. „Ég fékk svona miða lika,“ sagði sá tólf ára um leið og hann tók hafragrautinn af eldavélinni. „Við eigum að mæta klukkan átta," sagði hann og bætti því viö að táningurinn, stóri bróð- ir, hefði örugglega falið sinn miöa einhvers staðar. Hann var hins vegar ekki til frásagnar, farinn með eplið í skólann. Fall á prófinu í hverju er ég lentur, hugsaði ör- vinglaður faðirinn, og það strax á fyrsta degi þessa mötuneytistíma- bils. Ekki nóg með matseldina heldur bættust við þrír foreldra- fundir og djassballett. Enginn tími gafst þó til þess að velta þessum örlögum fyrir sér því í sama mund hringdi dyrabjallan. Þar vorú kom- in tvö bekkjarsystkini dömunnar og ætluðu að verða samferða i skól- ann. Þá tók faðirinn eftir því að heimasætan var með sorgarrendur undir nöglum. Það má ekki spyrj- ast, hugsaði hann, aö barnið fari skítugt í skólann. Stúlkan var því LaugardagspistQI Jónas Haraldsson drifm í þvott með það sama. Að því loknu vildi öll hersingin leggja af stað. Þá mundi sá gamli eftir því að hann hafði ekki gefið barninu neinn hádegismat og tíminn var útrunninn. Hvað var nú til bragðs aö taka? „Viltu hafa meö þér epli?“ spurði hann til þess að sýna ein- hvern lit. Ekki var hægt að hafa barnið svangt í skólanum. „Nei," sagði sú stutta og sýndi föður sín- um enga miskunn, enda biðu skóla- félagarnir. „Hvað viltu þá?“ spurði pabbinn. „Má ég sjá inn í ísskáp?" svaraði heimasætan. Þar var ekki um auðugan garð að gresja því matarinnkaup föðurins höfðu far- ist fyrir. „Ég ætla aö fá mér gul- rætur,“ sagði stúlkan og benti á nokkra sterti neðst í skápnum. Með það var hún rokin með félögunum og eftir stóð sá sem ábyrgð bar á öllu saman. Hann hafði falliö á prófinu strax fyrsta daginn. Yngsta barnið fékk aðeins gulrætur í há- degismat og fór svangt í skólann. Þeir eldri höföu gert grín aö pabba gamla og treystu greinilega frekar á sjálfa sig en hann. Minnisleysi í vinnunni Heimasætan hringdi í pabba sinn í vinnuna og minnti hann á djass- ballettinn. Vissi sem var að hann þjáðist af minnisleysi strax og hann var kominn í vinnuna. Samt komu þau feögin of seint í balletttímann. Þau komu líka of seint á foreldra- fundinn eða námskynninguna. Þegar pabbjnn hafði muldrað ein- hver afsökunarorð leit hann yfir hópinn. Þar hafði framsögu kenn- arinn, ung kona. Mæður voru þar mættar með börn sín en lítiö sást af kynbræðrunum. Konurnar þeirra voru greinilega ekki í út- löndum. Föðurnum varð hugsað til hinna pabbanna sem höfðu það gott í vinnunni, deildu um nýju rík- isstjórnina og veltu fyrir sér hvort íslensku handboltastrákarnir myndu tapa með tíu eða tuttugu marka mun næstu nótt. Áhyggju- laust líf og þeim líkt. Ábyrgðin var ekki þeirra. Jólaföndur og kökubasar Undir lok fundarins kom að þeim lið að kjósa foreldri úr bekknum til setu í foreldraráði. Um pabbann fóru undarlegir straumar. Það yrði nú til að kóróna daginn ef hann lenti í því ráði. Fengi ef til vill það verkefni aö sjá um jólaföndrið eða kökubasar til styrktar vorferðalagi foreldrafélagins. „Er nokkur sjálf- boðaliði?" spurði kennarinn. Éng- inn gaf sig fram og og pabbinn horfði ýmist upp í loft skólastof- unnar eða skoðaði á sér tærnar. Augu kennslukonunnar ungu stoppuðu á pabbanum. Þar kom að því, hugsaði hann skelfdur, ekkert til bjargar. „Hvernig er það," sagöi kennslukonan og beindi máli sínu til pabbans, væri konan þín ekki tilbúin til aö vera eitt ár í viðbót meö okkur í foreldrafélaginu?" Um pabbann fór heitur fagnaðar- straumur og hann blessaði konu sína í huganum. „Jú, eflaust," stundi hann út úr sér, „hún gat ekki komið núna en er vafalaust tilbúin til þess." Pabbinn sá sam- stundist að þetta var ósanngjarnt, en hvað var til ráða? Hann vissi líka að ef þetta hefði verið öfugt, hann heföi verið kosinn í foreldra- ráð án þess að mæta á fundi, hefði hann tapað sér. En hann andaði samt léttar. Dagurinn var ekki al- ■ gerlega glataður. Málfundur um konur Um kvöldið sauð faðirinn pylsur, en endurbætti matreiösluna með því að hita pylsubrauöin í stað þess að gefa börnunum þau beint úr plastpokanum. Engin mótmæli komu fram á heimilinu; utan hvað táningurinn stakk upp á því að ekki skaðaöi að reyna fyrir sér með hakk og spaghettí innan tíðar. Þegar allt var að komast i ró kom sá tólf ára til föður síns og bað um aðstoð. „Það er málfundur hjá okk- ur á morgun og ég halda ræðu um konur,“ sagði töffarinn. Faðirinn leit á uppkastið hjá syni sínum og sá aö hann hafði skrifaö: „Fundar- stjóri, góðir fundarmenn! Konur standa körlum framar á öllum sviðum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.