Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 64
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Saga Class biðsalurinn: Flugleiðir meina Amar- flugsfarþegum aðgang þessi vissa mín rættist ekki,“ segir Fríkirkjukosningar: Gunnars- mönnum synjað um lögbann Fógeti hafnaöi beiðni stuönings- manna séra Gunnars Björnssonar um að lögbann yrði sett á kosningar þær sem stjórn Fríkirkjunnar hefur boöað til í dag og á morgun. Ekki er vitað um ástæðu synjunarinnar en að sögn Gunnars Björnssonar var lögfræðingur hans mjög hissa á ákvörðun fógeta. Gunnarsmenn hafa hvatt stuön- ingsmenn sína til að sitja heima í kosningunum og á þann hátt virða lög safnaðarins og úrskurð safnaðar- fundar í Gamla bíói 12. september síðastliðinn. Þar var ákvörðun stjórnarinnar um að segja Gunnari Björnssyni upp störfum sem safnaö- arprestur ógilt með meirihluta at- kvæða. Kosningarnar fara fram í Álfta- mýrarskóla og eiga safnaðarmeðlim- ir eingöngu að taka afstöðu til upp- sagnar séra Gunnars með því að krossavið,já“eða„nei“. -hlh Flugleiðir hafa hafnað beiðni Arnarflugs um afnot af Saga Class biösalnum í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar fyrir farþega gullfarrýmis- ins, nýrrar þjónustu sem hefst hjá Arnarflugi í dag. í drögum að leigu- samningi fyrir biðsalinn milli Flug- ieiða og flugmálayfirvalda segir hins vegar að Flugleiðir skuli heimila öðrum flugfélögum, inn- lendum jafnt sem erlendum, sem veita þjónustu, sambærilega Saga Class, aðgang að salnum. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, nefnir þrjár ástæöur fyrir neitun Flugleiða. I fyrsta lagi hafi félagið, eitt flugfélaga, þegar við upphaf teikningar flugstöðvarinnar óskaö eftir að fá þessa aðstööu til að bæta þjónustu við farþega sína, en ekki til að bæta þjónustu annarra ílugfé- laga. í öðru lagi meini erlendu fé- lögin sem hingað fljúga, SAS og Lufthansa, farþegum annarra fé- laga, þar á meðal Flugleiða, aögang að eigin biösölum í heimalöndum sínum. „Þriðja ástæðan er sú að þaö pláss sem við höfum er allt of lítið. Okkar farþegar komast ekki einu sinni allir fyrir,“ segir Pétur. Flugleiöir endursendu leigu- samningsdrögin í júnímánuöi síð- astliðnum og fóru fram á að þeim yrði breytt þannig að félagiö sæti eitt aö biðsalnum. „Við höfum ekk- ert heyrt í flugvallarstjóra síðan, þannig aö ég lít svo á aö hann hafi fallist á þessar mótbárur okkar. Málið stendur þannig að viö höfum þessa stofu, rekum hana fyrir okk- ur, og ætlum að gera. Það var ásetningur okkar frá bytjun. Ef aðrir hefðu haft sömu fyrirhyggju hefði það verið mjög gott fyrir þá. En hitt er annað mál að ég er þeirr- ar skoðunar að í nýrri flugstöð beri yfirvöidum skylda til aö sjá öörum flugfélögum fyrir samsvarandi að- stöðu, óski þau eftir því,“ segir Pétur J. Eiríksson. Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelh, segist ekki viija svara því hvort túlka beri þögn hans sem samþykki á óskum Flugleiða um einkaafnot af salnum. „Það virðist vera einhver mis- skilningur á aöalskrifstofu félags- ins varðandi þetta atriði en ég á ekki von á öðru en þetta leysist í tæka tíð. Ég yrði mjög undrandi ef Pétur Guðmundsson flugvallar- stjóri. Magnús Oddsson, markaðsstjóri Amarflugs, segir aö félagið muni til að byrja með leysa biðsalarað- stööu guÚfarrýmisfarþega í sam- vinnu við veitingamanninn í Flug- stööinni. „Ég vil undirstrika þaö að viö ht- um ekki endilega á þetta sem stríð við Flugleiöir. Okkur heföi þótt eölilegra að um væri að ræða eina slíka setustofu, sem öll flugfélög hefðu aðgang aö, eins og gerist á flestum flugvöllum. Þama er ekki hægt að kaupa þessa þjónustu og það finnst okkur svolítið öfugsnú- iö,“ segir Magnús Oddsson. -gb Árekstur yfir Laxá: Ók 100 metra með fólksbfl framan á Harður árekstur varö milli vöru- flutningabíls með tengivagn og fólks- bíls á brúnni yfir Laxá í Þingeyjar- sýslu. Fólksbílhnn átti um 10 metra eftir ófarna yfir hina 50 metra löngu brú þegar áreksturinn varð. Ok flutningabíllinn með fólksbílinn framan á sér yfir brúna og 60 metra eftir veginum þar sem hann fór út af og tengivagninn valt. Hjón voru í fólksbílnum og sluppu þau furöuvel miðaö við aðstæður. Bíll þeirra er gerónýtur. Ökumaður flutningabíls- ins segir að hemlamir hafi ekki virk- aö sem skyldi og því hafi þetta 40 tonna ferlíki ekki stöðvast fyrr en 100 metrafráárekstrarstaðnum. -hlh LOKI Ég hélt nú að barinn í flug- stöðinni væri nógu góður. Það var óvenjuleg eldamennska sem fram fór i fjörunni við Ánanaust í gær. Þar sat maður að nafni Jakob Thorarensen og sveið selshreifa og hausa yfir opnum eldi. Jakob sagði að þessir útlimir selsins væru herra- mannsmatur, eftir að búið væri að sviða þá og skafa. Enn bragðbetri væru þeir þó ef þeir væru settir í súr eftir aðgerðina yfir eldinum. -JSS/DV-mynd S Margir fara yfír á rauðu: Óeinkennisklæddir lögreglumenn verða við Ijósin - í stað einkennisklæddra áður Frá og með helginni munu óein- kennisklæddir lögreglumenn fara um borgina og fylgjast með því hvort ökumenn virði úmferöarljós eins og þeim ber skylda til. Aö sögn lögreglunnnar hefur þess orðið vart aö menn viröi ekki ljósin sem skyldi og á nú að herða eftirUtið og taka í lurginn á þeim sem gerast brotlegir. Getur fólk átt von á því næstu daga að verða stöðvað eða fá á sig kæru ef það fer ekki fuUkom- lega eftir rauða, gula og græna litn- um. Þýöir þá lítið aö fara yfir á „taxa- grænu" eins og gula ljósið er einnig kallað. . Hingað til hafa einkennisklæddir lögreglumenn fylgst meö þessu og hefur nærvera þeirra haft jákvæö áhrif. En meðan engin lögregla er sjáanleg er eins og að fólk freistist til aö hundsa ljósin. Verða óeinkenn- isklæddir lögreglumenn á ferðinni alla tíma sólarhringsins. -hlh Veðrið á sunnudag og mánudag: Norðanáttin ríkjandi Á sunnudag verður hvöss norðanátt með rigningu eða slyddu um norðanvert landið en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 1-6 stig, hlýjast á Austurlandi. Á mánudag eru horfur á minnkandi norðanátt og kólnandi í bili. É1 um noröanvert landið en léttir til syöra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.