Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 46
62 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Indland er land sem reynir á þol- rif ferðamannsins. Það getur verið allt í senn, stórkostlegt, þreytandi og indælt, o'g loks getur það reitt menn til reiði. Þar skyggir hið dag- lega líf jafnvel á leyndardómana sem Vesturlandabúar tengja Indl- andi. Töfrar daglega hversdagslífs- ins felast í ofgnótt fólks og lands- lags. Eitt hið fyrsta, sem útlendingur á Indlandi tekur eftir, er gifurleg fjölbreytni þeirra kynþátta sem byggja landið. Þar eru Kasmíring- ar, ljósir á hörund, jafnvel bláeygir og rauðhærðir, kínverjalegir menn frá Sikkim eða Darjeeling, hör- undsdökkir og krullhærðir Dravíd- ar frá Suður-Indlandi og allt þar á milli. Það verður fljótlega ljóst að hinn dæmigerði Indverji er ekki til. Frumbyggjar Indlands á for- sögulegum tíma voru líklega af kynþætti skyldum frumbyggjum Ástraliu. Síðar komu Mongólar, Aríar, Grikkir, Arabar, Tyrkir, Persar og Afganar. Bretar, Frakk- ar, Portúgalar og Hollendingar mörkuðu einnig sín spor. Tungumálin, sem allt þetta fólk Ganges er helgasta fljót Indlands og þangað flykkjast pílagrímar úr öllu landinu, m.a. til að lauga sig og fá bót meina sinna. Borgin var byggð eftir nákvæmum forskriftum stjörnuspekinnar að undirlagi rajans Jai Singh II, mik- ils lærdómsmanns á því sviði. Hann valdi sér nákvæma dagsetn- ingu, 17. nóvember 1727, til að flytja höfuðborg sína frá Amber af því að stjörnurnar sögðu að það væri góður tími. Og borgina skipulagöi hann samkvæmt afstöðu helstu stjarnanna uppi á himinhvolfmu. í Vindhöllinni í Jaipur fela hefðarkonurnar sig bak við gluggana og fylgj- ast með skrúðgöngum um götur borgarinnar. talar, eru rúmlega 1600 og þá eru mállýskur undanskildar, skrifuð með 13 mismunandi stafrófum. Hindi er þjóötungan en engu aö síður talar meirihluti landsmanna hana ekki. Stjórnvöld reka mikinn áróður fyrir ensku en það mál tala þó ekki nema þrír af hundraði íbú- anna, flestir í stóru borgunum. Setið á annarri rasskinn Landslagiö er enginn eftirbátur mannfólksins hvað fjölbreytileik varðar, frjósamt og skrælnað, gróskumikið og vægðarlaust. Him- alajaflöllin í norðri eru viðeigandi bústaðir hindúguðanna. í Kasmír er Alpalandslag með skógum, engj- um og vötnum og í Punjab er mið- stöð grænu byltingarinnar, þeirrar sem á að valda því að þjóðin verði sjálfri sér nóg um hveiti, bygg og hirsi. En sama hvernig landslagið er, eitt er það sem þar er alltaf, alls staðar: maöurinn. Hvort sem er úti í eyðimörkinni eða uppi á háslétt- unum. Um milljónirnar í Kalkútta og Bombay vita allir, þar sem fólk hangir utan á strætisvögnum og lestum eða situr ofan á þeim, þar sem heilu fjölskyldurnar ferðast um á lítíUi skelhnööru og þar fram eftir götunum. Ekki er þetta nú allt hættulaust, því fyrir kemur að strætisvögnum hvolfir og að þak- farþegar á lestum sópist burt. Þeir telja þó áhættuna vera ókeypis ferðarinnar virði. Indverjar hafa öðlast alveg hreint ótrúlega leikni í að nýta hvert pláss og alUr læra að sitja bara á annarri rasskinninni þegar svo ber undir. Slík tækni getur komið sér vel á ferðalögum í strætísvögnum eða lestum. Þar læra menn líka fljótt að venja sig, ekki bara við alla mannmergðina, heldur líka við snertíngu annarra, lykt og aUs kyns búkhljóð. Og undir þannig kringumstæöum þýðir ekkert að leggja vestrænt gildismat á það sem í kringum mann er. Kýrnar hafa forgang Þó svo að mannskepnurnar berj- ist um sérhvern fersentímetra víkja allir úr vegi þegar kýrnar eru annars vegar. Kýrnar eru jafnheil- agar í augum hindúa og svínið ert óhreint í augum araba og gyðinga. Þær eiga alls staðar réttínn, irnii í miðri borg eða úti á hraðbrautum. Og það er engu líkara en skepnurn- ar viti að þær eru heilagar. Höfuðborg Indlands, Delhi, er á bökkum Yamunaárinnar í vestur- enda Ganga (Ganges) dalsins. AlUr þeir sem fóru með her um landið virtust hafa sérstakt dálæti á Del- hi. En þótt hver eyðilegði það sem fyrri sigurvegari byggði upp veitir borgin engu að síður heillandi yfir- Ut yfir keisaralega sögu Indlands. Borgin skiptíst í tvo hluta, gömlu Delhi og nýju Delhi. í gamla borg- arhlutanum eru margar glæsilegar byggingar í anda hindúa og músl- íma, á meðan áhrifa yfirráöa Breta gætir í hinum nýja, með öUum stjómsýslubyggingunum, erlend- um sendiráðum, nútíma skrifstofu- byggingum og glæsUegum gistíhús- um. Til heiðurs sorginni Taj Mahal er ástæöan fyrir því að borgin Agra er einn vinsælastí áningarstaður ferðamanna á Indl- andi. Taj Mahal er grafhýsi sem konungurinn Shahjahan byggði konu sinni þegar hún lést af barns- burði árið 1631. Drottning var manni sínum shkur harmdauði að skegg hans varð hvítt á svo tíl einni nóttu. Hann skrifaði jafnframt ein- hvers staöar að með dauða hennar hefði lífið glataö gildi sínu. Konungur fékk tíl liðs við sig persneskan arkitekt og iðnaðar- menn frá Bagdad, Ítalíu og Frakkl- andi og þeir unnu þrotlaust í 12 ár að gerð grafhýsisins. Árangur þess starfs er líka einstakur. Grafhýsið sjálft er klætt hvítum marmara og skiptir það litum eftir því á hvaða tíma sólarhringsins menn virða þaö fyrir sér. Silfurlitað og bleikt á morgnana, gullið við sólsetur og skjannahvítt í sterku sólarljósinu um miðjan dag. Borgin bleik Jaipur er höfuðborg Rajahstan fylkis, eins hins rómantískasta á öllu Indlandi, lands maharajanna. Jaipur hefur verið kölluö bleika borgin vegna litarins á sandstein- inum sem þar er notaður sem bygg- ingarefni, en eins og víðar er sá lit- ur ekki alitaf eins á öllum árstíðum og öllum tímum sólarhringsins. Ógn af lotningunni Varanasi, eða Benares eins og borgin hefur löngum verið kölluð af Evrópumönnum, við Gangesfljót er líklega sá staður á Indlandi sem sveipaður er hvað mestum dulúð- arljóma í hugum Vesturlandabú- ans. Og ef menn ætla sér einhvern tíma að reyna að skilja leyndar- dóma landsins verða þeir að fara þangað. Líkurnar eru þó meiri á því að leyndardómurinn verði enn torráðnari en áður. En helgiblær borgarinnar er svo mikill að gest- urinn kærir sig kollóttan um ein- hveijar skynsamlegar skýringar. Það var kannski vegna þess að íslömskum innrásarherjum fannst sér ógnað af þeirri miklu lotningu, sem hindúar auðsýndu Varanasi, að þeir fundu sig knúna til að eyða borginni hvað eftír annað. Og þótt borgin sé þrjú þúsund ára gömul eru þar engar byggingar eldri en frá 18. öld. Það fór svo að lokum að borgin var ekki aðeins heilög í augum hindúa heldur múslímanna líka. Við fyrsta hanagal Helgi borgarinnar er til komin vegna stöðu hennar við hið heilaga Gangesfljót sem guðinn Shiva helltí niður á slétturnar frá heimili sínu í Himalajafjöllum. Gestir í Varanasi verða að leggja það á sig að fara á fætur fyrir sólar- upprás, ganga niður að ánni og slást í fór með pílagrímunum sem þar eru þúsundum saman aö biðja, baöa sig eða drekka vatnið úr fljót- inu helga. Sumir láta sér þaö nægja að sitja og hugleiöa um þessa stærstu stund í lífi sínu. Gamalt fólk kemur til að bera beinin í borg- inni, því þannig losna trúræknir hindúar viö eilífar endurholdganir. -gb 4. Taj Mahal er eitt fegursta mannvirki á Indlandi. Þar hvilir prinsessa sem lést at barnsburði 1631.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.