Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 77 Sviðsljós Móðirin 19 ára og faðirinn 24ra: Fyrst tvíburar síðan fjórburar - á tæpum tveimur árum Þegar hún var sextán ára sögðu læknar við hana að hún gæti aldrei átt barn. í dag er hún nítján ára og sex barna móðir. Judy Simmons býr í litlum bæ í Illinois í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni og bömunum sex sem tyún hefur átt á tveimur árum. Það var í júli 1986 sem Judy varð mamma í fyrsta skipti og þá fékk hún tvíbura. Nítján mánuðum síðar varð hún móðir öðm sinni og þá fæddust fjórburar. „Við höfðum ákveðið að eiga stóra fjölskyldu en það var áfall að hún yröi svo stór á svo skömmum tíma,“ segir eiginmaðurinn John, 24 ára. Það er nóg að gera hjá Judy á með- an eiginmaður hennar vinnur úti. Hún skiptir á bleium fjörutíu sinnum yfir daginn og matar jafnoft. Það þarf aö halda á, knúsa og kyssa. Og þvottavélin gengur allan daginn. Judy þarf ekki að láta sér leiðast og hún kvartar heldur ekki. „Við emm heilbrigö. Börnin sofa frá klukkan hálf tíu á kvöldin til sex á morgnana. Við fáum okkar svefn,“ segir Judy. „Við urðum mjög ánægð er ég varð ófrísk í fyrra skiptið því viö höfðum látið slíka drauma lönd og leið. Ekki minnkaði ánægjan er við fréttum að tvö börn væm á leiðinni. Samt gat ég ekki séð mig í anda sjá um tvö böm. En sjáið mig í dag,“ segir Judy stolt. „Það kemur fyrir að eitt barniö byrjar að gráta og þá hefja öll hin upp raustina einnig. Þá verður há- vaðasamt í húsinu og tími fyrir mat. Læknarnir segja að það eigi að halda á bömunum á meðan þau eru mötuð en það er hægara sagt en gert. Sér- staklega þegar Jphn er í vinnunni og ég ein heima. Ég hef jú bara tvær hendur,“ segir Judy. Þegar Judy og John giftu sig fyrir þremur árum bjuggu þau í tveggja herbergja hjólhýsi. Af eðlilegum ástæöum varö húsnæðið of htið. Nú hafa þau stærra húsnæði en einnig meiri útgjöld. John, sem vinnur í verksmiðju, er aöeins með rúmar fimmtíu þúsund krónur í mánaðar- laun. Af því borga þau tæp tíu þús- und í húsaleigú. Það er því ekki mik- ill peningur afgangs fyrir átta manna fjölskyldu. Bömin nota þrjú hundruð bleiur á viku og drjúgt fer af bama- mat. „Viö höfum ekki mikla peninga milh handanna og getum htið leyft okkur. Við vildum stóra fjölskyldu og hana höfum við fengið. Ég hef ekki ástæðu til að kvarta og langar ekki aö hafa þetta öðruvísi," segir John. „Margir hafa spurt okkur hvort ég hafi tekið inn hormónapillur en það gerði ég ekki,“ segir Judy. „Meira að segja blaöið hér í bænum hélt því fram. Kannski er það þess vegna sem við fengum ekki gjafir frá fyrirtækj- um þegar bömin fæddust eins og tíðkast oft þegar um barnmargar fjöl- skyldur er að ræða. Viö höfum ekki séð neitt af slíku nema að stórverslun hérna gaf okkur nokkrar bleiur." Þegar Judy var gengin sextán vik- ur með fjórburana vildu læknar að hún væri í rúminu það sem eftir væri meögöngunnar. Allt gekk hins vegar svo vel að til þess kom ekki. Fjórburarnir fæddust tveimur mán- uðum fyrir tímann. „Börnin voru tekin meö keisaraskurði og voru komin í heiminn á tuttugu sekúnd- um,“ segir faöirinn sem var við- staddur fæðinguna. „Þetta var ótrú- legt.“ Judy fékk að fara heim stuttu síðar en fjórburarnir vom á sjúkrahúsinu í fimm vikur á meðan þeir vom að ná eðlilegri þyngd. Þeir vógu alhr í Judy og John ásamt börnum sinum. kringum 1500 gr við fæðingu eða um sex merkur. „Rætt var um að við fengjum heimilishjálp en þar sem hún kostaði of mikið gátum við ekki tekið hana,“ segir John. „Kannski viljum við eiga fleiri börn en ekki fyrr en eftir fimm til tíu ár.^" Það versta er að læknar telja að þá geti börnin orðið fleiri en eitt. Við þurfum að hafa tíma til aö hugsa okkur um,“ segir hinn ungi sex barna faðir. Lisa Marie Presley með veitinga- manninum Peter Stringfellow i Lon- don. Menn velta nú fyrir sér sam- bandi þeirra tveggja. Stringfellow hefur nokkrum sinnum komið til ís- lands. Iisa Marie Presley: Vinsæl hjá karlmönnunum Ein er sú stúlka sem fengið hefur yfir sig eftirtekt slúðurblaðanna. Sú heitir Lisa Marie Presley, 20 ára, dóttir rokkkóngsins. Reyndar má Lisa Marie helst ekki tala við neinn af gagnstæða kyninu svo ekki sé búið til „heitf ‘ samband úr því. En nú segja blöðin að það líti út fyrir að alvara sé á ferð hjá dóttur Pres- leys og veitingahúsakóngsins í Lon- don, Peters Stringfehow. Sagan segir að Lisa Marie hafi setið fram á rauða nótt með Stringfellow og þau dansaö kinn við kinn. Mjög rómantískt. Þetta hefur líklega verið ást viö fyrstu sýn því um leið og Lisa Marie gekk inn á veitingastaðinn var eigandinn kominn til hennar í sóf- ann. Hann bauð upp á drykki og leit ekki af stúlkunni. PriscUla Presley, móöir stúlkunnar og ein aðalleikkonan í Dallas-mynda- flokknum, ætti ekki að hafa mikið á móti þessu sambandi. Hún var sögð mikið á móti sambandi dótturinnar og hins 24 ára gamla rokksöngvara Denny Keough, sem reyndi talsvert og án árangurs að fá Lisu Marie með sér upp aö altarinu. „Hún er of ung til aö giftast,“ hefur PriscUla Presley sagt en sjálf var hún aðeins sextán ára þegar hún gifti sig. * * + áratugnum Þaö verður fjor í kvöld André Bachmann leikur í kvöld Mímisbar Það verður saimkölluð ROOF TOPS STEMNING í Danshúsinu í kvöld. Gömlu góðu tilfirmmgalögin ásamt lögum frá 6. áratugnum. ÍHljómsveitin í GEGNUM TÍÐINA leikur fyrir dansi. Rúllugjald 500. Snyrtilegur klæðnaður. /1/tlóHDCIJS ÞÓRSC/IFÉ Brautarholti 20 Símar: 23333 & 23335 AUFHEEtMUM 74. SiMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.