Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 45
Stóra höllin er einn helsti ferðamannastaðurinn í Bangkok og þar eru m.a. skrifstofur konungsembættisins. Hvitar strendur og smaragðs- grænn sjór laða margan ferðamann- inn til Thailands á þeim árstíma þeg- ar lönd í öðrum heimsálfum eru snævi þakin. En heitar pálmastrend- umar eru bara skærar umbúðir utan um allt annað sem landið hefur upp á að bjóða: sögufrægar hallir, ólgandi markaði, fomleifar, þorp á stólpum og skóga þar sem fÚar vinna fyrir fæði og uppihaldi. Thailand er fimm sinnum stærra en ísland og íbúamir em nálægt 50 milljónir. Um það bil einn tíundi hluti þeirra býr í Bangkok, höfuð- borginni og jafnframt einu stórborg landsins. Aðrir búa í Utlum bæjum og þorpum, enda stunda meira en sjö af hverjum tíu Thailendingum hrís- gijónarækt. Hitabeltisloftslag er í landinu. Þægilegasti árstíminn til ferðalaga er frá nóvember og fram í febrúar, þegar tiltölulega svaUr og þurrir staðvindar blása frá Kína. Þá er ekki lengur brennandi heitt í Bangkok, heldur einungis heitt. Suðvestlægir staðvindar blása frá maí fram í okt- óber, með tilheyrandi úrhelhsrign- ingu. Konungdómurinn sameinar Meira en 90 af hundraöi Thailend- inga eru búddatrúar og setur trúin og heimspeki hennar mikinn svip á allt daglegt líf. Tímatal landsmanna tengist líka upphafi búddismans og telja þeir frá 543 fyrir Krist. „Thailand" þýðir „land hinna frjálsu" og þar hefur einstakUngs- frelsið mikið gildi. Ólíkt öðmm lönd- um í Suðaustur-Asíu var Thailand aldrei nýlenda Evrópuríkis. Viömót landsmanna gagnvart útlendingum er því alveg laust við sögulegan fjandskap. Þeir eru stoltir af fortíð sinni og konungdóminum, sem gegn- ir mikfivægu hlutverki í sameiningu hinna mörgu þjóöa sem byggja landið. Eitt eiga ThaUendingar sameigin- legt með íslendingum. Þar em allir þekktir af skímamafni sínu einu saman. Eftirnöfn em aðeins notuð við hátíðleg tækifæri, enda vom þau ekki tíl í nafnakerfi landsmanna fyrr en konungur þeirra ákvað að þau skyldu tekin upp eftir heimsstyrjöld- ina fyrri. Þjóðarbrotið sem landið er keimt við, Thaiar, flutti ekki til núverandi heimkynna fyrr en á 11. og 12. öld, og kom frá Suður-Kína. Aðrar þjóðir höfðu þá búið í landinu í þúsundir ára. Fyrsti konungur Thaia, sem eitt- hvaö kvað að, hét Mengrai mikli og réð hann ríkjum á síðari hluta 13. aldar. Hann drottnaði fram aö átt- ræðu þegar elding varð honum að bana. Fleiri ThaUandskóngar hafa látist á sviplegan hátt, eins og Kamp- hoo sem var étinn af krókódfi árið 1345. Borg englanna Bangkok varð ekki tfi fyrr en 1782, þegar Rama kóngur hinn fyrsti á- kvað að flytja höfuðborg sína þangað sem hann gæti verið óhultur fyrir skyndiárásum óvina sinna. Og þar sem áður var óhrjálegt fiskiþorp og verslunarstaður risu nú glæsUegar hallir og hof. Hin nýja höfuðborg landsins var skírð Krungthep, sem þýðir „borg englanna", og undir því nafni gengur hún enn meðal lands- manna. Bangkok er mesta heimsborgin í Austurlöndum og þar er óendanlega margt sem hefilar ferðamanninn. Miklar vegalengdir og hiti gera það þó að verkum að borgin er erfið yfir- ferðar fyrir fótgangandi. Helsti ferðamannastaðurinn í Bangkok er Höllin stóra, sem er eig- inlega borg inni í sjálfri borginni, umkringd tæplega tveggja kílómetra löngum múr. Innan múranna eru m.a. skrifstofur konungsembættisins og Wat Phra Kaeo musteriö, sem hýsir þá helgimynd sem ThaUend- ingar tigna hvað mest, Smaragðs- búddann. Fyrir framan HöUina stóru er sporöskjulaga tijágarður og um- hverfis hann eru helstu háskólar borgarinnar, ráðuneyti, Þjóðminja- safnið, Þjóðleikhúsið, Listasafn rík- isins og Lak Muang, þar sem vernd- arvættir borgarinnar búa. Dansarar leika þar listir sínar allan daginn til að skemmta vættunum að beiðni fólks sem vill þakka þeim fyrir að bænir þess um betri heUsu og vel- megun hafa ræst. MikUl fjöldi mustera er í Bangkok. Þekktast þeirra er Wat Arun, must- eri dagrenningarinnar, sem stendur við bakka Chao Phya árinnar sem rennur í gegnum borgina. Wat Pho, eða musteri hins liggjandi Búdda, er hið elsta í Bangkok, byggt á 16. öld þegar borgin var ekki nema lítið þorp. Musteri þetta er þekkt fyrir tæplega 20 metra háa og 50 metra langa styttu af Búdda sjálfum og var musterið raunar byggt í kringum hana. Wat Pho er jafnframt stærsta musterið í Bangkok. Chao Phya áin og fjöldamargir skurðir setja mikinn svip á borgina og þaðan er ekki hægt að fara án þess að fara í morgunsiglingu og fylgjast með því þegar kaupmenn af öllum gerðum ferja varning sinn til markaðar á litlum bátum sínum. Ekki er hægt aö skilja við Bangkok án þess að minnast aöeins á skemmt- analífið, sem þykir meö því fjöl- skrúðugara á byggðu bóli, jafnvel þótt börunum sé lokað snemma. Næturklúbbarnir eru þekktastir fyr- ir náttúrukitlandi skemmtiatriði sín og til þeirra teljast nuddstofurnar frægu. Endalausar pálmastrendur Baðstrandarbærinn Pattaya, með endalausum pálmaströndum sínum, um 150 kílómetra fyrir suðaustan Bangkok, má heita fastur áfanga- staður vestrænna ferðamanna til Thafiands. Allt fram til ársins 1961 var þar bara lítið fiskimannaþorp. Þá uppgötvuðu það bandarískir her- menn í leyfi og síðan hefur verið þar stöðug uppbygging aöstöðu fyrir ferðamenn. Litla fiskimannaþorpið er enn á sínum stað og morgun- hanarnir eiga þess kost að fylgjast með þegar fiskimennimir koma inn aö morgm með bátana drekkhlaðna. Annar vinsæll ferðamannastaður í Thailandi er borgin Chiang Mai í norðurhluta landsins. Veðurlag þar yfir íslenska vetrartímann er eins og það gerist best á evrópsku vori og ekki er óalgengt að menn þurfi jafn- vel aö bregða yfir sig peysu þegar kvölda tekur. Hæstu íjöll Thailands eru allt í kringum borgina og gróður- sældin er mikfi. Chiang Mai var stofnuð á 13. öld. Sagnir herma að borgarmúrarnir, sem enn sjást að hluta til, hafi verið byggðir af 90 þúsund mönnum, sem unnu á vöktum allan sólarhringinn. Loks má svo geta þess að í Chiang Mai og nærliggjandi héraöi búa fall- egustu stúlkur Thailands. Thcdlenskur matur er með þeim betri sem hægt er að láta ofan í sig, meinhollur og ódýr, en hann er kryddaður vel. Ferðamenn skyldu því fara varlega í að smakka herleg- heitin og byija á mat sem er sérstak- lega lagaður fyrir viðkvæma vest- ræna bragðlauka. Gott er að borða mikið af hrísgijónum með matnum því þau slá á brunann, reynist mat- urinn vera of kryddaður. En thai- lenskan mat verða menn að smakka, jafnvel þótt þaö kosti nokkur tár og brennda góma. -gb Filar eru hin þörfustu húsdýr i Thailandi og viða verða þeir að vinna fyrir fæði og uppihaldi. Ár og skurðir setja mikinn svip á Bangkok. Sum markaðstorgin eru meira að segja fljótandi, eins og þetta sem heitir Damnoen Saduak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.